Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 39 SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR ✝ Sigríður Björns-dóttir frá Orms- stöðum í Eiðaþinghá fæddist 19. septem- ber 1906. Hún and- aðist 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- finna Jónsdóttir og Björn Ólafsson bóndi að Ormsstöðum og síðan Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Bræður hennar voru: Jón, dó ungur, Gunnþór, lát- inn, og Sigtryggur, látinn. Sigríður flutti til Reykjavíkur um tvítugt þar sem hún vann ýmis störf. Hún giftist 22. okt. 1938 Stefáni Tómassyni, f. 4.3. 1891, d. 19.2. 1969. Með Stefáni eignaðist hún eina dóttur, Oktavíu Erlu, f. 30.3. 1938, en fyrir átti Stefán ell- efu börn. Börn Oktavíu eru: Sig- ríður Andradóttir, f. 1957, Stefán Jóhann Andrason, f. 1959, d. 2002, og Björn Fjalar Sigurðsson, f. 1965. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey. og skemmri dvalir í Reykjavíkurlífi sínu sem ungur maður og átti alltaf víst athvarf á Laugaveginum þegar hann var í skemmti- ferðum frá búfræði- náminu á Hvanneyri. Miklum ljóma stafaði af Laugavegssögunum hans pabba; af bralli og uppátækjum hans og bræðra hans og samverustundunum með afa og Sigríði; af hinu framandi um- hverfi borgarlífsins, glæsibyggingum, skemmtistöðum og lystigörðum. En hver var þessi kona, stjúpan hans pabba míns? Svo sannarlega af aldamótakynslóðinni enda fædd í byrjun síðustu aldar og lifði tímana tvenna. Hún fæddist í torfbæ í Eiða- þinghá en yfirgaf heimasveitina sína kornung að aldri til að sækja sér menntun sem þá hefur væntan- lega verið fátítt meðal sveitastúlkna á Austurlandi. Hún lét ekki þar við sitja, heldur var hún um tvítugt bú- in að ljúka klæðskeranáminu á Seyðisfirði og komin alla leið til Reykjavíkur! Þar var hún í hópi sjálfstæðra sveitastúlkna sem voru komnar á mölina; til að vinna fyrir sér sjálfar, ráða lífi sínu og örlögum og búa við aðstæður og umhverfi sem þær hafði ekki einu sinni getað dreymt um í sveitinni heima. Það er ekki að undra að henni hafi verið tíðrætt um þennan tíma og rifjað upp allar gleðistundirnar í borginni; skemmtiferðirnar og dansleikina með kurteisum og stimamjúkum læknakandídötum – og Hótel Borg var staðurinn hennar meðan jafn- öldrurnar í sveitinni biðu árið um kring eftir réttarballinu. Hún var því löngu veraldarvön og glæsileg heimsdama þegar miðaldra sveita- maður norðan úr landi flutti til Reykjavíkur; í leit að gleymsku eða nýrri tilveru – á flótta undan harmi lífs síns eftir að hafa staðið yfir moldum eiginkonu sinnar sem and- aðist úr berklum frá 11 ungum börnum? Þessu verður aldrei svarað en svo mikið er víst að þau felldu Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. (Matthías Jochumsson.) Þessi orð hafa löngum lýst á kveðjustundum á Íslandi og komu mér í huga þegar ég fregnaði andlát Sigríðar Björnsdóttur; konu sem faðir minn nefndi ætíð af miklum hlýhug og kallaði stjúpu sína, konu sem var fjölskylduvinur á bernsku- heimili mínu og ekki síður í vinfengi við móður mína en föður. Heimili hennar var sjálfsagður áningarstað- ur „fyrir sunnan“ í þau fáu skipti sem einhver úr minni fjölskyldu fór svo langt frá Norðurlandinu og þó ég kynntist eingöngu gestrisni hennar í Kópavoginum þar sem hún hélt heimili með Oktavíu dóttur sinni og frænku minni, hafði ég heyrt óteljandi sögur frá Laugaveg- inum þar sem hún hafði búið um árabil með Stefáni afa mínum. Pabbi hafði átt hjá þeim bæði lengri hugi saman og með Sigríði tókst afa mínum að endurbyggja líf sitt á ný eftir það heimshrun sem veikindi og andlát Oktavíu ömmu minnar var. Þarna sýndi Sigríður sama kjark og áræði og hún gerði þegar hún kvaddi heimasveitina forðum; hún lét hvorki 17 ára aldursmun né 11 börn stöðva sig frá því að giftast afa og stofna heimili með honum! Auðvitað var líf þeirra enginn