Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Njarðvík - Haukar 79:70 Íþróttamiðstöðin Njarðvík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 19. febrúar 2004. Gangur leiksins: 6:8, 15:8, 27:15,27:20, 30:25, 37:31, 37:38, 52:52, 59:57, 64:59, 74:62, 79:70. Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 34, Brenton Birmingham 16, Friðrik Stefáns- son 16, Páll Kristinsson 6, Ragnar Ragn- arsson 5, Ólafur Ingvason 2. Fráköst: 26 í vörn - 8 í sókn. Stig Hauka: Sævar Haraldsson 17, Whitney Robinson 13, Halldór Kristmannsson 9, Þórður Gunnþórsson 8, Michael Manciel 7, Sigurður Einarsson 6, Predrag Bojovic 5, Kristinn Jóhannsson 5. Fráköst: 22 í vörn - 13 í sókn. Villur: Njarðvík 15 - Haukar 20. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Georg Andersen. Komust ágætlega frá sínu. Áhorfendur: Um 80. Hamar - Tindastóll 82:94 Íþróttahúsið Hveragerði: Gangur leiksins: 4:0, 12:12, 17:19, 24:26, 30:33, 39:43, 45:47, 45:49, 47:51, 49:53, 53:60, 57:64, 57:69, 60:72, 62:76, 69:80, 80:92, 82:94. Stig Hamars: Chris Dade 28, Marvin Valdi- marsson 19, Faheem Nelson 18, Lárus Jónsson 7, Hallgrímur Brynjólfsson 5, Svav- ar P. Pálsson 2, Lavell Owens 2. Fráköst: 21 í vörn – 13 í sókn. Stig Tindastóls: Nick Boyd 30, Clifton Cooke 24, David Sanders 15, Friðrik Hreinsson 10, Axel Kárason 8, Helgi Rafn Viggósson 4, Svavar Atli Birgisson 1. Fráköst: 29 í vörn 13 í sókn. Villur: Hamar 21- Tindastóll 9. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: Um 150. ÍR - KFÍ 101:77 Íþróttahús Seljaskóla: Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 7:9, 19:20, 25:25, 27:29, 27:32, 42:37, 48:45, 52:51, 56:56, 74:56, 74:58, 79:62, 92:70, 96:77, 101:77. Stig ÍR: Eugene Christopher 29, Maurice Ingram 23, Ólafur Þórisson 13, Eiríkur Ön- undarson 12, Ómar Sævarsson 8, Kevin Grandberg 8, Ryan Leier 3, Fannar Helga- son 2, Elvar Guðmundsson 2, Ásgeir Hlöð- versson 1. Fráköst: 36 í vörn - 13 í sókn. Stig KFÍ: Troy Wiley 23, Bethuel Fletcher 17, Jaja Bey 15, Pétur Sigurðsson 14, Har- aldur J. Jóhannesson 4, Sigurður Þorsteins- son 2, Pétur Þór Birgisson 2. Fráköst: 20 í vörn - 19 í sókn. Villur: ÍR 20 - KFÍ 20. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Gunnar Freyr Steinsson. Áhorfendur: Um 90. Staðan: Snæfell 18 15 3 1543:1448 30 Grindavík 18 15 3 1616:1521 30 Njarðvík 19 12 7 1732:1623 24 Keflavík 17 11 6 1647:1480 22 Haukar 19 11 8 1524:1503 22 Tindastóll 19 10 9 1770:1688 20 KR 18 10 8 1650:1585 20 Hamar 19 9 10 1584:1623 18 ÍR 19 6 13 1654:1729 12 Breiðablik 18 4 14 1468:1586 8 KFÍ 18 4 14 1633:1838 8 Þór Þorl. 18 3 15 1497:1694 6 BLAK 1. deild karla Stjarnan - HK..............................................3:2 (25:23, 29:27, 24:26, 19:25, 15:12) KNATTSPYRNA Vináttulandsleikir Venesúela - Ástralía.................................. 1:1 Juan Arango 90. - Paul Agostino 29. Jamaíka - Uruguay.................................... 2:0 Onandi Lowe 10., Jermaine Johnson 82. Hondúras - Kólumbía................................ 1:1 Julio Cesar de Leon 24. - Sergio Herrera 58. Mexíkó - Chile ............................................ 