Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP til breytinga á lögum frá árinu 1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu hef- ur nú verið lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er bráðabirgðaákvæði sem kveður á um það að Umhverfisstofnun geti heimilað hækkun stíflu við inntak Laxárstöðva efst í Laxárgljúfri, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum og að fengnu samþykki Land- eigendafélags Laxár og Mývatns. Það eru því heimamenn sem hafa síðasta orðið um hækk- un stíflu í Laxá. Um Laxárstöðvar Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu rennur úr Mývatni um Laxárdal til norðurs, gegnum Laxárgljúfur, niður í Aðaldal og þaðan til sjávar í Skjálfanda. Þrjár litlar vatnsaflsstöðvar eru í ánni, allar á sama blettinum þar sem Lax- árgljúfur opnast út í Aðaldal. Stöðv- arnar eru Laxá I sem er 5 MW að afli og var gangsett árið 1939, Laxá II, 9 MW, gangsett 1953, og svo yngsta stöðin, Laxá III, sem er 13,5 MW og var hún gangsett árið 1973. Allar stöðvarnar voru byggðar af félaginu Laxárvirkjun sem í upphafi var í eigu Akureyrarbæjar en íslenska ríkið eignaðist hlut í félaginu árið 1950. Landsvirkjun tók við rekstri stöðv- anna árið 1983 þegar rafmagns- vinnsla Akureyrarbæjar var sam- einuð Landsvirkjun. Hatrömm deila stóð um byggingu Laxárvirkjunar III á árunum upp úr 1970. Þá var áform- að að reisa 56 m háa stíflu í Lax- árgljúfrum en lónið að baki henni hefði lagt allstóran hluta Laxárdals undir vatn. Deilunum lyktaði árið 1973 með samningi sem undirritaður var af Laxárvirkjun, Landeigenda- félagi Laxár og Mývatns og forsætis- ráðherra. Í kjölfar deilunnar voru lög sett á Alþingi árið 1974 um verndun Mývatns og Laxár. Landsvirkjun átti engan þátt í Laxárdeil- unni enda tengdist hún ekki Laxárvirkjun á þeim tíma eins og fyrr er getið. Það hefur hins vegar verið hlutverk Landsvirkjunar frá árinu 1983 að reka Lax- árstöðvar. Það er álit starfsmanna Lax- árstöðva að nábýli og samstarf við heima- menn hafi verið með ágætum þau 20 ár sem síðan eru liðin. Rekstur Laxárstöðva Laxárstöðvar eru hlutfallslega dýr- astar í rekstri af stöðvum Landsvirkj- unar og er vinnslukostnaður nær fimmfalt hærri í Laxárstöðvum en þar sem hann er lægstur. Lax- árstöðvar eru farnar að eldast og fjár- festa þarf fyrir 700 til 1000 milljónir króna í búnaði þeirra á næstu árum til þess að viðhalda framleiðslugetunni og tryggja reksturinn til nokkurrar framtíðar. Hagnaður af rekstri Lax- árstöðva er nú tæpar 10 milljónir króna á ári og hefur svo verið und- angengin ár. Það er mat Landsvirkj- unar að óbreyttur rekstur stöðvanna í Laxá réttlæti tæplega stór fjárútlát. Nauðsynlegt er því að fá niðurstöðu um þau skilyrði sem rekstri stöðv- anna verða búin á næstu árum og ára- tugum áður en ákvörðun um frekari fjárfestingu er tekin. Vinnubrögð af þessum toga eru eðlilegur hluti af ábyrgum rekstri og geta á engan hátt talist hótanir í garð heimamanna eins og látið hefur verið í veðri vaka á síð- um dagblaðanna að undanförnu. Rök Landsvirkjunar fyrir stífluhækkun eru einvörðungu rekstrarlegs eðlis. Landsvirkjun er hins vegar kunnugt um að sandburður í Laxá, bæði í efri hluta hennar í Laxárdal og neðan Laxárstöðva, í Aðaldal, er af mörgum talinn vera ánni til tjóns. Af þeirri ástæðu vill Landsvirkjun kanna það hvort rekstrarhagsmunir Lax- árstöðva og hagsmunir landeigenda og veiðiréttarhafa við Laxá geti farið saman að því leyti að draga megi úr sandburði í ánni samhliða því sem rekstrarskilyrði stöðvanna verði bætt. Hönnun Laxár III miðaðist við 56 m háa stíflu og var vatnsinntak stöðv- arinnar sniðið að því. Stíflan var hins vegar aldrei reist og hefur inntakið staðið upp úr vatni frá því að stöðin var gangsett í stað þess að vera á nokkurra tuga metra dýpi í lóninu. Rekstrarvandinn felst í því að sandur, grjót og