Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ E inu sinni var fullyrt á Vesturlöndum: „Það gengur bara alls ekki að allar kínverskar fjöl- skyldur eignist ísskáp, það yrði allt of mikil mengun.“ Freon- kerfið í kælitækjum var ástæða óttans. Tvennt er rangt við þessa full- yrðingu. Annars vegar felst í henni að ekki sé pláss fyrir fleiri velmegunarríki. Jörðin þoli ekki meiri neyslu, mengun og spill- ingu sem henni óhjákvæmlega fylgi. Hins vegar að hún gefur ekki möguleika á þeirri hugsun að vel- megunarþjóðirnar geti dregið úr neyslu sinni til að skapa rými fyr- ir meiri neyslu þróun- arríkjanna. Þetta atriði felur einmitt í sér meg- inhugsunina í hugtakinu sjálfbær þróun. Vel- megunarþjóðirnar hafa nú á ann- an áratug gert veika tilraun til að tileinka sér aðferðafræði sjálf- bærrar þróunar. Niðurstaðan er að þeirra eigin neysla hefur auk- ist og ríkisstjórnir þeirra hafa veitt minna fé en áður til þróun- araðstoðar. Áfromin voru fögur, t.d. setti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fram stefnu sína í umhverfismálum árið 1993. Helsta markmið stjórnarinnar var að „Ísland verði um næstu aldamót hreinasta land hins vest- ræna heims og ímynd hreinleika og sjálfbærrar þróunar tengist allri atvinnustarfsemi í landinu.“ Hugsunin mótaðist annars veg- ar af ótta við þynningu ósonlags- ins og hins vegar því að Gro Harlem Brundtland, formaður umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna 1992, hafði staðið fyrir áhrifamikilli umhverfisráðstefnu í Rio de Janeiro í Brasilíu. Sam- þykkt niðurstaða nefndarinnar varð þessi: „Sjálfbær þróun er uppbygg- ing sem fullnægir þörfum nú- tímans án þess að stofna í hættu getu kynslóða framtíðarinnar til að fullnægja þörfum sínum. Hún inniheldur tvö lykilhugtök: hug- takið „þarfir“, sérstaklega frum- þarfir hinna fátæku í heiminum sem ættu að fá ýtrasta forgangs- rétt; og hugtakið um „takmark- anir“ sem tækni og skipulag set- ur möguleikum umhverfisins til að mæta þörfum nútíðar og fram- tíðar.“ (Brundtland-skýrslan: Our Common Future, bls. 43.) Lykilhugtökin fela í sér svarið við fullyrðingunni um ísskápana í Kína eða að um leið og þörfum þróunarríkja er sinnt þurfi vel- megunarríki að draga úr neyslu. Annars geta þau aldrei mæst á miðri leið. Þekking hérlendis á meginvið- miðum sjálfbærrar þróunar reyndist ekki mikil samkvæmt viðhorfskönnun sem Þorvarður Árnason, náttúrufræðingur og verkefnisstjóri hjá Siðfræðistofn- un Háskóla Íslands, og sam- starfsfólk gerði á umhverfisvit- und Íslendinga á vormánuðum 2003. (Mbl. 15.02.04.) Þar kom fram að þeir tveir þættir sem snúa mest að svar- endunum sjálfum: 1. Að minnka neyslu almennings á Vest- urlöndum. 2. Að auka áhrif al- mennings í ákvörðunum um um- hverfismál, vega áberandi minnst að mati svarenda fyrir sjálfbæra þróun. Spurt var um mikilvægi heimsmála fyrir sjálfbæra þróun annars vegar fyrir veröldina sjálfa og hins vegar fyrir þátt- takendur sjálfa. Langmikilvæg- ust voru talin atriðin að búa í haginn fyrir velferð komandi kynslóða og að bæta lífskjör í fá- tækum löndum. Önnur mikilvæg atriði voru talin að auka nýtni í meðferð náttúruauðlinda, sporna gegn hnattrænum umhverf- isvandamálum og að auka hag- vöxt á Íslandi og í ríkjum heims. Breyting á eigin hegðun hugnast því fólki síst. Að takmarka þá neyslu sem íbúar velmegunarríkja hafa vanið sig á er sennilega margfalt erf- iðara en að aðstoða fátæka. Hug- myndin að draga úr öllum þess- um óþarfa sem maður hefur vanið