1:1 Omar Bravo 50. - Reinaldo Navia 45. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin: Austurberg: ÍR – Valur ........................19.15 KA-heimili: KA – HK............................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Keflavík: Keflavík – UMFG .................19.15 Smárinn: Breiðablik – Snæfell .............19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – KR .....................19.15 1. deild karla: Grindavík: ÍG – Skallagrímur ..............19.15 Laugardalsh: Árm./Þróttur – Valur .........20 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: Efri deild, A-riðill: Egilshöll: Fylkir – Haukar ...................18.30 Boginn: Þór – Grindavík .......................20.15 Egilshöll: KR – Njarðvík.....................20þ30 Efri deild, B-riðill: Fífan: ÍBV – Stjarnan................................21 Í KVÖLD Aðalfundur hjá FH Aðalfundur knattspyrnudeildar FH verður haldinn mánudaginn 23. febrúar í Kaplasal í Kaplakrika kl. 18. FÉLAGSLÍF ANDERS Bogsjö fyrrum mark- vörður sænska úrvalsdeildarliðsins Elfsborg í knattspyrnu vann mál sem hann fór með fyrir dómstóla þar sem að hann taldi sig eiga rétt á örorkubótum þar sem rödd hans hefði gefið sig á meðan hann var atvinnumaður. Bogsjö segir að hann sé nú með ólæknandi hæsi sem eigi rætur að rekja til þess að hann var sífellt að gefa félögum sínum í liðinu fyrirmæli, og hafi hann þurft að beita röddinni af krafti til þess að ná athygli þeirra. Í dómnum er kveðið á um að Bogsjö eigi rétt á bótum frá Elfs- borg en hann missti sæti sitt í lið- inu árið 2001 þar sem hann gat vart haft samskipti við félaga sína vegna raddleysis. Trygg- ingastofnun Svía hafnaði kröfu Bogsjö sem fór með málið fyrir dómstóla og vann þar í fyrstu um- ferð. Málinu hefur verið áfrýjað á hærra dómstig. Haraldur Ingólfsson lék með Elfsborg á árunum 1998-2000 og segir Skagamaðurinn að raddleysi Bogsjö hafi verið stórt vandamál. „Hann var hás í röddinni alla daga, hann náði ekki að öskra á aðra leikmenn og þetta háði hon- um mikið. Bogsjö var að- almarkvörður liðsins á þessum tíma og það kemur mér ekkert óvart að hann skuli vinna þetta mál. En málið er aftur á móti mjög sérstakt,“ sagði Haraldur. Raddlaus markvörður fær skaðabætur JENS Lehmann, markvörður Ars- enal og varamarkvörður þýska landsliðsins í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við stöðu sína innan þýska landsliðsins. Lehmann segist vera betri en Kahn og verðskulda það fyllilega að vera aðalmarkvörð- ur þýska landsliðsins. „Sá besti á að spila. Ég er jafn- betri markvörður og á því að vera aðalmarkvörður,“ sagði Lehmann í viðtali við þýska tímaritið Kicker. „Á síðasta ári hef ég aðeins tapað tveimur leikjum og gert tvenn mis- tök, aðrir hafa ekki sýnt betri frammistöðu með sínum liðum en ég.