Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 41
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU BÁRÐARDÓTTUR
frá Ísafirði.
Rúnar Þ. Grímsson, Jóna Magnúsdóttir,
Sigurður Grímsson, Angelika Andrees,
Jón Grímsson, Linda Grímsson,
Sigrún Grímsdóttir, Magnús Már Kristinsson,
Ása Grímsdóttir, Sigurjón Guðmundsson,
Bárður Jón Grímsson, Aðalheiður S. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega vinum, vandamönnum og
hjúkrunarfólki fyrir auðsýnda vináttu, samúð,
líkn og styrkingu við veikindi, andlát og útför
okkar hjartkæru eiginkonu, móður, stjúpmóð-
ur, tengdamóður og ömmu,
SIGURÁSTAR GÍSLADÓTTUR,
Valhúsabraut 13,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir fyrir líkn og styrkingu til hjúkr-
unarfólks á krabbameinsdeild Landspítala, líknardeildar Landakots
og heimahjúkrunar Karítasar.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Valur Sigurðsson,
Ólafur Valur Ólafsson, Sigurlín Ólafsdóttir,
Gísli Ólafsson, Agnes Garðarsdóttir,
Sigurður Ólafsson, Ágústa Gunnlaugsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Árni Rafnsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGIMAR GUÐNASON,
Oddabraut 15,
Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorláks-
höfn, laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00.
Herta Jóhanna Ágústsdóttir,
Jóhanna María Ingimarsdóttir,
Ágúst Jens Ingimarsson, Helga Halldórsdóttir
og afastrákarnir.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and-
lát og útför
ÞÓRHILDAR SALÓMONSDÓTTUR
fyrrum forstöðumanns
Þvottahúss ríkisspítalanna,
Kringlunni 87,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins-
deildar Landspítala Hringbraut.
Guðríður Salómonsdóttir,
Sæmundur Salómonsson,
Gunnar Salómonsson,
Svandís Salómonsdóttir,
Björgvin Salómonsson
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTJANA JÓSEPSDÓTTIR,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
sem andaðist föstudaginn 13. febrúar, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn
23. febrúar kl. 13.30.
Óli Pétur Friðþjófsson, Ingiríður Oddsdóttir,
Hólmfríður Friðþjófsdóttir, Michael Hohnberger,
María Björk og Haukur Óskarsbörn,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Elsku langafi.
Við munum svo vel hvað þú varst
góður og skemmtilegur.
Það var svo gott að koma í heim-
sókn og þú bauðst okkur alltaf strax
kakó og kex. Þú leyfðir okkur líka
stundum að fara út með Toppu þegar
hún þurfti að pissa. Það var alltaf svo
gaman þegar öll fjölskyldan var
saman í Hálsakoti.
Nú eigum við bara einn Árna afa.
Við viljum kveðja þig með þessu
litla kvæði:
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
(Davíð Stefánsson.)
Við söknum þín,
Árni Reynir, Andrea Rut,
Eva Dröfn og Ari Pétur.
Upprunninn í Vestmannaeyjum í
nánum tengslum við náttúru og þjóð-
líf, kom Árni unglingur á öndverðum
stríðsárunum til mennta í höfuð-
staðnum.
Hann gekk upp í gegnum Ingi-
marsskólann, þar sem ég hafði nokk-
urt veður af honum, en þreyttum svo
gagnfræðapróf utanskóla við
Menntaskólann ásamt allstórum
hópi, sem skiptist næstu tvö árin á
samhliða ferla þar og við Ágústar-
skólann, þar sem Árni lét í vaxandi
mæli til sín taka. Sameinaðist sá hóp-
ur svo árganginum í Menntaskólan-
um við upphaf fimmta bekkjar.
Gerðist Árni þá þegar aðsópsmikill í
félagsstarfi skólans, enda gæddur
sérstökum hæfileikum til tengsla og
forustu. Fyrst helgaði hann sér vett-
vang á vegum árgangsins og varð
einn af fimm í bekkjarráði 5. bekkj-
ar, sem vann sér meðal annars
grímuball fyrir allan skólann til mik-
ils ágætis, en síðan varð hann for-
maður þess á lokaárinu og forustuári
bekkjarins í skólanum.
