Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að ef rétt reyndist að myndir, sem sýndar voru í nýjum norskum heimildar- myndaþætti um brottkast á fiski, væru úr íslenskum skipum þá for- dæmdi hann það eins og allt annað brottkast. „Ég þekki ekki til þessara mynda sem sýndar hafa verið í norsk- um fjölmiðlum. Ég hef heyrt af þeim í fjölmiðlum en ekki séð þær. Ef þar er um að ræða íslensk skip þá fordæmi ég það eins og annað brottkast. Ég tel að það sé óafsakanlegur gerningur ef það er gert með vísvitandi hætti.“ Hann sagði að hitt væri þó annað mál að vitað væri að vinnsluskip köst- uðu frá sér úrgangi og að við vissar aðstæður í nótaveiðum hefðu skip þurft að kasta fiski, þ.e. þegar þau hefðu fengið fullfermi. Ráðherra sagði jafnframt að því miður hefði brottkast verið stundað á Íslandsmið- um allt of lengi. Hann hefði þó þá trú að dregið hefði úr því. Síðan sagði hann: „En ég vona svo sannarlega að hér sé ekki um íslenskt skip að ræða. Ef svo er verður að taka það föstum tökum.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að væru myndirnar úr íslenskum skipum gæti það torveldað enn frekar viðræður strandríkja um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum. Magnús Þór Hafsteinsson, samflokksmaður Guð- jóns, upplýsti síðar í umræðunnni að myndirnar væru úr íslensku skipi að veiðum á Svalbarðasvæðinu sl. sum- ar. „Það kemur greinilega fram í þessum norska sjónvarpsþætti og norski skipherrann segir það. Þetta er íslenskt skip.“ Þingmaðurinn kvaðst vita hvaða skip væri um að ræða en sagðist ekki ætla að upplýsa það „hér úr þessum ræðustól“. Viðræður í hnút Þessi ummæli féllu í umræðu um tillögu utanríkisráðherra um að Al- þingi heimilaði ríkisstjórninni að stað- festa fyrir Íslands hönd samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum á árinu 2003. Ráðherra sagði í umræðunum að þær viðræður sem nú stæðu yfir um skiptingu aflans úr norsk-íslenska síldarstofninum væru í hnút. Slitnað hefði upp úr síðasta samningafundi sem haldinn var í Kaupmannahöfn. Hann sagði að Norðmenn væru með hugmyndir um að stórauka hlut sinn frá síðasta ári. „Við höfum ekki getað fallist á það.“ Rætt um norsku brottkastsmyndina á þingi Vonar að myndir séu ekki úr íslensku skipi SKIPTAR skoðanir eru um tillögur svokallaðrar 19 manna nefndar sem falið var að setja fram tillögur að fyr- irkomulagi raforkuflutninga og hvernig megi jafna út kostnað og dreifingu. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þær tölur sem nefndar hafa verið um hækkun á raforkuverði í Reykjavík ekki í neinum takti við það sem tillög- urnar fela í sér og segir ekki ljóst hvaða forsendur liggi að baki útreikn- ingum sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur kynnti á miðvikudag. „Mér koma mjög á óvart þessar tölur sem forstjóri Orkuveitunnar nefnir og hljóða upp á 20% hækkun raforkuverðs fyrir borgarbúa. Þetta er í engu samræmi við þá spádóma sem fólust í tillögum nefndarinnar.“ Bryndís telur hæpið að hægt sé að reikna út nákvæma hækkun þar sem forsendur að baki slíkum útreikning- um liggi ekki fyrir. Til að mynda eigi eftir að verðmeta eignir. „Á þessu stigi málsins er mjög erftitt að segja til um hvort maður eigi eftir að styðja tillögurnar því heildarmynd er ekki komin á þær þótt nefndin hafi kynnt útlínur. Ég held að menn ættu að anda rólega og sjá hvað gerist þegar þessar tillögur liggja endanlega fyr- ir,“ segir Bryndís. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að sem þingmanni Reykjavíkinga sé sér efst í huga að meirihluti raforkunefndar virðist reiðubúinn að opna á markaðs- og einkavæðingu þessa geira. Raforka er sameiginleg gæði „Þeim er umhugað um arðsemis- kröfur en líta ekki fyrst og fremst á þetta sem þjónustu við fólk og fyr- irtæki. Þannig að þarna er að eiga sér stað ákveðin grundvallarbreyting sem ég harma og held raunar að þjóð- in sé búin að fá upp í kok af þessari einkavæðingarstefnu.“ Ögmundur minnir á að forstjórar Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur hafi látið hafa eftir sér að markaðsvæðing kerfisins kæmi til með að kosta um einn milljarð króna. „Það er sá milljarður sem ég einblíni fyrst og fremst á.“ Hvað varðar Reykvíkinga sérstak- lega segist Ögmundur ekki skilgreina sig þröngt í því sambandi heldur líti hann frekar á sig sem Íslending. „Ég tel að kjósendur VG upp til hópa vilji hafa landið allt undir þegar gæðum þjóðarinnar er skipt. Raforka er sam- eiginleg gæði og ég er á því að verð- lagið eigi að vera sem jafnast í land- inu öllu,“ segir Ögmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- víkurkjördæmi norður, segir það vera skref aftur á bak ef menn ætla að jafna orkuverð þannig að hagræð- ing hjá orkufyrirtækjum skili sér ekki í hagkvæmara verði til neyt- enda. Guðlaugur segist að vísu hafa á því fullan skilning að ekki sé gott að vera í þeirri aðstöðu að þurfa að greiða hátt orkuverð. Óskynsamleg leið „En ég tel það vera mjög óskyn- samlega leið og óréttláta að hækka orkuverð á öðrum íbúum landsins, hvort sem þeir eru í Reykjavík, á Ak- ureyri, Akranesi, í Reykjanesbæ eða hvar sem þeir kunna að búa. Í fyrsta lagi er ekkert réttlæti í því að láta þá gjalda þess og í annan stað hefur það sýnt sig að jöfnun sem þessi dregur úr hagræðingu. Það er auðvitað svo að það eru fyrirtæki að standa í þess- um rekstri og það skiptir máli að þær leikreglur séu til staðar að þau séu alltaf að leita sem hagkvæmastra lausna til þess að geta tryggt sem best verð til neytenda sinna. Það væri skref aftur á bak ef menn ætla að koma á jöfnun þannig að slík hagræð- ing, hvar sem hún næst á landinu, skili sér ekki til neytenda á viðkom- andi svæði,“ segir Guðlaugur Þór. Reykvískir þingmenn um raforkumálin Tölur forstjóra Orkuveitunn- ar um hækkun koma á óvart „ÞAÐ rignir í ræðustólinn,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra á Alþingi í gær, er hann sté úr pontu eftir utandagskrár- umræðu um múr Ísraela á Vest- urbakkanum. Í ljós kom að regn- vatn hafði lekið af þaki Alþingishússins, niður á efri hæð hússins, og þaðan í gegnum gólfið, með þeim afleiðingum að það drop- aði beint fyrir framan ræðustólinn í þingsalnum. Starfsmenn Alþingis brugðust skjótt við og var lekinn stöðvaður, að sögn Helga Bernódussonar, að- stoðarskrifstofustjóra Alþingis. Hann segir að rigningin og rokið í gær hafi gert það að verkum að vatn hafi lekið meðfram flagg- stönginni á þakinu, inn um þak- gluggann og niður á efri hæðina. Aðspurður segir hann að lengi hafi staðið til að gera róttækar við- haldsaðgerðir á annarri hæð þing- hússins og er stefnt að því að þær hefjist næsta sumar. Morgunblaðið/Golli Jón Torberg, lögreglumaður á Alþingi, sem sér meðal annars um að flagga, horfir upp eftir flaggstönginni og kannar orsakir lekans. Rignir í ræðustólinnKRISTINN H. Gunnarsson, vara-formaður sjávarútvegsnefndar Al- þingis og þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem lögð er til sú breyting að ákveðin verkefni sem heyra undir sjávarútvegsráðuneytið verði flutt til umhverfisráðuneytis. „Er þar um að ræða hafrannsóknir, friðun og ákvörðun um heildarafla- mark úr einstökum fiskstofnum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Samhliða er gert