Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Um leið og við viljum kveðja fallega ljósgeisl- ann hana Mörtu; eng- ilinn sem staldraði allt of stutt við hjá okkur, vottum við ykkur, elsku Vigdís, Trausti, Saga, Kristjana, Guðmundur, fjölskyldum ykkar og vinum okkar dýpstu samúð. Engin orð megna það að lýsa hugrenning- um okkar við fráfall frænku okkar nema ef vera skyldi þessi stutta hug- leiðing Charles Henry Brent: „Hvað er að deyja? Ég stend á bryggjunni. Skúta siglir út sundið. Það er fögur sjón. Ég stend og horfi á eftir henni uns hún hverfur sjónum mínum við sjóndeildarhring. Einhver nær- staddur segir með trega í röddinni: „Hún er farin.“ Farin, hvert? Farin mínum sjónum séð, það er allt og sumt, hún heldur áfram siglingu sinni, með seglin þanin í sunnan- þeynum, og ber áhöfn sína til ann- arrar hafnar. Þótt skútan hafi fjarlægst mig, mynd hennar dofnað og loks horfið, þá er það aðeins fyrir augum mínum. Og á sömu stundu og einhver við hlið mér segir: „Hún er farin!“ þá eru aðrir sem horfa með óþreyju á hana nálgast og hrópa: „Þarna kemur hún!“ – og svona er að deyja.“ Megi minningin um Mörtu litlu ljúfu lifa með okkur um ókomin ár. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna og Guðrún. Í sálmi Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissu tíma, segir: Lífið manns hratt fram hleypur hafandi enga bið í dauðans grimmar greipur gröfin þá tekur við. Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt fetar þann fús sem tregur hvort fellur létt eða þungt. Í sálmi þessum minnir sr. Hall- grímur okkur á að lífið hafi enda hjá okkur mannfólkinu eins og öllu öðru sem lifir. Þegar sálmurinn „Um dauðans óvissu tíma“ er sunginn hættir okkur til að tengja hann við brotthvarf fullorðins og gamals fólks úr þessum heimi en ekki korna- barna. Við sem áttum Mörtu litlu að skilj- um samt ekki þau grimmu örlög sem henni voru búin, að hún skuli hrifin burt úr þessum heimi áður en hún öðlaðist þann aldur og þroska sem við öll viljum sjá í börnunum okkar, áður en pabbi og mamma gátu kennt henni bænirnar sínar. Við getum hreint ekki skilið hvers vegna, og hver tilgangurinn er. MARTA TRAUSTADÓTTIR ✝ Marta Trausta-dóttir fæddist í Reykjavík 28. októ- ber 2001. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut laugar- daginn 14. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 25. febrúar. Þótt söknuðurinn sé mikill og örlögin svo grimm eru minning- arnar samt ótal margar um þessa litlu mann- eskju sem fór svona hratt á lífsgöngu sinni. Litla manneskjan hafði mótaðan karakt- er, hún var söngelskur gleðigjafi, lítill ljós- geisli með stór, blá spurul augu. Það eru ekki nema nokkrar vik- ur síðan hún söng há- stöfum í jólaboðinu í Ásholti með frænd- systkinum sínum: „Skín í rauða skotthúfu skuggalangan daginn.“ Þannig viljum við muna hana í fína jólakjólnum sínum að leika og syngja í góðra vina hópi. Við fjölskyldan, frændfólk og vinir í Ásholti 3 í Mosfellsbæ, sendum Trausta frænda, Vigdísi og Sögu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við viljum til- einka minningu um Mörtu litlu kvæðinu „Eftir barn“, sem Friðrik Guðni Þórleifsson orti: Þau ljós sem skærast lýsa, Þau ljós sem skína glaðast Þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. Hilmar og Guðrún. Elsku Vigdís og Trausti. Okkur langar að þakka ykkur fyrir að skapa þennan litla sólargeisla sem hún Marta ykkar var. Þessi engill, sem einungis var hjá okkur í tvö ár, náði að snerta svo mörg hjörtu og skilja svo mikið eftir sig. Hún lýsti allt upp hvar sem hún kom. Við mun- um aldrei skilja af hverju litli engill- inn ykkar þurfti að fara. En við erum innilega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni. Það er ekkert sem við getum sagt sem get- ur huggað ykkur. Elsku Vigdís, Trausti og fjölskylda. Þið eruð í huga okkar og hjarta. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Fjölskyldan í Skála. Að kveðja barn sitt hinstu kveðju er án efa sárara en orð fá lýst. Elsku Marta litla er nú fallin sviplega frá og þungar byrðar lagðar á vini okk- ar, Vigdísi, Trausta og Sögu. Ævi Mörtu var stutt en gæfurík því hún átti yndislega og samheldna fjöl- skyldu. Huggunarorð segja lítið á stund sem þessari, en megi Guð styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum.) Fjölskyldu og vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð geymi elsku Mörtu litlu. Berglind, Helga, Ragnhildur, Steinunn og fjölskyldur. „Hún Marta er engill hjá Guði, al- veg eins og mamma hennar Línu Langsokks.