Þá voru umbrotatímar í stjórn-
málum og félagsmálum, og var mikið
um átök og umbyltingar í félagslífi
skólans af hálfu hins vaxandi hóps,
sem hneigðist til róttækni. Naut
Árni sín þá vel sem „aktivisti“, og
áróðursmaður og fór fyrir fylking-
um. Hann sóttist lítt eftir eigin veg-
tyllum, en var það sem kallað hefur
verið „kingmaker“, tefldi öðrum
fram og réði mestu um úrslit kosn-
inga. Hann tók við formennsku í rit-
nefnd Skólablaðsins og stýrði af
röggsemi öðrum af tveim efnismestu
árgöngunum til þess tíma, og þar af
voru tvö hefti prentuð.
Slík ánægja ríkti með bekkjarráð-
ið, að umboð þess var framlengt eftir
stúdentsprófið 1947 til að standa fyr-
ir öllum stúdentsafmælum, ferðum
út á land og minni samkomum þess á
milli. Öllum slíkum samkomum
stýrði Árni af geislandi húmor,
mannúð og mildi, og hrutu honum þá
oft snilldaryrði og lausnarorð af
munni. Stendur árgangurinn í stórri
þakkarskuld við hann fyrir þá for-
ustu.
Þess er þó vert að geta, að hann
var þar studdur af ágætisfólki, eink-
um Stefaníu Pétursdóttur, sem hef-
ur séð um velflestar útréttingar, og
Höskuldi bankastjóra. Svo hefur
ráðið týnt tölunni, að þau eru nú ein
eftir upphaflega ráðsins, en rúmur
þriðjungur árgangsins er horfinn yf-
ir móðuna miklu.
Mörg okkar þekktu Árna líka í
hlutverki hans sem afkastamikils,
vinsæls, virts og atorkusams lög-
fræðings, sem kom sér vel við fólk af
öllum stéttum og standi með mann-
skilningi og umburðarlyndi, og þrífst
stofa hans áfram vel undir leiðsögn
Andra sonar hans. Þau Edda hafa
ætíð verið samrýnd og staðið þétt
saman í allri jákvæðri og menning-
arlegri viðleitni, og hún átt ekki síðri
hlut í vinsældunum. Þá eigum við
Árna að minnast frá Rótarýklúbbi
Kópavogs, þar sem hann gegndi
trúnaðarstörfum og var forseti
1979–80, þá er hann dró okkur Árna
Pálsson saman inn í félagsskapinn.
Eigum við hjónin margs góðs að
minnast frá gleðskap og ferðum
klúbbsins, ekki síst frá Skotlandsför-
inni 1991, sem mér auðnaðist að
standa fyrir.
Árni er kvaddur með söknuði og
þakklæti af samstúdentum og mök-
um þeirra, sem og fyrri klúbbfélög-
um og öðrum góðum vinum. Eddu og
fjölskyldunni er vottuð dýpsta sam-
úð.
Blessuð sé minning hans.
Bjarni Bragi Jónsson.
Góður vinur okkar, Árni Guðjóns-
son hæstaréttarlögmaður, lést
sunnudaginn 15. febrúar sl.
Tíu dögum áður höfðum við
nokkrir vinir átt góða hádegisstund
saman ásamt Árna. Við vissum að
hann glímdi við erfið veikindi og
sáum að hann var með okkur í þetta
sinn fremur af vilja en mætti. En
kallið er komið.
Kynni okkar við Árna Guðjónsson
hófust fyrir u.þ.b. 15 árum er við sát-
um í stjórn Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma.
Það var talið nauðsynlegt að hafa
lögfróðan mann á stjórnarfundum
vegna ýmissa viðkvæmra mála sem
upp gætu komið og þyrfti að taka af-
stöðu til. Árni var valinn til þess að
sinna slíkum málum ef á þyrfti að
halda og sat hann alla stjórnarfundi
með okkur og gaf okkur holl ráð.
