Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 24
Þéttvafnar: Rauðar rósir með brúðarslöri og smáum grænum blöðum vöktu athygli í róm- antíska þemanu. BLÓM og blómaskreytingar eru ómissandi þeg- ar halda á brúðkaup. Til að auðvelda litaval og jafnvel þema hafa Garðheimar staðið fyrir Brúð- arhelgi undanfarin ár og kynnt, það sem hæst ber í samsetningu á brúðarvöndum. „Rauði lit- urinn er mjög áberandi í brúðarvöndum og skreytingum í ár,“ segir Jóhanna Hilmarsdóttir, deildarstjóri í Garðheimum. „Við vorum með þrjá bása og tilvísun í þrjú þemu, sem við köll- uðum rómantík, ævintýri og náttúru. Sýning- argestir hrifust greinilega af rómantíkinni sem var mjög stílhrein og rauð og eins af því sem við kölluðum náttúruþema og var sett upp í sér- stöku tjaldi. “ Jóhanna segir að brúðhjónin hafi oftast ákveðnar hugmyndir um hvernig þau vilji hafa skreytingarnar, bæði liti og eins hvaða blóm eigi að vera í brúðarvendinum en vilji jafnframt fá aðstoð og ráðleggingar. Ef um fágæt blóm er að ræða tekur 10 daga til hálfan mánuð að sér- panta þau að utan.  BRÚÐARVENDIR Fjölbreytni: Fjólublár hringur með hýjas- intublómum umvefur þennan brúðarvönd. Hvítar: Fresíur og birkigreinar mynda umgjörð um calla-blóm. Gular: Ilmandi fresíur í stílhreinum brúðarvendi. Sumarlegur: Brúðarvöndur með margarítum og safaríblómum. Rauð rómantík vinsælust Morgunblaðið/Sverrir Á sumum jakkafötum er hnappagat á boð- ungnum sem hægt er að stinga blóminu í en ella verður að festa það með títuprjóni. DAGLEGT LÍF 24 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s FYRSTU næturnar þínar vöktum við töluvert mikið saman, þú og ég. Við fórum fram úr um það bil tvisv- ar á nóttu og vorum í um einn og hálfan tíma saman að dúlla okkur. Oft sofnaðir þú í fanginu á mér en ég bara tímdi ekki að sleppa, horfði bara á þig og öll svipbrigðin þín. Meðgangan býr mann reyndar ágætlega undir þessa næturvöku. Síðustu vikur meðgöngunnar er maður alveg hættur að sofa heilan svefn, bumban er orðin svo stór og fyrirferðarmikil að maður vaknar við hverja hreyfingu. Snúningslakið er samt alveg stórkostleg uppfinn- ing, ég var farin að nota það strax á fimmta eða sjötta mánuði. Þetta lak er þannig úr garði gert að það er tvöfalt og snýst eiginlega á sjálfu sér. Í hvert sinn sem ég hreyfði mig, snerist því lakið á sjálfu sér og auð- veldaði mér hreyfingarnar. Bumban er reyndar eitt merkilegasta ferlið í óléttunni. Í byrjun meðgöngunnar stóð ég stundum fyrir framan speg- ilinn á baðinu og þandi magann á mér út eins og ég gat, var að reyna að ímynda mér hvernig þetta yrði allt saman. Ég gat varla beðið. Þeg- ar maginn fór síðan að stækka, gerðist það svo hratt að það varð eiginlega vandræðanlegt. Ég man að á mánudegi fór pabbi þinn út á sjó og ég fór þann daginn í hefðbundinni buxnadragt í vinnuna. Þetta var einn síðasti dagurinn sem ég klæddist mínum gömlu fötum. Um kvöldið mátaði mamma á mig pils sem hún var að sauma á mig. Þremur dögum síðar þurfti hún að víkka pilsið, það var orðið of þröngt! Þessi reynslumikla saumakona ætl- aði varla að trúa sínum eigin aug- um. Á laugardeginum á undan hafði ég farið á fund og hitt fullt af fólki. Viku síðar fór ég á sams konar fund, hitti sama fólkið en þá kasólétt! Auðvitað ýki ég þetta aðeins en ég man nú samt að eitt kvöldið sat ég uppi í rúmi, horfði á magann á mér og hugsaði: Hvernig getur þetta verið að gerast? Mittið var að fara og maginn á mér að stækka og breyta um lögun. Hvoru tveggja hafði ég beðið eftir en þetta var nú samt sem áður að gerast ískyggi- lega hratt. Ég spurði því lækninn minn: Er þetta eðlilegt? „Jú, þetta er fullkomlega eðlilegt og bara mis- jafnt hjá konum. Náttúran sér bara til þess að þetta fari í þann farveg sem líkamanum hentar hverju sinni. Þú verður fljót að fá kúlu.