Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Pokaskyr enn framleitt | Hjá Mjólk- ursamlagi Ísfirðinga á Ísafirði er skyr enn framleitt upp á „gamla mátann“. Skyrið er sett í poka og látið drjúpa af því yfir nótt. Á vef Lands- sambands kúa- bænda kemur fram að þrátt fyrir mikla sókn ýmissa skyr- tegunda undan- farin ár, svo sem skyr.is og KEA- skyrs, hefur poka- skyrið átt sinn fasta sess hjá neyt- endum á Vestfjörðum, sem og í Borgarfirði. Vestfirska pokaskyrið fæst eingöngu á Ísa- fjarðarsvæðinu og í verslun KB í Borg- arnesi. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Byggingartími styttist | Mikil breyting hefur orðið á byggingartíma íbúða á und- anförnum árum. Á Akranesi eru flestar íbúðir eitt eða tvö ár í byggingu en áður var ekki óalgengt að byggingartíminn væri að meðaltali um tíu ár. Kemur þetta fram í samantekt Skúla Lýðssonar byggingarfulltrúa á vef Akra- neskaupstaðar. Hann bendir á að frágang- ur lóða hafi einnig breyst til batnaðar. Nú sé gengið frá lóðum um leið og hús eru tilbúin eða strax árið eftir. Mikil gróska hefur verið og er áfram í íbúðabyggingum á Akranesi. Á síðasta ári voru 112 íbúðir í byggingu en á árinu 2002 voru 105 íbúðir í byggingu. Alls voru teknar 55 íbúðir í notkun á árinu sem var þremur íbúðum fleira en á árinu 2002. Sláturbúðinni lokað | Vígin falla eitt af öðru. Nú hefur smásölu verið hætt á Kjöt- afurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Skagfirðingar hafa hingað til getað feng- ið keypt kjöt í svokallaðri sláturbúð í Kjöt- afurðastöðinni. Nú hefur sláturhúsið fengið viðurkenningu sem útflutningssláturhús og þarf að uppfylla strangar heilbrigðiskröfur, að því er fram kemur á vef Kaupfélags Skagfirðinga. Af þeim sökum hefur orðið að loka sláturbúðinni endanlega. „Þetta fyrirkomulag, að vera með smá- sölu á afurðastöðinni, tilheyrir auðvitað lið- inni tíð og með aukinni þjónustu í versl- unum er aðgengi neytenda að vörunum stórbætt frá því sem tíðkaðist fyrr,“ segir á vef KS. Vestmannaeyjabærhefur auglýst eftirumsóknum um bú- fjárhald í Eyjum, í sam- ræmi við reglugerð þar um, ásamt umsóknum um afnot af beitilandi. Á vef Vestmannaeyja- bæjar kemur fram að bú- fjárhald (alifugla, geita, hrossa, kanína, loðdýra, nautgripa, sauðfjár og svína) og lausaganga bú- fjár er óheimil á Heima- ey, nema með leyfi land- nytjanefndar. Þá ber þeim sem nytja úteyjar til beitar að hafa samráð við nefndina og búfjáreftir- litsmann um fjölda fjár og fyrirkomulag. Kynningarfundur um umsóknarferlið verður haldinn hinn 9. mars nk. á Café Kró, kl. 20.30. Búfjárhald Reykjanesbær | Sýningarsalur Listasafns Reykjanes- bæjar í Duushúsum var fullur af fólki á fyrstu hádegis- tónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar. Talið er að 130 manns hafi hlýtt á Davíð Ólafsson bassasöngvara við Íslensku óperuna syngja negrasálma í útsetningu Daní- els Bjarnasonar. Meðal undirleikara voru Grímur Helga- son klarinettuleikari og Gyða Valtýsdóttir sellóleikari. Ljósmynd/Dagný Tónleikar í hádeginu Vinur Óttars Ein-arssonar er sjó-maður, sem hringdi í hann nýkominn í land og sagðist hafa feng- ið sér einn bjór „svona upp á meltinguna“. Þá orti Óttar: Eftir velting, þurrk og þjór, þorsta, seltu og bruna, í sig