Árni var bráðgáfaður og raunsær.
Hann hafði mikla lögfræðilega þekk-
ingu og var samviskusamur og
skyldurækinn í öllum störfum sem
hann tók að sér.
Nú hefur Árni vinur okkar lokið
sínu jarðneska lífi. Við sem störfuð-
um með honum drúpum höfði í þökk
og bæn og biðjum góðan Guð að
styrkja og blessa eiginkonu Árna,
börn og aðstandendur.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér;
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Helgi Elíasson,
Ólafur Skúlason,
Lýður Björnsson og
Guðmundur Guðjónsson.
Fleiri minningargreinar
um Árna Guðjónsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Fleiri minningargreinar
um Kristin Guðmundsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
árin þegar hann fóðraði þá óspart svo
þeir settust á handarbökin. Mikil
reglufesta og samviskusemi ein-
kenndi margt í fari hans hvort sem
um var að ræða starf eða leik. Ég
minnist tengdaföður míns af einstakri
virðingu, hlýhug og þakklæti fyrir
margar góðar stundir og samveru
sem aldrei bar skugga á.
Mikill missir og eftirsjá er að
Kristni Guðmundssyni hjá allri fjöl-
skyldunni en mestur er hann hjá Ólaf-
íu eiginkonu hans. Megi Guð blessa
minningu Kristins.
Brynjólfur Helgason.
Elsku hjartans afi, það er margs að
minnast og margs að sakna. Það er
svo sannarlega hægt að segja að þér
var mikið umhugað um þitt nánasta
fólk. Það var alltaf hægt að leita til þín
og ræða hlutina ef eitthvað bjátaði á
því þú varst svo réttsýnn. Festu-
maður varstu mikill og vildir hafa
skipulag á öllum hlutum.
Allt frá unga aldri man ég eftir mér
vera að biðja foreldra mína um að fá
að gista eina „bunu“ hjá afa og ömmu
í Langó og fara með þeim í sund. Það
var einhver ævintýraljómi yfir því að
fá að vera í Langó. Garðurinn stór og
mikill, rifsberjatré úti í garði og síðan
stóri bílskúrinn hans afa fullur af alls
kyns dóti sem gaman var að skoða.
Meðal þess sem hékk oft á tíðum uppi
í rjáfri í bílskúrnum var hákarlsstykki
sem gott var að gæða sér á með leyfi
afa.
Eldhúsið í Langó breyttist oft á tíð-
um í hálfgerðan samkomustað. Nota-
legheitin og hlýjan sem streymdi frá
afa og ömmu gerði það að verkum að
fjöldi ættingja og vina lögðu leið sína í
heimsókn og skrafað var um heima og
geima. Amma oftast nær að matbúa
eitthvað meðan afi sat við rauða am-
eríska eldhúsborðið og lagði kapal.
Oft á tíðum hafði hann á orði að „ef
kapallinn gengur upp skulum við
skella okkur austur í sveitina“, sem
krakki lifnaði maður upp við eldhús-
borðið og beið átekta.
Afi var sannur hestamaður, þegar
hann komst á bak þá var hann sem
ungur væri. Oft sagði afi söguna af því
þegar hann datt í fyrsta sinn af baki
sem lítill snáði. Verið var að flytja hey
af túninu og hestarnir höfðu verið
klyfjaðir með heyi. Afi hafði verið
settur á bak einum klyfjahestanna en
hesturinn hrasaði við steinvölu og við
það hentist afi af baki og fékk gat á
höfuðið. Afi hafði lúmskt gaman af því
að segja frá þessari sögu. Líklega til
að minna okkur hin á hversu mikill
hestamaður hann væri.
