Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 49
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 49
Kínversk kvennasveit lagði
sterka sveit frá Ísrael í 64
spila úrslitaleik um NEC
bikarinn í Japan. Kínversku
konurnar unnu með 163
IMPum gegn 130, en áður
höfðu þær lagt að velli
bandaríska sveit í átta liða
úrslitum og sigursveit Eng-
lendinga síðastaliðin tvö ár í
undanúrslitum. Ísraelar
höfðu á sama tíma unnið
pólsk-rússneska sveit og
landslið Indónesa. Úrslita-
leikurinn var ekki sérlega
vel spilaður og það voru
greinileg þreytumerki á
keppendum.
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠106
♥KG109
♦D63
♣Á1097
Vestur Austur
♠K9752 ♠G43
♥ÁD875 ♥642
♦7 ♦852
♣65 ♣G832
Suður
♠ÁD8
♥3
♦ÁKG1094
♣KD4
Í liði Kínverja spiluðu
þær Hou Yunyan, Zhu Zia-
oyin, Yan Ru, Dong Yong-
ling, Lu Yan og Wang Yan-
hong. Þetta eru ókunnugleg
nöfn á Evrópuslóðum, hvað
sem síður verður. Sveit Ísr-
ael var skipuð þeim Yadlin-
bræðrum, Israel og Doron,
og „blandaða“ parinu Mich-
ael Barel og Migry Zur
Campanile.
Vestur Norður Austur Suður
Yan Israel Wang Doron
-- -- Pass 1 tígull
2 tíglar * Dobl 2 hjörtu Dobl
Pass Pass 2 spaðar Dobl
Allir pass
Yan kemur inn á hálita-
sögn og Yadlinbræður blaka
doblmiðanum þrisvar. En
uppskeran var heldur rýr,
eða 500 fyrir þrjá niður í
tveimur spöðum. Í raun er
undarlegt að suður skuli
kjósa að leggjast í vörn með
svo afgerandi sóknarspil.
Á hinu borðinu keyrðu
NS í slemmu:
Vestur Norður Austur Suður
Campanile Hou Barel Lu
-- -- Pass 1 lauf *
1 hjarta ** 1 grand Pass 2 tíglar
Pass 3 tíglar Pass 3 grönd
Pass 4 lauf Pass 4 tíglar
Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf
Pass 6 tíglar Allir pass
Laufopnun Lu er sterk og
innákoma Campanile á einu
hjarta sýnir hálitina. Annað
er á eðlilegum nótum.
Slemman er allgóð, en
gæti þó hæglega tapast þar
eð vestur á spaðakóng og
gosinn kemur ekki niður í
laufinu. En Lu fékk tólfta
slaginn á silfurfati. Camp-
anile kom út með hjartaás
og skipti svo yfir í spaða upp
í gaffalinn í öðrum slag!?
Erik Kokish, ritstjóri
mótsblaðsins, gerir því
skóna að hlutlaus vörn hefði
dugað til að bana slemm-
unni (tígull í öðrum slag), en
það er alls ekki víst. Vestur
hefur sýnt báða hálitina og
því kemur vel til greina að
spila upp á kastþröng. Sagn-
hafi tekur fyrst þrisvar
tromp, hendir spaða í
hjartakóng og stingur
hjarta. Leggur svo niður
KD í laufi áður en trompin
eru kláruð. Í síðasta tromp-
ið verður að henda lauftíu úr
blindum (hugsanlegum
slag), en þegar laufi er loks
spilað á ásinn í lokastöðunni,
þvingast vestur með hjarta-
drottningu og spaðakóng-
inn.
Það hefði verið skemmti-
legra fyrir Lu að vinna
slemmuna þannig.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vingjarnleg/ur og
samvinnufús og hefur oft
mikil áhrif á aðra. Þú tekur
oft eftir því sem aðrir láta
framhjá sér fara. Komandi ár
markar nýtt upphaf í lífi þínu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú vilt sannfæra einhvern um
eitthvað sem þér finnst mik-
ilvægt. Þér finnst þú þurfa að
segja einhverjum eitthvað.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert mjög sannfærandi í sam-
ræðum við foreldra þína, yf-
irmenn eða aðra yfirboðara í dag.
Þú meinar það sem þú segir og
segir það sem þú meinar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur sterka löngun til að
læra eitthvað nýtt í dag. Kenn-
ingar í stjórnmálum, heimspeki
og trúarbrögðum höfða sterkt til
þín. Þú leitar dýpri skilnings á líf-
inu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það liggur sérlega vel fyrir þér
að fara ofan í kjölin á hlutunum í
dag. Þú ættir að nota tækifærið
til að fara yfir fjármálin og bók-
haldið. Þú munt að öllum lík-
indum finna svörin sem þú leitar
að.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú munt eiga alvarlegar en upp-
byggilegar samræður við for-
eldra þína eða maka þinn í dag.
Ef einhver er að leyna þig ein-
hverju muntu komast að því. Þú
vilt komast til botns í hlutunum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert tilbúin/n til að flytja fjöll
til að koma hlutunum í fram-
kvæmd og munt því koma miklu í
verk í vinnunni í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hið hulda og óvænta heillar þig
og því hefurðu sérstaklega gam-
an að því að reyna þig við þrautir
eða ráðgátur af einhverju tagi.