krapi fer óhindrað inn í vélar stöðvanna. Sandur og grjót valda sliti á vélum en ís og krapi rekstrartrufl- unum og framleiðslutapi. Að mati verkfræðiráðgjafa þyrfti að hækka inntaksstífluna um 10–12 metra til þess að losna endanlega við þessi vandamál. Vegna óska sem upphaflega komu frá heimamönnum hefur Lands- virkjun látið kanna þann möguleika að botnfella ársandinn í lóninu ofan stíflunnar en með því yrði komið í veg fyrir sandslit vatnsvéla og jafnframt yrði Laxá í Aðaldal hlíft við sandinum. Fyllingartími lóns við 10 m stíflu- hækkun er áætlaður 15 ár en 30 ár við 12 m hækkun. Fjarlægja þyrfti sand úr lóninu að fyllingartíma liðnum og koma honum fyrir á viðunandi hátt. Átta metra stífluhækkun myndi leysa mesta rekstrarvandann að sandburð- inum frátöldum en rýmið í slíku lóni er ónógt til að taka við sandinum og færi hann þá óheftur gegnum stöðina og í neðri hluta Laxár. Eldri hug- myndir um svipaða stífluhækkun og hér er til umræðu gerðu ekki ráð fyrir því að botnfella sandinn og fjarlægja hann og er hugmyndin ný að því leyti. Því hefur verið fleygt að Lands- virkjun áformi að reisa fleiri virkjanir í Laxá og eigi þá ósk heitasta að leggja allan Laxárdal undir vatn enda sé það einn hagkvæmasti virkj- unarkostur landsins. Skemmst er frá því að segja að engin slík áform eru uppi og væri Landsvirkjun ljúft að staðfesta það með hverjum þeim hætti sem heimamenn teldu fullnægj- andi. Ósk um bætt rekstrarskilyrði við Laxárstöðvar snýr einvörðungu að því að tryggja rekstur þeirra eigna sem fyrir eru. Aðrar hugmyndir að lausn Frá því að Landsvirkjun kynnti hug- myndir sínar um 10–12 metra stíflu- hækkun og sandsöfnun í inntakslónið hefur andstaða margra heimamanna orðið ljós. Gagnrýnin hefur beinst bæði að stærð lóns við 10 og 12 metra hækkun og að sandsöfnuninni sem margir óttast að lýta muni dalinn og að erfitt verði að fjarlægja sandinn og farga honum með viðunandi hætti. Heimamenn hafa bent á þá lausn að hefta sandinn nærri upptökum hans í Kráká í Mývatnssveit eða neðar við Haganes, og safna honum í lón sem tæma mætti með einfaldari hætti en inntakslónið. Þannig mætti einnig hlífa efri hluta Laxár við sandi en heimamenn virðast almennt sammála um það að æskilegt sé að losna við sandinn úr ánni. Reynist þetta ger- legt væri vandkvæðalaust að miða hækkun stíflunnar við 8 metra, minnka þannig flatarmál lónsins og komast hjá sandsöfnun í dalnum. Framangreindar hugmyndir voru ræddar á kynningarfundi Landsvirkj- unar með stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns 17. febrúar síðast- liðinn. Landsvirkjun óskaði þá eftir því að Landeigendafélagið tilnefndi tvo fulltrúa sína til þess að fylgjast með athugun á framangreindum hug- myndum og vera til ráðuneytis um lausn sem sátt gæti náðst um. Samstaða um lausn Í lögum um verndun Mývatns og Laxár segir: „Breytingar á hæð vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna eru einnig óheimilar nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar.“ Verði fyrrnefnt bráðabirgðaákvæði í frumvarpi umhverfisráðherra ekki að lögum eru Landsvirkjun allar bjargir bannaðar til úrbóta á rekstr- arskilyrðum Laxárstöðva hafi þær í för með sér minnstu breytingu á vatnsborði eða rennsli Laxár. Langur vegur er þó frá að bráðabirgða- ákvæðið eitt sér heimili stífluhækkun. Helstu forsendur þess að hækka megi stíflu og bæta inntaksskilyrði við Lax- árstöðvar sýnast vera þær að: 1. Bráðabirgðaákvæði frumvarpsins verði samþykkt. 2. Lokið verði við mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdarinnar. 