Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR
50 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Njarðvík - Haukar 79:70
Íþróttamiðstöðin Njarðvík, úrvalsdeild
karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 19.
febrúar 2004.
Gangur leiksins: 6:8, 15:8, 27:15,27:20,
30:25, 37:31, 37:38, 52:52, 59:57, 64:59, 74:62,
79:70.
Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 34,
Brenton Birmingham 16, Friðrik Stefáns-
son 16, Páll Kristinsson 6, Ragnar Ragn-
arsson 5, Ólafur Ingvason 2.
Fráköst: 26 í vörn - 8 í sókn.
Stig Hauka: Sævar Haraldsson 17, Whitney
Robinson 13, Halldór Kristmannsson 9,
Þórður Gunnþórsson 8, Michael Manciel 7,
Sigurður Einarsson 6, Predrag Bojovic 5,
Kristinn Jóhannsson 5.
Fráköst: 22 í vörn - 13 í sókn.
Villur: Njarðvík 15 - Haukar 20.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Georg
Andersen. Komust ágætlega frá sínu.
Áhorfendur: Um 80.
Hamar - Tindastóll 82:94
Íþróttahúsið Hveragerði:
Gangur leiksins: 4:0, 12:12, 17:19, 24:26,
30:33, 39:43, 45:47, 45:49, 47:51, 49:53, 53:60,
57:64, 57:69, 60:72, 62:76, 69:80, 80:92, 82:94.
Stig Hamars: Chris Dade 28, Marvin Valdi-
marsson 19, Faheem Nelson 18, Lárus
Jónsson 7, Hallgrímur Brynjólfsson 5, Svav-
ar P. Pálsson 2, Lavell Owens 2.
Fráköst: 21 í vörn – 13 í sókn.
Stig Tindastóls: Nick Boyd 30, Clifton
Cooke 24, David Sanders 15, Friðrik
Hreinsson 10, Axel Kárason 8, Helgi Rafn
Viggósson 4, Svavar Atli Birgisson 1.
Fráköst: 29 í vörn 13 í sókn.
Villur: Hamar 21- Tindastóll 9.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn
Óskarsson.
Áhorfendur: Um 150.
ÍR - KFÍ 101:77
Íþróttahús Seljaskóla:
Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 7:9, 19:20, 25:25,
27:29, 27:32, 42:37, 48:45, 52:51, 56:56, 74:56,
74:58, 79:62, 92:70, 96:77, 101:77.
Stig ÍR: Eugene Christopher 29, Maurice
Ingram 23, Ólafur Þórisson 13, Eiríkur Ön-
undarson 12, Ómar Sævarsson 8, Kevin
Grandberg 8, Ryan Leier 3, Fannar Helga-
son 2, Elvar Guðmundsson 2, Ásgeir Hlöð-
versson 1.
Fráköst: 36 í vörn - 13 í sókn.
Stig KFÍ: Troy Wiley 23, Bethuel Fletcher
17, Jaja Bey 15, Pétur Sigurðsson 14, Har-
aldur J. Jóhannesson 4, Sigurður Þorsteins-
son 2, Pétur Þór Birgisson 2.
Fráköst: 20 í vörn - 19 í sókn.
Villur: ÍR 20 - KFÍ 20.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og
Gunnar Freyr Steinsson.
Áhorfendur: Um 90.
Staðan:
Snæfell 18 15 3 1543:1448 30
Grindavík 18 15 3 1616:1521 30
Njarðvík 19 12 7 1732:1623 24
Keflavík 17 11 6 1647:1480 22
Haukar 19 11 8 1524:1503 22
Tindastóll 19 10 9 1770:1688 20
KR 18 10 8 1650:1585 20
Hamar 19 9 10 1584:1623 18
ÍR 19 6 13 1654:1729 12
Breiðablik 18 4 14 1468:1586 8
KFÍ 18 4 14 1633:1838 8
Þór Þorl. 18 3 15 1497:1694 6
BLAK
1. deild karla
Stjarnan - HK..............................................3:2
(25:23, 29:27, 24:26, 19:25, 15:12)
KNATTSPYRNA
Vináttulandsleikir
Venesúela - Ástralía.................................. 1:1
Juan Arango 90. - Paul Agostino 29.