“ Þetta sagði Andri Már á leiðinni í leikskólann einn morg- uninn í síðustu viku. Lítil börn geta sjaldnast sagt nokkuð annað en sannleikann og svo er einnig nú. Við munum alltaf hugsa um Mörtu sem lítinn engil sem yljaði okkur með ljósu lokkunum sínum og stóru aug- unum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Á svona stundum er ekkert hægt annað en að vera til staðar fyrir fjöl- skylduna hennar Mörtu og veita þeim þann stuðning sem hægt er. Elsku Saga, Vigdís og Trausti, þið megið vita að við verðum alltaf til staðar fyrir ykkur. Andri Már, Margrét og Tómas. Elsku litla vinkonan mín hún Marta er dáin, hún er núna fallegur engill hjá Guði. Ég og mamma sát- um saman um daginn með mynd af henni og kertaljós og ég var að hugsa til hennar, ég fór bæði að gráta og brosa, það voru svo margar góðar og skemmtilegar minningar. Marta var alltaf kát og glöð þegar ég kom í heimsókn til Sögu, við sátum oft allar saman í sófanum og horfð- um á barnatímann, Mörtu fannst Bubbi byggir skemmtilegur og líka Lína. Ég man þegar ég og Saga vorum úti á róló og Vigdís kom með Mörtu og ég fékk að ýta henni í rólunni, hún fór að hlæja og fannst það æðislega gaman. Ég man líka þegar við vorum úti að leika okkur síðasta sumar fyr- ir utan húsið okkar, við vorum með vatn í fötu og vorum að hella því á stéttina, ég fór síðan að tromma á stéttina og Marta fór að dansa, hún var svo sæt. Ég á margar svona góðar minn- ingar um Mörtu og ég sakna hennar svo mikið að ég fæ verk í hjartað, mig langar svo að halda utan um hana. En þó að Marta sé dáin þá verður hún samt alltaf vinkona mín og verður alltaf í hjarta mínu. Elsku Trausti, Vigdís og Saga, ég, mamma, pabbi og Erla María biðj- um guð um að gefa ykkur og ætt- ingjum styrk á þessum erfiðu tím- um. Rakel. Elsku litla vinkona, hver hefði get- að trúað því að þinn tími hér með okkur yrði svona stuttur. Þú nýttir tímann þinn vel, varst sannur gleði- gjafi, síbrosandi lítill engill með ljós- ar krullur. Þannig munum við minn- ast þín, litla trítla. Elsku bestu vinir okkar, Trausti, Vigdís og Saga. Megi sá styrkur og samheldni sem einkennt hefur ykkar fjölskyldu verða ykkur styrkur og stoð á þessum erfiðu tímum. Fjölskyldum ykkar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór, Hildur, Andri Páll og Lana Kristín. Mamma kallaði þig alltaf ljós- hærða engilinn með fallegu augun fyrir þrjá og þannig var þér best lýst. Það er sárt að þurfa að kveðja svona ungur svona ungan vin og þetta er eitthvað sem ég á mjög erf- itt með að skilja. En ég bið á hverju kvöldi góðan Ástkær fósturfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI GUNNARSSON vélstjóri, Framnesvegi 63, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. febrúar kl. 15.00. Oddný Aldís Óskarsdóttir, Guðný Marta Óskarsdóttir, Hannes Jónsson, barnabörn og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI KRISTINN HELGASON sjómaður, lést á Víðinesi, hjúkrunarheimili aldraðra, mánudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 27. febrúar kl. 13.30. Sveinbjörn Helgason, Aud M. B. Helgason, Guðmundur Helgason, Sólveig Bótólfsdóttir, Helga Helgadóttir, Bent Bjarnason, Sólveig S. Helgadóttir, Jón Sören Jónsson, Birna S. Helgadóttir, Bogi Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS GUÐRÚN ÞORBERGSDÓTTIR, Réttarbakka 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Þórir Friðriksson, Rósa Sólrún Jónsdóttir, Guðni Guðnason, Þórir Már Guðnason, Svavar Leó Guðnason. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA FINNBOGADÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 23. febrúar sl. Áskell Jónsson, Droplaug Pétursdóttir, Hlynur Áskelsson, Björk Áskelsdóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir, Ýmir Hrafn Hlynsson. Bróðir minn og frændi okkar, GESTUR JÓNSSON, Vallholti, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðjudaginn 24. febrúar. Vilborg Jónsdóttir og aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA JÓNA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Sigríður Ebenesersdóttir, Hulda Ebenesersdóttir, Valgerður Ebenesersdóttir, Grímur Grímsson, Eygló Ebenesersdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Magnús Ebenesersson, Brynja Jóhannsdóttir og ömmubörnin. Móðir okkar, amma og langamma, ÁRNÝ KOLBEINSDÓTTIR, Víðihvammi 2, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Rósa Björk Ásgeirsdóttir, Ingvar Ásgeirsson, ömmubörn og langömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.