3. Landeigendafélag Laxár og Mý- vatns samþykki framkvæmdina á grundvelli mats á umhverfisáhrif- um og að 4. Umhverfisstofnun heimili fram- kvæmdina á grundvelli matsins og samþykkis Landeigendafélagsins. Af þessu má ljóst vera að leið Landsvirkjunar að því marki að tryggja rekstrarskilyrði Laxárstöðva verði torsótt nema að víðtæk sátt ná- ist um lausn á vandanum, enda eru það heimamenn sem hafa lokaorðið um stífluhækkun í Laxá en ekki Landsvirkjun. Landsvirkjun og Laxá Bjarni Bjarnason skrifar um Laxárvirkjun ’Ósk um bætt rekstr-arskilyrði við Lax- árstöðvar snýr einvörð- ungu að því að tryggja rekstur þeirra eigna sem fyrir eru.‘ Bjarni Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar. ÖLL innvinnsla lífeyris hjá launa- fólki hérlendis ætti í grundvall- aratriðum að vera eins, hvort sem viðkomandi er alþing- ismaður, hæstarétt- ardómari, opinber starfsmaður, verka- maður, iðnaðarmaður eða sjómaður. Því mið- ur er það ekki svo. Hér er launafólki gróflega mismunað eftir því hvort það er í stétt- arfélögum innan Al- þýðusambands Íslands eða í félögum op- inberra starfsmanna. Ríkið greiðir helmingi hærri lífeyri til opinberra starfs- manna heldur en launafólks innan ASÍ og bætir síðan gráu ofan á svart með því að velta kostnaðinum sem af því leiðir yfir á allan almenning í landinu. Misjafn lífeyrir Mestu og bestu eftirlaunaréttindin hafa alþingismenn og ráðherrar. Lögð er áhersla á að þeir fái það góð- an lífeyri að þeir geti hætt að vinna um sextugt og lifað áhyggjulausu lífi það sem eftir er ævinnar við að skrifa æviminningar sínar, þar sem þeir hæla sjálfum sér fyrir dugn- aðinn. Tekjur þeirra hækka jafnvel við það eitt að hætta að vinna. Til þess að kóróna misréttið eru eft- irlaun þessara fulltrúa fólksins rík- istryggð og hækka í takt við þær launahækkanir sem vinir þeirra í Kjaradómi veita þeim. Næstir koma opinberir starfs- menn en ríkið greiðir 11,5% mót- framlag í þeirra lífeyrissjóði gegn 4% framlagi starfsmanna. Þessi líf- eyrir er ríkistryggður. Síðast er svo allt launafólk á al- mennum vinnumarkaði og þeir rík- isstarfsmenn sem eru innan ASÍ. Þessu fólki greiða atvinnurekendur og ríkið 6% mótframlag gegn 4% ið- gjaldi. Eins og sjá má af fyrrgreindum samanburði er hér er um hróplegt ranglæti að ræða sem ekki er hægt að rétt- læta á einn eða neinn hátt. Það sem er þó sið- lausast í þessu öllu saman er það að launa- fólk á almennum vinnu- markaði, sem er með lélegustu lífeyrisrétt- indin og lægsta kaupið, er látið borga lífeyr- isréttindi opinberra starfsmanna með hærri sköttum án þess að fá sjálft að njóta sömu réttinda. Þennan ójöfnuð verður að jafna. Það gengur ekki lengur að stjórn- völd dragi þjóðina í dilka þannig að svokallaðir opinberir starfsmenn hafi góðan ríkistryggðan lífeyri með- an lífeyrir verkafólks er rýr og háð- ur gengi á stopulum verð- og hluta- bréfamörkuðum. Þetta vita stjórnvöld en láta eins og þeim komi málið ekkert við. Misréttið eykst Eins og áður segir eru lífeyrisrétt- indi landsmanna óheyrilega misjöfn eftir því hvort viðkomandi launa- maður vinnur hjá ríkinu og er í félagi opinberra starfsmanna eða bara verkamaður í vinnu á almennum markaði. Þarna munar svo miklu að lengur verður ekki við unað, sér- staklega vegna þess að mismunurinn fer vaxandi með hverju árinu sem líður. Í stað þess að reyna að minnka óréttlætið og jafna kjörin hafa þing- menn allra flokka lagt sig fram við að auka það, nú síðast með sérhönn- uðu eftirlaunafrumvarpi fyrir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Það er engu líkara en meirihluti þingmanna telji sjálfsagt og eðlilegt að gróft misrétti eigi að ríkja í lífeyrismálum Íslendinga, það sýndi mikill og al- mennur stuðningur þeirra við eft- irlaunafrumvarpið hans Davíðs. Það eina sem kom í veg fyrir að yfir 90% alþingismanna styddu frumvarpið voru harkaleg viðbrögð almennings og skelegg mótmæli verkalýðshreyf- ingarinnar gegn þessu ranglæti. Ábyrgð stjórnvalda Nú er málum svo komið að það tekur langan tíma að jafna þann mikla mun sem er innbyrðis á lífeyrisrétt- indum Íslendinga og vegna mikils kostnaðar verður það ekki gert nema