Morgunblaðið - 20.02.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 20.02.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 11 SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýr- um. Settur er nýr kafli í lögin um friðun arnarins. Þar kemur fram að allur umgangur sé bannaður nær varpstöðum arna en 500 metra á tímabilinu 15. mars – 15. ágúst. Á það við öll svæði þar sem vitað er til að örn hafi orpið, skiptir ekki máli þó að örninn hafi ekki orpið þar í tugi ára. Við Breiðafjörð eru aðalvarpstöðvar hafarnarins og munu breytingar á lög- unum hafa mest áhrif þar hjá landeig- endum. Hafarnarstofninn hefur stækkað á síðustu árum og hefur varp- stöðvum hans fjölgað í Breiðafjarð- areyjum, eyjabændum til lítillar gleði. Ósáttir við vinnubrögð Ásgeir Gunnar Jónsson er formaður félags æðarbænda við Breiðafjörð. Hann segir bændur afar ósátta við þær breytingar sem felast í frumvarpi varðandi haförninn og vinnubrögð ráð- herra. Lög þessi eigi að samþykkja án þess að landeigendur fái nokkuð um þau að segja. Ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur sem eiga hags- muna að gæta. Bændasamtökunum hafi verið sent frumvarpið til umsagn- ar á föstudegi og átt að skila umsögn á mánudegi. Honum finnst að frumvarp- ið beri þess merki að æðarbændur og landeigendur séu taldir aðalfjand- menn arnarins. Ásgeir Gunnar segir að þessu við- horfi þurfa að breyta og það verði að ná sátt við bændur og á þann hátt sé best tryggð friðun arnarstofnsins. Ásgeir Gunnar segir að almenn sátt sé hjá þjóðinni um að friða arnarstofn- inn. Og það sé í sjálfu sér gott mál. En tjónið sem örninn veldur eigi einungis landeigendur og æðarbændur að bera og það sé ekki sanngjarnt. „Ef vilji er til að friða örninn, þá á líka vera til staðar vilji til bæta það tjón sem það hefur í för með sér. Það eiga ekki fáir einstaklingar að bera,“ segir Ásgeir Gunnar. Hann segir einnig: „Það er sannað mál að þar sem örninn á óðal hefur það mikil áhrif á æðarvarp í ná- grenninu. Æðarkollurnar hræðast örninn og hann spillir varpi. Því eru æðarbændur lítt hrifnir af heimsókn arnarins á landareign sína, af skiljan- legum ástæðum, því tjón sem örninn veldur fá þeir á engan hátt bætt né þakkað. Þeir bera tjónið einir og hver er tilbúinn til þess og líti hver og einn í eigin barm.“ Ásgeir Gunnar heldur áfram „Hér er því mikið hagsmunamál fyrir bænd- ur sem hafa hlunnindi af æðardúni, nýting þessara hlunninda er í raun for- senda búsetu á mörgum lögbýlum við Breiðafjörð.“ Ásgeir Gunnar segir að með breyt- ingunum opni umhverfisráðherra fyrir heimildir til að geta látið örninn hafa algjörar forgang umfram bændur á svæðinu varðandi hlunnindanýtingu og umferð alla. Ásgeir Gunnar segir að ekki hafi öll umferð slæm áhrif á varp arnarins. Hann vitnar í því sambandi til að Sæ- ferðir í Stykkishólmi sigli með ferða- fólk nálægt arnarhreiðrum og í þeim tilfellum hafi sú umferð ekki spillt varpi. Skoða verði 500 m bannið betur Ásgeir Gunnar segir að bann við allri umferð nær arnarhreiðrum en 500 metra beri að skoða betur og at- huga hvað það merki í raun. Eyjar á Breiðafirði eru ekki allar stórar og 500 metra radíus getur haft það í för með sér að eigandi geti ekki farið út í sína eyju allt sumarið, eða frá 15. mars til 15. ágúst, ef arnarhreiður er í eyjunni. Hér er verið að fara inn á eignarrétt- inn og takmarka hann mikið með lög- um. Það kemur fram hjá Ásgeiri Gunn- ari að það þurfi að bæta samskipti Náttúrufræðistofnunar og æðar- bænda. Hann segir að það sé með öllu ólíðandi að starfsmenn stofnunarinnar fljúgi lágflug yfir æðarvarp á varptíma í þeim tilgangi að kanna arnarhreiður. Þarna er um lofthernað að ræða. Hann vill að allt eftirlit með arnarstofninum verði fært til heimamanna og bendir á að í Stykkishólmi er starfrækt öflug Náttúrustofa sem gæti vel sinnt vökt- un á arnarstofninum. Með því að færa eftirlitið nær vettvangi er frekar von til þess að gott samstarf náist milli hagsmunaaðila. En að vera í stríði við hagsmunaaðila eins og frumvarpið geri ráð fyrir, setja boð og bönn með tilskipunum, sé til þess eins fallið að ala á tortryggni og leiðindum. Að lokum segist Ásgeir Gunnar von- ast til þess að umhverfisnefnd Alþingis vandi umfjöllun sína um frumvarpið og leiti til landeigenda sem hlut eiga að máli í þeim tilgangi að ná sáttum, það sé öllum fyrir bestu og ekki síst arn- arstofninum. Æðarbændur við Breiðafjörð ósáttir við frumvarp umhverfisráðherra Ekkert samráð haft við landeigendur Talsmaður æðarbænda við Breiðafjörð segir að hugsanlegar breytingar á lögum um vernd á fugl- um muni hafa neikvæð áhrif á æðarbændur þar. Ásgeir Gunnar Jónsson Stykkishólmi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arnarhreiður á einni af hinum mörgu eyjum í Breiðafirði. EINUNGIS 10 konur gegna stöðu framkvæmdastjóra í fyrirtækjum þar sem skattskyld laun fóru yfir 100 milljónir en í skýrslu nefndar forsæt- isráðuneytisins um efnahagsleg völd kvenna kom í fyrstu fram að hlutfallið væri 10% en það er aðeins 4%. Er þetta leiðrétt í fréttatilkynningu sem borist hefur Morgunblaðinu. Nefndin sem vann skýrsluna var skipuð af forsætisráðherra síðla árs 2000, í samræmi við framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum. Stefanía Óskarsdóttir var for- maður en auk hennar voru í nefndinni dr. Unnur Dís Skaptadóttir mann- fræðingur og dr. Tryggvi Þór Her- bertsson hagfræðingur. Þá vann dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur með nefndinni að upplýsingaöflun og úrvinnslu gagna. Launakönnun sem nefndin gerði í samvinnu við Jafnréttisráð Íslands, leiddi í ljós að konur hefðu 72% af launum karla fyrir sambærileg störf. Segir í skýrslunni að skýra megi 21– 24% af þessum launamun með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi kynjanna. Það sem eftir stendur, 7,5–11% launa- munur, stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla, segir í skýrsl- unni sem greint var ítarlega frá í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Efnahagsleg völd kvenna Hjónaband hefur önnur áhrif á laun kvenna en karla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.