Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ma llorc a 34.142kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. SUÐURLANDSVEGUR lokaðist í gærmorgun þegar flutningabíll með tengivagni valt í brekk- unni ofan við Litlu kaffistofuna. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi virðist sem vindhviða hafi feykt tengivagninum með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Ökumann sakaði ekki og var Suðurlands- vegur opnaður á ný um hádegisbil. Bíllinn og tengivagninn voru hífðir út fyrir veg og var stefnt að því að færa ökutækið á brott þegar lægði. Morgunblaðið/Rax Flutningabíll valt við Litlu kaffistofuna HELGI Sæmundsson ritstjóri lést á Land- spítalanum – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi þann 18. febrúar síð- astliðinn, 83 ára að aldri. Helgi fæddist 17. júlí 1920 á Stokkseyri, son- ur hjónanna Sæmund- ar Benediktssonar sjó- manns og Ástríðar Helgadóttur húsmóð- ur. Helgi kvæntist árið 1943 Valnýju Bárðar- dóttur, f. 24. október 1917, og eignuðust þau saman átta syni. Helgi lauk Samvinnuskólaprófi árið 1940. Hann var ritstjóri Al- þýðublaðsins 1952 til 1959, ritstjóri tímaritsins Andvara 1960 til 1972 og útgáfuráðunautur Menningarsjóðs 1960 til 1990. Helgi átti sæti í Menntamálaráði frá 1956 til 1972 og var um árabil formað- ur þess. Hann átti einnig sæti í úthlutun- arnefnd listamanna- launa frá 1952 til 1978 og var annar af fulltrúum Íslands í út- hlutunarnefnd bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 1961 til 1972. Helgi var jafnaðar- maður og tók virkan þátt í starfi Alþýðu- flokksins, sat m.a. í miðstjórn og flokks- stjórn og gegndi öðr- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Helgi gaf út sína fyrstu ljóðabók, Sól yfir sundum, árið 1940, tvítugur að aldri, og orti alla sína ævi. Alls sendi hann frá sér sjö ljóðabækur. Helgi þýddi margar bækur og skrif- aði mikið um bókmenntir, menning- armál og stjórnmál í blöð og tímarit og flutti mörg útvarpserindi. Andlát HELGI SÆMUNDSSON HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað Ástþór Magnússon, forsvars- mann Friðar 2000, af ákæru um að senda tilhæfulausrar viðvaranir um yfirvofandi sprengjutilræði við ís- lenska flugfarþega. Í dómi Hæstaréttar er vísað til framburðar Ástþórs þess efnis að hann hafi trúað því að íslenskum flugvélum stafaði raunveruleg hætta af flugránum og sprengjutilræðum og því talið nauðsynlegt að vara við þeirri hættu. Í dómi Hæstaréttar segir að þegar framangreindur framburður ákærða og orðalag viðvörunarinnar sé virt þyki ekki komin fram lögfull sönnun að með ákærða hafi búið sá ásetn- ingur sem áskilinn sé í lögum og verði þegar af þeirri ástæðu staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna beri ákærða af öllum kröfum ákæruvaldsins. Ástþór Magnússon sýknaður í Hæstarétti DAVÍÐ Odds- son forsætis- ráðherra verð- ur í opinberri heimsókn í Úkraínu 23. – 24. febrúar næstkomandi í boði Viktors Yanukovych forsætisráðherra. Í heimsókn- inni mun hann eiga fundi með forseta, forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra Úkraínu. Í för með forsætisráðherra verður íslensk viðskiptanefnd og mun hann ávarpa viðskipta- ráðstefnu íslenskra og úkra- ínskra fyrirtækja sem Útflutn- ingsráð hefur undirbúið og haldin verður í Kiev 23. febrúar. Forsætis- ráðherra til Úkraínu KONA og barn eru alvarlega slös- uð og enn í lífshættu eftir umferð- arslys við Blönduós í fyrrakvöld, samkvæmt upplýsingum frá gjör- gæsludeild Landspítala í Fossvogi. Karlmaður slasaðist einnig en hann er ekki í lífshættu. Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til Reykjavíkur eftir að jeppi, sem fólkið var í, ók aftan á kyrrstæðan malarflutningabíl. Skyggni var slæmt á slysstað. Tvennt í lífshættu SÚ hætta er fyrir hendi að hylki með fíkniefnum sem svonefnd burðardýr bera innvortis stífli þarmana á ákveðnum stöðum og getur það dregið fólk til dauða leiti það sér ekki hjálpar, segir sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum. Erlendir aðilar hafa í auknum mæli sýnt áhuga á að koma fíkniefn- um til landsins með burðardýrum sem bera fíkniefnin innvortis, að mati yfirmanns fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík. „Það sem getur gerst, sé þetta stórt umfangs, er að þetta getur hreinlega stoppað á einhverju þrengslasvæði. Það eru á nokkrum stöðum þrengslasvæði, gjarnan hringvöðvar, sem tempra svolítið flæði þarmainnihaldsins frá einum stað til annars. Svona aðskotahlutir geta vissulega stoppað á þeim stöð- um og valdið þarmastíflu,“ segir Ás- geirs Theodórs, læknir og sérfræð- ingur í meltingarsjúkdómum. Ástandið þarf ekki að vera lífs- hættulegt, en getur verið það, segir Ásgeir. „Ef þetta stendur í nokkurn tíma getur þetta valdið gífurlegri þenslu í þarminum, en fyrstu ein- kenni eru kviðverkir og uppköst.“ Ef viðkomandi leitar sér ekki hjálpar getur að sögn Ásgeirs orðið rof í þarminum. Hann segir að þetta myndi vera augljóst við krufningu en ekki sjáanlegt á líkinu án krufningar. Ef maður með þarmastíflu leitar sér ekki hjálpar getur hún dregið hann til dauða, en það fer eftir því hvar stíflan er hversu langan tíma það tekur. Ásgeir segir það í hið minnsta taka nokkra sólarhringa sé stíflan í smágirninu, eða smáþörm- unum, en mun lengri tíma ef stíflan er í maga eða vélinda. Ásgeir segir þó að þetta sé alls ekki algengt að þarmastífla verði í málum sem þessum. Hann segir að þegar vandamál koma upp hjá burð- ardýrunum svonefndu tengist það mun oftar því að umbúðir um fíkni- efnin rofni og þau komist út í blóðið. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, segir að erlendir aðilar hafi í auknum mæli sýnt áhuga á að koma fíkniefnum til landsins með svoköll- uðum „burðardýrum“ af ýmsum þjóðernum. Fjöldi slíkra mála hafi aukist á seinni árum. Skipulögð glæpastarfsemi? Hvort þróunin sé merki þess að al- þjóðleg og skipulögð glæpastarfsemi sé að færast í auknum mæli til Ís- lands segist Ásgeir ekkert geta full- yrt um. Spurður um málið á Nes- kaupstað segir Ásgeir að það hafi ekki komið til rannsóknar fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn Ásgeirs er það þekkt smyglleið með fíkniefni að biðja fólk að flytja þau milli landa, annað hvort í farangri eða innvortis. Við kaup á fíkniefnum erlendis sé allur gangur á því hvort kaupandi eða seljandi sjái um flutninginn til Íslands. Langoft- ast sé þetta gert með vitund og vilja „burðardýrsins“, sjaldnast sé fíkni- efnum laumað á fólk óafvitandi. Sem fyrr segir hefur fíkniefna- deildin ekki komið að rannsókn lík- fundarins á Neskaupstað, en sam- kvæmt upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundi lögreglunnar á miðvikudag var Litháinn með rúm 400 grömm af fíkniefnum, líklega amfetamíni, innvortis og telur lög- reglan í Litháen að maðurinn hafi innbyrt efnið í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Litháen til Íslands. Eiturlyf sem svonefnd burðardýr flytja innvortis geta stíflað þarma og valdið miklum veikindum Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum. Getur dregið menn til dauða á nokkrum dögum Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn. DAGBLAÐIÐ Respublika, annað stærsta dagblað Litháens, birti í gær stutta frétt þar sem sagt er frá fundi mannsins í höfninni í Neskaupstað fyrir um viku. Greint er frá helstu atvikum málsins, eit- urlyf hafi fundist í maga hans og hann hafi hugsanlega borið þau hingað til lands frá Litháen. Greint er frá því að föt hans séu fram- leidd í Litháen og það hafi komið íslenskum rannsóknarlög- reglumönnum á sporið. Lögregla þar í landi hafi í kjölfarið fengið sýni af manninum til rannsóknar. Að sögn Mindaugas Peleckis, blaðamanns hjá Respublika, er borgin Kaunas sem er önnur stærsta borg Litháens, þekkt fyrir stórfellda framleiðslu á eiturlyfjum og hefur amfetamín verið framleitt þar á tilraunastofum og því dreift til annarra Evrópulanda og selt þar. Í fyrra og hitteðfyrra hafi lög- regla fundið verksmiðjur í borg- inni þar sem eiturlyf voru fram- leidd og m.a. lagt hald á um 100 kíló af amfetamíntöflum. Hann segir mjög algengt að burðardýr séu notuð til að smygla eiturlyfjum úr landi. Stórfelldur útflutningur á eiturlyfjum frá Kaunas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.