Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 BETRI INNHEIMTUÁRANGUR Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga SAUTJÁN stjórnendur Flugleiða, þar með talið forstjóri félagsins, hafa gert samning við stærsta hluthaf- ann, Oddaflug, um að kaupa af hon- um 6,3% hlut í félaginu. Fyrir eiga stjórnendurnir 3,6% í félaginu og eftir kaupin verður hlutur þeirra tæplega 10%. Hlutur Oddaflugs minnkar að sama skapi og fer úr 38,5% í 32,2%. Flugleiðir birtu ársuppgjör sitt í gær og þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins dróst saman um 57% milli ára og nam rúmum 1,1 milljarði króna í fyrra. Fyrir skatta og söluhagnað er þetta þó næstbesta afkoma félagsins frá upphafi, árið 2002 er eina árið sem afkoman var betri á þennan mælikvarða. Tekjur Flugleiða námu 37,6 millj- örðum króna og minnkuðu um 4% milli ára. Samdrátturinn skýrist af því að tekjur af flutningum, einkum farþegaflugi, minnkuðu um 15%. Stjórn fyrirtækisins leggur til að 640 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa. Hlutur stærsta hluthafans í Flugleiðum minnkar Stjórnendur eignast 10%  Hagnaður/C1  Stjórnendur/C1 BAKTERÍA af gerðinni meningókokkar B, sem getur m.a. valdið heilahimnubólgu, hefur greinst í einu barni í leikskóla í Hafnarfirði og grunur leikur á sýkingu hjá öðru barni í sama skóla. Að sögn Þór- ólfs Guðnasonar, yfirlæknis á sóttvarnarsviði land- læknis, verða öll börnin í skólanum, tæplega 100, ásamt starfsmönnum, sett á sýklalyf fyrir helgi, eða á annað hundrað manns. Foreldrum barnanna í skólanum var gert við- vart um þetta í gær og fær heimilisfólk þeirra tveggja barna, sem hafa greinst eða hafa grun um sýkingu, einnig sýklalyfjameðferð. Þórólfur vill ekki gefa upp hvaða leikskóli þetta er en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það Álfa- steinn við Háholt í Hafnarfirði. Að sögn Þórólfs hefur það ekki verið staðfest að seinna tilvikið á leikskólanum sé bakteríusýking en einkennin hafi verið þau sömu og í fyrra tilvikinu í skólanum. Um 4 og 5 ára börn er að ræða, strák og stelpu, og voru þau lögð inn á Barnaspítala Hrings- ins. Að sögn læknis var líðan þeirra góð miðað við aðstæður og sýklalyfjagjöf farin að virka. Þórólfur segir meningókokka B vera alvarlega bakteríu sem meðhöndla þurfi strax til að koma í veg fyrir frekari einkenni eða útbreiðslu. Bóluefni er ekki til við meningókokkum B en öll börn voru bólusett fyrir tæpum tveimur árum við bakteríu af C-stofni. Þórólfur segir B-stofninn alltaf vera við- loðandi, áður fyrr hafi 10–15 tilfelli á ári verið al- geng en í fyrra hafi þau verið innan við 10. Baktería sem getur valdið heila- himnubólgu greinist í leikskóla Yfir 100 manns fá sýklalyf LIÐSMENN alþjóðlegu rústabjörgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófu ekki leit í gærkvöldi þegar þeir komu í marokkósku borgina Al Hoceima. Sveitin verður send á annað svæði í dag. Hjálpargögnum var dreift til fólks sem hafði misst heimili sín í jarðskjálftanum aðfaranótt þriðjudags. Ásgeir Böðvarsson, stjórnandi sveit- arinnar, sagði í gærkvöldi að búið væri að bjarga öllum á þessu svæði og enga örvæntingu að finna hjá fólkinu. Heil hús sæjust inni á milli fallinna bygginga og margir hefðust við í tjöldum. Alþjóðabjörgunarsveitin kom til borgarinnar um klukkan 19 í gærkvöldi og átti fund með vett- vangsstjóra björgunaraðgerða. Að sögn Ásgeirs fengu liðsmenn þau fyrirmæli að drífa sig í hvíld eftir ferðalagið til að vera reiðubúnir í leit að fólki í rústum húsa í dag. Gerði hann ráð fyrir