Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 19 Reykjavíkurhöfn | Fiskverkendur og útgerðarmenn við Reykjavíkur- höfn eru sumir hverjir ekki sáttir við hugmyndir um uppbyggingu og íbúðarbyggð á svæðinu, og segir einn þeirra að enn hafi ekki verið rætt við sig, þrátt fyrir að hús fyr- irtækisins virðist ekki inni á nýjum hugmyndum að skipulagi. „Við erum alveg á þessum reit sem verið er að skipuleggja núna, og húsið okkar er ekki á þessum til- lögum sem við erum að sjá. Það gæti þýtt það að við þurfum að fara eitthvað annað, hvort sem það verð- ur annars staðar í Reykjavík eða eitthvað annað,“ segir Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Jóni Ásbjörnssyni og Fiskkaupum. Ásbjörn segist hafa það á tilfinn- ingunni að borgaryfirvöld vilji að fyrirtækið fari eitthvað annað. „Ég held að það sé ágætt að gera eitt- hvað í þessu skipulagi, en það hlýtur þá að þurfa að færa þessa fisk- vinnslu og útgerð annað, annað hvort annars staðar í höfninni eða aðra höfn.“ Talsverðar vangaveltur hafa verið um hvað eigi að gera á svæðinu, og óvissa um framtíðina. Ásbjörn segir að t.d. hafi starfsfólk verið óöruggt og spurt um framtíð fyrirtækisins, og ekki hafi verið ljóst hversu miklu eigi að verja í viðhald á húsi. Hann segir þó að eftir samtöl við hafn- arstjóra og aðra sjái hann ekki ann- að en fyrirtækið fái að vera þarna einhver ár í viðbót. Rúmast varla í blandaðri byggð „Þetta eru bara tillögur svo það er alveg óvíst hvað verður, en mað- ur fær engin svör,“ segir Ásbjörn. Hann segir starfsemi fyrirtækisins varla rúmast í blandaðri íbúða- byggð. „Maður finnur það að það er verið að þrengja að okkur hérna, slippurinn er að fara og þar er að koma íbúðarbyggð. Svo er búið að ákveða að það verði tónlistarhús og jafnvel hótel hérna hinumegin við okkur svo það er verið að þrengja að okkur úr báðum áttum. En við bíðum bara rólegir og sjáum hvað gerist.“ Aðstaðan sem fyrirtækið er í núna er mjög góð, segir Ásbjörn, skipið sem Fiskkaup gerir út getur landað því sem næst beint inn í hús- ið. Hann segir ljóst að ekki sé hægt að finna jafngóða aðstöðu annars- staðar, en útilokar ekki að fyrirtæk- ið flytji milli bæjarfélaga verði þrengt að því við Reykjavíkurhöfn. Granda ætlaður staður Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri Granda, segist trúa því að fyrirtæk- inu sé ætlaður staður þar sem það er í dag, og hann hafi fengið það staðfest hjá yfirvöldum. „Ég tel okkur alveg finna það frá borgaryf- irvöldum og hafnaryfirvöldum að menn hafi áhuga á því að halda Granda í Reykjavík,“ segir Kristján. „Yfirvöld hafa verið að búa til garð fyrir okkur hérna og það er verið að taka massa úr höfninni og setja hann hérna fyrir utan okkur. Svo við bæði trúum því og treystum að okkur sé ætlaður staður hérna,“ segir Kristján. Hann segir þó óviss- ara hvað verði um loðnuverksmiðj- una til lengri tíma litið. Ekki er víst að starfsemin sam- rýmist blandaðri íbúðarbyggð, en staðsetning fyrirtækisins geri það að verkum að það skipti ekki öllu máli. Hann segir þó að blandaða byggðin sé þó kannski slæm hug- mynd, og bendir á að væntanlegir íbúðarkaupendur væru sennilega ekki til í að kaupa íbúð fyrir ofan þvottastöð eða bílaverkstæði. Kristján segir að það sem valdi honum hvað mestum áhyggjum við tillögurnar er að þar sé ekki sé víst að umferðaræðar til og frá fyrirtæk- inu séu ekki gerðar fyrir þá umferð sem þar þurfi að fara um, og lokist í versta lagi. Hann segist þó í heild- ina bjartsýnn á framtíð Granda í Reykjavíkurhöfn. Útgerðarmenn uggandi yfir uppbyggingu Morgunblaðið/Jim Smart Við Reykjavíkurhöfn: Ekki er víst að fiskverkun og útgerð samrýmist hug- myndum Reykjavíkurborgar um blandaða íbúðabyggð við höfnina. „Gæti þýtt að við þurfum að fara eitthvað annað“ Mosfellsbær | Leikfélag Mosfells- sveitar hefur nú gert samning við Mosfellsbæ um samstarf á leikárinu, og mun leikfélagið m.a. standa fyrir sumarskóla fyrir börn, opnu leikhúsi á góðviðrisdögum auk þess að efla menningarstarf á hátíðisdögum. „Við sjáum um ákveðinn þátt í menningar- og skemmtanastarfi bæj- arins, til dæmis við vígslu á jólatrénu, á þrettándanum, 17. júní og á afmæl- isdegi bæjarins. Þetta sér leikfélagið um, aukinheldur sem við rekum skóla sem heitir Leikgleði fyrir börn á sumrin. Fyrir þetta fáum við ákveðna upphæð á ári frá bænum“ segir Pétur R. Pétursson, formaður Leikfélags Mosfellssveitar. Mosfellsbær styrkir leikfélagið um 1,5 milljónir króna á ári næstu tvö ár- in. Leikfélagið er eingöngu skipað áhugamönnum og hefur engan starfs- mann á kaupi. Pétur segir þetta fjár- magn tryggja að hægt sé að setja upp að lágmarki tvær veglegar sýningar á ári, sem sé meira en mörg önnur leik- hús geti gert. Leikið fyrir gesti og gangandi Meðal þess sem leikfélagið hefur á prjónunum er að setja upp svokallað leikhúskaffi utanhúss á góðviðr- isdögum í sumar. Þá verður torgið ut- an við leikhúsið málað eins og ald- ingarður, sett upp tré og selt kaffi og meðlæti. Svo verða sett upp leikatriði fyrir gesti og gangandi. „Þetta verður ekki gert nema það sé gott veður og góð spá,“ segir Pétur kíminn, að- spurður um hvort það sé raunsætt að gera þetta á Íslandi. Leikfélagið frumsýnir nú á föstu- dag leikritið Lú-barinn. Pétur segir leikritið skemmtifarsa sem gerist á ný-uppgerðum Lú-barnum, síðasta daginn áður en staðurinn verður opn- aður aftur. „Þarna koma ýmsir gest- ir, bæði gamlir fastagestir og aðrir, og það er svona „monkeybuisness“ í kringum þetta allt saman og heljar grín sem verður úr þessu,“ segir Pét- ur. Á eftir sýningunni getur fólk kynnst Lú-barnum af eigin raun því barinn verður opinn eftir sýningu, og hljómsveit barsins, sem spilar undir á sýningunni, heldur uppi fjörinu. Verða með opið leikhús á góðviðrisdögum í sumar Morgunblaðið/Sverrir Frumsýning á föstudaginn: Atriði úr leikritinu Lú-barinn, vongóður trúbador kemur á barinn í leit að góðum stað til að spila tónlistina sína. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Heilsukoddi Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Dömukuldaskór og stígvél frá Zinda St. 36-40 Litur: Svartur og brúnn Verð áður 14.995 Verð nú 7.995 St. 36-40 Litur: Svartur og brúnn Verð áður 18.995 Verð nú 9.995 Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.