Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚSUNDIR sjía-múslíma gengu í gær fylktu liði í gegnum Karbala, sem er helgasta borg þeirra, og hrópuðu slagorð gegn Bandaríkja- mönnum annars vegar, og gegn „út- lendum“ hryðjuverkamönnum hins vegar. Reiði þeirra er mikil, ódæðin í Karbala og við Kazimiyah-moskuna í Bagdad í fyrradag, sem kostuðu hátt á annað hundrað manns lífið, áttu sér stað á helgasta degi ársins í dagatali sjía-múslíma, á þeim degi þegar þeir minnast þess er Hussein, barnabarn Múhameðs spámanns, dó píslarvætt- isdauða í Karbala fyrir 1.400 árum. Þennan dag fengu sjítar í Írak ekki að halda hátíðlegan á meðan súnní-múslíminn Saddam Hussein réð ríkjum í landinu – hann óttaðist að slík hátíðarhöld efldu samstöðu sjíta í Írak sem aftur hefði getað orð- ið til að þeir gerðu uppreisn gegn stjórn hans – og því var um stór- viðburð hjá þeim að ræða í fyrradag. Zarqawi grunaður Arabískt dagblað í London, Al- Quds, greindi í gær frá því að yfirlýs- ing hefði borist frá al-Qaeda-hryðju- verkasamtökunum þar sem þau neita allri ábyrgð á ódæðunum í fyrradag. Eykur þessi yfirlýsing á óvissuna um það hverjir voru að verki – þó að Jórdaníumaðurinn Abu Mussab al-Zarqawi, sem sagður er hafa tengsl við al-Qaeda, sé sterk- lega grunaður um að hafa skipulagt ódæðin. „Ég held ekki að nokkur maður viti hver gerði þetta,“ segir frétta- konan Molly Bingham, sem búsett hefur verið í Bagdad undanfarið ár, í samtali við Morgunblaðið. „Hugsan- lega var um erlenda aðila að ræða, einhverja aðra en al-Qaeda, það er til nóg af mönnum sem vilja hreinsa til í íslam og líta svo á að sjítar séu villu- trúarmenn. En þessi ódæðisverk hefði ekki verið hægt að framkvæma án aðildar og aðstoðar einhverra Íraka,“ segir hún. „Útlendingur hefði ekki getað keypt þau vopn í Írak, sem var beitt í árásunum, nema með aðstoð heimamanns. Hversu stórt hlutverk einhverjir Írakar léku er hins vegar afar óljóst.“ Kynt undir spennu Þrjú hundruð manns biðu bana í hryðjuverkaárásum í Írak í febrúar- mánuði og tilræðin í fyrradag gefa mönnum ástæðu til að óttast að marsmánuður verði jafnvel enn blóð- ugri. Sumir fréttaskýrendur spá því raunar að spennan muni magnast í Írak, og enn fleiri eigi eftir að falla, í aðdraganda valdaskiptanna sem Bandaríkjamenn hafa boðað að muni eiga sér stað 1. júlí nk. Spenna í samskiptum trúarhóp- anna og þjóðarbrotanna í Írak hefur raunar verið að magnast undanfarna mánuði, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er sérstaklega á sjíta og í byrjun febrúar voru meira en 100 Kúrdar drepnir í árásum í borginni Erbil í Norður-Írak. Er talið líklegt að markmið ódæð- ismanna í fyrradag, eins og í Erbil í febrúar og öðrum árásum í Írak und- anfarin misseri, hafi verið að kynda enn frekar undir þessari spennu. Hvað þeim gengur til með slíkum markmiðum er ekki fullkomlega ljóst – þó að auðvitað blasi við að at- burðir eins og þessir grafa undan til- raunum Bandaríkjamanna til að inn- leiða vestræn gildi í þessum hluta heimsins, og að það sé áreiðanlega eitt af markmiðum ódæðismannanna að valda Bandaríkjunum skaða. Sennilega eru ódæðismennirnir að reyna að hafa áhrif á hvað gerist í Írak eftir að Bandaríkjamenn fram- selja völd sín í hendur heimamönn- um. Viðbrögð Sistanis mikilvæg Þannig má nefna þann möguleika að ódæðismennirnir, sem talið er að séu flestir súnnítar (hvort sem um er að ræða dreggjar Baath-flokks Saddams, íslamistann Zarqawi eða