að sveitin yrði færð á annað svæði þar sem meiri þörf væri fyrir hana. Hann vissi ekki hvert og svo virtist sem ákveðið samskiptaleysi væri á milli björgun- araðila á svæðinu og það vantaði heildaryfirsýn. Ásgeir sagði þá ekki þreytta eftir langt ferðalag enda hefðu allir verið búnir að stilla sig inn á að þurfa að vinna um nóttina. Hann sagði að menn yrðu reiðubúnir í verkefni dagsins. Verða færðir á annað svæði Björgunarsveitin í Marokkó  Leita enn /16 EF EKKI sæist í borholuvegginn lengst til hægri mætti halda að maðurinn á myndinni stæði undir eldspúandi gosmekki frá Heklu. Í öllu falli virkar maðurinn smár í sam- anburði við þykkan en goskenndan gufu- strókinn frá borholu sjö hjá Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Þarna eru gríð- arkraftar á ferð, enda getur ein svona bor- hola gefið allt að 8 megavött í rafmagni. Morgunblaðið/RAX Goskenndur gufustrókur Í SKÝRSLU Umhverfisstofn- unar um stöðu skólphreinsunar á Íslandi segir að allt að 80% sveitarfélaga séu vart byrjuð á úrbótum í skólphreinsun. Þessi staða sé óviðunandi og ekki verði séð hvernig þessi sveitarfélög ætli að uppfylla kröfur sem sett- ar eru í reglugerð um fráveitur og skólp, en samkvæmt henni verða öll þéttbýlissvæði að vera komin með skólphreinsun í lok árs 2005. Samkvæmt reglugerðinni, sem kom út árið 1999, eiga öll þéttbýlissvæði að vera komin með skólphreinsun í árslok 2005. Í dreifbýli og þar sem ekki er sameiginleg fráveita er gert ráð fyrir rotþró og siturlögn eða sambærilegum búnaði. Enginn frestur er gefinn í reglugerðinni. „Mikill árangur hefur náðst í skólphreinsun þéttbýlisstaða á Íslandi á síðustu 10 árum en lið- lega 60% íbúa landsins eru nú tengd fráveitum með skólp- hreinsun. Þennan árangur er hins vegar fyrst og fremst að þakka framkvæmdum fárra sveitarfélaga. Það að allt að 80% sveitarfélaga séu vart byrjuð að taka til hendinni í úrbótum í þéttbýli er óviðunandi ástand því ekki verður séð hvernig þessi sveitarfélög hyggjast ná að upp- fylla hreinsikröfur reglugerðar- innar […] innan tilskilinna tíma- marka,“ segir í skýrslunni. Helgi Jensson, forstöðumaður á Umhverfisstofnun, segir að stofnunin hefði viljað að sveitar- félög væru komin lengra á veg með verkefnið. Eðlilegur tímafrestur? Hann bendir þó á að lögin sem reglugerðin er byggð á hafi verið sett á grunni EES-samningsins og flest aðildarríkja samningsins hafi verið komin lengra en Íslendingar í hreinsun á skólpi á þeim tíma. Því sé spurning hvort sveitarfélögun- um hafi verið gefinn eðlilegur tímafrestur til að ljúka nauðsyn- legum framkvæmdum. Erfitt sé að svara hvernig eftirlitsstofnanir muni bregðast við verði reglugerð- inni ekki breytt og sveitarfélögin standist ekki settar kröfur, en þær hafi heimildir til að beita áminn- ingum, sektum og lokunum. 80% sveitarfélaga ekki hafið úrbætur í skólphreinsun sem ljúka á 2005 Óvíst hvort sveitarfélög- in nái að standast kröfur SIV Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir að það sé til skoðunar innan umhverfisráðu- neytisins hvernig brugðist verði við því ef sveitarfélög verði ekki búin að ganga frá frárennslismálum fyrir árslok 2005. Ákvarðanir liggi ekki fyr- ir en m.a. sé verið að skoða hvort breyta þurfi lögum. Spurð hvort gripið verði til fésekta eða annarra viðurlaga segist Siv ekki eiga von á að það verði gert. Ráðuneytið sýni því ákveðinn skilning að sveit- arfélögunum hafi ekki tekist að ljúka þessum kostn- aðarsömu framkvæmdum. Er til skoðunar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.