ráð fyrir því að yfirstjórn Hafrannsóknastofnunar- innar verði færð frá sjávarútvegs- ráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Nái þessi breyting fram að ganga mun umhverfisráðuneyti ákvarða heildaraflamark ár hvert, hafa um- sjón með rannsóknum og gera til- lögur varðandi almennt skipulag veiða innan efnahagslögsögunnar, ekki síst þær er tengjast hafsbotn- inum. Þá mun ráðuneytið veita ráð- gjöf um friðunaraðgerðir og notkun veiðarfæra, jafnframt því að setja al- mennar reglur um notkun veiðar- færa. Sjávarútvegsráðuneyti mun eftir sem áður annast stjórn veið- anna innan framangreindra marka og hafa yfirumsjón með eftirliti með veiðum og mati á sjávarafurðum.“ Í greinargerð segir að nauðsyn- legt þyki að gera umrædda breyt- ingu og leggja þannig ríkari áherslu en verið hefur á umhverfisþátt rann- sókna og stjórn á álagi við hagnýt- ingu auðlindanna. „Þetta er ítrekað með því að færa mikilvægar ákvarð- anir og tillögugerð úr höndum beinna hagsmunaaðila til umhverfis- ráðuneytis. Ekki er eðlilegt að hags- munaaðilar geti ráðið miklu um ákvörðun sem þá varðar miklu fjár- hagslega þegar í húfi eru náttúru- auðlindir sem þjóðin byggir afkomu sína á í svo ríkum mæli sem raun ber vitni.“ Kristinn H. Gunnarsson varaformaður sjávarútvegsnefndar Verkefni verði flutt frá sjávarútvegsráðuneyti HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í utandagskrárum- ræðu í gær, um málefni Palestínu- manna, að múr Ísraela á Vestur- bakkanum væri á engan hátt í sam- ræmi við alþjóða- lög. „Það er mín afstaða að þessi múr sé á engan hátt í samræmi við alþjóðalög, að hann torveldi friðarumleitanir á svæðinu og sé ekki í neinu samræmi við Vegvísinn. Það er alveg ljóst, því miður, að þrátt fyrir að Vegvísirinn sé að mörgu leyti góður fer hvorugur deiluaðila eftir honum“ sagði ráð- herra. Málshefjandi umræðunnar var Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Gerði hann múrinn að umtalsefni og sagði að hann ætti að verða 1.000 km langur og til glöggvunar myndi hann ná frá Reykjavík norður hringveginn og allt til Hafnar í Hornafirði. „Palest- ínumenn kalla þetta aðskilnaðarmúr. Sharon [forsætisráðherra Ísraela] kallar þetta öryggisgirðingu,“ sagði Mörður. „Alþingi hefur samþykkt tvær ályktanir um þessa deilu, 1989 og 2002, og lagt ríkisstjórninni þær skyldur á herðar að beita sér, með leyfi forseta, fyrir viðræðum um sjálfstætt ríki Palestínumanna og ör- yggi Ísraelsríkis innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra, svo vitnað sé í ályktunina sem samþykkt var vorið 2002 að frumkvæði jafnaðar- manna. Nú þegar þessi deila er kom- in í harðari hnút en nokkru sinni fyrr getum við ekki setið hjá. Meðan Sharon hleður múrinn á rifrildum samkomulagsins frá Ósló og Vegvís- isins frá Washington er óverjandi að fulltrúar Íslendinga þegi.“ Spurði Mörður síðan um afstöðu ríkisstjórn- arinnar til múrsins. Ráðherra sagði að Íslendingar hefðu stutt ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um fordæm- ingu múrsins, ásamt öðrum þjóðum á Norðurlöndum og ríkjum Evrópu- sambandsins. Hann sagði ennfremur að íslensk stjórnvöld myndu að sjálf- sögðu beita sér í þessu máli í sam- vinnu við aðrar þjóðir. „Við gerum það á vettvangi SÞ og í samvinnu við Norðurlöndin. Þetta mál verður t.d. rætt á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í byrj- un næsta mánaðar.“ Þá sagði hann að íslensk stjórnvöld hefðu haft náið samráð við ESB og önnur EFTA- ríki í þessu máli. Utanríkisráðherra um múr Ísraela Ekki í samræmi við alþjóðalög Halldór Ásgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.