Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.hekla.is Fyrir ástina á bílnum. Meiri heiður fyrir Touran HEKLA, Laugavegi 170-174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 fia› flekkir enginn hugtaki› „skynsamlegt val“ betur en fijó›verjar. fia› var flví sérstakur hei›ur fyrir VW Touran a› hljóta útnefninguna „skynsamlegasta vali›“ hjá fl‡ska neytendatímaritinu „Guten Rat“ (Hollrá›). Sérfræ›ingar tímaritsins hafa örugglega haft í huga a› Touran fékk fullt hús e›a fimm stjörnur hjá NCAP, Gullna st‡ri› og Auto ver›launin 2003. Er hægt a› bi›ja um meira? Komdu og finndu af hverju Touran er meira en fjölskyldubíll. Touran 6 gíra beinskiptur – frá 37.742 kr. á mánu›i*. Touran me› Tiptronic sjálfskiptingu – frá 39.877 kr. á mánu›i*. Touran er líka „skynsamlegasta valið“ *M.v. einkaleigu í 36 mán. flar sem innifali› er: 20.000 km akstur á ári, olíuskipti og ábyrg›ar- og fljónustusko›anir. Einkaleiga er há› gengi gjaldmi›la og getur flví breyst án fyrirvara. G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 6 5 4 ÞAÐ er raunhæfur möguleiki að sveitarfélög í landinu verði 50 talsins, en þau eru nú 104 alls, og að það takist með frjálsum sameiningum. Þetta er álit Grétars Þórs Eyþórssonar, for- stöðumanns Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, en hann hélt nýlega erindi á Fé- lagsvísindatorgi sem nefndist: 50 sveitarfélög á Íslandi. Tálsýn eða raunhæfur möguleiki? Hann segir lítinn vanda að fækka sveitar- félögum með lögum, en heldur snúnara að fá menn til slíkra verka af fúsum og frjálsum vilja. „Viðhorf íbúanna og sveitarstjórnarmanna er lykilatriði í að það takist að fækka sveitarfélög- um,“ segir Grétar Þór. Vilji fólksins og hugur þess skipti miklu máli og fulltrúar þeirra í sveit- arstjórn geti haft mótandi áhrif á þessi viðhorf, þannig að viðhorf kjörinna fulltrúa skipti því ekki síður máli. Grétar Þór benti á að nokkur at- riði stýrðu viðhorfum fólks fremur en önnur, en þar mætti nefna fjárhag sveitarfélaganna og stærð þeirra auk þess sem menn veltu mjög fyr- ir sér hver staða eigin sveitarfélags yrði eftir sameiningu við annað. „Fólk horfir mjög til þess hvar stjórnsýsla í nýju sameinuðu sveitarfélagi verður, því vitanlega er ekki hægt að hafa hana alls staðar.“ Grétar Þór nefndi því að væntingar um stöðu eigin sveitarfélags væru þungar á met- um, en þeim mun meiri möguleika sem tiltekið sveitarfélag hefði á að vera í kjarnahlutverki þeim mun jákvæðari væri afstaða manna til sameiningar. Aftur á móti væru þeir neikvæðari sem teldu sitt sveitarfélag ekki hafa möguleika á áhrifum. „Menn upplifa þá missi valds, fjarlægð- in við stjórnsýsluna verður meiri en áður og fólki finnst staða sveitarfélagsins veikjast.“ Grétar Þór sagði staðsetningu stjórnsýslu nýs sveitarfélags ávallt viðkvæmt mál, einkum og sér í lagi þar sem sveitarfélög af áþekkri stærð væru að sameinast. Hann sagði að ef til sameiningar kæmi t.d. í Eyjafirði, Þingeyjar- sýslum eða Húnavatnssýslum, þar sem hefð væri fyrir sterkri stjórnsýslu á Akureyri, Húsa- vík og Blönduósi, yrðu þessir stóru kjarnar að taka tillit til þeirrar stjórnskipunarhefðar sem ríkt hefði í smærri sveitarfélögunum og að bæta þeim upp þann lýðræðishalla sem hlytist af sam- einingunni. Þar væru íbúar vanir því frá fyrri tíð að hafa stjórnsýsluna innan seilingar. „En íbúar minni sveitarfélaganna verða einnig að gera sér grein fyrir því að þótt þeir taki á sig ákveðinn lýðræðishalla geta þeir engu að síður haft ávinn- ing af sameiningunni. Ávinningurinn getur jafn- vel orðið meiri en fórnin sem felst í því að fulltrú- um þeirra fækki. Fulltrúar þeirri geta þannig, þótt þeir séu færri en áður, átt þátt í að taka ákvarðanir um fleiri og stærri mál.“ Hann sagði brýnt að leysa vanda smærri sveitarfélaga, þarna væri um að ræða lands- byggðarvanda og því væri sameining sveitarfé- laga eitt stærsta byggðamálið sem menn fengj- ust við nú. „Menn verða að staldra við og skoða t.d. getu þessara smáu sveitarfélaga til að bjóða íbúum sínum upp á þá þjónustu sem þeir kjósa,“ sagði hann og benti á að sum hver leystu málin þegar með samvinnuverkefnum. Fram kom að 52% sveitarfélaga væru með 500 íbúa eða færri. Meðalstærð sveitarfélaga á Íslandi er 2.788 íbúar, en að Reykjavík frátalinni eru þeir 1.747 talsins. Ef sveitarfélögum fækk- aði í 50 nú yrðu að meðaltali 3.600 íbúar í hverju sveitarfélagi sé höfuðborgin ekki meðtalin. Nefndi Grétar Þór í þessu samhengi að fyrir 40 árum hefðu Svíar samþykkt að fækka sínum sveitarfélögum úr 800 í tæplega 300, en á þeim tíma var það mat manna að lágmarksstærð sveitarfélags vegna rekstrar grunnskóla væri 5– 7000 manns og 6–8000 manns fyrir rekstur fé- lagsþjónustu. „Með þessi viðmið í huga værum við ekki að taka upp neitt stórborgarkerfi þótt við fækkuðum sveitarfélögum í 50. Að mínu mati er það nauðsynlegt skref inn í nútímann og þær kröfur sem við gerum,“ sagði Grétar Þór. Forstöðumaður RHA segir raunhæfan möguleika á því að fækka sveitarfélögum í 50 Viðhorf íbúa og full- trúa þeirra lykilatriði Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frá Húsavík: Ef til sameiningar kemur þar sem hefð er fyrir sterkri stjórnsýslu, t.d. á Ak- ureyri, Húsavík eða Blönduósi, yrðu stóru kjarnarnir að taka tillit til þeirrar stjórnskip- unarhefðar sem ríkt hefur í smærri sveitarfélögunum, segir Grétar Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.