Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 37 ✝ Kristrún HelgaSvandís Elí- mundardóttir fædd- ist í Dvergasteini á Hellissandi 16. des- ember 1925. Hún andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi að morgni 25. febrúar síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urlaug Cýrusdóttir og Elímundur Ög- mundsson bátsfor- maður á Hellissandi. Foreldrar Sigurlaug- ar voru Cýrus Andrésson og Guð- rún Björnsdóttir ábúendur á Öndverðarnesi. Foreldrar Elí- mundar voru Ögmundur Jóhann- esson bóndi í Einarslóni og Anna Elísabet Jóhannsdóttir. Svandís var yngst ellefu barna þeirra Sig- urlaugar og Elímundar. Eina eft- irlifandi systkini Svandísar er Hallbjörn Bergmann en látin eru Anna, Guðrún, Björn, Kristjáns- ína, Ögmundur, Hallgrímur, Sæ- mundur, Hallbjörg og Ólafur. Árið 1963 giftist Svandís Jó- hannesi Þorsteini Jóhannessyni kaupmanni frá Kvíslarhóli á Tjör- nesi, f. 22. apríl 1914, d. 25. desem- ber 1984. Foreldrar hans voru Sigþrúð- ur Stefánsdóttir og Jóhannes Þorsteins- son. Hugur Svandísar hneigðist á yngri ár- um mjög að hjúkr- unar- og líknarstörf- um. Fluttist hún að heiman um tvítugt til Reykjavíkur og hóf umönnunarstörf á Hvítabandinu og síðar á Kópa- vogshælinu. Árið 1958 fluttist hún aftur vestur á Hellissand og hóf þá störf sem talsímakona á Póst- og símstöðinni á Hellis- sandi. Því starfi sinnti hún með miklum sóma, þar til hún fluttist til Reykjavíkur 1986 og bjó í Austurbrún 4. Hélt hún áfram störfum hjá Pósti og síma í Reykjavík þar til hún lét af störf- um sökum veikinda. Útför Svandísar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Drottinn hefur nú kallað til sín okkar kæru vinkonu og móðursyst- ur Svandísi Elímundardóttur og nú svífur hún á vængjum Guðs um geim, sem hún óskaði sér svo oft í erfiðum veikindum síðustu árin. Okkur langar að minnast hennar nokkrum orðum, þó ekki geti það orðið nema lítið brot af öllum þeim minningum sem við eigum um hana, svo nátengd var hún okkur alla ævi enda stutt á milli heimila lengst af. Hjúkrunar- og umönnunarstörf voru Dísu mjög hugleikin og lýsir það henni til dæmis vel að í skjóli foreldra hennar bjó um árabil ung- ur fatlaður bróðursonur hennar Guðbjartur Ögmundsson. Þegar þau voru orðin öldruð tók hún hann til sín suður, fékk hann vist á Kópa- vogshælinu og til að hlúa sem best að honum réð hún sig þar í vinnu við umönnun allt þar til hann lést árið1957. Faðir hennar var þá ný- lega fallinn frá og flutti hún þá aft- ur til Hellissands til að hlynna að móður sinni aldraðri. Þar réð hún sig til starfa hjá Pósti og síma og starfaði þar til fjölda ára og var á þeim tíma oftast kölluð Dísa á stöð- inni. Ekki sagði hún þó alfarið skilið við sjúkrastörfin, héraðslæknirinn sat í Ólafsvík og oft var á fyrri ár- um illfært undir Enni. Sinnti hún í samráði við lækninn ýmsum verk- um og hafði hjá sér ýmis lyf og sprautur. Um 1960 urðu stór hamingjuskil í lífi Dísu. Hversdagsleikinn breyttist snögglega í hreppnum þegar bygg- ing Lóranstöðvarinnar á Gufuskál- um hófst, allt iðaði af lífi og margt fólk kom til starfa og þar á meðal knálegur myndarmaður Jóhannes Þ. Jóhannesson. Þau felldu hugi saman, giftust árið1963 og hófu bú- skap í Dvergasteini og bjuggu þar allt þar til hann lést árið 1984. Jó- hannes var mikill dugnaðarmaður, stækkaði húsið þeirra um helming og endurnýjaði. Hann stofnaði litla verslun fyrst á Hellissandi en fljót- lega hófst hann handa um byggingu stórrar verslunar í Rifi og þar verslaði hann í fjölda