Ég minnist ótal ferða austur yfir
fjall í sveitina hans afa. Þegar ég og
bróðir minn sátum afturí og afi fór yf-
ir kennileitin á leiðinni og spurði okk-
ur útúr. Afi var duglegur að fræða
okkur með alls kyns sögum úr sveit-
inni og hvernig það hefði verið að
alast upp í stórum systkinahópi.
Ég var svo lánsöm að fá að taka
þátt í hestamennskunni með afa og
ömmu. Þau voru þá komin á fullt í
hestastússinu í Víðidal þar sem ham-
ast var við að kemba, moka og ríða út.
Þó svo að heil kynslóð væri á milli
okkar í aldri ríkti alltaf jafnrétti í
hesthúsinu. Afi átti góða og skemmti-
lega hesta, hann var þekktur fyrir að
vilja fara geyst yfir frekar en að vera í
einhverju „gutli“ eins og hann kallaði
það alltaf. Gaman var að þeysa með
afa hringinn í kringum Rauðavatn,
Elliðavatn og Geitháls. Afi var óspar á
að leiðbeina afastelpunni sinni hvern-
ig best væri að sitja klárinn og láta
hann tölta sem best.
Við Halldór Már urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að búa á hæð-
inni fyrir neðan afa og ömmu. Á tíma-
bilinu hafa fæðst tvö langafabörn, því
má segja að fjörugt hafi verið í Langó.
Elsku besti afi, við Halldór Már
viljum þakka þér fyrir allan þann
stuðning sem þú hefur veitt okkur í
lífinu. Guð geymi þig.
Ólafía.
Í æsku vorum við bræðurnir svo
heppnir að fá að vera eins mikið og við
vildum með afa okkar og ömmu. Allt-
af var nóg að gera þegar við vorum í
heimsókn. Á hverjum degi vöknuðum
við snemma til þess að fara í laug-
arnar. Ef ekki var farið upp í sveit
undir Eyjaföll eða á hestbak í Víði-
dalnum var deginum eytt heima. Þar
hafði afi alltaf mikið fyrir stafni, allt
þurfti að laga og við tókum þátt í því.
Hann tók okkur í vinnu og kenndi
okkur að mála og smíða. Alltaf var
eitthvað hægt að finna til að dunda
sér við í bílskúrnum. Þar hékk hákarl
sem afi skar sér bita af. Við vildum þó
ekki alltaf þiggja bita en ef svo fór
skemmti afi sér yfir grettunum hjá
okkur. Eitt skipti vorum við pollarnir
að saga timbur og erfiðlega gekk að
ná beinum skurði. Auðvelt var fyrir
afa að kenna okkur að nota þumal-
puttann til þess að styðja við blaðið.
Þegar við prófuðum nýju aðferðina
sagði afi og glotti „þið verðið samt að
passa ykkur, strákar, því annars sag-
ið þið puttann af“, eftir það vorum við
ekki eins kaldir. Afi kenndi það að
vinna væri dyggð. Hann hvatti okkur
með sögum af sér þegar hann var á
okkar aldri, löngu byrjaður að vinna
og fékk ávalt hæstu einkunn í því sem
hann tók sér fyrir hendur. Spekin var
sú að leggja sig allan fram í starfi
sínu. Þegar við vorum sóttir af for-
eldrum okkar hrópuðum við í kapp
„eina bunu enn, eina bunu enn“ til
þess að fá að sofa eina nótt í viðbót.
Við eigum margar góðar æskuminn-
ingar með afa okkar og enn fleiri í
seinni tíð. Ef eitthvað þurfti að laga
var fyrsta stopp hjá afa. Til dæmis í
bílavandræðum var reynt að gera við
slaka viftureim með kertavaxi. Bif-
vélavirkinn sem tók næst við bílnum
varð yfir sig hissa á óhefðbundnum
aðferðum. Við söknum afa okkar
mjög mikið. Það styrkir okkur bræð-
urna að vita það að hann afi vakir yfir
okkur, til þess að leiðbeina okkur og
gæta. Hvíldu í friði, elsku afi.
Kristinn og Pálmi Örn
Pálmasynir.