Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 7900. www.snyrtiskolinn.is HJALLABREKKU 1, KÓPAVOGI Mars: Eitt pláss laust Næst tekið inn í ágúst og nóvember ÍSLAND og Noregur verða að una EES-samningnum óbreyttum á næstu árum. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi ut- anríkisráðherra Norðurlandanna fimm – Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur – eftir við- ræður þeirra í Reykjavík í gær. Hefð er fyrir því að þessir reglu- bundnu samráðsfundir ráðherranna séu haldnir af formennskuríki ráð- herranefndar Norðurlandaráðs, en í ár gegnir Ísland því hlutverki. Þeir Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og hinn norski starfsbróð- ir hans, Jan Petersen, voru sammála um að Ísland og Noregur (og Liecht- enstein, þriðja EFTA-ríkið í EES) yrðu að búa við EES-samninginn eins og hann er, þrátt fyrir að breyt- ingar hjá Evrópusambandinu – eink- um fjölgun aðildarríkja þess í 25 í vor og væntanlegur stjórnarskrársátt- máli – valdi því að íslenzk og norsk áhrif á nýja Evrópulöggjöf fari þverr- andi og þessar breyttu aðstæður köll- uðu því á uppfærslu EES-samnings- ins, eigi hann að gagnast Íslandi og Noregi eins vel og hann hefur gert á þeim áratug sem hann hefur verið í gildi. Evrópumál voru fyrirferðarmikil á dagskrá viðræðna ráðherranna, sem fóru fram á þriðjudag og í gærmorg- un. Reyndar voru þeir Per Stig Möll- er, utanríkisráðherra Danmerkur, og finnski ráðherrann Erkki Tuomioja ekki á blaðamannafundinum þar sem önnur brýn erindi höfðu kallað þá aft- ur frá landinu. Í yfirliti sem Halldór gaf um inntak viðræðnanna kom fram að þar hefði m.a. borið á góma norrænt samráð um Evrópumál, stækkun Evrópu- sambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðsins (EES), nýr stjórn- arskrársáttmáli ESB og svonefnt Lissabon-ferli um stefnu ESB að bættri samkeppnishæfni evrópsks efnahagslífs. Þá var að sögn Halldórs fjallað um öryggismál og ýmis al- þjóðamál. Utanríkisráðherra lagði í máli sínu áherzlu á mikilvægi þess að viðhalda og styrkja samvinnu og samráð Norðurlanda, ekki einungis um Evr- ópumál, heldur einnig á sviði utanrík- ismála almennt. Hann sagði væntan- lega stækkun ESB og Evrópska efnahagssvæðisins sögulegan við- burð, ekki aðeins í viðskiptalegu til- liti. Stækkunin fæli í sér að söguleg og pólitísk skil á milli ríkja og þjóða í Evrópu væru afmáð. Á fundinum var ennfremur fjallað um öryggismál og stöðu mála í Afganistan, Írak og fyrir botni Mið- jarðarhafs. Aðspurð um norrænar áherzlur í væntanlegum stjórnarskrársáttmála ESB sagði Laila Freivalds, utanrík- isráðherra Svíþjóðar og eini fulltrúi norræns ESB-ríkis á blaðamanna- fundinum, að hún teldi norrænar áherzlur, svo sem á gegnsæi ákvarð- anatöku innan ESB og lýðræðislegt lögmæti þeirra, hafa skilað sér bæri- lega inn í sáttmáladrögin. Hún sagði það hafa verið vonbrigði að ekki skyldi hafa tekizt samkomulag um þau á leiðtogafundi ESB í lok síðasta árs. Nú væri það í höndum írsku ESB-formennskunnar að leita sátta um þau atriði sem út af stóðu, en hún væri þó ekki allt of vongóð um að samkomulag kæmist í höfn fyrr en kannski í haust; það gæti jafnvel dregizt fram á næsta ár. Hinn norski Jan Petersen sagði eðlilegt að þótt Norðmenn – rétt eins og Íslendingar – hefðu sínar hug- myndir um það hvað æskilegast væri að kæmi út úr stjórnarskrármálinu, þ.e. hvaða mynd ESB mun taka á sig, gæfi að skilja að þar sem þeir hefðu valið sér að standa á hliðarlínunni og fylgjast með þessu breytingaferli ESB utan frá, hefðu þeir engin áhrif á hvaða stefnu það tæki. Petersen tók fram að það myndi skýrast eftir næstu Stórþingskosningar, haustið 2005, hvort Noregur myndi á því kjörtímabili stefna á fulla aðild að sambandinu. Fagna viðleitni til jöfnunar ágreinings yfir Atlantshaf Varðandi öryggismál greindi Hall- dór frá því að ráðherrarnir fögnuðu því að hlutaðeigandi aðilar legðu sig fram við að jafna þann ágreining sem upp kom á milli nokkurra evrópskra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna innrásarinnar í Írak. Vilji væri beggja vegna Atlantshafs- ins til þess að efla Atlantshafstengsl- in á ný og væri það afar mikilvægt, ekki síst með tilliti til áframhaldandi þróunar sameiginlegrar öryggis- og varnarmálastefnu ríkja Evrópusam- bandsins (ESDP). Halldór upplýsti starfssystkin sín um undirbúning þess að Ísland taki við stjórn flugvallarins í Kabúl í Afg- anistan á miðju þessu ári, en það er eitt umfangsmesta verkefni sem Ís- lenzka friðargæzlan hefur fengizt við. Verðum að una óbreytt- um EES-samningi Morgunblaðið/Ásdís Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra með sænska starfssystur sína, Lailu Freivalds, sér á hægri hönd og norska starfsbróðurinn Jan Petersen á vinstri hönd í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs sammála um að engin von sé