Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 68

Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 BETRI INNHEIMTUÁRANGUR Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga SAUTJÁN stjórnendur Flugleiða, þar með talið forstjóri félagsins, hafa gert samning við stærsta hluthaf- ann, Oddaflug, um að kaupa af hon- um 6,3% hlut í félaginu. Fyrir eiga stjórnendurnir 3,6% í félaginu og eftir kaupin verður hlutur þeirra tæplega 10%. Hlutur Oddaflugs minnkar að sama skapi og fer úr 38,5% í 32,2%. Flugleiðir birtu ársuppgjör sitt í gær og þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins dróst saman um 57% milli ára og nam rúmum 1,1 milljarði króna í fyrra. Fyrir skatta og söluhagnað er þetta þó næstbesta afkoma félagsins frá upphafi, árið 2002 er eina árið sem afkoman var betri á þennan mælikvarða. Tekjur Flugleiða námu 37,6 millj- örðum króna og minnkuðu um 4% milli ára. Samdrátturinn skýrist af því að tekjur af flutningum, einkum farþegaflugi, minnkuðu um 15%. Stjórn fyrirtækisins leggur til að 640 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa. Hlutur stærsta hluthafans í Flugleiðum minnkar Stjórnendur eignast 10%  Hagnaður/C1  Stjórnendur/C1 BAKTERÍA af gerðinni meningókokkar B, sem getur m.a. valdið heilahimnubólgu, hefur greinst í einu barni í leikskóla í Hafnarfirði og grunur leikur á sýkingu hjá öðru barni í sama skóla. Að sögn Þór- ólfs Guðnasonar, yfirlæknis á sóttvarnarsviði land- læknis, verða öll börnin í skólanum, tæplega 100, ásamt starfsmönnum, sett á sýklalyf fyrir helgi, eða á annað hundrað manns. Foreldrum barnanna í skólanum var gert við- vart um þetta í gær og fær heimilisfólk þeirra tveggja barna, sem hafa greinst eða hafa grun um sýkingu, einnig sýklalyfjameðferð. Þórólfur vill ekki gefa upp hvaða leikskóli þetta er en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það Álfa- steinn við Háholt í Hafnarfirði. Að sögn Þórólfs hefur það ekki verið staðfest að seinna tilvikið á leikskólanum sé bakteríusýking en einkennin hafi verið þau sömu og í fyrra tilvikinu í skólanum. Um 4 og 5 ára börn er að ræða, strák og stelpu, og voru þau lögð inn á Barnaspítala Hrings- ins. Að sögn læknis var líðan þeirra góð miðað við aðstæður og sýklalyfjagjöf farin að virka. Þórólfur segir meningókokka B vera alvarlega bakteríu sem meðhöndla þurfi strax til að koma í veg fyrir frekari einkenni eða útbreiðslu. Bóluefni er ekki til við meningókokkum B en öll börn voru bólusett fyrir tæpum tveimur árum við bakteríu af C-stofni. Þórólfur segir B-stofninn alltaf vera við- loðandi, áður fyrr hafi 10–15 tilfelli á ári verið al- geng en í fyrra hafi þau verið innan við 10. Baktería sem getur valdið heila- himnubólgu greinist í leikskóla Yfir 100 manns fá sýklalyf LIÐSMENN alþjóðlegu rústabjörgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófu ekki leit í gærkvöldi þegar þeir komu í marokkósku borgina Al Hoceima. Sveitin verður send á annað svæði í dag. Hjálpargögnum var dreift til fólks sem hafði misst heimili sín í jarðskjálftanum aðfaranótt þriðjudags. Ásgeir Böðvarsson, stjórnandi sveit- arinnar, sagði í gærkvöldi að búið væri að bjarga öllum á þessu svæði og enga örvæntingu að finna hjá fólkinu. Heil hús sæjust inni á milli fallinna bygginga og margir hefðust við í tjöldum. Alþjóðabjörgunarsveitin kom til borgarinnar um klukkan 19 í gærkvöldi og átti fund með vett- vangsstjóra björgunaraðgerða. Að sögn Ásgeirs fengu liðsmenn þau fyrirmæli að drífa sig í hvíld eftir ferðalagið til að vera reiðubúnir í leit að fólki í rústum