Jamaíka - Uruguay.................................... 2:0
Onandi Lowe 10., Jermaine Johnson 82.
Hondúras - Kólumbía................................ 1:1
Julio Cesar de Leon 24. - Sergio Herrera 58.
Mexíkó - Chile ............................................ 1:1
Omar Bravo 50. - Reinaldo Navia 45.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin:
Austurberg: ÍR – Valur ........................19.15
KA-heimili: KA – HK............................19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeild:
Keflavík: Keflavík – UMFG .................19.15
Smárinn: Breiðablik – Snæfell .............19.15
Þorlákshöfn: Þór Þ. – KR .....................19.15
1. deild karla:
Grindavík: ÍG – Skallagrímur ..............19.15
Laugardalsh: Árm./Þróttur – Valur .........20
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni karla:
Efri deild, A-riðill:
Egilshöll: Fylkir – Haukar ...................18.30
Boginn: Þór – Grindavík .......................20.15
Egilshöll: KR – Njarðvík.....................20þ30
Efri deild, B-riðill:
Fífan: ÍBV – Stjarnan................................21
Í KVÖLD
Aðalfundur hjá FH
Aðalfundur knattspyrnudeildar FH verður
haldinn mánudaginn 23. febrúar í Kaplasal
í Kaplakrika kl. 18.
FÉLAGSLÍF
ANDERS Bogsjö fyrrum mark-
vörður sænska úrvalsdeildarliðsins
Elfsborg í knattspyrnu vann mál
sem hann fór með fyrir dómstóla
þar sem að hann taldi sig eiga rétt
á örorkubótum þar sem rödd hans
hefði gefið sig á meðan hann var
atvinnumaður. Bogsjö segir að
hann sé nú með ólæknandi hæsi
sem eigi rætur að rekja til þess að
hann var sífellt að gefa félögum
sínum í liðinu fyrirmæli, og hafi
hann þurft að beita röddinni af
krafti til þess að ná athygli þeirra.
Í dómnum er kveðið á um að
Bogsjö eigi rétt á bótum frá Elfs-
borg en hann missti sæti sitt í lið-
inu árið 2001 þar sem hann gat
vart haft samskipti við félaga sína
vegna raddleysis. Trygg-
ingastofnun Svía hafnaði kröfu
Bogsjö sem fór með málið fyrir
dómstóla og vann þar í fyrstu um-
ferð. Málinu hefur verið áfrýjað á
hærra dómstig.
Haraldur Ingólfsson lék með
Elfsborg á árunum 1998-2000 og
segir Skagamaðurinn að raddleysi
Bogsjö hafi verið stórt vandamál.
„Hann var hás í röddinni alla
daga, hann náði ekki að öskra á
aðra leikmenn og þetta háði hon-
um mikið. Bogsjö var að-
almarkvörður liðsins á þessum
tíma og það kemur mér ekkert
óvart að hann skuli vinna þetta
mál. En málið er aftur á móti
mjög sérstakt,“ sagði Haraldur.
Raddlaus markvörður
fær skaðabætur
JENS Lehmann, markvörður Ars-
enal og varamarkvörður þýska
landsliðsins í knattspyrnu, er allt
annað en sáttur við stöðu sína innan
þýska landsliðsins. Lehmann segist
vera betri en Kahn og verðskulda
það fyllilega að vera aðalmarkvörð-
ur þýska landsliðsins.
„Sá besti á að spila. Ég er jafn-
betri markvörður og á því að vera
aðalmarkvörður,“ sagði Lehmann í
viðtali við þýska tímaritið Kicker.
„Á síðasta ári hef ég aðeins tapað
tveimur leikjum og gert tvenn mis-
tök, aðrir hafa ekki sýnt betri
frammistöðu með sínum liðum en
ég.“
Lehmann sat á varamannabekkn-
um í enn einum leiknum með þýska
landsliðinu þegar það mætti Króöt-
um á miðvikudaginn og víst er að
heimsókn þýska landsliðsins til
Króatíu varð ekki til þess að auka
kærleikann á milli Lehmanns og
Kahns, sem ekki hafa rætt saman í
háa herrans tíð, en þeir hafa lagt
fæð hvor á annan. Spurður af
hverju þeir félagar töluðu aldrei
saman sagði Lehmann við Kicker;
„Tala saman? Ég vissi ekki að til
þess væri ætlast að við ræddum
eitthvað sérstaklega saman, og
hvað eigum við að tala um? Lífsstíll
okkar er svo ólíkur. Ég á til dæmis
ekki 24 ára gamla kærustu,“ sagði
Lehmann og sparaði síst skotin á
fyrirliða þýska landsliðsins, Oliver
Kahn.