sig á er ekki vinsæl: Að stramma sig af jafnvel niður í einn bíl á heimili, eitt sjónvarp, einn kæliskáp, eina tölvu, einn síma. Ganga, hjóla, taka strætó, hafna óþarfa umbúðum á vörum, flokka sorp, setja dagblöð, raf- hlöður, mjólkurfernur og fleira í endurvinnslu. Er það ekki til of mikils mælst? Leiðirnar til að vinna gegn eig- in neyslu og áhrifum hennar á þynningu ósonlagsins, gróður- húsaáhrifin, mengun vegna geislavirkra efna og á afkomu ýmissa lífverutegunda eru lítt kunnar í (neyslu)samfélaginu. Orðtakið „margt smátt gerir eitt stórt“ á vel við í þessu atriði, því Íslendingar eru upp til hópa þjóð neyslunnar. Hér er varla gert við tæki lengur. Bili sími borgar sig ekki að gera við hann, tölva, sjón- varp, útvarp og önnur heim- ilistæki eru einnota í þeirri merk- ingu að við þætta fæst varla gert. Hvað þá skó, föt eða annað því- umlíkt. Fatnaðurinn er svo bara sendur í dýrum gámum og með góðri samvisku til Afríku þar sem sólin skín, og engum myndi hug- kvæmast að ganga í álafossúlpu með trefil, eða rifnum gallabux- um frá Noregi. (Litskrúðugt efni í klæði er betur þegið.) Stemmningin í (neyslu) samfélaginu er óhjákvæmilega afar hlynnt neyslunni. Kerfi hennar er þess eðlis að mikið vill meira. Skeri sig einhver úr og selji bílinn til að ganga, hjóla og fara í strætó verður hann fyrir einhvers konar (neyslu)elti. Stemmningin er miklu frekar að skipta úr fólksbíl í jeppa þótt maður hafi ekkert að gera við hann og geyma vélsleða í garð- inum. Neysla af þessari stærðar- gráðu eykur nú enn bilið milli velmegunar- og þróunarríkja. Sjálfbær þróun var vonarkenning jafnt velmegunar- sem þróun- arríkjanna. Ef til vill hefur hún brugðist. Bráðabirgðaniðurstaða: Breyt- um eigin (neyslu)hegðun! (Eða endurskoðum kenninguna.) Fátækar þjóðir II Að takmarka þá neyslu sem íbúar velmegunarríkja hafa vanið sig á er sennilega margfalt erfiðara en að aðstoða fátæka. Það er erfitt að hætta öllu þessu „indæla“ óþarfa bruðli. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is SUMARDAGINN fyrsta 2003 tók gildi ný reglugerð fyrir Garðyrkju- skóla ríkisins. Með reglugerðinni fékk Garðyrkjuskólinn formlega rétt til að bjóða upp á nýtt nám á há- skólastigi ásamt starfsmenntanámi á 6 námsbrautum. Síðustu misseri hef- ur verið í gangi undirbúningsvinna við skipulagningu þriggja nýrra há- skólabrauta við skólann. Nám þetta er fyrirhugað á hausti komandi og um er að ræða hagnýtt háskólanám með vinnu. Boðið verður upp á þrjár námsbrautir garðyrkjutækni, skrúð- garðyrkjutækni og skógrækt- artækni, 30 eininga diplomanám með möguleika á framhaldi til BS-gráðu. Hér er um nýmæli að ræða, ekki síst á sviði háskólanáms í skógrækt. Skógræktartækni Forsendur fyrir því að hægt sé að bjóða upp á nám á háskólastigi eru rannsóknir. Garðyrkjuskólinn hefur stundað rannsóknir í garðyrkju og trjárækt í rúm 60 ár. Fyrirhugaður flutningur tilraunastöðvar skógrækt- ar á Mógilsá á Garðyrkjuskólann rennir enn traustari stoðum undir þá rannsóknastarfsemi sem nú er stunduð við Garðyrkjuskólann. Nú þegar á sér stað víðtæk samvinna Mógilsár og Garðyrkjuskólans m.a. með uppbyggingu sameiginlegrar til- raunavinnustofu og sameiginlegra rannsóknaverkefna sem fara fram í nýju tilraunagróðurhúsi skólans. Uppbygging námsins Námið er 30 einingar (60 ECTS) og er skipulagt sem lotubundið fjarnám á þremur önnun. Að loknu námi í skógræktartækni skal nemandinn hafa góða faglega þekkingu á grunn- skipulagi, ræktun og nýtingu skóga, og getað stjórnað