Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ STARFSEMI augnlæknastöðv- arinnar við Öldugötuna hefur nú verið flutt að Hamrahlíð 17 í um 400 fermetra aðstöðu á annarri hæð í húsi Blindrafélagsins. Þarna er rekin langstærsta og fullkomn- asta auglæknamiðstöð landsins að sögn talsmanna hennar en þar starfa níu sérfræðingar. Saga auglæknastöðvarinnar spannar orðið meira en þrjá ára- tugi, en hana má rekja aftur til ársins 1973 en þá hóf göngudeild augndeildar Landakotsspítala starf- semi á Öldugötu 17 í kjölfar lands- söfnunar Lions-hreyfingarinnar á Rauðu fjöðrinni. Upphafið að sjónvernd innan augnlæknisfræðinnar Augnlæknarnir Guðmundur Viggósson, María Soffía Gottfreðs- dóttir og Þórður Sverrisson segja mega rekja upphaf starfseminnar til hugmynda um forvarnarstarf innan augnlæknisfræðinnar, s.s. glákueftirlit og sjónvernd barna. Sérfræðingarnir á Landakoti hafi lagt grunninn að því í samvinnu við Lions-hreyfinguna um og eftir 1970. „Þarna störfuðu menn sem voru lifandi goðsagnir eins og t.d. Kristján Sveinsson, Guðmundur Björnsson og Úlfar Þórðarson. Þetta voru hreystimenni og vinnu- fíklar; Kristján dó við að skúra stofuna á tíræðisaldri. Hann vann yfirleitt til hálfellefu á kvöldin og endaði þá yfirleitt með því að skúra sjálfur því hann kunni ekki við að láta stúlkuna koma svona seint. Þessir menn minnkuðu glákublindu á Íslandi um 90% og fæstir helga sig starfi sínu jafn algerlega og þeir.“ Þau Guðmundur, María Soffía og Þórður segja starfsemina hafa verið tryggða enn frekar þeg- ar tvær gamlar konur hafi arfleitt augndeildina að aleigu sinni og deildin hafi eignast húsnæðið á Öldugötunni en þegar Landakot hafi sameinast ríkisspítölunum hafi augnlæknarnir tekið yfir rekstur stöðvarinnar en legudeildin hafi flust á Landspítalann. Þurftum nýja aðstöðu við verkefni nýrra tíma „Við gerðum okkur grein fyrir að starfsemin gæti ekki vaxið þarna á Öldugötunni og við sinnt okkar metnaði og til þess að takast á við verkefni nýrra tíma fluttum við starfsemina hingað í Hamrahlíðina. Húsið á Öldugötunni er á fjórum hæðum og við gátum ekki verið með öll okkar tæki á fyrstu hæð- inni og húsnæðið þar hentaði því ekki nógu vel, hvorki fyrir okkur né sjúklinga okkar. En staðreyndin er auðvitað sú að í vitund margra Reykvíkinga er eða var þetta þann- ig að ef eitthvað var að mönnum í augunum þótti eðlilegt að koma á Öldugötuna. En nú er þessi starf- semi sem sagt komin hingað í Hamrahlíðina. Og hér erum við í mun stærra húsnæði og á einni hæð og hér er einnig gler- augnaverslun á fyrstu hæðinni og svo Sjónstöðin fyrir ofan okkur. Við erum raunar töluvert betur tækjavædd en venjulegar augn- læknastöðvar og raunar er annar leysirinn hér sá eini sinnar teg- undar á landinu og sparar fólki því ferðir til útlanda. Þannig að stöðin hér er að vissu leyti eins og göngu- deild frekar en venjuleg augn- læknastöð. Og með samvinnu stórs hóps sérfræðinga, eins og starfar hér, höfum við bolmagn til þess að kaupa dýr lækningatæki á borð við leysitækin. Þetta er því lang- stærsta og langtækjavæddasta augnlæknastöð landsins. Við vorum með meira en ellefu þúsund komur í fyrra og reiknum með að þær verði um fimmtán þúsund hér í Hamrahlíðinni. Við höfum auðvitað ákveðna sýn fyrir starfsemina hér og það má kannski segja að hún sé tímaútgáfa af þeirri sýn sem gilti fyrir Öldugötuna á sínum tíma, þ.e. að ef eitthvað er að sjóninni eða augunum í fólki, óháð því hvað það er, geti það leitað hingað. Það að svona margir sérfræðingar starfa hér gerir okkur að miklu öflugri einingu en um leið er líka skemmti- legra og meira gefandi að starfa í slíkum hópi í stað þess að vera einn með stofu úti í bæ.