ára. Dísa hafði yndi af því að ferðast til annarra landa og þá sérstaklega að kynna sér ólíka menningar- heima. Þau Jóhannes fóru oft utan en einnig hafði hún á yngri árum ferðast mikið með Ólafi bróður sín- um. Það var sár missir þegar Jó- hannes féll frá, en hún átti alltaf góða að og má þar sérstaklega nefna Ólaf bróður hennar sem and- aðist á síðasta ári. Hann var óþreyt- andi við að hjálpa systur sinni alla tíð meðan hún bjó ein, enda voru þau yngst í systkinahópnum stóra og mjög samrýnd. Dísa móðursystir okkar var mikil félagsvera og tók meðal annars virkan þátt í starfi Leikfélags Hell- issands á sínum yngri árum. Hún var myndarleg hannyrðakona, ein- staklega snyrtileg og vel til höfð eins og sagt var áður fyrr. Hún var glaðsinna og hreinskiptin kjarna- kona sem trúði staðfastlega á Jesú Krist og miskunnsemi hans, lét fátt í lífinu koma sér á óvart, mótaði sín- ar skoðanir á eigin forsendum en lét ekki tískusveiflur fjölmiðlanna hafa áhrif þar á. Hún trúði fyrst og fremst á hið góða í manninum og óskaði þess oft að allir gætu orðið sáttir, þá yrði friður á jörðu. Dísa var tilbúin að kveðja þennan heim og fara í æðri víddir, hún hafði í rúm tuttugu ár þjáðst af illvígum sjúkdómi sem að lokum leiddi til hins óumflýjanlega og nú þjáist hún ekki lengur. Við getum huggað okk- ur við það í sorginni. Við viljum að lokum þakka Dísu fyrir allt sem hún var okkur og fjöl- skyldum okkar. Systkinin frá Fagurhóli á Hellissandi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Það urðu örlög Dísu að búa við heilsuleysi seinni hluta ævinnar og íllvígur sjúkdómur plagaði hana síð- ustu árin. Minningar leita nú á og hugurinn reikar um grundir genginnar tíðar. Staðnæmst er í húsi á Hellissandi þar sem Dísa ólst upp í stórum barnahópi hjá góðum foreldrum og lífið í þorpinu og lífskjör fólksins þar mótuðu hana og gerðu hana næma fyrir kjörum alþýðufólks og þeim sem minna máttu sín. Í sama húsi byrjaði hún búskap með föður mínum sem stækkaði húsið og hamingjusólin reis hjá þeim ásamt myndarlegri verslun er faðir minn reisti og stjórnaði af myndarskap. Þau eignuðust fallegt heimili, þar sem frændgarður beggja sótti þau heim. Dísa var alla tíð frændrækin og kært með mörg- um systkinabörnum hennar. Saman ferðuðust þau talsvert til útlanda og hafði Dísa yndi af þessum ferðalög- um. Alla tíð var reisn yfir Dísu, hún var há og grönn og bjart yfir henni, oftar en ekki með nýlagt hár. Hún var bókhneigð og sagnfræði- áhugi einkenndi hana eins og margt af hennar skyldfólki. Hún safnaði fróðleik um menn og málefni á Snæfellsnesi og las upp t.d á kven- félagsfundum. Dísa var líka hann- yrðakona og þrátt fyrir veikindi var hún ætíð með einhverja handa- vinnu, útsaum, dúkamálun og hvers konar föndur stytti henni stundirn- ar og þetta gaf hún út og suður, því gjafmild var hún. Eitt einkenni Dísu var samúð með þeim veikbyggðu, t.d man ég eftir einu stórafmæli, þar sem hún sendi daginn eftir öll blómin austur á Litla-Hraun, þar var einn skjól- stæðingur sem hún bar fyrir brjósti. Þetta fannst mér sýna gott hjartalag og umhyggju fyrir þeim sem höfðu lent á ógæfubraut. Dísa mín, mig langar að þakka fyrir öll árin og ég geymi góðar minningar um fjölmargar samveru- stundir. Við fórum oft í bíltúr eftir að þú fluttist suður og varst orðin ein, t.d. niður að höfn, en sjórinn minnti þig á æskustöðvarnar. Þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt, sagðir oft eftir bílferð eða kvöld- verð: „Nú ertu búin að bjarga deg- inum,“ en ánægjan var ekki síður hjá mér að vera samvistum við þessa konu sem bar sig alltaf svo vel þrátt fyrir veikindi sín. Fastur liður í mörg ár var að fara saman í kirkju á aðfangadagskvöld, þar til sl. jól en þá var hún komin á Líknardeildina í Kópavogi, þar sem hún fékk góða aðhlynningu og hjúkrun síðustu vikurnar sem hún lifði og var mjög þakklát að fá að vera þar, eins og hún sagði: „Hér er gott að vera og allir svo góðir við mann.