“ Lehmann sat á varamannabekkn- um í enn einum leiknum með þýska landsliðinu þegar það mætti Króöt- um á miðvikudaginn og víst er að heimsókn þýska landsliðsins til Króatíu varð ekki til þess að auka kærleikann á milli Lehmanns og Kahns, sem ekki hafa rætt saman í háa herrans tíð, en þeir hafa lagt fæð hvor á annan. Spurður af hverju þeir félagar töluðu aldrei saman sagði Lehmann við Kicker; „Tala saman? Ég vissi ekki að til þess væri ætlast að við ræddum eitthvað sérstaklega saman, og hvað eigum við að tala um? Lífsstíll okkar er svo ólíkur. Ég á til dæmis ekki 24 ára gamla kærustu,“ sagði Lehmann og sparaði síst skotin á fyrirliða þýska landsliðsins, Oliver Kahn. Jens Lehmann sendir Oliver Kahn tóninn FÓLK  HILDUR Einarsdóttir skoraði tvö marka Breiðabliks sem lagði Íslandsmeistara KR að velli, 3:1, í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld.  TVEIR leikmenn Arsenal fóru meiddir af velli í vináttulandsleikj- um í knattspyrnu í fyrrakvöld og tvísýnt er að þeir geti spilað með liðinu um helgina. Gilberto Silva meiddist á ökkla í leik með Bras- ilíu á Írlandi og Ashley Cole meiddist í baki í leik Englands í Portúgal. Báðir þurftu þeir að yf- irgefa völlinn eftir um það bil stundarfjórðungs leik. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sagði gær að Cole yrði líklega með í Meistaradeildinni í næstu viku gegn spænska liðinu Celta.  LAWRENCE Frank varð í fyrri- nótt fyrsti þjálfarinn í sögu NBA- deildarinnar í körfuknattleik til að fagna sigri í fyrstu tíu leikjum sín- um í deildinni. Frank tók við liði New Jersey Nets á dögunum og í fyrrinótt lagði það Atlanta að velli, 98:92. Það var jafnframt ellefti sig- urleikur New Jersey í röð, sem líka er met hjá liði sem á undan hefur tapað fimm leikjum í röð.  JASON Kidd var maðurinn á bakvið sigur New Jersey en hann skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Þetta var 58. „þrefalda tvennan“ hans á ferl- inum í deildinni.  PATRICE Canayer, þjálfari Montpellier, er nú efstur á óska- lista forsvarsmanna handknatt- leiksliðs Barcelona, en þeir leita að nýjum þjálfara um þessar mundir. Juan Carlos Pastor, þjálf- ari Valladolid, og Veselin Vujovic, fyrrverandi þjálfari og leikmaður Júgóslavíu þykja einnig koma til greina. Canayer þykir afar snjall þjálfari en hann stýrði Montpellier m.a. til óvænts sigurs í meistara- deild Evrópu í handknattleik í fyrra.  NATALYA Nazarova setti rúss- neskt met í 400 m hlaupi innan- húss á rússneska meistaramótinu í frjálsíþróttum í fyrrakvöld þegar hún kom í mark á 49,68 sekúndum. Það sem er enn athyglisverðara við tíma Nazarovu er sú staðreynd að þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem kona hleypur 400 m innan- húss á skemmri tíma en 50 sek- úndur. Jarmila Kratochvilova, húsmóðir frá Prag, á heimsmetið 49,59 en það setti hún árið 1981. Ári síðar hljóp Kratochvilova á 49,64.  ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH og Íslandsmet- hafi í greininni innahúss, keppir á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Aþenu á sunnudag, en um árlegt mót er að ræða. Þórey var einnig á meðal keppenda fyrir ári síðan og stökk þá 4,50 metra. Það voru Skagamenn sem unnukeppnina fyrsta árið og þeir eru einnig handhafar deildabikarsins nú því þeir sigruðu Keflvíkinga í úrslita- leiknum í fyrra – í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik. Þrjú undan- farin ár hefur reyndar þurft víta- spyrnukeppni til að finna sigurveg- arann. Úrslitaleikir deildabikarsins hafa farið sem hér segir: 1996 ÍA – Breiðablik ..................... 