Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 29 STAÐA hugvitsgreina á Íslandi er þversagnakennd. Fjármagn hér á landi rennur til vísinda og rann- sókna í svipuðum mæli og annars staðar. Um 3% af vergri þjóðar- framleiðslu er varið til þessara greina og er framlag hins opinbera þar af 1,2%. Þegar á hinn bóginn er litið til afrakstrar kemur í ljós að þrátt fyrir áþekkar fjárhæðir til vísinda og tækni eru framlög þekkingar- greina til hagvaxtar á ári hverju um fimmt- ungur eða þaðan af minna af því sem þekkist í nágranna- löndum. Við 10% – nágrannar 50–70% Á síðustu 50 árum hafa rannsóknir og vísindi í Bandaríkjunum lagt til um 50% af árlegum hagvexti. Í Jap- an er samsvarandi framlag nærri 55% og í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hefur þekkingarþróun skapað um 75% af árlegum hag- vexti frá því um miðja síðustu öld. Grannar okkar í Finnlandi og Sví- þjóð hafa náð sama marki á síðustu árum. Þessi hagvöxtur er sagður sjálfbær og æskilegur því hann gengur ekki á auðlindir jarðar. Sambærilegar úttektir eru ekki til fyrir Ísland. Áætluð hlutdeild þekk- ingargreina í hagvexti hér á landi er um 10%. Þetta þýðir að hag- vöxtur hér á landi byggist að mestu á aukinni nýtingu náttúruauðlinda. Hugvit okkar Íslendinga er ekki í askana látið – líkt og hjá öðrum þjóðum. Eðlilega vaknar sú spurning hvernig þetta megi vera. Að því gefnu að íslenskir hug- vitsmenn standi er- lendum kollegum jafn- fætis, er eðlilegt að áætla að fjármunum til vísinda og rannsókna sé illa varið. Vakandi stjórnvöld hljóta að kanna hið fyrsta hvort Íslendingar geti deilt fé til þessa málaflokks með öðrum hætti og þá með það að leiðar- ljósi að þekkingarþróun skili sér í sköpun arðbærra atvinnutækifæra og aukinni velferð. Segjast halda í vestur en sigla í austur Núverandi ríkisstjórn virtist vita fyrir um áratug að með öflugum samkeppnissjóðum, á borð við RANNÍS, væri helst hægt að tryggja árangur af vísindastarfi. Þekktar reglur gilda um úthlutun úr samkeppnissjóðum og fagleg sjónarmið er þar höfð í öndvegi. Árið 1993 stefndu stjórnvöld að því að 25% af heildarumsvifum til rann- sókna og þróunar rynnu í gegnum samkeppnissjóði. Ljóst er að sú stefnumótun náði ekki eyrum fjár- veitingavaldsins. Á árinu 1986 voru sjóðir RANNÍS nærri 11% af heild- arútgjöldum til rannsókna og þró- unar, en á árinu 2001 voru sjóðir RANNÍS aðeins 3% af heildarút- gjöldum. Í málefnum vísinda og rannsókna sigla stjórnvöld í aðra átt en þau segjast stefna. Þau segj- ast sigla austur en halda í vestur. Yfirvöld vísinda og rannsókna bera mikla ábyrgð. Þau sá fræjum hins sjálfbæra hagvaxtar. Blikur eru á lofti um að fjármunum til vís- inda og rannsókna sé ekki eins vel varið hér á landi og annars staðar. Nauðsynlegt er að stjórnvöld kanni hvort svo sé og vinni á því bráðan bug. Lausnin er þekkt; styrkjum samkeppnissjóði rannsókna og þró- unar. Hugvitið er ekki í askana látið Ásgeir Friðgeirsson skrifar um fjármögnun vísindarannsókna ’Að því gefnu að ís-lenskir hugvitsmenn standi erlendum koll- egum jafnfætis, er eðli- legt að áætla að fjár- munum til vísinda og rannsókna sé illa varið.