Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við ótímabært lát Margrétar Þóru frænku minnar leita margar góðar minning- ar á hugann. Ég sé hana fyrir mér lífsglaða og hressa, alltaf jafn duglega og bjart- sýna hvað sem á bjátaði. Þegar við vorum börn var ég oft í pössun hjá Ellu, móðursystur minni, og þar sem ég átti engin systkini þá eignaði ég mér systkinin á Hring- brautinni og fannst ég eiga aðeins meira í þeim en aðrir. Ég minnist allra góðu samverustundanna, afmæl- anna sem Magga var vön að halda, en hún notaði hvert tækifæri til að halda veislur og þær ekki af verri endanum. Þær voru ætíð fjölmennar enda var hún höfðingi heim að sækja. Ég minn- ist allra ferðalaganna og jólaboðanna en fjölskyldan okkar hefur verið mjög samheldin alla tíð. Þegar við Magga eignuðumst strákana okkar Sæma Kalla og Valda á sama árinu urðu tengslin enn sterkari. Þau ár sem við bjuggum báðar erlendis héldum við sambandi með bréfaskriftum. Magga frænka mín var einstök kona, enda var hún vinmörg og fólk sóttist eftir að vera nálægt henni. Hún var traustur vinur vina sinna og vildi öllum vel. Það var eftir því tekið hvað fjölskyldan á Hringbraut var ná- in og hve vel hún stóð saman í öllu því sem að höndum bar eins og best hefur komið í ljós núna. Nú er komið að kveðjustund, allt of fljótt. Ég bið Guð um að veita börnum hennar, foreldrum og systkinum styrk. Hvíl í friði, elsku Magga mín. Sigurveig H. Sigurðardóttir. Esjan var einkennilega fögur morguninn sem Margrét frænka mín dó. Marglitir skýjabólstrar huldu hana niður í miðjar hlíðar, en frá rótum og upp úr skein undrafögur og skír birta; gullin og silfruð í senn. Mér fannst Esjan þennan dag minna mig á hana Möggu frænku mína að því leyti að hún stafaði frá sér innri birtu sem gerði yfirborðsleg vandamál léttvæg, eitthvert æðru- leysi mótaði hana sem persónu og gerði nærveru hennar einstaklega þægilega. Þegar fréttin um hið hræðilega slys kom sem reiðarslag, brá svo við að mestan styrk sóttum við í viðkynn- ingu við afstöðu hennar til lífsins. Hún hafði mikinn og opinn áhuga á and- legum málefnum og var auðfundið að hún sótti leiðsögn og þroska á æðri staði. Margrét Þóra var elst af þremur systkinum, og voru þau ótrúlega sam- heldin. Það sópaði að þessum fríða hóp þegar þau renndu margbíla á ættarmót eða aðra fundi við fjölskyld- una. Út þustu krakkarnir sem höfðu kannski „skipst á foreldrum“ þannig að engu skipti hver átti hvern. MARGRÉT ÞÓRA SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Margrét ÞóraSæmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1959. Hún lést af slysförum föstudaginn 20. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð gerð frá Dóm- kirkjunni 2. mars. Þá hugsaði maður með sér: Þetta er stór- fjölskylda, félagsleg auðæfi sem eru torfund- in í nútímanum. Félagslyndi fengu þau í arf frá yndislegum foreldrum, þeim Elínu Þorsteinsdóttur og Sæmundi Nikulássyni, sem syrgja nú elskaða dóttur. Það hefur verið gef- andi að fylgjast með lífsbaráttu Möggu síð- ustu árin, bjartsýni, kraftur og dugnaður hefur vakið aðdáun, alltaf stutt í húm- orinn og þetta þroskaða æðruleysi sem var hennar aðal. Börnin hennar ástfólgin eiga hug okkar í dag, sem og foreldrar og systkini, þegar við kveðjum kæra frænku og vinkonu með þökk fyrir allt. Megi guð blessa minningu hennar. Snorri, Heiða og börn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elskuleg frænka okkar og vinkona, Margrét Þóra, er dáin. Hamingjusöm hélt hún af stað í ferðalag ásamt dótt- ur sinni og vini. Á örskotsstundu breyttist gleði í sorg. Við hittumst síðast á 45 ára afmæl- isdegi hennar nú í janúar þar sem hún geislaði af gleði. Margrét hafði góða nærveru enda var hún einstaklega hlý og góð mann- eskja. Hún var umhyggjusöm móðir og var einkar kært með henni og fjöl- skyldu hennar. Margrét var falleg kona og ávallt var stutt í brosið enda létt í lund og lífsglöð. Hún var vin- mörg og frændrækin og er nú sárt saknað af frænkuhópnum. Fjölskylda og vinir Margrétar hafa misst mikið. Þó hennar njóti ekki lengur við munu börnin hennar búa að því góða atlæti og þeirri umhyggju sem hún veitti þeim. Það er okkur dýrmætt að hafa átt Margréti að. Fyrir það þökkum við nú. Við vottum börnum hennar, for- eldrum, systkinum, vinum og vanda- mönnum okkar dýpstu samúð. Bless- uð sé minning frænku okkar og vinkonu, Margrétar Þóru. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ragna og Halldóra. Elsku Stóra Magga. Þetta líf sem er okkur svo kært er svo skrítið og oft á tíðum óréttlátt. Rétt um daginn varstu hér hjá okkur en nú ertu farin, en einhvern veginn verður lífið að halda áfram. Við vitum að það skarð sem þú skilur eftir mun aldrei verða fyllt því þú varst svo frábær frænka. Við kölluðum þig alltaf Stóru Möggu því þú skipaðir svo stóran sess í okkar lífi og munt alltaf gera. Þú varst alger blúnda og allir fallegu og sætu hlut- irnir þínir heilluðu okkur upp úr skón- um. Við litum upp til þín og við hlökk- uðum alltaf til að hitta þig. Þegar þú komst heim frá Houston á sumrin var eins og sumarið væri loks komið og þegar þú varst svo flutt heim var sumarið allan ársins hring. Allar tösk- urnar, öll kaffiboðin, allur hláturinn, allar útilegurnar, allt dúlleríið og allur boðskapurinn. Þetta varst þú. Allt þetta sem þú kenndir okkur munum við bera í hjarta okkar um ókomna tíð og miðla. Aldrei munum við gleyma þínu fallega brosi og þínum yndislega persónuleika sem oft á tíðum lífgaði upp á okkur ef eitthvað bjátaði á. Við frænkurnar munum hugsa vel um Júlíu og sjá til þess að hún haldi áfram að verða sama blúnda og þú varst. Elsku Stóra Magga, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við fengum með þér. Við munum halda áfram að lifa lífinu lifandi eins og þú gerðir og halda boðskap þínum á lofti. Vertu sæl, Stóra Magga. Þínar frænkur Elín María, Margrét Unnur og Sandra Dögg. Mikill harmur er að okkur kveðinn sem þekktum Margréti Þóru Sæmundsdóttur, fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Við sviplegt fráfall hennar, í kjölfar hörmulegs bílslyss, stöndum við hreinlega agndofa. Eins og hendi sé veifað er allt breytt. Fjöl- skyldan á Hringbrautinni, samheldin svo eftir er tekið, er skyndilega svipt sínum kjarna. Við sem stöndum utar í segulsviði frændgarðsins erum svipt frekara samneyti við frænku okkar, samneyti sem ávallt var gefandi og skemmtilegt. Eftir situr sú tilfinning að maður hafi misst, misst mikið og af miklu. Í minningunni er alltaf bjart yfir Margréti Þóru. Þegar hún tiplaði í æsku léttfætt um grundir austur á Loftsölum var hún bændum þar og búaliði eftirminnileg hjálparhella og gleðigjafi. Og svo seinna þegar hún mætti skini og skúrum fullorðinsár- anna var hún laghent, glaðvær og æðrulaus, hvort sem það var við upp- eldi barna sinna eða léttvægari sýslur eins og samneyti við fjarskyldari ætt- ingja. Svo vildi til síðasta sumar að leiðir okkar Margrétar Þóru lágu saman nokkrum sinnum, ávallt snemma að morgni. Við höfðum ekki sést mikið undanfarin ár og þetta urðu fagnaðar- fundir, gaman að spjalla í þær fimm til tíu mín. sem við höfðum í hvert skipti. Mér er alltaf sólskin í huga þegar ég minnist þessara morgun- stunda sl. sumar. En þegar betur er að gáð þá stemmir það ekki alveg við veðurfarið, svo gott var það ekki síð- asta sumar. Ég skil það nú að það er ekki veðrið heldur viðmót og persóna Margrétar Þóru sem færir sólskinið í þessar minningar. Margrét hafði líka ástæðu til að líta tilveruna björtum augum. Hún var á miðjum aldri að hefja nýjan starfs- feril, var u.