“ Af Öldugötunni í Hamrahlíðina Morgunblaðið/Ásdís Augnlæknarnir Guðmundur Viggósson, María Soffía Gottfreðsdóttir og Þórður Sverrisson. Morgunblaðið/Ásdís „Við erum raunar töluvert betur tækjavædd en venjulegar augnlækna- stöðvar og raunar er annar leysirinn hér sá eini sinnar tegundar á landinu og sparar fólki því ferðir til útlanda.“ HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað beiðni um endurupptöku máls þar sem blaðamennirnir Kristján Þor- valdsson og Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir voru dæmd til greiðslu miska- og skaðabóta vegna umfjöllunar um vafasöm málverk og viðskiptahætti Gallerís Borgar í vikublaðinu Press- unni í desember 1990. Jafnframt voru tilgreind ummæli ómerkt og blaðamönnunum gert að greiða sekt. Kristján segir að Blaðamanna- félag Íslands hafi haft frumkvæði að því að Atli Gíslason, lögmaður fé- lagsins, færi fram á endurupptöku málsins í ljósi nýrra staðreynda í kjölfar rannsóknar á málverkaföls- unum. Hann leggist ekki gegn því að fara með málið lengra, þ.e. til dóm- stóla í Evrópu. Með endurupptökubeiðni Atla fylgdu ný gögn og var skírskotað til nýrra atvika sem ekki var unnt að byggja á við meðferð þess fyrir Hæstarétti á sínum tíma. Þeim Kristjáni og Þóru Kristínu hafi ekki gefist kostur á að færa sönnur á réttmæti ummæla sinna með skoðun á málverkunum sem blaðagreinin fjallaði um og dæmt var fyrir. Í kjöl- far umfangsmikillar lögreglurann- sóknar á ætluðum fölsunum fjölda málverka, sem öll tengdust starf- semi Gallarís Borgar, hafi komið fram staðfestar upplýsingar um yf- irgripsmiklar málverkafalsanir. Blaðamennirnir óskuðu eftir að dómkvaddir menn mætu þau tvö málverk, sem fjallað var um Press- unni á sínum tíma og komu í ljós eft- ir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar 1999, og var niðurstaða matsmann- anna sú að hvorgt málverkanna væri eftir skráðan höfund. Atli segir að með vísan til þess telji Kristján og Þóra Kristín ljóst að umfjöllun þeirra um sölu „vafasamra“ mynda hafi átt við full rök að styðjast. Sett eru þröng skilyrði, sem öll verður að uppfylla, svo að mál verði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Í niðurstöðu segir að þau nýju gögn, sem hafi verið lögð fram meira en tíu árum eftir að greinin birtist, hrófli ekki við grunnatriðum dóms- ins. Þau Kristján og Þóra Kristín hafi ekki sýnt fram á að sterkar lík- ur séu leiddar að því að gögnin leiði til breyttrar niðurstöðu að því er varði tilgreind ummæli á þessum tíma. Hæstiréttur hafnaði endurupp- töku Pressu- málsins LYFJASTOFNUN og heilbrigðis- ráðuneytið höfðu ekki lagaheimild til að synja beiðni fyrirtækis um innflutning á jurtaefni. Byggðist niðurstaða Lyfjastofnunar á því áliti ríkislögreglustjóra að efnið væri áfengi og félli því undir áfengislög- gjöfina. Kvartaði innflytjandinn yfir úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem staðfesti bann Lyfjastofnunar. Beinir umboðsmaður þeim tilmæl- um til ráðuneytisins að hlutast til um að upplýsingagjöf Lyfjastofn- unar um lagalega umgjörð og vald- heimildir varðandi