dans á rósum fremur en annarra al- þýðufjölskyldna á þeim tíma. Hann vann hörðum höndum að framfærsl- unni og hún sinnti heimilinu; saum- aði vitaskuld allt á fjölskylduna, meira að segja jakkafötin á eigin- manninn, heklaði af einstöku list- fengi, bakaði, eldaði, þreif og sinnti öðru húshaldi á stað sem líktist meira hóteli en heimili. Pabbi og systkini hans mörg dvöldu þar löngum og allur frændgarður Sig- ríðar að austan og Stefáns að norð- an gisti ávallt hjá þeim í borgarer- indum. Hjá þeim voru allir velkomnir því þar sem er hjarta- rúm, er einnig húsrúm. Þrátt fyrir lífsbaráttuna tókst þeim þó einnig að njóta borgarlífsins saman; á hverjum sunnudegi var prúðbúist í sparikápu og frakka, allt saumað af frúnni, og spásserað niður Lauga- veginn til að skoða í búðarglugga og endað á Hressó með köku og kaffi. Pabbi minntist löngum gönguferðar með þeim þegar hann kom nýút- skrifaður búfræðikandídat með húf- una á kollinum og Sigríður myndaði hann í bak og fyrir við nýbyggingu Landspítalans. Listsýningar, leik- hús, skemmtiferðir út fyrir borgina og heimsóknir til góðra vina voru líka hluti af lífinu því að bæði voru þau afar félagslynd og glaðsinna. Sagan segir þó að Sigríður hafi af- lagt dans og annað sem fylgdi næt- urskemmtunum eftir að hún giftist … en afi var gleðimaður fram í and- látið! Sigríður og Stefán áttu farsæla sambúð um þriggja áratuga skeið eða þar til hann lést 1969 en eftir það bjó Sigríður hjá Oktavíu einka- dóttur sinni og börnum hennar. Lífsgangan varð löng og hún hefur kvatt sátt og södd lífdaga hátt á tí- ræðisaldri – í veröld sem um fátt minnir á þá „veröld sem var“. Við þökkum henni samfylgdina og send- um Oktavíu frænku og fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðj- ur. Margrét Pála Ólafsdóttir. Ástkær móðurbróðir minn, Arnþór Flosi, sem féll frá langt fyrir aldur fram fyrir mán- uði, hefði orðið 55 ára í dag, 4. mars. Flosi fæddist í Gaulverjabæjar- skóla og var frumburður foreldra sinna, skólastjórahjónanna Guð- finnu og Þórðar, og var þeim afskap- lega góður sonur. Seinna ólst undirrituð upp á þessu sama heimili hjá þeim hjónum en þá var Flosi farinn að heiman til náms. Þá bar fljótt við að ef eitthvað var til skrafs og ráðagerða hjá afa og ömmu enduðu ekki ófáar setningar á: „Það er best að spyrja hann Flosa og vita hvað hann segir.“ Það var mikið gæfuspor í lífi Flosa þegar að hann fór að vinna í Vest- mannaeyjum og kynntist henni Ing- er. Þau eignuðust dótturina Haf- rúnu og giftu sig skömmu síðar. Brúðkaupsdagur þeirra var mjög fallegur og mun undirrituð aldrei gleyma honum þrátt fyrir að hafa verið aðeins fimm ára. Hann ein- ARNÞÓR FLOSI ÞÓRÐARSON ✝ Arnþór FlosiÞórðarson fædd- ist í Gaulverjaskóla í Árnessýslu 4. mars 1949. Hann lést á heimili sínu á Sel- tjarnarnesi hinn 4. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnar- neskirkju 13. febr- úar. kenndist af hamingju, gleði, samhug og ást sem varð svo veganesti þeirra í hjónabandi alla tíð. Flosi var mikill fjöl- skyldumaður og var umhugað um velferð hennar í einu sem öllu. Eftir að afi og amma fluttu á Selfoss var Flosi eitt sumar að dytta að íbúð þeirra. Þá var örgeð unglings- áranna að mestu runn- ið af mér og ég kynnt- ist Flosa upp á nýtt þarna á þessum vikum. Hann hafði svo þægilega nærveru og var gaman að tala við hann um allt því hann var svo fjölfróður og sérstaklega var gaman að tala um og spila tónlist fyrir hann. Hann fékk mig til að gera ýmsa hluti eins og að búa til mat fyrir sig og aðstoðarmann sem hann hafði. Ekki var kunnáttan mik- il en hann fékk mig til að trúa hinu gagnstæða á mjög sannfærandi hátt. Hann fékk mig líka til að mála og sparsla og kenndi mér til verka sem aldrei gleymast því hann var mjög verklaginn og vandvirkur. Flosi var líka mikill húmoristi og gat verið stríðinn í