‘ Ásgeir Friðgeirsson Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og ráðgjafi í stefnumótun og almannatengslum. HALLGRÍMUR Helgason rithöf- undur vakti á dögunum athygli á málvillu sem felst í nýjum vígorðum Símans. Þrátt fyrir andsvör auglýs- ingastofunnar, sem væntanlega er hugmyndasmiðurinn í þessu tilviki, stendur eftir sú staðreynd að hugmyndir gerast ekki, þær eru fram- kvæmdar; þeim er hrundið í framkvæmd. Tveggja metra há gæði? Enskuskotin vígorð Símans eru því miður einungis nýjasta dæm- ið um áhrif enskrar tungu á þá íslensku. Það er orðið æ algeng- ara að notað sé orðalagið að eitthvað hafi gerst á síðasta ári („last year“) í stað þess að segja á nýliðnu ári, á liðnu ári eða í fyrra. Ennfremur láta æ fleiri eignarfornafn ávallt standa framan við orðið sem það á við (ensk áhrif) í stað þess að setja það aftan við orðið, eins og meginreglan er í ís- lensku. (Dæmi: Ég og mín fjöl- skylda/Ég og fjölskylda mín; Minn besti vinur/Besti vinur minn, o.s.frv.) Annað nýlegt dæmi um áhrif enskunnar er orðskrípið hágæða. Nú auglýsa jafnvel virtustu fyrir- tæki hágæða sjónvörp, síma, tölvur, ísskápa og guð má vita hvað. Þessi tæki hafa væntanlega mjög há gæði og hærri en þau sem keppinaut- arnir bjóða. Á íslensku segjum við að gæði séu mikil eða lítil, ekki há eða lág. Hér eru ensku orðin „high quality“ mætt í íslenskum bún- ingi en sá búningur er að mínum dómi ekki samboðinn þjóðinni. Ég vara að þessu! Við þurfum að vera vel á verði því áhrifa ensk- unnar gætir víða. Að hugsa á ensku og snara hugsuninni yfir á íslensku er að mínum dómi mun hættulegra en að ganga hreint til verks og „sletta“ ensku. Ef það gæti orðið áhyggjufullum málverndunarsinn- um til huggunar vil ég minna á að er- lend áhrif á íslenskuna eru ekki ný af nálinni. Fremst á öllum mynd- bandsspólum er að finna varnaðar- orð til áhorfandans um að heimild hans til að nota spóluna sé takmörk- uð. Þessi varnaðarorð bera yf- irskriftina AÐVÖRUN. Þá yfirskrift er mun víðar að finna. Á íslensku er varað við einhverju en ekki að ein- hverju. VIÐVÖRUN er því hið rétta orð en AÐVÖRUN er danska orðið „advarsel“ í íslenskum búningi. Þetta er villa frá „dönsku árunum“ en hún lifir enn góðu lífi. Ég vil að lokum vara fólk að þess- ari þróun og óska eftir hærri gæðum í almennri málnotkun. Þetta er ein- ungis mín hugmynd en við getum öll látið hana gerast! Mætti ég biðja um aðeins hærri gæði? Bragi V. Bergmann fjallar um málfar ’Ef það gæti orðiðáhyggjufullum mál- verndunarsinnum til huggunar vil ég minna á að erlend áhrif á ís- lenskuna eru ekki ný af nálinni. ‘ Bragi V. Bergmann Höfundur er kynningarfulltrúi og íslenskukennari. borgarráð látið falla varnaðarorð vegna þessa. Fullyrt er að raforkukostnaður muni hækka á höfuð- borgarsvæðinu um 20% og að það svæði muni líða mikið fyrir þessar breytingar. Ekki hefur undirrit- aður upplýsingar um hversu mikið kostn- aður mun aukast við breytinguna en veltir jafnframt fyrir sér hvort ekkert kostaði að dreifa rafmagni á svæðinu fyrir laga- breytingu. Getur ver- ið að það gleymist í umræðunni? Sameiginlegar auðlindir Talað er um fiskimiðin sem