“ Ég hef því alltaf sagt að ég hafi orðið ólétt svo snemma að það hafi verið farið að sjást á mér daginn eftir!  DAGBÓK MÓÐUR Mittið fer og maginn stækkar Meira á morgun. Á SÍÐUSTU árum hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi, sem er orðið fjölbreyttara en áður. Til- koma Netsins og nýrra sjónvarps- og útvarpsstöðva, sem hafa börn, ung- linga og ungt fólk sem markhóp, gera það að verkum að þessir hópar eru ekki í eins miklum tengslum við heim fullorðinna og fyrri kynslóðir. Kyn- slóðin sem nú er að vaxa úr grasi býr við frábær skilyrði sem eiga sér eng- an sinn líka í veraldarsögunni. Þetta er fyrsta kynslóðin sem á augnabliki hefur aðgang að allri þekkingu sem mannskepnan hefur aflað sér. Skóla- börn geta á nokkrum mínútum sótt sér upplýsingar sem hefði tekið sér- fræðing marga mánuði að safna sam- an fyrir aldarfjórðungi. Samfélagið einkennist af hraða, miklu aðgengi að upplýsingum og breytingum sem eru svo örar að erfitt er að sjá fyrir í hvaða átt samfélagið mun þróast. Æskilegt er að menntakerfið end- urspegli þarfir þjóðfélagsins á hverj- um tíma. Gefa þarf einstaklingum kost á að tileinka sér þá færni sem er nauðsynleg til að dafna í samfélag- inu. Breytt þjóðfélagsgerð kallar á nýja manngerð sem er fjölhæf og fljót að laga sig að nýjum aðstæðum. Skólakerfið hefur reynt að koma til móts við breytta samfélagsgerð með breyttum kennsluháttum þar sem lögð er áhersla á frelsi einstaklings- ins og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þar er að finna hluta skýringar á því hvers vegna agavandamál eru að aukast í skólum landsins. Varla er hægt að þjálfa sjálfstæði nema gefa börnum lausari taum. Heimilin virð- ast færast í sömu átt, þ.e. foreldrar veita meira frelsi og þurfa því að beita sér meira en áður til að halda boðvaldi yfir börnum sínum. Börn í dag eru tilbúnari en áður að véfengja hvort kennari, foreldrar eða aðrir fullorðnir hafi boðvald yfir þeim. Uppalendur verða að bregðast við breyttri þjóðfélagsgerð og gera gott samfélag betra með því að taka ábyrga afstöðu og koma henni á framfæri sem víðast. Foreldrar og skóli þurfa að gera upp við sig hvaða gildum og hegðunarreglum á að miðla milli kynslóða. Það er nauðsyn- legt vegna þess að hin nýja þjóð- félagsgerð gefur börnum og ungling- um kost á að velja sig frá fullorðinsheiminum, sem aftur þýðir að hætta er á að eðlilegur tilflutn- ingur á grunnviðmiðum og gildum samfélagsins miðlist ekki með eðli- legum hætti milli kynslóðanna. Öruggir snertifletir barna við fullorð- insheiminn eru foreldrar og skóli. Undirritaður telur að heimili, skóli og aðrir sem koma að uppeldi, beri sameiginlega ábyrgð á því að miðla leikreglum samfélagsins til nýrrar kynslóðar.  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU | Breytt samfélagsgerð Morgunblaðið/Kristinn Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesbæjar. Foreldrar og skóli þurfa að gera upp við sig hvaða gildum og hegðunarreglum á að miðla milli kynslóða. Aukin ábyrgð uppalenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.