góðri meiningu og hafði mjög gaman af að stríða undirrit- aðri. Flosi hafði mikinn áhuga á því sem maður var að gera í lífi og starfi og samgladdist þegar gekk vel og tilsettum áföngum var náð. Eins sýndi hann samúð og styrk á erfiðari tímum. Flosi var gestrisinn og hafði gaman af því að bjóða í mat og veisl- ur ýmist á heimili sínu eða í sum- arbústaðnum. Það eru ófá kvöldin sem hafa farið í að sitja á Selbraut- inni og gæða sér á kræsingum sem Flosi hafði matreitt, hlusta á góða tónlist og ræða um heima og geima ásamt góðum ráðum og leiðbeining- um sem voru ómissandi eftirréttur. Það er einnig minnistæð bílferð sem við tvö fórum austur undir fjöll þegar Marta heitin frænka okkar var jarðsett þar. Flosi sagði mér sögur undan fjöllunum síðan hann var þar lítill strákur hjá ömmu sinni og frá staðháttum þar. Eyjafjöllin áttu stóran hluta í hjarta hans, það leyndi sér ekki í frásögnum hans. Það var mikið áfall þegar Flosi greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum. Hann hélt þó áfram sinni stóísku ró en var staðráðinn í að berjast við þessa vá. Kona hans og börn voru sem klettar við hlið hans allan þennan tíma vona og von- brigða. Þessi barátta var erfið og sárs- aukafull og hafði váin yfirhöndina á endanum. Sorgin var ólýsanleg og missirinn mikill hjá fjölskyldu og ástvinum, sérstaklega hjá ykkur, elsku Inger, Hafrún, Atli og Hjördís Inga. Það voru forréttindi að eiga frænda eins og Flosa því hann var mikill öðlingur, hæfileikaríkur kenn- ari, góður vinur, sonur, bróðir, góður eiginmaður og faðir. Ef það er lagt upp eins og margir trúa að líf þetta sem er lifað hér sé nokkurs konar prófraun þá er víst að Flosi kveður þetta jarðlíf með fyrstu einkunn í farteskinu. Hvíl í friði, kæri frændi. Margrét Auður Jóhannesdóttir. Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir, systir, mágkona og amma, EDDA LOFTSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (sími 588 7555, www.skb.is). Ingvar Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Loftur Gunnarsson, Snorri Loftsson, Sólveig Stefánsdóttir, Júlíus Þór Loftsson, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra, sem auð- sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát móður okkar, fósturmóður, tengda- móður og ömmu, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, áður til heimilis í Nökkvavogi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda A-1 og V-3-A á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund fyrir einstaka umönnun. Helga Torfadóttir, Guðmundur Guðnason, Ólafur Torfason, Margrét Sæmundsdóttir, Sesselja Benediktsdóttir, Gunnar Haraldsson og ömmubörn. Elskulegi bróður okkar og frændi, ÞORLÁKUR STEFÁNSSON bóndi, Arnardrangi, sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 27. febrúar, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 6. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Pálína M. Stefánsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Davíð Stefánsson, Sigurdís Þorláksdóttir, Helgi V. Jóhannsson. Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR HELGASON bókbindari, Krummahólum 10, Reykjavík, sem lést föstudaginn 27. febrúar, verður jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 8. mars kl. 13.30. Ingveldur Sigurðardóttir, Inga Sigríður Halldórsdóttir, Ólafur Helgi Halldórsson, Stefán Jökull Eiríksson, Stefán Brandur Jónsson, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA FJÓLA JÓNSDÓTTIR, (Dúkka), Írabakka 12, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 26. febrúar, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 13.30. Þorbjörn Jónsson, Þórunn Þorbjörnsdóttir, Kristófer Þ. Guðlaugsson, Lilja Þorbjörnsdóttir, Jóna S. Þorbjörnsdóttir, Jóhanna K. Þorbjörnsdóttir, Már Friðþjófsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.