sam- eiginlegar auðlindir og að greiða skuli sérstakan skatt til lands- manna af fiskveiðum. Fyrirtæki ut- an höfuðborgarsvæðisins greiða stærstan hluta af þeim skatti sem rennur í sameiginlegan sjóð lands- manna sem ráðstafað er í Reykja- vík. Þá eru flest opinber störf tengd sjávarútveginum í Reykjavík sem nýtur þess í ýmsum tekju- stofnum. Orkuauðlindirnar eru sameigin- legar auðlindir. Við vitum að höfuðborgarbúar dæla ekki allri orkunni undan fótum sér heldur er hún líka sótt út fyrir svæðið úr sameiginlegri auðlind landsmanna. Að því gefnu er auðvitað eðlilegt að landsmenn njóti að mestu sam- bærilegs raforkuverðs. Það er reyndar ekki svo heldur nokkuð misjafnt og víða eru þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni sem greiða niður kostnað við dreifikerfi á viðkom- andi svæði. Á flestum stöðum er að auki hærra orkuverð en á höfuð- borgarsvæðinu þó munurinn hafi NÚ fer fram umræða um jöfnun flutningskostnaðar á landinu vegna breyttra orkulaga og líklegrar niðurstöðu svokallaðrar 19 manna nefndar. Hafa forstjórar orkufyrir- tækja á suðvesturhorninu sem og minnkað á undan- förnum árum. Viðhorf Viðbrögðin við hug- myndum um jöfnun flutningskostnaðar á orku rifja upp viðhorf of margra embættis- manna í stjórnkerfinu gagnvart því að störf á vegum hins opinbera eigi samkvæmt byggðaáætlun að fara út á land. Margir þessara embættis- manna setja í hand- bremsu og bakkgír til öryggis gegn svona hugmyndum (stefnu ríkisstjórnar) og vinna að öfugri þróun í mörgum tilfellum. Skv. skýrslu Verslunarráðs, minni ríkisumsvif margfalda tæki- færin, fjölgaði opinberum störfum um 1.300 á árunum 2000–2002. Þó það eigi ekki að vera markmið að fjölga opinberum störfum hefur þeim fjölgað á höfuðborgarsvæðinu og því er ekki tilviljun að svæðið sé jafnöflugt og raun ber vitni. Þessi störf eru viðbót við þau þúsundir sem fyrir eru. Á sama tímabili hef- ur opinberum störfum í mínu bæj- arfélagi fækkað þrátt fyrir fyrr- greinda stefnu um að færa opinber störf út á land í kjarnastaði á landsbyggðinni. Þarna skiptir hugarfarið öllu máli því mín tilfinning er sú að fyr- ir hvert starf sem við í kjarna- byggðunum leggjum til að fari þangað, séu tugir embættismanna fyrir sunnan sem berjast gegn því með öllum ráðum. Við höfum auð- vitað lítið í þá að segja því þeim fjölgar jafnt og þétt og vex ásmeg- in þegar þróunin er í þveröfuga átt hjá okkur. Eru sumar auðlindir sameiginlegar? Halldór Halldórsson fjallar um jöfnun flutningskostnaðar ’Orkuauðlind-irnar eru sam- eiginlegar auðlindir. ‘ Halldór Halldórsson Höfundur er bæjarstjóri á Ísafirði. ÚTGERÐARMAÐUR og helblár Sjálfstæðisflokksmaður í hálfa öld spurði flaumósa á dögunum: ,,Hvað er að? Er Davíð að missa tökin? Er hann að sveigja af réttri leið?“ Maðurinn hafði séð í Morgunblaðinu vitnað í orð foringjans á Við- skiptaþingi undir fyrirsögninni: ,,Frelsið átti aldrei að vera fyrir fáa útvalda“. Var að furða þótt manninum brygði! Flokksmaðurinn dyggi bætti því við að ekki væri hægt að treysta Morgun- blaðinu lengur. Í greininni undir hinni furðulegu fyrirsögn hefði blaðið m.a. haft eftir aðalritara eftir- farandi útideyfu: ,,Ég er sannfærður um að stuðningur við þá stefnu sem hér hefur ríkt undanfarin ár mun fljótt fjara út, ef þess er ekki gætt að jafnvægi ríki á markaðinum og ekki gíni fáir yfir of miklu.