til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið fáist uppfærður HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, opnar nýja sýningu í Jóns- húsi við Öster Vold- gade 12 í Kaupmanna- höfn í dag. Frá árinu 1972 hef- ur verið uppi sýning í húsinu til minningar um ævi og störf Jóns Sigurðssonar og var sú sýning endurgerð árið 1993. Alþingi ákvað í tilefni af ald- arafmæli heimastjórn- ar og þingræðis á Ís- landi að endurbæta sýninguna í Jónshúsi. Aukið verður við umfjöllun um sjálfstæðisbaráttuna að Jóni Sig- urðssyni gengnum og stærstu áfangana sem síðar unnust; heima- stjórn árið 1904, fullveldi 1918 og loks lýðveldi árið 1944. Einnig verður sett upp sýning um Ingi- björgu Einarsdóttur konu Jóns og þátt hennar í heimilishaldinu og verður hún í því herbergi sem kall- að hefur verið eldhús Ingibjargar. Þar hefur vinnuherbergi fræði- manns verið undanfarin ár, en flyst nú á 2. hæð í húsinu. Munir úr Safni Jóns Sigurðssonar sem Þjóðminjasafn Íslands varðveitir, verða hafðir til sýningar í Jóns- húsi. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur semur nýja sýn- ingartexta og Björn G. Björnsson hannar útlit sýningarinnar. Jafnframt verður hús- næðið allt málað og lagfært á ýmsan hátt, bókasafn og önnur starfsemi flutt og lög- uð að breyttum kröf- um. Hús Jóns Sigurðs- sonar við Öster Vold- gade 12, Austurvegg, er í eigu Alþingis en Carl E. Sæmundsen gaf Alþingi húsið árið 1967 til minningar um Jón Sigurðsson sem bjó þar ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni frá 1852 þar til þau létust í desember 1879. Jón Sigurðsson var fremsti leið- togi Íslendinga í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar á 19. öld og í Jónshúsi var miðstöð þeirrar bar- áttu. Þau hjón héldu uppi mikilli risnu á heimili sínu og var það jafnan opið gestum og gangandi. Einu sinni í viku var opið hús og þá söfnuðust Íslendingar í Kaup- mannahöfn saman í stofum Jóns og Ingibjargar og nutu gestrisni húsráðenda, segir í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu Alþingis. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag. Aldarafmæli heimastjórnar og þingræðis á Íslandi Ný sýning í Jónshúsi í Kaupmannahöfn Halldór Blöndal Síldveiðideilan Ákvörðun Norðmanna jákvæð HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði eftir við- ræður sínar við starfssystkin sín frá hinum Norðurlöndun- um í gær að þeir Jan Petersen frá Noregi hefðu ekki rætt síldveiðideilu ríkjanna sér- staklega. Í samtali við Morgunblaðið sagði Halldór það þó vera já- kvætt, með tilliti til þess hnúts sem viðræðurnar um veiðar úr norsk-íslenzka síld- arstofninum eru í, að Norð- menn skuli hafa tekið einhliða ákvörðun um að norsk skip veiði þó ekki meira en 57% af áætluðum heildarkvóta ársins úr stofninum. Þeir höfðu áður gert kröfu um 70% heildar- kvótans, en hann er áætlaður 825.000 tonn í ár. „Fyrir okkur er aðalatriði að byggja aftur upp stofninn og halda veiðunum í skefjum,“ segir Halldór. Því sé hin til- tölulega hófsama sjálf- skömmtun Norðmanna á síld- arkvóta jákvætt innlegg í málið eins og það er nú statt. „En þetta er á engan hátt nið- urstaða,“ tekur Halldór fram, „vegna þess að við verðum að tryggja […] samkomulag allra aðilanna fimm,“ sem koma að samningunum um veiðar úr þessum mikilvæga stofni. Vonast enn til að samningar náist Íslenzk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um einhliða kvóta fyrir íslenzk skip, enn sem komið er að minnsta kosti. „Við erum enn að von- ast til þess að samningar ná- ist,“ segir Halldór; „það liggur alveg ljóst fyrir að ef að þeir nást ekki er okkur nauðugur einn kostur að taka hliðstæða ákvörðun [og Norðmenn hafa gert].“ Æ algengara að efnaminni veigri sér við að fara til tannlæknis ENDURGREIÐSLUR ríkisins vegna tannlæknaþjónustu hafa lækk- að og er æ algengara að efnaminna fólk veigri sér við að fara til tann- læknis að sögn Heimis Sindrasonar, formanns Tannlæknafélags Íslands. Það bitni ekki síst á börnum og ung- lingum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Tannlæknafélaginu miðast endur- greiðslurnar við úrelta gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins en ekki verðskrá tannlækna. Það hefur gert það að verkum að raunkostnaður sjúklinga hækkar. Tekið er dæmi af aðgerð sem kostar að meðaltali um 10.600 kr. Samkvæmt gjaldskrá TR kosti slík aðgerð 7.400 kr. og því miðist endur- greiðslan við 75% af þeirri upphæð sé um barn að 18 ára aldri, öryrkja eða ellilífeyrisþega að ræða. Í raun þýði það að fólk fái rúm 52% endurgreitt af kostnaðinum en ekki 75%. Heimir segir þessa ábendingu ekk- ert eiga skylt við launakröfur tann- lækna og sé mál sjúklinga og TR. Gjaldskrá TR hafi verið fryst í nokkur ár og hækkun á verðskrá lækna sé í takt við verðlagsþróun í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.