Jens Lehmann sendir
Oliver Kahn tóninn
FÓLK
HILDUR Einarsdóttir skoraði
tvö marka Breiðabliks sem lagði
Íslandsmeistara KR að velli, 3:1, í
Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í
fyrrakvöld.
TVEIR leikmenn Arsenal fóru
meiddir af velli í vináttulandsleikj-
um í knattspyrnu í fyrrakvöld og
tvísýnt er að þeir geti spilað með
liðinu um helgina. Gilberto Silva
meiddist á ökkla í leik með Bras-
ilíu á Írlandi og Ashley Cole
meiddist í baki í leik Englands í
Portúgal. Báðir þurftu þeir að yf-
irgefa völlinn eftir um það bil
stundarfjórðungs leik. Arsene
Wenger knattspyrnustjóri Arsenal
sagði gær að Cole yrði líklega með
í Meistaradeildinni í næstu viku
gegn spænska liðinu Celta.
LAWRENCE Frank varð í fyrri-
nótt fyrsti þjálfarinn í sögu NBA-
deildarinnar í körfuknattleik til að
fagna sigri í fyrstu tíu leikjum sín-
um í deildinni. Frank tók við liði
New Jersey Nets á dögunum og í
fyrrinótt lagði það Atlanta að velli,
98:92. Það var jafnframt ellefti sig-
urleikur New Jersey í röð, sem
líka er met hjá liði sem á undan
hefur tapað fimm leikjum í röð.
JASON Kidd var maðurinn á
bakvið sigur New Jersey en hann
skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og
átti 10 stoðsendingar. Þetta var
58. „þrefalda tvennan“ hans á ferl-
inum í deildinni.
PATRICE Canayer, þjálfari
Montpellier, er nú efstur á óska-
lista forsvarsmanna handknatt-
leiksliðs Barcelona, en þeir leita
að nýjum þjálfara um þessar
mundir. Juan Carlos Pastor, þjálf-
ari Valladolid, og Veselin Vujovic,
fyrrverandi þjálfari og leikmaður
Júgóslavíu þykja einnig koma til
greina. Canayer þykir afar snjall
þjálfari en hann stýrði Montpellier
m.a. til óvænts sigurs í meistara-
deild Evrópu í handknattleik í
fyrra.
NATALYA Nazarova setti rúss-
neskt met í 400 m hlaupi innan-
húss á rússneska meistaramótinu í
frjálsíþróttum í fyrrakvöld þegar
hún kom í mark á 49,68 sekúndum.
Það sem er enn athyglisverðara
við tíma Nazarovu er sú staðreynd
að þetta er í fyrsta sinn í 20 ár
sem kona hleypur 400 m innan-
húss á skemmri tíma en 50 sek-
úndur. Jarmila Kratochvilova,
húsmóðir frá Prag, á heimsmetið
49,59 en það setti hún árið 1981.
Ári síðar hljóp Kratochvilova á
49,64.
ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang-
arstökkvari úr FH og Íslandsmet-
hafi í greininni innahúss, keppir á
alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í
Aþenu á sunnudag, en um árlegt
mót er að ræða. Þórey var einnig
á meðal keppenda fyrir ári síðan
og stökk þá 4,50 metra.
Það voru Skagamenn sem unnukeppnina fyrsta árið og þeir eru
einnig handhafar deildabikarsins nú
því þeir sigruðu Keflvíkinga í úrslita-
leiknum í fyrra – í vítaspyrnukeppni
eftir framlengdan leik. Þrjú undan-
farin ár hefur reyndar þurft víta-
spyrnukeppni til að finna sigurveg-
arann.