uppbyggingu, ræktun og nýtingu einstakra skóga. Námið býr nemandann undir frekara nám í skógrækt, m.a. með þjálfun í sjálfstæðum og faglegum vinnu- brögðum í þekkingaröflun. Helstu námsgreinar eru aðferða- og upplýsingafræði, trjáplöntuþekk- ing, skógmælingar, hagnýt jarðvegs- fræði, skógarvistfræði, plöntulífeðl- isfræði trjáa, áætlanagerð í skógrækt og skógræktaraðferðir. Við und- irbúning námsins hefur verið leitað til ýmissa sér- fræðinga, innan og utan skólans. Lögð er áhersla á hina faglegu þrískiptingu skógfræði þ.e. eiginlega skógrækt (silviculture), skógmælingar (forest mensuration) og skóg- ræktaráætlanir (forest management). Framtíðin Ætla má að mikil eft- irspurn sé eftir fólki með hagnýta tæknimenntun á þessu sviði. Helstu dæmi um starfsvettvang eftir útskrift er m.a. Skógrækt ríkisins, störf hjá landshlutabundnu skóg- ræktarverkefnunum, sjálfstætt starf- andi verktakar, ýmis sérfræðistörf auk annarra starfa í græna geiranum. Unnið er að samstarfssamningum við aðra háskóla m.a. við Háskóla Ís- land og Tækniháskóla Íslands þannig að nemendur geti flutt með sér áunn- ar einingar inn í annað nám t.d. líf- fræði eða rekstrarfræði. Hingað til hefur einungis verið hægt að stunda nám sem þetta er- lendis, við aðstæður sem eru um margt frábrugðnar íslenskum að- stæðum. Miðað við það fé sem áætlað er að leggja í nýskógrækt á næstu ár- um er það vissa skólans að hér sé ver- ið að mæta töluverðri eftirspurn á sviði skógræktarnáms. Nánari upp- lýsingar má fá á skrifstofu skólans og heimasíðu: www.reykir.is Hagnýtt háskólanám við Garðyrkjuskólann Sveinn Aðalsteinsson og Ólafur Melsted skrifa um skólamál ’Forsendur fyrir því aðhægt sé að bjóða upp á nám á háskólastigi eru rannsóknir.‘ Sveinn er skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins og Ólafur er aðstoðarskólameistari. Sveinn Aðalsteinsson Ólafur Melsted ELDRI borgarar hafa vitað það lengi að alltaf er verið að sauma að þeim sem minnst mega sín í þjóð- félaginu, ekki síst öldruðum. Það er hins vegar sárast þegar það kemur þaðan sem þeir eiga sér síst von. Á fræðslufundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) hinn 20. september sl. flutti forstjóri Trygg- ingastofnunar (TR) ræðu og sagði meðal annarrs: „Trygginga- stofnun er miðstöð vel- ferðarkerfisins, þar sem menn sækja rétt sinn“. Einnig var farið fögrum orðum um aukna upplýsingaþjón- ustu TR við aldraða. En eftir að hafa skoðað vandlega bréfa- skriftir TR til lífeyris- þega í nóv. 2003 og í nóv. 2002, þá er það greinilegt að hann hef- ur rétt fyrir sér, aldraðir verða að sækja sinn rétt, og upplýs- ingar liggja ekki á lausu. Því er sérstaklega áhugavert að benda á það sem ekki er nefnt í þessum bréfum og TR kýs þar með að þegja yfir. Í bréfi frá TR í nóv. 2003, þar sem beð- ið er um tekjuáætlun fyrir árið 2004, er tillaga TR að hækka áætlaðar greiðslur úr almennum lífeyr- issjóðum um 10%, á milli áranna 2002 og 2004, en þeir nefna ekki í bréfinu forsendur hækkunarinnar né pró- senttölu. Ekki er heldur bent á þá staðreynd að greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum fylgja verðlagsvísitölu og hækka því vart meira en um 5–6% á þessu tímabili. Þetta vita þessir menn fullvel, en leyfa sér þó að segja í umræddu bréfi: „Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: Að tekjuáætlun sé í sem bestu samræmi við væntan- legar tekjur ársins 2004“ og: „Að ábyrgðin á því að tekjuáætlunin sé rétt er á ykkar hendi !