3:1 1997 ÍBV – Valur ........................... 3:2 1998 KR – Valur ............................ 2:2  KR sigraði í vítakeppni. 1999 ÍA – Fylkir ............................ 1:0 2000 Grindavík – Valur ................. 4:0 2001 KR – FH................................ 0:0  KR sigraði í vítakeppni. 2002 FH – Fylkir........................... 2:2  FH sigraði í vítakeppni. 2003 ÍA – Keflavík......................... 1:1  ÍA sigraði í vítakeppni. Keppnin hefur verið deildaskipt undanfarin þrjú ár. Frá 2001 hafa 16 lið leikið í efri deild, í tveimur riðlum. Það eru liðin tíu í úrvalsdeildinni ásamt sex efstu liðum 1. deildar árið á undan. Í A-riðli eru þrír leikir í kvöld, Fylkir – Haukar og KR – Njarðvík í Egilshöll og Þór mætir Grindavík í Boganum á Akureyri. Á morgun leika síðan KA og Grindavík í Bog- anum en Víkingar sitja hjá í fyrstu umferðinni. Í B-riðlinum mætast ÍBV og Stjarnan í Fífunni í kvöld og svo eru þrír leikir á sunnudag. Fram – ÍA og FH – Valur í Egilshöll og Keflavík – Þróttur R. í Reykjaneshöll. Fjögur efstu liðin í hvorum riðli komast í átta liða úrslit. Þau eru leik- in 28. og 29. apríl en úrslitaleikur keppninnar verður leikinn í Egils- höllinni föstudaginn 7. maí. Keppni í neðri deild hefst 5. mars en þar leika fjögur neðstu lið 1. deild- ar á síðasta ári, ásamt liðum 2. deild- ar og sterkustu liðum 3. deildar en samtals leika nú 24 lið í neðri deild- inni. Njarðvík vann neðri deildina í fyrra en úrslitaleikir hennar hafa verið sem hér segir: 2001 Þróttur R. – HK................ 3:1 2002 Afturelding – ÍR ............... 1:0 2003 Njarðvík – Breiðablik ...... 2:1 Riðlar neðri deildar eru þannig skipaðir: A-riðill: BÍ, Fjölnir, ÍH, Leiknir R., Sindri, Víðir. B-riðill: Breiðablik, ÍR, KFS, Númi, Reynir S., Selfoss. C-riðill: Afturelding, HK, Huginn, KS, Skallagrímur, Víkingur Ó. D-riðill: Fjarðabyggð, Höttur, Leiftur/Dalvík, Magni, Tindastóll, Völsungur. Deildabikarinn af stað DEILDABIKARKEPPNI karla í knattspyrnu hefst í níunda skipti í kvöld. Keppnin hóf göngu sína árið 1996 og Skagamenn hafa unnið hana oftast, eða þrisvar. KR-ingar hafa unnið deildabikarinn tvisvar og ÍBV, Grindavík og FH hafa sigrað einu sinni hvert félag. Gestirnir hófu strax maður ámann vörn til að reyna halda aftur af skyttum ÍR-inga, sem sjálfur léku svæðisvörn því Maurice Ingram réði ríkjum undir körfu þeirra, stór og þung- ur. Leikurinn var sjálfur ekki fyrir augað enda lá við um tíma að leikmenn færu að slást – þeim leiddist eflaust eins og áhorf- endum. Munurinn var ekki mikill þegar menn skiptust á um að eiga spretti en um miðjan þriðja leikhluta steinsofnuðu gestirnir á verðinum, sem ÍR-ingar notuðu til að stinga þá af. „Ég hef aldrei lent í öðrum eins hrakförum með nokkurt lið og aðeins tveir leikmenn spiluðu alla leikina fyrir jól,“ bætti Eggert þjálfari við. „Það er sérlega sárt nú þegar við er- um komnir með góðan útlending. Við þurfum nú að fara hugsa um að byggja upp fyrir næsta vetur.