Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 17
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 17 ABS diskahemlar EBD hemlajöfnun DSC spólvörn og stö›ugleikakerfi Sjálfvirk loftkæling Aksturstölva Sóllúga Hra›astillir (cruise control) Rafdrifnar rú›ur a› framan og aftan Rafdrifnir og upphita›ir hli›arspeglar Fjarst‡r›ar samlæsingar me› fljófavörn Velti- og a›dráttarst‡ri Útvarpsstillingar í st‡ri Upphitu› framsæti Le›urklætt st‡ri firiggja punkta öryggisbelti og stillanlegir hnakkapú›ar í öllum sætum 4 líknarbelgir a› framan ISOFIX barnastólsfestingar í aftursæti Gluggaöryggispú›ar vi› hli›arglugga Armpú›i milli framsæta me› tvískiptu hólfi Armpú›i í aftursæti me› glasahaldara Farmfestingar í farangursr‡mi Útvarp/geislaspilari 4 hátalarar 16" álfelgur Mottur Mazda6 SDN TS sjálfskipt ver› 2.430.000,- Ger›u samanbur› Komdu vi› hjá okkur og prófa›u Mazda6 fia› er opi› alla virka daga frá kl. 9-18 og frá kl. 12-16 laugardaga Sta›albúna›ur í Mazda6 TSNÆRRI 82% sjómanna urðu ekkivör við brottkast á fiski í síðustu veiðiferð samkvæmt nýrri könnun sem sjávarútvegsráðuneytið hefur látið gera á umfangi brottkasts. Í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2000 var þetta hlutfall 80%. Munurinn er ekki marktækur en sjávarútvegsráðherra segir hann sýna tilhneigingu, að minnsta kosti sé betra að merkja breytingu í þessa átt en hina. Könnunin er liður í þeirri áherslu ráðuneytisins að fylgjast með og vinna stöðugt gegn brottkasti en segja má að það átak hafi byrjað þegar fyrri könnunin var gerð í lok ársins 2000. Reynt var að leggja mat á umfang brottkastsins, bæði með skoðanakönnunum og lengdarmæl- ingum á afla úr skipum með og án eftirlitsmanns. Jafnframt var eftirlit aukið og lögum og reglugerðum breytt í því skyni að draga úr brott- kasti. Samkvæmt könnuninni höfðu tæp 82% sjómanna ekki orðið vör við brottkast í síðustu veiðiferð. Í könn- uninni sem gerð var í lok ársins 2000 var þetta hlutfall 80%. Í könnuninni var einnig spurt um hvað sjómenn teldu brottkast stórt hlutfall af afla- verðmæti. Lang flestir töldu að um óverulegan hluta væri að ræða eða undir 1% af verðmæti hans þar sem 82,3% aðspurðra sögðu að það væri minna en 1 prósent, en 17,7% sögðu það vera yfir 1%. Út frá þessum töl- um má gera ráð fyrir að 98,7–99% af verðmæti aflans komi að landi. Þá er það niðurstaða könnunarinnar að brottkast hefur minnkað á síðustu þremur árum. Sjómenn telja í 43% tilvika að brottkast hafi minnkað á tímabilinu á móti 25% úr fyrri könn- uninni. Tæp 17% töldu það hafa auk- ist og 40% töldu það hafa staðið í stað. Verulega dregið úr brottkasti á þorski Einnig var spurt um hvaða teg- undum var kastað í síðustu veiðiferð. Samkvæmt könnuninni hefur brott- kast á þorski minnkað verulega þar sem 38,5% nefndu að þorski væri kastað en í síðustu könnun var þessi tala 71,1%. Yfir 40% sögðu í könn- uninni nú að öðrum tegundum en okkar helstu bolfisktegundum væri kastað á móti 20% áður. Merkjanleg aukning sé hins vegar á brottkasti ýsu. Þetta bendir til þess að verið sé að henda verðminni fiski en áður. Ein þeirra aðgerða sem sjávarút- vegsráðuneytið hefur hrint í fram- kvæmd til þess að sporna við brott- kasti er að koma á svo kölluðum Hafrókvóta, sem felur í sér að koma má með umframafla í land og sölu- verð hans rennur að hluta til Haf- rannsóknastofnunar. Í könnuninni voru sjómenn sérstaklega beðnir um að leggja mat á áhrif Hafrókvótans á brottkast. Tæpt 45% töldu hann hafa minnkað brottkast verulega, jafn margir og töldu hann ekki hafa haft nein áhrif. Í athugun á afstöðu sjómanna til kvótakerfisins kom í ljós að fleiri sjó- menn eru nú fylgjandi kvótakerfinu en í síðustu könnun eða um helm- ingur aðspurðra. Hafrókvótinn skilar árangri Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir að á heildina litið séu niðurstöður könnunarinnar jákvæð- ar. Færri sjómenn hafi orðið varir við brottkast en þeir sem hins vegar verði varir við slíkt telji verðmæti aflans sem fyrir borð fer hafa lækk- að á milli kannana. „Þetta má meðal annars sjá á því að um helmingi minna er hent af þorski og heild- armagnið hefur einnig minnkað. Jafnframt telur yfir 80% sjómanna að aflinn sem fer fyrir borð á ný sé innan við 1% af verðmæti hans. Þá bendir allt til þess að Hafrókvótinn sé að skila verulegum árangri í að sporna við þeim ósóma sem brott- kastið er. Í þessari könnun kemur það einnig fram að sjómönnum sem eru fylgjandi kvótakerfinu fer fjölg- andi.“ Könnunin var gerð í síðasta mán- uði, úrtakið var 950 lögskráðir sjó- menn en svarhlutfall var 66%. Könn- uninn náði ekki til smábátasjómanna að þessu sinni en þeir voru í könn- uninni árið 2000. Árni sagði engin tengsl milli þessarar könnunar og þeirrar miklu umræðu sem orðið hefur um brottkast í Noregi í kjölfar sjónvarpsþáttar norska ríkissjón- varpsins um brottkast. Hann sagði stefnt að því að gera slíkar kannanir á nokkurra ára fresti, í því skyni að fylgjast með brottkasti á kerfis- bundinn hátt í stað þess að byggja matið á frásögnum einstaklinga. „Okkur hefur ekki tekist að útrýma brottkasti en það virðist vera um- talsvert minna nú en fyrir nokkrum árum. Það hlýtur að teljast jákvætt og vissulega hefur umræðan einnig hjálpað til. Sjómenn vita að brott- kast er ekki skynsamlegt né siðlegt og kemur alltaf í bakið í mönnum.“ Rannsóknir sýna svipaða niðurstöðu Hafrannsóknastofnun og Fiski- stofa hafa unnið með skipulögðum hætti að rannsókn brottkasts á und- anförnum árum með samanburði á lengd fisks af skipum með og án eft- irlitsmanns. Niðurstaða þeirra er að brottkast á þorski hafi minnkað verulega. Samkvæmt rannsóknun- um var hlutfall brottkasts í heildar- afla þorsks um 1% árið 2002 eða inn- an við 2 þúsund tonn. Hinsvegar má sjá í aukningu í brottkasti ýsu sem var samkvæmt rannsóknunum rúm 2 þúsund tonn. Sagði sjávarútvegs- ráðherra það væntanlega endur- spegla auknar aflaheimildir í ýsu. Á árunum 1991–1999 var samkvæmt samskonar mælingum hent árlega um 10 þúsund tonnum af þorski að meðaltali. Árni sagði niðurstöðurnar því á svipaða lund og skoðanakann- anirnar gefa til kynna og þannig styrki þær hvor aðra. 82% sjómanna henda ekki fiski
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.