Úrslitaleikir deildabikarsins hafa
farið sem hér segir:
1996 ÍA – Breiðablik ..................... 3:1
1997 ÍBV – Valur ........................... 3:2
1998 KR – Valur ............................ 2:2
KR sigraði í vítakeppni.
1999 ÍA – Fylkir ............................ 1:0
2000 Grindavík – Valur ................. 4:0
2001 KR – FH................................ 0:0
KR sigraði í vítakeppni.
2002 FH – Fylkir........................... 2:2
FH sigraði í vítakeppni.
2003 ÍA – Keflavík......................... 1:1
ÍA sigraði í vítakeppni.
Keppnin hefur verið deildaskipt
undanfarin þrjú ár. Frá 2001 hafa 16
lið leikið í efri deild, í tveimur riðlum.
Það eru liðin tíu í úrvalsdeildinni
ásamt sex efstu liðum 1. deildar árið
á undan.
Í A-riðli eru þrír leikir í kvöld,
Fylkir – Haukar og KR – Njarðvík í
Egilshöll og Þór mætir Grindavík í
Boganum á Akureyri. Á morgun
leika síðan KA og Grindavík í Bog-
anum en Víkingar sitja hjá í fyrstu
umferðinni.
Í B-riðlinum mætast ÍBV og
Stjarnan í Fífunni í kvöld og svo eru
þrír leikir á sunnudag. Fram – ÍA og
FH – Valur í Egilshöll og Keflavík –
Þróttur R. í Reykjaneshöll.
Fjögur efstu liðin í hvorum riðli
komast í átta liða úrslit. Þau eru leik-
in 28. og 29. apríl en úrslitaleikur
keppninnar verður leikinn í Egils-
höllinni föstudaginn 7. maí.
Keppni í neðri deild hefst 5. mars
en þar leika fjögur neðstu lið 1. deild-
ar á síðasta ári, ásamt liðum 2. deild-
ar og sterkustu liðum 3. deildar en
samtals leika nú 24 lið í neðri deild-
inni. Njarðvík vann neðri deildina í
fyrra en úrslitaleikir hennar hafa
verið sem hér segir:
2001 Þróttur R. – HK................ 3:1
2002 Afturelding – ÍR ............... 1:0
2003 Njarðvík – Breiðablik ...... 2:1
Riðlar neðri deildar eru þannig
skipaðir:
A-riðill: BÍ, Fjölnir, ÍH, Leiknir
R., Sindri, Víðir.
B-riðill: Breiðablik, ÍR, KFS,
Númi, Reynir S., Selfoss.
C-riðill: Afturelding, HK, Huginn,
KS, Skallagrímur, Víkingur Ó.
D-riðill: Fjarðabyggð, Höttur,
Leiftur/Dalvík, Magni, Tindastóll,
Völsungur.
Deildabikarinn af stað
DEILDABIKARKEPPNI karla í knattspyrnu hefst í níunda skipti í
kvöld. Keppnin hóf göngu sína árið 1996 og Skagamenn hafa unnið
hana oftast, eða þrisvar. KR-ingar hafa unnið deildabikarinn tvisvar
og ÍBV, Grindavík og FH hafa sigrað einu sinni hvert félag.
Gestirnir hófu strax maður ámann vörn til að reyna halda
aftur af skyttum ÍR-inga, sem sjálfur
léku svæðisvörn því
Maurice Ingram réði
ríkjum undir körfu
þeirra, stór og þung-
ur. Leikurinn var
sjálfur ekki fyrir augað enda lá við
um tíma að leikmenn færu að slást –
þeim leiddist eflaust eins og áhorf-
endum. Munurinn var ekki mikill
þegar menn skiptust á um að eiga
spretti en um miðjan þriðja leikhluta
steinsofnuðu gestirnir á verðinum,
sem ÍR-ingar notuðu til að stinga þá
af.
„Ég hef aldrei lent í öðrum eins
hrakförum með nokkurt lið og aðeins
tveir leikmenn spiluðu alla leikina
fyrir jól,“ bætti Eggert þjálfari við.
