Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 47
guð og englana að passa þig og þurrka tárin hjá mömmu þinni, pabba og Sögu stóru systur. Bless, elsku Marta, sakna þín sárt. Þinn vinur Stefán Ingi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku litla Marta er dáin. Við er- um öll harmi slegin. Ljúfsárar minn- ingar um skemmtilegar samveru- stundir í Björtusölum og víðs vegar um landið koma upp í hugann. Minn- ingin um glaðlyndu stelpuna með stóru augun og ljósu krullurnar mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Trausti, Vigdís og Saga, þið hafið misst engilinn ykkar. Engin orð fá lýst samúð okkar og harmi á þessari sorgarstundu. Megi minn- ingin um yndislega stelpu sem aldrei hverfur, lina sárustu sorgina og hjálpa ykkur í gegnum þennan erf- iða tíma. Atli, Birna og Sara. Það er mikil sorg hjá börnunum og starfsfólkinu á Fífusölum. Marta litla er dáin. Aldrei aftur fáum við að heyra hláturinn hennar, grátinn hennar eða horfa í stóru augun hennar. Marta byrjaði á Leikskól- anum Fífusölum 1. nóv. 2002, þá rétt orðin eins árs. Hún var að byrja að taka sín fyrstu spor og tjá sig með orðum. Á þessu rúma ári fylgdumst við með henni þroskast og stækka. Marta lærði snemma að tala og það var ósjaldan sem hún heyrðist segja: „Ég sjálf.“ Sjálfstæði hennar og ein- beitni smitaði okkur hin og ófá skipt- in áttum við erfitt með að halda aftur af hlátrinum þegar hún „vildi sjálf“. Hún varð strax hvers manns hug- ljúfi, hún fór beint inn í hjarta allra sem sáu hana. Marta hafði sterkan persónuleika og ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún valdi sér sjálf þá starfsmenn sem hún vildi að sinntu sér. Eldri börnin tóku að sér að vernda hana og oft var hún notuð sem litla barnið í leik, en undir það síðasta heyrðist hún segja: „Ég vil ekki vera litla barnið.“ Það verður erfitt að eiga ekki eftir að sjá hana aftur. Sárastur er þó harmur fjölskyldunnar. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Vigdísi og Trausta og stóru systur, hana Sögu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Börn og starfsfólk á leikskólanum Fífusölum. Hún var ekki há í loftinu hún Marta mín, þegar hún hóf leikskóla- göngu sína á deildinni hjá mér, Jón- ínu, Margréti, Nóa og öllum krökk- unum á Lind. Rétt tæplega eins árs var hún, ekki farin að ganga og við starfsfólkið mynduðum strax eins konar varnarnet um hana. Eiginlega má segja að við höfum ofverndað hana fyrst um sinn en fljótlega sáum við að Marta var meira en fullfær um að bjarga sér sjálf þótt hún væri minnst af öllum. Marta hafði líka sterkan vilja og lét okkur hafa fyrir því að vinna sig á okkar band fyrstu vikurnar, en eftir það var líka allt upp á við. Hún var fljót að læra, fannst gaman að nánast öllu sem í boði var í leikskólanum, var hvers manns hugljúfi og alveg sérlega fal- leg. Í matartímunum fannst Mörtu gaman að fá Sögu systur til sín, en hún laumaðist stundum af deildinni sinni til að stela kossi hjá Mörtu sinni. Maður sá kærleikann á milli þeirra systra langar leiðir og mikið hlýtur að vera erfitt fyrir elsku Sögu litlu að skilja lífið núna. Aldur Mörtu varð ekki hár í árum talið en það sem hún skilur eftir sig í mínu lífi er margt og fallegt og mun fylgja mér í mínu lífi og starfi. Þegar ég fór í barneignarleyfi fannst mér gott að hitta Mörtu annað slagið á leikskól- anum og fá smá knús. Gaman var að sjá hvað hún stækkaði í vetur, gullnu lokkarnir síkkuðu og hún spjallaði heil ósköp. Það er algjörlega óskilj- anlegt að svona hafi farið fyrir elsk- unni litlu en í huga mér er Marta núna á góðum stað, heillandi alla í kringum sig eins og henni var svo lagið að gera hér hjá okkur. Elsku Vigdís, Trausti og Saga; mína dýpstu og innilegustu samúð votta ég ykkur og bið Guð að senda ykkur styrk í sorginni. Ömmum, öf- um og öllum ástvinum Mörtu votta ég einnig samúð mína. Minningin um fallega og góða stúlku mun lifa og milda sárustu sorgina. Elsku Marta mín; takk fyrir þann dýrmæta tíma sem ég fékk að eiga með þér. Fallegu augun þín eiga eft- ir að ljóma í huga mínum um ókomin ár og minningarnar um þig verða í hjarta mér að eilífu. Hvíldu í Guðs friði, elsku vinan mín. Sofi augu mín vaki hjarta mitt, horfi ég til Guðs míns. Signdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi, lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. (Gömul bæn.) Þín vinkona, Særún. Það var fallegur dagur þegar Vig- dís hringdi í mig og spurði hvort þau Trausti mættu fá nafnið mitt lánað. Hvílíkur heiður að þau skyldu vilja gefa nýfæddri dóttur nafnið mitt. Aldrei hefði ég getað trúað því að svo fáum árum síðar ætti ég eftir að þurfa að kveðja nöfnu mína. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá Mörtu vaxa úr grasi. Hún var blíðlynd, hlý og kát því alltaf var stutt í brosið, eins og sambland af lít- illi kvikmyndastjörnu og litlum engli. Ég var heppin að fá að kynn- ast henni, fara í sund með þeim mæðgunum og fíflast með systrun- um, Sögu og Mörtu. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, þótt það sé sárt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Elsku Vigdís, Trausti og Saga, ég samhryggist ykkur innilega og vona að þið getið hjálpað hvert öðru og styrkt hvert annað í sorginni. Þið er- uð samhent og sterk fjölskylda. Marta María Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Mörtu Traustadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 47 ✝ Vilborg ÁslaugSigurðardóttir (Villa) fæddist í Hafnarfirði 11. júlí 1928. Hún andaðist á Landspítala Foss- vogi 19. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur G.I. Guðmunds- son, f. 1. júlí 1900, d. 3. nóvember 1985, og Kristjana Hann- esdóttir, f. 19. maí 1900, d. 26. júní 1990, sem búsett voru á Steinum í Hafnarfirði. Vilborg var annað barn foreldra sinna, eldri systir hennar var Hulda Hansen, sem búsett var í Bandaríkjunum. Barnsfaðir Vilborgar er Jó- hann Sigmundsson, f. 5. apríl 1927. Son- ur þeirra var Sig- urður Hannes Jó- hannsson, f. 4. október 1949, d. 28. júní 1997. Eftirlif- andi eiginkona hans er Sigurbjörg Hilm- arsdóttir, f. 27. febrúar 1952. Dæt- ur þeirra eru Vil- borg Áslaug, f. 13. júní 1970, Guðrún Karla, f. 9. ágúst 1972, Ingibjörg, f. 18. júní 1976, og Kristjana Ósk, f. 30. september 1983. Útför Vilborgar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur. Þú varst ótrúlega dugleg og sterk kona, fórst í sund á hverj- um degi, labbaðir mikið og lést þér ekkert fyrir brjósti brenna. Á mánudögum spilaðir þú á spil með eldri borgurum og þér fannst al- veg ómögulegt að missa af þeim stundum. Þú varst mikið náttúru- barn, hafðir yndi af allri ræktun og settir niður kartöflur á hverju einasta ári. Þó að kartöflugarð- urinn hafi minnkað með árunum fannst þér óhugsandi að sleppa því alveg. Við áttum margar góðar stundir saman og það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki framar komið til þín á Hamarsbrautina eða talað við þig í síma á kvöldin, eins og við gerðum nánast daglega. Elsku amma, ég sakna þín mik- ið. Hvíl þú í friði. Vilborg Á. Sigurðardóttir. VILBORG ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Nafni minn, JÓHANN ÓSKAR JÓSEFSSON bóndi og harmonikuleikari, Ormarslóni, Þistilfirði, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Óskar Hólmgrímsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar sonar míns, bróður, mágs og frænda, ÓLAFS PÉTURS SVEINSSONAR, Áshamri 63, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður M. Pétursdóttir, Þóra S. Sveinsdóttir, Henry Á. Erlendsson, Þórey Sveinsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Hjörleifur Sveinsson, Kristbjörg Sveinsdóttir, Pétur F. Hreinsson og aðrir aðstandendur. Innilegustu þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna and- láts sonar okkar, bróður, mágs og frænda, SIGURÐAR HJÁLMARS TRYGGVASONAR. Guð blessi ykkur öll. Tryggvi Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. Okkar innilegustu þakkir til allra, sem auð- sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, EVU KARLSDÓTTUR, Syðri-Brekku. Þórir Magnússon, Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigrún Þórisdóttir, Gunnlaugur Björnsson Þórkatla Þórisdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR, Sogavegi 182, Reykjavík, sem andaðist á líknardeild Landspítala Landa- koti fimmtudaginn 19. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Áslaug Jóhannesdóttir, Þorfinnur Þórarinsson, Thelma Jóhannesdóttir, Ólafur Guðnason, Ásrún Jóhannesdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ingveldur Björk Jóhannesdóttir, Ingi Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og sambýlismaður, SIGURFINNUR EINARSSON, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 23. febrúar sl. Útför fer fram frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Aðstandendur hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.