“ Hinn óttaslegni útvegsmaður var huggaður með því að aðalritari ráð- stjórnar ætti hér einvörðungu við fjölmiðlamarkaðinn, þar sem skoð- analausir menn væru farnir að ybba gogg og misbeita fjölmiðlum á and- íslenzka vísu. Hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Dregið yrði um barkann á slíkum öfuguggum og ættjarðarleysingjum. Eins og aðal- ritari hefði margtekið fram hefði hin nýja þjóðlífsbylting heppnazt ekki sízt fyrir eindreginn stuðning allra fjölmiðla, sem hefðu skilið sinn vitj- unartíma. Og hinn óttaslegni hagræðingur í útvegsmannastétt gekk glaður leið- ar sinnar. Daginn eftir kom hann til baka ævareiður. Spurði hvurn andskot- ann sendisveinar vildu upp á dekk? Hann hafði þá lesið í blaðinu sínu grein eftir aðstoðarmann aðalritara undir fyrirsögn sem hann kannaðist of vel við: ,,Frelsi hinna mörgu, ekki hinna fáu“. ,,Á þessi senditík kannski við að allri sjómannastéttinni verði sleppt lausri í fiskistofna okkar hinna, sem kunnum að hagræða?“ Það gekk erf- iðlega að stilla vininn. Hann heimt- aði að fá skýringu á eftirfarandi setningu í grein hjálparkokksins: ,,Atvinnulífið og umgjörð þess verð- ur að vera í sátt við fólkið í landinu.“ ,,Við viljum engan andskotans frið ef hann á að kosta að krukkað verði í kvótann okkar, sem við höfum hagrætt fyrir hundruð milljarða króna!“ æpti hinn reiði og kvaðst mundu klaga bæði strákskrattann og Morgunblaðið fyrir aðalritara. En það er fleirum sem blætt hefir í froðu yfir fregnum Morgun- blaðsins. Á bls. 4 í blaðinu 28. janúar sl. er vitnað í ræðu formanns Framsóknarflokksins í Háskóla Íslands deg- inum áður undir fyrir- sögninni: ,,Hin nýja ís- lenzka stefna er ekki dýrkun gróðans“. Undirritaður hafði aldrei heyrt á þessa nýju stefnu minnzt áð- ur. Datt honum helzt í hug að hún ætti rætur að rekja til þess fordæmis, sem tveir banka- stjórar KB bankans gáfu, þegar þeir afþökkuðu aukagetu sem þeim þó bar fyrir vel unnin störf. En það eru fleiri sem ekki hafa heyrt getið um hina ,,nýju íslenzku stefnu“. Í Fréttablaðinu 17. febrúar, ritar Hjálmar Árnason, alþingis- maður Framsóknar og þingflokks- formaður, grein, sem hann nefnir: ,,Hvað gengur á?“ Honum er öllum lokið. Tínir til ýmsan óhugnað og spyr: ,,Hvað veldur allri þessari skelfingu í okkar samfélagi?“ Og hann svarar sér sjálfur og drepur strax á aðal-málið: ,,Í fyrsta lagi má segja að græðgin hafi náð yfirtök- um.“ Nú sýnist hin brýnasta nauðsyn að verðandi forsætisráðherra boði til ráðstefnu með liðsmönnum sínum og geri grein fyrir hinni ,,nýju, íslenzku stefnu“. Í leiðinni gæti stríðsherrann útlistað hina spánnýju stefnu í utan- ríkismálum: Að Ísland fari með ófriði á hendur öðrum þjóðum ef for- mönnum núverandi stjórnarflokka býður svo við að horfa. Hvað er að? Sverrir Hermannsson skrifar um stjórnmál Sverrir Hermannsson ’Undirritaðurhafði aldrei heyrt á þessa nýju stefnu minnzt áður.‘ Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.