Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur bannað innflutning á alifuglum frá Bandaríkjunum vegna hænsna- pestar og gildir bannið í einn mánuð frá síðastliðnum þriðjudegi, eða til 23. mars næstkomandi. Ekki hefur verið um að ræða innflutning á hráum af- urðum alifugla frá Bandaríkjunum hingað til lands og innflutningur á soðnum afurðum hefur verið sáralítill. Í auglýsingu landbúnaðarráðu- neytisins vegna þessa kemur fram að bannið taki til innflutnings til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá Banda- ríkjunum, þar sem þar hafi komið upp hænsnapest, en hænsnapest sé skæð- ur fuglasjúkdómur sem geti dreifst vegna milliríkjaviðskipta. Gísli Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá yfirdýra- lækni, sagði að pestin hefði komið upp í Texas í Bandaríkjunum að kvöldi mánudagsins, daginn áður en auglýs- ing landbúnaðarráðherra er gefin út. Hins vegar væri ekki um nákvæm- lega sama stofn að ræða og menn hefðu verið að glíma við í Asíulöndum og hefði verið í fréttum. Talað væri um vægar og skæðar hænsnapestir og þessi stofn væri skæður, en ekki alveg jafn illvígur, til dæmis gagnvart fólki, og sá sem hefði verið að koma upp í Asíulöndum að undanförnu. Gísli sagði að þessar aðgerðir væru í samræmi við það sem gert hefði ver- ið þegar hænsnapestin hefði komið upp í Asíu í endaðan janúar, en þá hefði verið sett innflutningsbann á það sem þaðan kæmi og það bann væri í gildi til loka mars. Gísli sagði að menn væru á varð- bergi vegna þessa þar sem svo mikil viðskipti væru með vörur á milli þess- ara heimsálfa og líklegasta smitleiðin, fyrir utan að smit bærist með mann- fólkinu, væru flutningar á milli landa. Enginn innflutningur á ósoðnu Gísli sagði að ef varan væri soðin umfram 70 gráður væri talið alveg óhætt að flytja hana inn, þannig að ekki væri um að ræða að banna inn- flutning á soðnum fuglaafurðum. Því væri við að bæta að það hefði ekkert verið um innflutning á hráum afurð- um alifugla frá Bandaríkjunum hing- að til lands og raunar mjög óveruleg- ur innflutningur á soðnum fugla- afurðum einnig. Afbrigði af hænsnapest kemur upp í Texas í Bandaríkjunum Innflutningur á hráum afurðum alifugla bannaður ÞAÐ ER að jafnaði hart barist í körfuboltaleikjum við Austurbæj- arskóla. Þessir strákar notuðu frí- mínúturnar til að taka einn leik. Engum sögum fer af því hvernig leikar fóru, en greinilegt er af til- burðunum að þeir félagar hafa náð góðum tökum á leiknum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Barist undir körfunni PILTUR um tvítugt, sem staðinn var að verki í Verslunarskóla Ís- lands í fyrradag við það að reyna að stela myndvarpa, var handtekinn í gær. Húsvörður í skólanum stóð hann að verki og við það réðst pilt- urinn á manninn. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en pilt- urinn, sem er innan við tvítugt að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög- regluþjóns, komst undan án mynd- varpans. Hann var svo handtekinn eftir hádegið í gær og hefur játað brot sín. Í fyrrinótt var bortist inn í Laugalækjarskóla og þremur tölv- um stolið. Ein þeirra fannst strax fyrir utan skólann og hinar tvær í gærdag. Hörður segir búið að skila tölvunum en enginn hafi verið hand- tekinn. Síðastliðna helgi var farið inn í Borgarholtsskóla í Grafarvogi og tölvu stolið. Hörður segir búið að finna þann sem þar var að verki og tölvuna. Málið sé því upplýst. Tölvum stolið úr skólum Réðst á húsvörðinn GEIR H. Haarde fjármálaráðherra lét þau ummæli falla í Pressukvöldi, þætti Sjónvarpsins, í gærkvöldi að það kæmi vel til greina hjá sér að breyta til í haust og hann myndi hugsa sig vel um áður en hann segði nei við því að fara í utanríkisráðu- neytið. Var Geir spurður að þessu í tilefni ummæla Davíðs Oddssonar í þætt- inum Í brennidepli sl. sunnudags- kvöld um að dómsmálaráðuneytið kæmi til greina hjá sér þegar hann hætti sem forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson tekur við af honum og fer úr utanríkisráðuneytinu. Þegar Geir var spurður í þætt- inum hvort hann langaði ekki í utan- ríkisráðuneytið svaraði hann eftir- farandi: „Ég hef ekkert útilokað í þeim efnum, en það er auðvitað þingflokkurinn sem hefur síðasta orðið um það. Ég verð í haust, ef Guð lofar, búinn að sitja í fjármála- ráðuneytinu í sex og hálft ár, lengur en allir nema tveir menn í sögu Stjórnarráðsins. Þar hefur margt áunnist og margt skemmtilegt gerst en auðvitað getur maður ekki neitað því að það kemur vel til greina að breyta til.