róttæka íslamista, alls ótengda Zarqawi og Baath-flokknum), vilji stuðla að því að súnnítar í landinu brýni járnin og komi í veg fyrir að ríkisstjórn er lyti forystu sjíta – sem eru mun fjölmennari en súnnítar í Írak – taki við er Bandaríkjamenn afsala sér völdum. „Fyrst og síðast var þetta tæki- færi til að ráðast á sjíta á stund þeg- ar þeir voru samankomnir til að iðka trú sína – en klofningurinn í íslam veldur því að ýmsir eru ósáttir við það hvernig þeir iðka trú sína,“ segir Molly Bingham. Hún segir miklu máli skipta hvernig Ayatollah Ali al-Sistani, helsti trúarleiðtogi sjíta í Írak, bregst við á næstu dögum. „Ef hann reiðist og segir sjítum að byrja að drepa alla súnníta sem þeir mæta, þá munu þeir gera það,“ segir hún. Hins vegar séu vísbendingar um að sjítar muni ekki – að minnsta kosti ekki að svo stöddu – falla í þá gildru, sem ódæðismennirnir hafa lagt fyrir þá. „Ég held ekki að nokk- ur Íraki telji að borgarastríð muni bæta hag hans og sem stendur virð- ist ekki sem sjítar ætli að bíta á agn- ið. En aðeins tíminn mun leiða það í ljós,“ sagði Bingham í samtali við Morgunblaðið. Ódæðum ætl- að að kynda undir spennu AP Fjöldaútför var haldin í Karbala í gær vegna sjítanna sem féllu í ódæðum í borginni í fyrradag. Í yfirlýsingu, sem eignuð er al-Qaeda, kemur fram að samtökin báru ekki ábyrgð á ódæðunum í Írak í fyrradag. Davíð Logi Sigurðsson, sem heimsótti Írak fyrir skemmstu, rýnir í stöðu mála í landinu. david@mbl.is ER EKKI lágt fargjald allt sem þarf? Ryanair, öflugasta lággjalda- flugfélag Evrópu, lætur nú reyna á það hvað farþegar eru tilbúnir að leggja á sig til að fá sem ódýrast far, og enn verður dregið úr rekstr- arkostnaði hjá flugfélaginu. Nýlega tilkynnti það, að ekki yrði lengur hægt að draga fyrir gluggana í farþegarými flugvéla félagsins, ekki hægt að halla aftur farþegasætunum, fjarlægðar yrðu höfuðpúðahlífarnar á sætunum og einnig sætisvasarnir þar sem venjulega er að finna örygg- isleiðbeiningar og tímarit. Í staðinn verða öryggisleiðbeiningarnar festar aftan á sætin. Þá sagði í tilkynningu félagsins að ef til vill yrði farið að innheimta sér- stakt gjald fyrir farangur sem far- þegar láta setja í farangursrýmið, og að leðuráklæði verði sett á sætin í flugvélunum vegna þess að það er auðveldara og ódýrara að þrífa og endist lengur. Með því að sleppa þessum „auka- hlutum sem ekki er brýn þörf á“ í nýjustu Boeing 737 þotum félagsins lækkar kaupverð hverrar vélar um hundruð þúsunda dollara, að við- bættum viðhaldskostnaðinum sem jafnan hlýst af því þegar sæti sem hægt er að halla aftur brotna. Paul Fitzsimmons, helsti tals- maður félagsins, sagði að markmiðið með þessu öllu saman væri að sparn- aðurinn myndi skila sér til viðskipta- vinanna. Salernum fækkað Margt af því sem er í farþegarými flugvéla heyrir undir reglugerðir, svo sem sætisólar, loftræsting, lýsing og fjöldi útganga. En að öðru leyti ráða flugfélögin því sjálf hvaða þæg- indi þau bjóða farþegum sínum upp á – ef nokkur. Þannig væri félögunum frjálst að hafa engin salerni í farþegarýminu á styttri leiðum og bjóða farþegum ekki vatn að drekka. Helsti keppi- nautur Ryanair, easyJet, hefur fækkað salernum um borð í vélum sínum úr þrem í tvö – og í staðinn komið fyrir farþegasæti sem skilar félaginu tekjum. Toby Nicol, yfirmaður hjá easyJet, sagði að enginn hefði kvartað undan þessum breytingum. „Ef maður býð- ur ekki upp á ókeypis mat um borð og sýnir engar kvikmyndir myndast engar raðir við salernin. Í hefð- bundnu flugi myndast slíkar raðir eftir matinn og þegar kvikmyndinni lýkur.