(leturbreyting mín). Það er fráleitt að halda því óbeint fram að TR beri hér ekki mikla ábyrgð. TR lætur greinilega nota sig til þess að hafa allar áætlanir sem hæstar, og þar með lægri greiðslur tekjutengds lífeyris. Að vísu er lofað leiðréttingu seint á árinu 2005, og þannig er TR samkvæmt skipun að ofan að hjálpa ríkinu að ná sér í ódýr lán á kostnað „forríkra“ elli- lífeyrisþega! Lög segja 5,5% vexti en engar verðbætur eru nefndar. Ekki er síður áhuga- vert að rifja upp atriði í bréfi TR til ellilífeyr- isþega í nóv. 2002. Þar er nefnt að breytingar verði skv. nýsamþykkt- um lögum, þannig að framvegis (frá árinu 2003) verði tekjutengd- ar bætur miðaðar við tekjur sama árs, en ekki eins og undanfarin ár við tekjur næstu ára á undan. Í bréfinu er höfuðáherslan lögð á að menn gefi TR ótak- markað leyfi til að hnýsast í skatta- skýrslur þeirra, þó að þeim sé nóg að fá upp- gefnar tekjur manna. Þá eru menn beðnir að senda inn tekjuáætlun fyrir árið 2003, og í þetta sinn án ábendinga frá TR. Hins vegar er vandlega þagað yfir því að þessar breytingar þýða það að allar tekjur ársins 2002, hvort sem um er að ræða atvinnu-, lífeyrissjóðs- eða fjármagnstekjur muni ekki hafa nein áhrif á upphæð tekjutengdra bóta frá TR, þegar upp er staðið. Þetta „skattfrelsisár“ var greini- lega einkamál TR og þeirra fáu sem gerðu sér grein fyrir því hvað þessar breytingar þýddu í raun og veru. Al- mennir lífeyrisþegar máttu umfram allt ekki komast á snoðir um þetta. Því að þarna höfðu þeir tækifæri til þess að selja gömul húsbréf, hluta- bréf eða önnur verðmæti og greiða aðeins fjármagnstekjuskatt, án þess að þurfa að sæta skerðingum lífeyris frá TR vegna fjármagnstekna þessa árs. Halda einhverjir ennþá að TR hugsi fyrst og fremst um hagsmuni lífeyrisþega? Forstjóri TR, sagði einnig í áður- nefndri ræðu að kerfið sé orðið flókið og að endalausar tekjutryggingar samkvæmt lögum frá Alþingi eigi þar stærstan hlut að máli. Skammirnar vegna þess fengi svo starfsfólk TR. Ég get tekið undir hans orð um enda- lausar tekjutryggingar lífeyris, en eftir að hafa grandskoðað bréf TR til lífeyrisþega undanfarin ár þá undr- ast ég ekki lengur að TR fái stundum orð í eyra og að þeir eigi það jafnvel skilið. Nýjasta svar forstjóra TR, vegna kvörtunar LEB, sýnir að stofnunin er ennþá múlbundin af stjórnvöldum um að hafa tekjuáætlunina sem hæsta, og TR má þar engu um ráða. Hins vegar lofa þeir leiðréttingu sé um hana beðið. Þess vegna skora ég á alla sem fá greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum að krefja TR um leið- réttingu. Allir vita núna heildar- greiðslur síðasta árs frá lífeyrissjóð- unum í greiðsluyfirliti sjóðanna. Hæfilegt er að hækka þær árs- greiðslur um 2,5%, og tilkynna TR um þá endurskoðuðu tekjuáætlun fyrir árið 2004, og láta þar með vita að það er fylgst með gjörningum þeirra. Félög eldri borgara munu án efa veita aðstoð við þetta. Það tekur því varla að nefna það að TR hefur svikið loforð um það að segja lífeyrisþegum það við hvaða tekjuáætlun ársins 2004 greiðslur TR eru miðaðar. Þeirra tölvukerfi er greinilega svo lélegt að það getur ekki einu sinni tilgreint á greiðslu- seðli forsendur eigin útreikninga. Það er því sannarlega rétt hjá for- stjóra TR að aldraðir verða „að sækja sinn rétt“. Að sækja sinn rétt Pétur Guðmundsson skrifar um lífeyrismál ’ … skora ég áalla sem fá greiðslur úr al- mennum lífeyr- issjóðum að krefja TR um leiðréttingu.‘ Pétur Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.