“ Síðan var Geir spurður hvort ekki yrði þá annasamt fyrir „verðandi formann“ og vísað þar til for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum og hann svaraði: „Það er margt fram- undan í utanríkismálum sem væri gaman að glíma við, alþjóðaviðskipti sérstaklega og þess háttar, en ég hef ekki gert þetta upp við mig og ég ræð þessu ekki. Þingflokkurinn ræður þessu og auðvitað koma fleiri menn til greina.“ Næst var Geir spurður hvort ekki væri rökrétt að ætla að hann hefði, með sína menntun og sinn bak- grunn, áhuga á utanríkisráðuneyt- inu og þeim verkefnum sem þar væru. Hann svaraði þá: „Ég hef alla tíð haft áhuga á utan- ríkismálum og ég mundi að minnsta kosti hugsa mig vel um áður en ég segði nei við því, ef það væri mögu- leiki.“ Geir H. Haarde útilokaði ekki utanríkisráðuneytið í Pressukvöldi „Myndi hugsa mig vel um áður en ég segði nei“ RÚGBRAUÐSGERÐIN svokallaða við Borgartún 6 í Reykjavík er nú til sölu hjá Ríkiskaupum en Delta hf. hefur undanfarin ár leigt stóran hluta hússins undir lyfjaverksmiðju og þróunarstarfsemi. Efstu hæðir hýstu áður funda- og ráðstefnusali ríkisstofnana en þeirri starfsemi var hætt um síðustu áramót. Leigu- samningur Delta hf., sem er dóttur- fyrirtæki Pharmaco, rennur út um næstu áramót. Svo gæti farið að starfsemi Delta flytjist úr landi geti það ekki haldið henni áfram í húsinu. Að sögn Harðar Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Delta, óskaði fyrirtækið eftir því að fá leigusamn- ing framlengdan en því hafi Ríkis- kaup hafnað. „Við höfum þann val- kost að bjóða í húsið eins og aðrir,“ segir Hörður spurður að því hvort til greina komi að Delta kaupi allt hús- ið. Hann segir húsið þó ekki munu nýtast fyrirtækinu í heilu lagi. Starf- semi Delta er í um 3.000 fermetrum á 1. og 2. hæð hússins auk kjallara en heildarfermetrafjöldi er rúmir 5.200 fermetrar. Flutningur tækja kann að kosta hundruð milljóna Sá hluti hússins, sem Delta hefur til afnota, er búinn afar sérhæfðum tækjum og segir Hörður að lagt hafi verið út í verulegar fjárfestingar við að innrétta húsnæðið. Þarna inni séu m.a. loftræsti- og vatnskerfi sem fyr- irtækið hafi lagt mikla fjármuni í og ekki sé hægt að flytja úr húsinu. „Þetta er mjög erfið staða sem við erum í. Kostnaður við flutning starf- seminnar í nýtt húsnæði gæti numið hundruðum milljóna króna. Það gæti jafnvel komið til þess að við þyrftum að flytja starfsemina úr landi. En það er ekki búið að ákveða neitt í þessu máli.“ Milli 30 og 35 starfsmenn eru í lyfjaverksmiðju Delta í húsinu. „Þessi starfsemi er mikilvæg fyrir okkar vöruúrval, ekki út frá veltu, heldur af því að margt af því sem þarna er framleitt er eitthvað sem aðrir eru ekki að bjóða hér á landi,“ segir Hörður. Funda- og ráðstefnusalir ríkis- stofnana hafa verið til húsa í Borg- artúni 6 í hátt í þrjá áratugi. Elías Einarsson hefur stýrt funda- og ráð- stefnusölum ríkisstofnana undanfar- in 27 ár. Hann segir vissulega vera eftirsjá að starfseminni. Úr henni hafi hins vegar dregið mikið undan- farin ár. Nú séu flest ráðuneyti og ríkisstofnanir búin fundarsölum og því sé ekki lengur þörf fyrir fund- arsalina á efri hæðum hússins. Ríkiskaup veita áhugasömum kaupendum frest til 17. mars til að skila inn tilboðum í húsið. Hús Rúgbrauðsgerðarinnar til sölu Óvíst með afdrif lyfjaverk- smiðju í húsinu HÆGT miðar í viðræðum sjómanna og útvegsmanna hjá ríkissáttasemj- ara, að sögn Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands Ís- lands. Fundur var haldinn í gær án þess að nýr væri boðaður. Sævar segir deiluaðila hafa hist að undanförnu vikulega í húsakynn- um sáttasemjara og farið yfir stöð- una. Spurður hvort verið sé að bíða eftir niðurstöðu í öðrum kjarasamn- ingum segir Sævar svo ekki vera, sjómenn þurfi þess ekki vegna allt annars launakerfis en aðrir, að kauptryggingu undanskilinni. Sævar segir áform fjármálaráð- herra um að afnema sjómannaaf- sláttinn klárlega ekki liðka fyrir lausn mála, en samningsaðilar séu ekki að bíða eftir neinu þar. Miðar hægt í viðræðum sjómanna ♦♦♦ KARLMAÐUR óð inn í verslun 10– 11 í Arnarbakka í Breiðholti í gær- kvöldi og ógnaði starfsmanni. Hann hafði óverulega fjárhæð með sér á brott að sögn lögreglu en starfs- manninn sakaði ekki. Hann gat gefið greinargóða lýsingu á þjófnum og náði lögreglan honum 20 mínútum síðar. Var hann í annarlegu ástandi og verður yfirheyrður í dag. Rændi verslun ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.