“ Ennfremur dregur það úr líkunum á að farþegar með vélum easyJet og Ryanair sakni þessara hluta að leið- irnar sem evrópsku lággjaldafélögin fljúga eru flestar stuttar, að með- altali um ein klukkustund, og sú lengsta um tveir og hálfur tími. Í Bandaríkjunum, þar sem flug- leiðir eru yfirleitt lengri, er þróunin hjá lággjaldafélögum öfug við það sem er í Evrópu. JetBlue Airways, sem er í örum vexti, býður lág far- gjöld en líka leðurklædd sæti, sjón- varp fyrir hvern farþega og aukið fótarými. Delta Air Lines hefur fylgt fordæmi JetBlue með því að bjóða upp á gervihnattasjónvarp og tölvu- leiki um borð í vélum lággjaldadótt- urfélags síns, Song. Ryanair lætur farþega sína ekki fá sætisnúmer, enga ókeypis drykki eða mat, enga ferðapunkta og býður enga aðstoð við að ná tengiflugi. Fé- lagið notar ekki aðalflugvelli, setur strangar skorður við farang- ursþyngd, gefur farmiðana yfirleitt út á Netinu og farþegar fara ekki um landgöngurana þegar þeir fara um borð og frá borði. Líklega engar kvartanir Flugmálafræðingar segjast munu verða hissa ef viðskiptavinir taka upp á því að kvarta vegna nýjustu sparn- aðarráðstafananna hjá félaginu. Far- þegum sé mest í mun að fargjöldin séu sem lægst. Einn fræðingurinn hrósaði Ryanair og easyJet fyrir að sleppa hlutum sem í rauninni væri engin þörf fyrir á stuttum leiðum. „Það skiptir litlu hvort hægt er að halla sætinu aftur. Fólk tekur ekki eftir því að það er ekki hægt að draga fyrir gluggann. Og farþegarnir nota sætisvasana yfirleitt sem ruslapoka,“ sagði fræðingurinn. Hann var líka hrifinn af því að fækka salernunum, en sagði að það yrði of langt gengið ef félögin færu að láta farþegana borga sérstaklega fyrir afnot af sal- ernum. Enn dregur Ryanair úr þægindum farþega sinna AP Farþegar á leið úr vél Ryanair í Brussel. Ekki eru notaðir landgönguranar. Segja markmiðið vera að skila sparnaðinum í vasa viðskipta- vinanna London. AP. ’Það skiptir litluhvort hægt er að halla sætinu aftur.‘ REPÚBLIKANINN Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kali- forníu, vann óvæntan sigur í at- kvæðagreiðslu meðal kjósenda í ríkinu á þriðju- dag um tillögur, sem hann hefur lagt fram og miða að því að reisa við fjárhag Kaliforníu. Til- lögur Schwarzen- eggers fengu stuðning nær tveggja þriðju hluta atkvæða en skoðanakannanir fyrir atkvæðagreiðsluna bentu til að þær yrðu felldar. Tæplega þriðjungur kjósenda í Kaliforníu studdi tillögur Schwarz- eneggers fyrir mánuði en ríkis- stjórinn hefur farið mikinn síðustu vikur til að afla tillögunum fylgis. Hann hélt fundi víða og safnaði um 10 milljónum dala í kosningasjóð, sem notaður var til að auglýsa í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Schwarzenegger naut stuðnings margra helstu leiðtoga demókrata í málinu. Sagði ríkisstjórinn, þegar úrslitin lágu fyrir að þau sýndu að kjósendur vildu að repúblikanar og demókratar ynnu saman. Tillögurnar voru annars vegar svonefnd tillaga 57, sem gerir ráð fyrir því að Kaliforníuríki gefi út skuldabréf fyrir 15 milljarða dala til að ná endum saman. Hin til- lagan, númer 58, gerði ráð fyrir að þak yrði sett á útgjöld og að rík- isþinginu verði bannað að sam- þykkja frekari lántökur. Schwarz- enegger vann sigur Arnold Schwarzenegger Los Angeles. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.