húsa í dag. Gerði hann ráð fyrir að sveitin yrði færð á annað svæði þar sem meiri þörf væri fyrir hana. Hann vissi ekki hvert og svo virtist sem ákveðið samskiptaleysi væri á milli björgun- araðila á svæðinu og það vantaði heildaryfirsýn. Ásgeir sagði þá ekki þreytta eftir langt ferðalag enda hefðu allir verið búnir að stilla sig inn á að þurfa að vinna um nóttina. Hann sagði að menn yrðu reiðubúnir í verkefni dagsins. Verða færðir á annað svæði Björgunarsveitin í Marokkó  Leita enn /16 EF EKKI sæist í borholuvegginn lengst til hægri mætti halda að maðurinn á myndinni stæði undir eldspúandi gosmekki frá Heklu. Í öllu falli virkar maðurinn smár í sam- anburði við þykkan en goskenndan gufu- strókinn frá borholu sjö hjá Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Þarna eru gríð- arkraftar á ferð, enda getur ein svona bor- hola gefið allt að 8 megavött í rafmagni. Morgunblaðið/RAX Goskenndur gufustrókur Í SKÝRSLU Umhverfisstofn- unar um stöðu skólphreinsunar á Íslandi segir að allt að 80% sveitarfélaga séu vart byrjuð á úrbótum í skólphreinsun. Þessi staða sé óviðunandi og ekki verði séð hvernig þessi sveitarfélög ætli að uppfylla kröfur sem sett- ar eru í reglugerð um fráveitur og skólp, en samkvæmt henni verða öll þéttbýlissvæði að vera komin með skólphreinsun í lok árs 2005. Samkvæmt reglugerðinni, sem kom út árið 1999, eiga öll þéttbýlissvæði að vera komin með skólphreinsun í árslok 2005. Í dreifbýli og þar sem ekki er sameiginleg fráveita er gert ráð fyrir rotþró og siturlögn eða sambærilegum búnaði. Enginn frestur er gefinn í reglugerðinni. „Mikill árangur hefur náðst í skólphreinsun þéttbýlisstaða á Íslandi á síðustu 10 árum en lið- lega 60% íbúa landsins eru nú tengd fráveitum með skólp- hreinsun. Þennan árangur er hins vegar fyrst og fremst að þakka framkvæmdum fárra sveitarfélaga. Það að allt að 80% sveitarfélaga séu vart byrjuð að taka til hendinni í úrbótum í þéttbýli er óviðunandi ástand því ekki verður séð hvernig þessi sveitarfélög hyggjast ná að upp- fylla hreinsikröfur reglugerðar- innar […] innan tilskilinna tíma- marka,“ segir í skýrslunni. Helgi Jensson, forstöðumaður á Umhverfisstofnun, segir að stofnunin hefði viljað að sveitar- félög væru komin lengra á veg með verkefnið. Eðlilegur tímafrestur? Hann bendir þó á að lögin sem reglugerðin er byggð á hafi verið sett á grunni EES-samningsins og flest aðildarríkja samningsins hafi verið komin lengra en Íslendingar í hreinsun á skólpi á þeim tíma. Því sé spurning hvort sveitarfélögun- um hafi verið gefinn eðlilegur tímafrestur til að ljúka nauðsyn- legum framkvæmdum. Erfitt sé að svara hvernig eftirlitsstofnanir muni bregðast við verði reglugerð- inni ekki breytt og sveitarfélögin standist ekki settar kröfur, en þær hafi heimildir til að beita áminn- ingum, sektum og lokunum. 80% sveitarfélaga ekki hafið úrbætur í skólphreinsun sem ljúka á 2005 Óvíst hvort sveitarfélög- in nái að standast kröfur SIV Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir að það sé til skoðunar innan umhverfisráðu- neytisins hvernig brugðist verði við því ef sveitarfélög verði ekki búin að ganga frá frárennslismálum fyrir árslok 2005. Ákvarðanir liggi ekki fyr- ir en m.a. sé verið að skoða hvort breyta þurfi lögum. Spurð hvort gripið verði til fésekta eða annarra viðurlaga segist Siv ekki eiga von á að það verði gert. Ráðuneytið sýni því ákveðinn skilning að sveit- arfélögunum hafi ekki tekist að ljúka þessum kostn- aðarsömu framkvæmdum. Er til skoðunar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.