„Það er sérlega sárt nú þegar við er-
um komnir með góðan útlending. Við
þurfum nú að fara hugsa um að
byggja upp fyrir næsta vetur.“ Mau-
rice skoraði úr öllum tíu skotum sín-
um inni í teig og tók 9 fráköst, Eu-
gene Christopher var góður, Ómar
Sævarsson tók 11 fráköst og varði 5
skot. Eiríkur Önundarson tók við sér
í lokin og átti 11 stoðsendingar.
Ísfirðingum tókst ekki að halda
haus heilan leik og supu seyðið af því.
„Fyrri hálfleikur var í lagi hjá okkur
og hvorugt liðið að gera nokkuð til að
rífa sig frá hinu en þegar ÍR-ingar
bættu við því sem þurfti tókst okkur
ekki að fylgja þeim eftir,“ sagði
Hrafn Kristjánsson þjálfari KFÍ eft-
ir leikinn. Troy Wiley tók 16 fráköst
og varði 4 skot auk þess að vera
stigahæstur en Bethuel Fletcher átti
10 stoðsendingar.
Woudstra og Friðrik góðir
Brandon Woudstra var í aðalhlut-verki hjá Njarðvík gegn Hauk-
um í gær, og skoraði 34 stig í, 79:70,
sigri liðsins en stað-
an í hálfleik var
37:31.
Bæði lið byrjuðu
af miklum krafti, og
var leikurinn jafn og skemmtilegur.
Eftir fimm mínútna leik var staðan
orðinn 8:8. Kom þá góður kafli Njarð-
víkinga enn þeir skoruðu sjö stig í röð
sem endaði með troðslu frá Friðriki
Stefánssyni, tóku þá Haukar leikhlé í
þeirri von um að endurskipuleggja
sinn leik.
Greinilegt var að Njarðvíkingar
lögðu mikla áherslu á að stöðva Mich-
ael Manciel, og það hlutverk leysti
Friðrik Stefánsson með stakri prýði.
Í seinni hálfleik komu Haukar
mjög ákveðnir til leiks. Spiluðu frá-
bæra vörn og skoruðu ellefu fyrstu
stígin í hálfleiknum. Ólafur Aron
Ingvason átti í miklum erfiðleikum
að stilla sókn Njarðvíkur upp gegn
þessari vörn því Haukar voru mjög
hreyfanlegir og ákveðnir.
Á sama tíma spiluðu Njarðvíking-
ar hræðilega lélega vörn, stigu menn-
ina sína illa út og virkuðu mjög
áhugalausir. Njarðvíkingar tóku þá
leikhlé og komu sér aftur inni leikinn
með skipulagðari leik. Staðan eftir
þriðja fjórðung var 52:52.
Í byrjun fjórða leikhluta spiluðu
Njarðvíkingar mjög vel og skoruðu
átta stig í röð sem enduðu með því að
Friðrik Stefánsson tróð knettinum
yfir þrjá Haukamenn og sendi ákveð-
in skilaboð til Haukamanna.
Á lokakaflanum var dæmd mjög
vafasöm villa á Hauka og Reynir
Kristjánsson fékk dæmda á sig
tæknivillu í kjölfarið.
Var staðan þá orðinn 74:62 og
munurinn of mikill fyrir Hauka.
Besti maður vallarins var Brandon
Woudstra sem skoraði 34 stig.
„Þetta var góður baráttusigur hér
í kvöld, það er vonandi að við náum að
búa okkur til stöðugleika úr þessu og
halda því út leiktímabilið. Ljótur sig-
ur er skárra enn fallegt tap og það á
vel við hér í kvöld, “ sagði Friðrik
Stefánsson fyrirliði Njarðvíkur.
ÍR hristi af sér
falldrauginn
VIÐ þurfum nú ekki hafa áhyggjur af falli,“ sagði Eggert Maríuson
þjálfari ÍR eftir 101:77 sigur á Ísfirðingum í Breiðholtinu. Sá sigur
dugir hinsvegar skammt því eftir sigur Tindastóls á Hamri eru
draumar Breiðhyltinga um úrslitakeppni úr sögunni. Það var samt
ekki fyrr en eftir afar slakan kafla Ísfirðinga í þriðja leikhluta þegar
ÍR skorar 18 stig í röð að leiðir skildust. Í Njarðvík unnu heimamenn
Hauka 79:70.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar