Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 39
✝ Árni Eyvindssonfæddist á Gríms-
stöðum á Grímsstaða-
holti 13. febrúar 1940.
Hann lést á heimili
sínu 12. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Jóna
Guðlaug Guðjónsdótt-
ir, f. 1.3. 1919, d.
26.10. 1948 og Ey-
vindur Árni Árnason,
f. 25.11. 1911, d. 4.9.
2000. Seinni kona Ey-
vindar og stjúpmóðir
Árna var Anna María
Guðmundsdóttir, f.
28.12. 1910, d. 31.8. 2003. Systir
Árna er Hanna, f. 17.2. 1959. Henn-
ar börn eru Eyvindur Árni Jökuls-
son, f. 27.3. 1993, Ólafur Ægir Jök-
ulsson, f. 19.2. 1994 og Sæunn
Birta Gunnarsdóttir, f. 15.4. 1998.
Árni bjó lengst af á Grímsstöð-
um, nú Ægisíðu 62 í Reykjavík.
Hann tók verslunarskólapróf frá
Verslunarskóla Íslands árið 1959.
Hann stundaði sjó-
mennsku framan af
ævinni. Var á síld-
veiðum á Halldóri
Jónssyni frá Ólafsvík
með Leifi Halldórs-
syni, en fór síðan í út-
gerð með Eyvindi
föður sínum. Þeir
stunduðu net- og
línuveiðar á veturna
en skak á sumrin.
Bátur þeirra feðga
brann og sökk á hafi
úti og hættu þeir þá
útgerð. Hrognkelsa-
veiðar og skak stund-
uðu þeir feðgar þó áfram sér til
skemmtunar frá Grímsstaðavör.
Árið 1966 hóf Árni störf hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, nú Orku-
veitu Reykjavíkur og vann þar til
dauðadags, sem verkstjóri jarð-
línudeildar frá 1.1. 1986.
Útför Árna verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Stundum verður vetur
veröld hjartans í.
Láttu fræ þín lifa
ljóssins guð í því.
Gef oss þitt sumar
sólu þinni frá.
Kristur, kom og sigra
kom þú og ver oss hjá.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Í dag kveð ég Árna bróður minn
sem lokið hefur sínum kafla í lífsins
bók. Öðlingur sem fylgt hefur mér
alla tíð er farinn og tilvera okkar sem
eftir erum hér mikið breytt. Árni var
dagfarsprúður maður, honum fylgdi
ætíð friður og var lífsganga hans
ætíð merkt því. Árni var maður heið-
arleika, tryggðar, verka og með
hjarta úr gulli. Á yfirborðinu hafði
hann skráp og hleypti ekki hverjum
sem er að sér. Fyrir þær sakir var
hann af sumum talinn einfari sem fór
sínar eigin leiðir og að vissu marki
var það rétt. En þeim sem að hann
tengdist tilfinningaböndum áttu
tryggan og góðan vin, öruggan klett
sem aldrei brást. Hjálpsamur og
greiðvikinn var hann alla tíð, boðinn
og búinn til aðstoðar við aðra en bað
aldrei um neitt fyrir sig. Sama gilti
um gjafir, gaf alltaf nytsama og
vandaða hluti en vildi ekkert fá frá
öðrum og vantaði aldrei neitt.
Árni var einstaklega barngóður
alla tíð. Ég man ótrúlega natni hans
og umburðarlyndi í minn garð, frá
því að ég var lítil, og síðan upplifði ég
á ný þessa sömu gæsku hans í fram-
komu hans gagnvart mínum börn-
um.
Áhugamál Árna voru mörg. Á
sumrin stundaði hann golf og stang-
veiði en á veturna tóku skíðin við.
Einning hafði hann áhuga fyrir
bridge, fluguhnýtingum, matargerð
og mörgu öðru. Orð mega sín lítils,
og því miður voru mörg orð ósögð í
lifanda lífi, á kveðjustund, en minn-
ing Árna mun lifa áfram með okkur
sem eftir erum. Með virðingu og
hjartans þökk kveð ég Árna bróðir
minn og bið honum Guðs blessunar.
Hanna Eyvindsdóttir.
Ferjan hefur festar losað
farþegi er einn um borð
mér er ljúft – af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Í dag kveðjum við Árna frænda
okkar. Hann var ekki bara frændi
okkar heldur líka vinur okkar. Hann
var alltaf til staðar fyrir okkur, með
kærleik og umhyggju. Stundum leið
svolítið langur tími á milli þess sem
að við hittum hann, en við vissum
alltaf af honum og hann af okkur.
Árni var alltaf glaður og ánægður
þegar hann vissi að við vorum dug-
legir, hvort sem var í skólanum eða í
fótboltanum. Hann var líka alltaf
fyrstur til að koma og hugga okkur
þegar hann vissi að við áttum erfitt.
Við eigum margar góðar minningar
með Árna frænda. Þegar við vorum
litlir keyrði hann okkur stundum á
leikskólann okkar á Rafveitubílnum
og það fannst okkur mikið gaman,
því að það var svo margt spennandi
dót í bílnum. Árni fór líka með okkur,
og afa, á jeppanum sínum í veiðitúra
og kenndi okkur að veiða. Árni
frændi var alltaf hjá okkur á jólunum
og þá las hann oft fyrir okkur, sagði
okkur sögur og spilaði við okkur.
Hann kenndi okkur mannganginn og
að tefla og leyfði okkur alltaf að
vinna sig. Árni frændi kom líka
fyrstur til okkar með sinn stóra,
hlýja faðm, þegar pabbi okkar dó og
líka þegar afi, Höddi og amma dóu.
Við söknum og syrgjum Árna
frænda og vin, en trúum því og vitum
að vel verður tekið á móti honum.
Takk fyrir allt elsku frændi og vinur.
Eyvindur Árni og Ólafur Ægir.
Sú sorgarfregn að Árni frændi,
eða Árni stóri eins og við kölluðum
hann, væri dáinn kom okkur öllum
mjög á óvart. Árni var í þann veginn
að leggja af stað í skíðaferð til Aust-
urríkis en sú ferð hefði komið upp á
64 ára afmæli hans.
Dauði Árna kom mér í opna
skjöldu. Ég hafði ekki gert mér
grein fyrir að hann væri haldinn svo
hættulegum sjúkdómi sem gæti
dregið hann svo skyndilega til dauða.
Árni var ávallt þannig í umgengni að
hann bar ekki sín vandamál á torg.
Það var ekki hans háttur að kvarta
eða láta í ljós á nokkurn hátt að hann
ætti við veikindi að stríða.
Við Árni ólumst upp saman og var
oft þröngt á þingi þar sem afi og
amma og fjölskyldur okkar beggja
bjuggum öll á Ægisíðu 62 eða Nýju
Grímstöðum eins og það hét í þá
daga. Endurminningar frá þessum
tíma er ljúfar. Grímstaðir og Gríms-
taðarholt voru á þessum tíma hálf-
gert sveitaþorp. Ég, Nanna systir og
Árni brölluðum margt í fjörunni við
Ægisíðu, sigldum á kæjökum á
Skerjafirði og fengum að fara í róðra
með „köllunum“. Æ síðan höfum við
verið góðir vinir og félagar. Sam-
band okkar Árna var alla tíð gott og
ég á margar endurminningar frá því
er við fórum í skíðaferðir, mótor-
hjólaferðir, ferðalög og veiðiferðir.
Árni var alla tíð ósérhlífinn og
traustur félagi og vinur sem var allt-
af boðinn og búinn til að hjálpa öðr-
um. Hann tók ekki þátt í þessu lífs-
gæðakapphlaupi sem við erum flest
föst í heldur fólst hans lífsgæðamat í
hófsemi og nægjusemi.
Ég kveð Árna frænda með sökn-
uði en minnist hinna góðu stunda
sem við áttum. Í minningunni mun
hann ávallt verða minn stóri frændi.
Steinn Sigurðsson.
Margt er í minninganna heimi,
mun þá ljósið þitt skína.
Englar hjá Guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ókunnur.)
Árni frændi er dáinn. Árni frændi
var alltaf góður við mig og líka við
Eyja, Óla og mömmu. Árni frændi
vildi ekki að við borðuðum mikið
nammi svo að hann gaf okkur alltaf
harðfisk, nema á páskum, þá gaf
hann okkur risastór páskaegg. Árni
frændi horfði líka með mér á Tomma
og Jenna og stundum lékum við þá
félaga. Þá var Árni frændi Tommi
því að hann var svo stór en ég lítil.
Ég fór líka með Árna frænda í jepp-
anum hans og það fannst mér gam-
an. Árni frændi verður núna á himn-
um og ég vona að honum líði vel, þó
að ég sakni hans.
Því skal ei með hryggð í huga
horfa eftir sigldri skeið.
Allra bíður efsti dagur,
enginn kýs sér far né leið.
Trú á þann, sem tendrar lífið,
tryggir sátt og frið í deyð.
(J. Har.)
Bless Árni frændi.
Sæunn Birta.
Þegar ég kom heim úr vetrarorlofi
frétti ég að vinur minn og vinnu-
félagi Árni Eyvindsson hafði orðið
bráðkvaddur á heimili sínu. Hann
hafði kennt sér meins í vinnunni, far-
ið heim og látist þar. Vissulega var
manni brugðið, Árni hafði verið
vinnufélagi minn í 30 ár og á milli
okkar hafði ávallt ríkt gagnkvæmt
traust. Þegar ég hóf störf sem verk-
stjóri götuljósa var Árni verkstjóri
jarðstrengjalagna hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Gott var að geta
leitað til Árni varðandi ýmis mál og
verklag. Árni var minnugur og ná-
kvæmni hans var með eindæmum.
Viðskiptamenn RR og síðar Orku-
veitunnar gátu treyst að á engan
hallaði, rétt skyldi vera rétt. Í þessu
efni hef ég reynt að taka Árna mér til
fyrirmyndar. Ekki fór mikið fyrir
Árna, hann vann sín verk af hógværð
og stillingu, oft hættuleg og krefj-
andi.
Ekki er hægt að minnast Árna
nema minnast áhugamála hans sem
voru mörg, það virtist vera sama
hvar borið var niður, alltaf var hann
mjög vel liðtækur, góður skákmaður,
briddspilari, skíðamaður, veiðimað-
ur, aldrei kom maður að tómum kof-
anum.
Við sem störfuðum með Árna hjá
RR og síðar OR sjáum á eftir góðum
og traustum félaga. Ég votta Hönnu
systur hans og börnum hennar sam-
úð mína og flyt kveðju frá gömlu
vinnufélögum hans hjá RR.
Rúnar Sveinbjörnsson.
ÁRNI
EYVINDSSON
Fleiri minningargreinar um
Árna Eyvindsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, stjúpmóður, tengdamóður, dóttur,
tengdadóttur og mágkonu,
BÁRU SVEINSDÓTTUR,
Búhamri 28,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki leikskólans Kirkjugerði fyrir
ómetanlegan stuðning. Guð blessi ykkur öll.
Jóhannes K. Steinólfsson,
Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir, Ingi Freyr Atlason,
Þóra Birgit Jóhannesdóttir,
Steinunn Lilja Jóhannesdóttir,
Helga Rut Jóhannesdóttir,
Hjördís Inga Jóhannesdóttir, Einar Björgvin Knútsson,
Þóra Birgit Bernódusdóttir, Sveinn Halldórsson,
Eygló Bryndal Óskarsdóttir, Kristinn Th. Hólm,
Steinólfur Jóhannesson,
Gísli Sveinsson,
Ágústa Berg Sveinsdóttir, Gunnar Árni Vigfússon,
Bernódus Sveinsson, Kristín Björg Kristjánsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
ÞÓRDÍS GUÐRÚN ÞORBERGSDÓTTIR,
Réttarbakka 25,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 18. febrúar.
Þórir Friðriksson,
Rósa Sólrún Jónsdóttir, Guðni Guðnason,
Þórir Már Guðnason,
Svavar Leó Guðnason.
Systir okkar,
INGIBJÖRG VERNHARÐSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 10. þessa mánaðar.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Svana Linnet,
Þórhildur Bremberg.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HELGI SÆMUNDSSON
ritstjóri,
Hrafnistu Reykjavík,
áður til heimilis
á Miklubraut 60,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku-
daginn 18. febrúar.
Valný Bárðardóttir,
Helgi E. Helgason, Ásdís Ásmundsdóttir,
Gísli M. Helgason,
Gunnar H. Helgason, Sigrún Þórðardóttir,
Ásdís Stefánsdóttir,
Sigurður Helgason, Anna B. Ólafsdóttir,
Bárður Helgason, Svanhildur Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir minn og frændi okkar,
ÁRNI EYVINDSSON,
Ægisíðu 62,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. febrú-
ar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
föstudaginn 20. febrúar og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Hanna Eyvindsdóttir,
Eyvindur Árni Jökulsson,
Ólafur Ægir Jökulsson,
Sæunn Birta Gunnarsdóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
KJARTAN TRYGGVASON,
Víðikeri,
verður jarðsunginn frá Lundarbrekkukirkju
laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00.
Kristbjörg Jónsdóttir,
Vera,
Þorgerður,
Páll
og fjölskyldur.