fæðubótarvörur og náttúrunefni verði bætt. Samkvæmt upplýsingum frá inn- flytjandanum innihélt varan svo- nefnt jurtaextrakt í alkóhóllausn. Umboðsmaður bendir á að ekki sé í lyfjalögum kveðið á um heimild til þess að binda framleiðslu, innflutn- ing eða markaðssetningu almennrar vöru því skilyrði að aflað sé leyfis eða samþykkis Lyfjastofnunar. Með hliðsjón af því verði að ætla að þeg- ar fyrir liggur að vara teljist ekki lyf sé það ekki í verkahring Lyfja- stofnunar að segja fyrir um hvort innflutningur eða dreifing viðkom- andi vöru sé leyfileg eða ekki. Umboðsmaður minnir á þá meg- inreglu íslensks réttar að valdheim- ildir stjórnvalda byggist á heimild- um í lögum. Stjórnvöld geti því að jafnaði ekki tekið ákvarðanir um réttarstöðu borgaranna nema laga- heimild standi til þess. Það var nið- urstaða umboðsmanns að heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið og Lyfjastofnun hefðu ekki haft heim- ild að lögum til að synja beiðni inn- flytjandans á grundvelli þess að varan félli, að mati embættis rík- islögreglustjóra, undir ákvæði áfengislaga nr. 75/1998, enda færi Lyfjastofnun eða ráðuneytið ekki með neinar valdheimildir á grund- velli þeirra laga. Taldi umboðsmað- ur því að niðurstaða Lyfjastofnunar í málinu, sem staðfest var með úr- skurði heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, hefði verið reist á röngum lagagrundvelli. Í því ljósi taldi umboðsmaður ennfremur að engin þörf hefði verið á því að óska umsagnar embættis ríkislögreglu- stjóra um það hvort varan teldist áfengi. Beinir umboðsmaður Alþingis þeim tilmælum til ráðuneytisins að það taki málið fyrir á ný, komi fram ósk um það frá innflytjandandum, og leysi þá úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem rakin eru í áliti hans. Umboðsmaður um Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið Ekki lagaheimild fyr- ir banni á jurtaefni ACO Tæknival hefur verið dæmttil að greiða Bjarna Þorvarði Ákasyni, fyrrum framkvæmda- stjóra Aco, 28 milljónir króna með dráttarvöxtum frá 28. mars 2003. Forsaga málsins er sú að í apr- íl 2000 ákvað Aco að kaupa tækja- og fagtækjadeild Japis en yfirteknar viðskiptaskuldir reyndust, öfugt við ákvæði samn- inga, vera gjaldfallnar, þ.á m. 170 milljóna skuld við Sony Dan- mark, og var talið nauðsynlegt að greiða skuldina þar sem fyrir- tækið var aðalbirgir Japis og gekkst Bjarni í ábyrgð með bréf- um sínum í Aco fyrir láni í Bún- aðarbankanum vegna greiðslu skuldarinnar. Í kröfu Bjarna kemur fram að hann hafi ítrekað leitað eftir því að skuld Aco við Búnaðarbank- ann, og síðar Aco Tæknivals eftir sameiningu félaganna, yrði greidd og hann leystur undan ábyrgðinni og honum greidd þóknun vegna veðsetningarinnar í samræmi við tjón hans við gengisfellingu bréfa hans í félag- inu eða 2% af lánsfjárhæðinni á mánuði. Féllst ekki á kröfu um greiðslu dráttarvaxta Bjarni krafðist greiðslu drátt- arvaxta frá 18. október 2000 en á það féllst Héraðsdómur Reykja- víkur ekki enda verði ekki séð af gögnum málsins að Bjarni hafi fylgt eftir kröfubréfi vegna máls- ins sem hann sendi haustið 2001. Fyrirtækið Aco var á sínum tíma sameinað Tæknivali, en sameinað fyrirtæki var síðar selt og á Bjarni ekki lengur í félaginu. Dóminn kvað upp Arngrímur Ísberg héraðsdómari. Aco Tæknival dæmt til að greiða for- stjóra 28 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.