í áföngum á lengri tíma. Mikið mega alþingismenn skammast sín fyrir þann þátt sem þeir eiga í að skipta þjóðinni í þessa tvo misjöfnu hópa, á annan veginn ríkisstarfs- menn sem fá góðan ríkistryggðan líf- eyri og á hinn veginn almennt launa- fólk sem fær helmingi lægri lífeyri, sem háður er sveiflum á verð- og hlutabréfamörkuðum. Þennan uppsafnaða vanda verða stjórnvöld að leysa, því það er í þeirra verkahring að stíga fyrsta skrefið til jöfnunar lífeyrisréttinda allra landsmanna og bæta þannig fyrir það misrétti sem þau hrundu af stað. T.d. mætti hugsa sér að rík- issjóður tæki að sér að greiða al- mennu lífeyrissjóðunum þann kostn- að sem sjóðirnir bera af greiðslu örorkulífeyris. Slíkt myndi bæta greiðslustöðu sjóðanna verulega og gera þeim kleift að hækka eft- irlaunalífeyririnn og jafna þannig að hluta til núverandi misrétti. Lífeyrisréttindi landsmanna Sigurður T. Sigurðsson skrifar um lífeyrismál ’Þennan uppsafnaðavanda verða stjórnvöld að leysa …‘ Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er starfsmaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Í UMRÆÐUM á Alþingi á þriðju- daginn kom glöggt fram að í utanrík- isráðuneytinu velta menn því fyrir sér að láta enn einu sinni undan óbilgjörnum kröfum Norðmanna um aukna hlutdeild úr norsk-íslenska síld- arstofninum. Í svari við ræðu minni var erfitt að komast hjá því að álykta að af hálfu Hall- dórs Ásgrímssonar sé ekki útilokað að gefa eftir 3–5000 tonn af hlut Íslendinga til að friða Norðmenn. Það kemur að mínu viti ekki til greina. Það voru ekki veiðar Íslendinga á stórsíld sem gjör- eyddu norsk-íslenska stofninum heldur gríð- arleg rányrkja Norð- manna á ungsíld. Árin 1950–1965 veiddu Norðmenn á hverju einasta ári í kringum 100 þúsund tonn af seiðum innan við tveggja ára aldur. Sum árin veiddu þeir miklu meira. Árið 1961 drápu þeir skv. uppgefnum aflatölum um 300 þús. tonn af slíkum smáseiðum og áratug síðar fast að 250 þúsund tonn- um. Norska rányrkjan keyrði loks um þverbak 1965 og 1966 þegar aðeins 0,1 prósent – eitt prómill – náði fjög- urra ára aldri. Í reynd voru árgang- arnir frá 1965 og fram að falli stofns- ins veiddir svo látlaust að nýliðun í stórsíldarstofninn varð engin. Seiðin voru einfaldlega öll drepin áður. Það verður að segja norskum fiski- fræðingum til hróss að þeir hafa ekki reynt að fela hlut Norðmanna í þess- um grimmilega hildarleik. Fremstu vísindamenn þeirra á sviði síld- arfræða birtu árið 1980 yfirlitsgrein um þróun og hrun stofnsins. Þetta voru heiðursmennirnir Olav Dragesund, Jo- hannes Hamre og Öy- vind Ulltang. Meðal nið- urstaðna þeirra var eftirfarandi staðreynd: „Eina takmörkunin sem þurfti til að koma í veg fyrir eyðingu stofnsins var að setja á árunum fyrir 1960 reglur um lág- marksstærð síldar í afla, sem vernduðu 0- og 1- árganginn.“ Það er í meira lagi napurt þegar norskir fræðimenn hafa betri skilning á sögunni en ís- lenskir ráðherrar. Það hefði nægt að vernda seiðin – sem í dag þætti glæpur að veiða – til að bjarga norsk-íslenska stofninum. Norðmenn eiga sannarlega góða vináttu okkar skilda sem góðir frændur. Í ljósi óverjandi umgengni þeirra við stofninn er hins vegar fáránlegt að fallast á auk- inn hlut þeirra. Halldór Ásgrímsson verður að skilja það. Hann gerði vondan samning árið 1996 sem batnar ekki með því að gera annan verri núna. Enn ein eftirgjöf verður aldrei samþykkt af Samfylkingunni. Í þessu máli verður hann að standa í lapp- irnar þótt seint sé. Vondan samning má ekki gera verri Össur Skarphéðinsson skrifar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum Össur Skarphéðinsson ’Það er í meiralagi napurt þeg- ar norskir fræðimenn hafa betri skilning á sögunni en íslenskir ráðherrar.‘ Höfundur er formaður Samfylking- arinnar og gamall síldarsjómaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.