“ Mau- rice skoraði úr öllum tíu skotum sín- um inni í teig og tók 9 fráköst, Eu- gene Christopher var góður, Ómar Sævarsson tók 11 fráköst og varði 5 skot. Eiríkur Önundarson tók við sér í lokin og átti 11 stoðsendingar. Ísfirðingum tókst ekki að halda haus heilan leik og supu seyðið af því. „Fyrri hálfleikur var í lagi hjá okkur og hvorugt liðið að gera nokkuð til að rífa sig frá hinu en þegar ÍR-ingar bættu við því sem þurfti tókst okkur ekki að fylgja þeim eftir,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KFÍ eft- ir leikinn. Troy Wiley tók 16 fráköst og varði 4 skot auk þess að vera stigahæstur en Bethuel Fletcher átti 10 stoðsendingar. Woudstra og Friðrik góðir Brandon Woudstra var í aðalhlut-verki hjá Njarðvík gegn Hauk- um í gær, og skoraði 34 stig í, 79:70, sigri liðsins en stað- an í hálfleik var 37:31. Bæði lið byrjuðu af miklum krafti, og var leikurinn jafn og skemmtilegur. Eftir fimm mínútna leik var staðan orðinn 8:8. Kom þá góður kafli Njarð- víkinga enn þeir skoruðu sjö stig í röð sem endaði með troðslu frá Friðriki Stefánssyni, tóku þá Haukar leikhlé í þeirri von um að endurskipuleggja sinn leik. Greinilegt var að Njarðvíkingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Mich- ael Manciel, og það hlutverk leysti Friðrik Stefánsson með stakri prýði. Í seinni hálfleik komu Haukar mjög ákveðnir til leiks. Spiluðu frá- bæra vörn og skoruðu ellefu fyrstu stígin í hálfleiknum. Ólafur Aron Ingvason átti í miklum erfiðleikum að stilla sókn Njarðvíkur upp gegn þessari vörn því Haukar voru mjög hreyfanlegir og ákveðnir. Á sama tíma spiluðu Njarðvíking- ar hræðilega lélega vörn, stigu menn- ina sína illa út og virkuðu mjög áhugalausir. Njarðvíkingar tóku þá leikhlé og komu sér aftur inni leikinn með skipulagðari leik. Staðan eftir þriðja fjórðung var 52:52. Í byrjun fjórða leikhluta spiluðu Njarðvíkingar mjög vel og skoruðu átta stig í röð sem enduðu með því að Friðrik Stefánsson tróð knettinum yfir þrjá Haukamenn og sendi ákveð- in skilaboð til Haukamanna. Á lokakaflanum var dæmd mjög vafasöm villa á Hauka og Reynir Kristjánsson fékk dæmda á sig tæknivillu í kjölfarið. Var staðan þá orðinn 74:62 og munurinn of mikill fyrir Hauka. Besti maður vallarins var Brandon Woudstra sem skoraði 34 stig. „Þetta var góður baráttusigur hér í kvöld, það er vonandi að við náum að búa okkur til stöðugleika úr þessu og halda því út leiktímabilið. Ljótur sig- ur er skárra enn fallegt tap og það á vel við hér í kvöld, “ sagði Friðrik Stefánsson fyrirliði Njarðvíkur. ÍR hristi af sér falldrauginn VIÐ þurfum nú ekki hafa áhyggjur af falli,“ sagði Eggert Maríuson þjálfari ÍR eftir 101:77 sigur á Ísfirðingum í Breiðholtinu. Sá sigur dugir hinsvegar skammt því eftir sigur Tindastóls á Hamri eru draumar Breiðhyltinga um úrslitakeppni úr sögunni. Það var samt ekki fyrr en eftir afar slakan kafla Ísfirðinga í þriðja leikhluta þegar ÍR skorar 18 stig í röð að leiðir skildust. Í Njarðvík unnu heimamenn Hauka 79:70. Stefán Stefánsson skrifar Davíð Páll Viðarsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.