skellti einum bjór upp á meltinguna. Í Viðhorfi Þrastar Helga- sonar á þriðjudag var fjallað um dónalegan Dana, sem sagði Ísland of lítið til að geta af sér góð- ar bókmenntir. Þröstur rifjaði upp að Halldór Laxness hefði beðið landsmenn í lengstu lög að yrkja ekki eins og Skandinavar. Kantónan kveður: Skáldgáfuna viljum virkja frá vöggu alla leið til grafar; við megum bara ekki yrkja eins og þessir Skandinavar. Dónalegur Dani pebl@mbl.is Djúpivogur | Þessir ungu Djúpavogsbúar, Auður Gauta- dóttir og André Sandö, voru að renna sér á svelli í fjörunni að áliðnum góðviðrisdegi. Höfðu þau með sér góða vinkonu sína, tíkina Stjörnu, sem var orðin blaut og úfin eftir margar salí- bunur á glerhálum ísnum. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Svell í fjöruborðinu Leikir Selfoss | Ungir sjálfstæðismenn í Árnes- sýslu hafa sett upp bláa söfnunarbauka víða í Sveitarfélaginu Árborg og vilja með því leggja áherslu á að stýra þurfi sveit- arfélaginu út úr fjárhagsleg- um vandræð- um. Þeir benda á að 99,65% af tekjum sveit- arfélagsins Ár- borgar fari í rekstur og eft- ir standi að- eins 6,3 millj- ónir króna til að standa und- ir afborgunum lána og til framkvæmda. „Því er ljóst að allar þær framkvæmdir sem bærinn stendur fyrir eru nær ein- göngu fjármagnaðar með lánsfé. Ef fram heldur sem horfir má reikna með að skuldastaða sveitarfélagsins nemi tæpum 700 þúsund krónum á íbúa í lok kjör- tímabils 2006,“ segir í tilkynningu sem fylgir söfnunarbaukunum. Þeir benda á að þessi staða sveitarfé- lagsins hafi þau áhrif að minni líkur séu á að fasteignagjöld lækki sem og leikskjóla- gjöld, gatnagerðargjöld og skólavistar- gjöld. Söfnunar- baukar vegna fjárhagsvanda Árborgar Borgað í baukinn. ELLEFU sækja um stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar. Umsóknirnar voru kynnt- ar á fundi bæjarráðs í gærmorgun og er búist við að ákvörðun um ráðningu verði tekin á næsta fundi bæjarstjórnar. Í hópi umsækjenda eru nokkrir fyrrver- andi bæjar- og sveitarstjórar. Umsækj- endurnir eru Ásgerður Jóna Flosadóttir í Reykjavík, Björn Elíson á Hvammstanga, Gísli Karlsson í Reykjavík, Glúmur Bald- vinsson í Dubai, Guðmundur Rúnar Svav- arsson í Grímsnesi, Guðmundur Björnsson í Svíþjóð, Guðmundur Guðlaugsson á Siglufirði, Guðmundur Óskar Her- mannsson á Patreksfirði, Haraldur A. Haraldsson á Patreksfirði, Ragnar Jör- undarson í Hrísey og Steindór Sigurðsson í Reykjanesbæ. Nýr bæjarstjóri tekur við störfum af Brynjólfi Gíslasyni sem sagt hefur starfi sínu lausu. Ellefu sækja um stöðu bæjarstjóra ♦♦♦       Laugardalur | Bygging innisund- laugar í Laugardal gengur vel, en verkið er í heild sinni aðeins á eft- ir áætlun, að sögn Bjarnar Leifs- sonar framkvæmdastjóra. Nú er unnið að því að klára frá- gang hússins að utan og stefnt að því að byrja á frágangi lóðarinnar fljótlega. Fljótlega tekur laugin á sig frekari mynd þegar farið verð- ur að leggja flísar og snurfusa inni. Björn segir að stefnt sé á að opna innilaugina um miðjan nóv- ember. Björn segir almenning hafa tek- ið frábærlega í nýju aðstöðuna í Laugardal og segir fólk almennt mjög ánægt með uppbygginguna. Morgunblaðið/Jim Smart Frágangi utanhúss að ljúka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.