“ Þessu góða fólki sendi ég bestu þakkir fyrir frábær störf og aðhlynningu. Ég sendi Hallbirni og systkinabörnum samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Svandísar Elimundardóttur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Rebekka Jóhannesdóttir. Eilífi Jesús upp til þín augun sér döpur lyfta mín, af því að lífsins angurblær innra mitt tíðum hjarta slær. Trúarhönd þín mér taki á, tillit þitt mér ei víki frá að þó dauðans öflin hörð eftir mér sæki hér á jörð. Ég er sem fis af jarðar leir, ég get nú ekki staðið meir, hlaupin heims í illum móð eftir mig standa líkt og flóð. Við þessa trú ég þreyi hér, þú hefur drottinn lofað mér að ég fái þá endar líf eilífa finna hjá þér hlíf. (Ögmundur Jóhannesson.) Guðmundur Sæmundsson. SVANDÍS ELÍMUNDARDÓTTIR Elskuleg móðir, amma og langamma. ELÍN DAVÍÐSDÓTTIR, Dalbraut 18, Reykjavík, sem lést laugardaginn 28. febrúar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 5. mars kl. 13.30. Guðjón H. Guðbjörnsson, Maj-Brit Kolbrún Hafsteinsdóttir, Hilmar Guðbjörnsson Sveinbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við fráfall CAMILLU SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR RAGNARS, sem lést á Borgarspítalanum mánudaginn 23. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans deild 4B fyrir frábæra umönnun. Margrét Ragnars, Heimir Skúlason, Guðmundur Örn Ragnars, Camilla Ragnars, Leifur Örn Dawson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR, Skipholti 21, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 19. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Alexandersdóttir, Gísli Guðjónsson, Anna Ragna Alexandersdóttir, Lúðvík Haraldsson, Sveindís Alexandersdóttir, Guðmundur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓAKIM GUÐLAUGSSON frá Bárðartjörn, verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju laugar- daginn 6. mars kl. 14.00. Júlíus Unnar Jóakimsson, Sigurlaug Svava Kristjánsdóttir, Rósa Jóna Jóakimsdóttir, Þórsteinn Arnar Jóhannesson, Guðlaugur Emil Jóakimsson, Elsý Sigurðardóttir, Jenný Jóakimsdóttir, Árni Dan Ármannsson, Rúnar Jóakim Jóakimsson, Þórunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Lundi, Varmahlíð, Skagafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudag- inn 2. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurpáll Árnason, Kristján Páll Sigurpálsson, Sigríður Halldórsdóttir, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Kolbrún Sigurpálsdóttir, Freysteinn Sigurðsson, Sigurlaug Sigurpálsdóttir, Sigurjón P. Stefánsson, Árni Baldvin Sigurpálsson, Harpa Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, HALLA HERSIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Miðtúni 3, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 2. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ágústa Edda Sigurjónsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Selma Abasy, Ómar Sigurjónsson, Sveinn Sigurjónsson Andri Örvar Jónasson, Eirný Halla Ingadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.