þ.b. að klára kennarapróf frá KHÍ og það var hugur í henni að takast á við kennarastarfið. Það eyk- ur hryggð mína að skólakerfið og samfélagið skuli nú fara á mis við starfskrafta Margrétar Þóru. Missir fjölskyldu Margrétar Þóru er meiri en orð fá lýst. Guð gefi þeim öllum styrk til að rétta sig við eftir þetta mikla áfall. Megi Júlía litla dótt- ir hennar dafna og fá bót meina sinna við birtuna af minningu móður sinnar og Daníel og Sæmi Kalli sækja þang- að styrk sömuleiðis. Ella og Sæmi, Ragnheiður og Steini fá mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Að lokum, takk fyrir samveruna hér, kæra frænka, hún var of stutt, ég hefði viljað þekkja þig betur. Blessuð sé minning þín. Björn Guðbrandur Jónsson. Magga mín. Þeir eru órannsakan- legir vegir þungans sem fylgja vökn- un þinni, fyrir hug og hönd okkar allra. Okkar sýn í nýtt líf þitt er depurð en þín tilsýn í okkar er alger og helg. Köllun þín var ávallt við mannlífið, fjölskylduna, frændfólkið og vinina, þinn aðall. Og það hlýtur að vera af því sem kallið kom, vegna þarfar á þínu lið- sinni til svo margra. Þrenningin þín er í bestu mögulegu höndum og mínum. Maður veit ekki hvað átt og misst hefur, fyrr en finnur á ný. Þakka þér allt og lýstu okkur í því að ganga fram veginn. Bogi. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Við kveðjum í dag fyrrverandi tengdadóttur og mágkonu, Margréti Þóru, sem hrifin var í burtu frá okkur í hörmulegu slysi og ung dóttir, eitt af þremur börnum hennar, liggur mikið slösuð á Barnaspítalanum. Það er á svona stundum sem maður er gjör- samlega vanmáttugur en vegir Guðs eru órannsakanlegir og eflaust er henni ætlað hlutverk á öðrum stað. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Við þökkum Margréti Þóru sam- fylgdina og vináttu sem aldrei bar skugga á. Við biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja börnin hennar, Sæmund Karl, Daníel Björn og Júlíu Nicole, foreldra hennar, systkini og aðra ástvini. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað, engu gleymt, ekkert fullþakkað. (Oddný Kristjánsd.) Hafrún og Lísa. Fyrir hönd Maríu Elísabetar, 11 ára dóttur minnar í Vesturbæjar- skóla, og Gunnars Þorgeirs 9 ára langar mig að þakka Margréti Þóru Sæmundsdóttur fyrir hlýja og fallega framkomu við börnin mín, fyrst í gæslunni og síðan sem forfallakenn- ari Maju. Hið sviplega fráfall hennar, hræðilegt áfall fyrir fjölskyldu henn- ar og börnin þrjú – hefur einnig sett mark sitt á þá sem kynntust henni í skólastarfinu. Tvö hörmuleg bílslys í sömu vikunni hafa varpað sorgarhjúp yfir Vesturbæjarskóla, Hagaskóla og aðra skóla í Vesturbænum. Foreldrar horfa á eftir elskuðum dætrum og þrjú börn hafa misst yndislega móð- ur. Börnin í Vesturbæjarskóla sjá á eftir frábærum kennara. Það er stutt síðan við María Elísa- bet sátum andspænis henni á for- eldrafundi. Það var gleðiefni að ein- mitt hún skyldi taka við forfallakennslunni þessi kona sem öðrum fremur virtist hafa einstakt lag á börnum svo blíð og kurteis sem hún var. Áhugi hennar var einlægur og hún virtist sjá í fari barna það sem ýmsir aðrir taka síður eftir. Hún kom að máli við mig fyrir tveimur árum og hrósaði Maríu fyrir umhyggju hennar gagnvart stúlku sem átti erfitt. Það var lýsandi fyrir Margréti að taka eft- ir slíku. Þannig var hún sjálf. Hún lét sér annt um þá sem minna máttu sín. Það er ekki auðvelt starf að kenna í grunnskóla en Maja segir að Margrét hafi aldrei hækkað röddina. Hún þurfti ekki að ná athygli barnanna með þeim hætti. Hún sagði gjörið svo vel og setjist – og börnin settust, segir María. „Hún sagði: „Góða helgi, María,“ og ég sagði bara bless,“ sagði María með grátstafinn í kverkunum þegar henni var ljóst að þetta voru síðustu orðin sem hún myndi heyra frá Margréti. Hún fengi ekki annað tækifæri til að kveðja hana. Viðbrögð- in við slysinu og láti Margrétar sýna væntumþykju barna, kennara og ann- arra sem komust í kynni við hana í gegnum skólastarfið. „Þú þekkir Röggu systur,“ sagði hún við mig þegar ég hitti hana fyrst á ganginum í Vesturbæjarskóla. Hún var hæglát en glaðleg. Hún var aðlaðandi og þeg- ar litið er til baka nú er mér ljóst að samtöl okkar voru