Þú munt einnig njóta þess að lesa
spennusögur og horfa á spennu-
myndir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Drífðu í framkvæmdum sem þú
hefur látið sitja á hakanum á
heimilinu. Það þýðir ekkert ann-
að en að bretta upp ermarnar og
láta sig hafa það. Þú verður feg-
inn eftir á.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er svo til ómögulegt að halda
nokkru leyndu fyrir þér í dag.
Það er eins og þú hafir röntgen-
sjón auk þess sem þú ert sérlega
næm/ur fyrir óheilindum. Notaðu
tækifærið til að meta stöðu þína.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur sterka löngun til að
telja aðra á þitt band varðandi
fjármálin. Þú gætir líka reynt að
selja eitthvað í dag. Gættu þess
að ganga ekki of hart fram.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það skiptir þig miklu máli að
komast til botns í hlutunum í dag.
Þú ert næm/ur fyrir óheilindum
og vilt bara að fólk komi hreint
fram.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður dagur til að leita
svara við flóknum spurningum.
Þú getur komist til botns í hlut-
unum ef þú leggur þig fram um
það. Leyndarmál munu hugs-
anlega koma upp á yfirborðið í
dag.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
90 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag-
inn 21. febrúar, verður ní-
ræður Hólm Dýrfjörð frá
Siglufirði. Af því tilefni tek-
ur hann á móti ættingjum
og vinum á afmælisdaginn
milli kl. 15-18 á neðri hæð
hjúkrunarheimilisins
Sunnuhlíðar, Kópavogs-
braut 1C, Kópavogi.
80 ÁRA afmæli. Áttræðverður sunnudaginn
22. febrúar Þorsteina Guð-
rún Sigurðardóttir. Á
morgun, laugardaginn 21.
febrúar, heldur fjölskylda
hennar kaffiboð fyrir frænd-
fólk og vini í safnaðarheimili
Langholtskirkju kl. 15-18
síðdegis.
1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. g3 d5
4. Bg2 b5 5. a4 b4 6. c4
bxc3 7. Rxc3 Rbd7 8. 0–0
Be7 9. Bf4 a6 10. Dc2 Bb7
11. b4 Bxb4 12. Hfb1 a5 13.
Ra2 c5 14. dxc5 Hc8 15.
Rxb4 axb4 16. Bd6 Re4 17.
Db2 f6 18. Dxb4 Rdxc5 19.
Bxc5 Rxc5 20. Rd4 De7 21.
Bh3 f5 22. Ha3 Ba6 23. He3
g6
Staðan kom upp á þýska
meistaramótinu sem lauk
fyrir skömmu. Gerhard
Schebler (2.480) hafði hvítt
gegn Olaf Wegener
(2.404). 24. Rxe6!
Rxe6 25. Db6 Kf7
26. Dxa6 d4 27.
Hxe6! Dxe6 28.
Hb7+ og svartur
gafst upp enda fátt
til varnar eftir 28. …
Kf6 29. Hb6. Fjöld-
inn allur af íslensk-
um skákmönnum er
nú í víking í Moskvu
að taka þátt í Aero-
flot-mótinu. Án efa
verður sú eldraun
góður undirbún-
ingur fyrir alla þá skák-
viðburði sem fram fara á Ís-
landi á næstu vikum. Fyrsti
atburðurinn verður minn-
ingarmót Jóns Þorsteins-
sonar þar sem hinum
sterka skákmanni og fyrrv.
alþingismanni verður mikill
sómi sýndur, en Taflfélagið
Hellir og Taflfélag Reykja-
víkur halda það. Að því
loknu fer fram atskákmót á
vegum Skákfélagsins
Hróksins í Rimaskóla.
Veislunni verður svo fram-
haldið með Íslandsmóti
skákfélaga, Reykjavík-
urskákmótinu og at-
skákmóti með Kasparov og
Karpov.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Hvað settirðu eiginlega í umsóknina um þróunarað-
stoð?!
SKÝJAFAR
I
Hvort sérðu aftur þær sýnir,
hve sólin var öllum góð?
– Blikandi lýstu þér blómavendir
og bernskunnar lokkaflóð.
Lát sólfar og sumarvinda
um sál þína bylgjast nú.
Heiðblámans slæður af hnúkum fjalla
í hjartanu geymdir þú –
og angan víðlendra valla
og vængjablak og klið.
Svefnlausra nátta seytlandi unað
og síglaðan vatnanið.
– – –
Stefán frá Hvítadal
LJÓÐABROT
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Hveitigraspressa
verð kr. 4.300
Hægt að nota sem
ávaxtapressu líka
Viltu með mér vaka í nótt?
Harmonikudansleikur í Glæsibæ í kvöld kl. 21.30
Nú er lag að létta sig
Miðaverð kr. 1.200
Allir alltaf velkomnir
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík F.H.U.R
Vindbelgirnir og Hljómsveit Þorsteins R. Þorsteinssonar
ásamt Villa Guðmunds leika gömlu og nýju dansana.