oft á mun persónu- legri nótum en gerist og gengur með þá sem maður kynnist með þessum hætti. Þó þekkti ég hana ekki nægi- lega vel til að skrifa um hana eins og ég veit að hún á skilið. Við fráfall hennar koma samt upp ótal myndir í hugann af henni á bláa bílnum sínum, með Júlíu dóttur sinni að kaupa í mat- inn og umkringd krökkum á skólalóð- inni. Mestu harðjaxlar í skólanum voru óhuggandi þegar þeim var sagt frá láti hennar. Foreldrar eiga mikið að þakka góð- um kennurum og þeim, sem koma að uppeldi barnanna frá leikskóla og upp úr. Ég stend í þakkarskuld við Mar- gréti Þóru Sæmundsdóttur. Og í einlægni freistast ég til að segja – að á okkar síðasta fundi, nokkrum dögum fyrir hið hörmulega slys, bar viðkvæmt mál í bekknum á góma. Svipurinn lýsti skilningi, sem ég var þakklát fyrir, en þegar ég var búin að kveðja hana og komin út úr kennslustofunni dró mig eitthvað aft- ur inn til að taka í höndina á henni og lýsa yfir ánægju minni yfir því að ein- mitt hún væri að taka við sem kennari Maríu. Hún brosti lítillega og eitthvað við svipinn minnti mig á lýsingu Jóns Hreggviðssonar á augum Snæfríðar Íslandssólar: „þeim augum sem munu ríkja yfir Íslandi þann dag sem af- gángurinn af veröldinni er fallinn á sínum illverkum.“ Það var ró, friður og fegurð í svipn- um sem hefur orðið mér umhugsun- arefni eftir að ljóst varð hvert stefndi í kjölfar slyssins. Aðstandendum Margrétar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að halda verndarhendi yfir börnum hennar. María Elísabet og Gunnar Þorgeir biðja sérstaklega fyr- ir kveðju til Júlíu. Herdís Þorgeirsdóttir. Fréttin um lát Margrétar Þóru kom eins og reiðarslag. Hún hóf nám við Kennaraháskóla Íslands fyrir nokkrum árum og þann- ig bar fundum okkar saman. Lang- þráður draumur hennar um að hefja nám var að rætast. Hún bauð af sér góðan þokka og hafði afar góða nær- veru. Hún var hlý og glaðleg í fasi og það var aldrei langt í brosið. Þó hafði hún þurft að glíma við ýmsa erfiðleika sem lífið hafði lagt henni á herðar, en hún tókst á við þá af eðlislægri þraut- seigju. Hún stundaði námið af einstakri samviskusemi, áhuga og vandvirkni. Það sem einnig vakti athygli var hin mikla og einlæga gleði og ánægja sem hún hafði af náminu og endurspegl- aðist í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Það er ekki alltaf sem maður verður vitni að slíkri námsgleði á tím- um þegar flestir ganga að námi sem sjálfsögðum hlut. En hjá Margréti Þóru var það ekki svo, og hún þurfti mikið á sig að leggja til að láta draum- inn rætast. Það var gaman að fylgjast með henni í vettvangsnáminu síðastliðið haust þar sem fyrir henni lá að kenna í unglingabekkjum. Hún kveið þessu nokkuð og vantreysti sér án þess að nokkur ástæða væri til. Þegar á hólm- inn var komið gekk allt eins og í sögu. Hún hafði hið mesta yndi af kennsl- unni og hafði orð á því hvað unglingar væru yndislegt fólk. Hún var glöð og stolt að þessum áfanga loknum. Margrét Þóra hafði lokið náminu og beið þess að útskrifast í júní. Hún geislaði af ánægju yfir því takmarki sem hún hafði náð, horfði björtum augum fram á veginn og hlakkaði til að helga sig kennslustarfinu. Hún hafði til að bera marga þá eiginleika sem prýða góðan kennara og hafði einlægan áhuga á velferð barna. En einmitt þá barði dauðinn að dyrum, svo óvænt og vægðarlaust. Kennarastéttin missir góðan liðs- mann, en mestur og sárastur er miss- ir barnanna hennar sem voru henni svo kær, svo og annarra ástvina. Starfsfólk og nemendur Kenn- araháskóla Íslands, sem áttu samleið með Margréti Þóru, minnast hennar með hlýhug og virðingu og votta ást- vinum hennar innilegustu samúð og biðja þeim styrk til handa að takast á við sára sorg. Auður Torfadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Samúel C. Lefever, Sigríður Pétursdóttir.  Fleiri minningargreinar um Margrétir Þóru Sæmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.