Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 29
VOR OG SUMAR 2004 KYNNING Á NÝJUSTU LITUNUM Sérfræðingar Kanebo kynna nýju vor- og sumarlitina í dag fimmtudag, föstudag og laugardag í Hygeu í Kringlunni. Förðunarfræðingur Kanebo býður upp á förðun. Snyrtisérfræðingur verður með húðgreiningartölvu og veitir faglega ráðgjöf og húðgreiningu. Kringlunni UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 29 NÝLEGA ákváðu yfirmenn Rík- isútvarpsins að stórauka framlög til kaupa á íþróttaefni fyrir sjónvarp og jafnframt skrúfa tímabundið fyrir kaup á innlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum frá sjálfstæðum framleiðendum. Þetta er stórfurðuleg uppá- koma hjá stofnun sem á takmarkaðan til- verurétt nema hún sinni því hlutverki af krafti sem skýrt er skilgreint í lögum: (RÚV) „skal veita al- menna fræðslu og gera sjálfstæða dag- skrárþætti er snerta Ísland eða Íslendinga sérstaklega […] skal leggja rækt við ís- lenska tungu, sögu þjóðarinnar og menn- ingararfleifð (…) flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri (…) útvarpsefni skal miða við fjöl- breytni íslensk þjóðlífs Á þetta ekki að vera kjarninn í sjónvarps- útsendingum þessarar stofnunar? Er einhver möguleiki til þess að rækja þetta hlutverk nema með öflugu sam- starfi við kvikmyndagerðarmenn? Spjallþættir og annað sjónvarpsefni sem RÚV framleiðir í stúdíói er góðra gjalda vert, en slíkt dagskrár- efni nær aldrei að sýna fjölbreytni ís- lensks þjóðlífs. Fólkið sem birtist í spjallþáttunum er sama fólkið sem er dregið aftur og aftur fram í sviðs- ljósið – það er Séð og heyrt hundrað sinnum og því hlýtur sjálfu brátt að fara að leiðast þetta síendurtekna og fremur yfirborðslega skjall og fikt við einkahagi í hjá þjóð sem er ekki 300 þúsund sálir. Sjálfstæðir kvikmynda- gerðarmenn fara um víðan völl og kafa dýpra í þjóðarsálina og sögu þjóðarinnar en gert er í léttu spjalli stúdíóþáttanna. Sjónvarpið þarf fleiri augu til þess að skoða þjóðlífið – og þessi augu eru sjálfstæðir kvik- myndagerðarmenn. Þeir hafa sýnt og sannað að þeir eru nauðsynlegir fyrir íslenskt sjónvarp sem reynir að standa undir nafni. Þess vegna er það stórfurðulegt og jafnframt lýsandi um afstöðu stjórnenda RÚV að stofn- unin hefur sárasjaldan samband við sjálfstæð kvikmyndagerðarfyrirtæki að fyrra bragði. Kvikmyndagerð- armaður sem einn góðan veðurdag fengi símhringingu frá Ríks- issjónvarpinu þar sem beðið væri um hugmyndir eða tilboð í verk þyrfti trúlega að fá áfallahjálp. Stjórnmálaafl sem segir eitt en gerir annað Allt er þetta mál skrýtið í ljósi þess að það stjórnmálaafl sem mestu hefur ráðið um gang stofnunarinnar und- anfarin ár hefur það að yfirlýstu markmiði að stuðla að vexti sjálf- stæðra fyrirtækja á öllum sviðum – ekki síst á þeim sviðum þar sem rík- isvaldið hefur ráðið miklu. Eftirfarandi sjónarmið sem birtust í leiðara Morgunblaðsins 11. sept. 2003 eru að mínu mati kjarni þess sem segja þarf um þessar ákvarðanir yfirmanna Ríkisútvarpsins: „Hvað mætti gera í innlendri dagskrárgerð (…) fyrir þá peninga, sem RÚV hyggst verja til að senda út frá knatt- spyrnuleikjum í Englandi (…) Einka- stöðvar hafa sinnt því hlutverki með prýði um árabil að færa fólki ensku knattspyrnuna heim í stofu.“ Sjónvarp og menningarstefna Ég tel að eitt helsta vandamál ís- lenskrar kvikmyndagerðar kristallist í þeirri staðreynd að ekki er til nein raunveruleg opinber menning- arstefna sem skilgreinir skýrt og greinilega þátt íslensks sjónvarps í ís- lenskri kvikmynda- og þjóðmenn- ingu. Kvikmyndaaðsókn Íslendinga lítur vel út í skýrslum. En bíósóknin byggist fyrst og fremst á ungu fólki sem horfir á ofurauglýstar of- urmyndir um ofurmenni og ofurhuga frá ofurveldinu. Mesta eftirspurnin eftir kvikmynduðu íslensku efni er hjá fólkinu sem situr heima og horfir á sjónvarpið. Ódýrir þættir um ís- lenskt fólk og íslenskan veruleika ná 20–40% áhorfi án sér- staks auglýsingaátaks. Og þetta eru þakklátir neytendur, meira að segja frekar hógværir. Oft dæla stöðvarnar lé- legu dagskrárefni yfir mannskapinn en tekst þó ekki að drepa áhug- ann. Aftur setjast menn við skjáinn sinn og horfa á innlent. Þessar stað- reyndir varpa ljósi á mikilvægan hlut sjón- varpsins á sviði menn- ingaruppeldis, menning- arstefnu og kvikmyndagerðar. Peningar og þjóðmenning Menningarhlutverk Rík- issjónvarpsins er ekki hægt að rækja nema með nýrri stefnu sem tekur mið af þeim markmiðum sem alltaf er verið að setja fram. Nýjasta dæmið er stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar: „Að standa vörð um ís- lenska tungu, sögu og þjóðmenningu. Sköpuð verði frekari vaxtarskilyrði fyrir blómlegt menningarlíf.“ Hvern- ig á að framfylgja þessari stefnu ef ekki eru lagðir fram nægir peningar til þess að nýta öflugasta miðilinn til að verja og auðga þjóðmenninguna – peningar til að skapa blómlegt menn- ingarlíf – peningar sem sjónvarps- stöðvar geta lagt til framleiðslu á fjöl- breyttri kvikmyndaflóru. Í dag fer mest öll orka kvikmynda- gerðarmanna í tilraunir til að fjár- magna verkefni, tilraunir sem sjaldan takast þannig að eðlilega sé staðið að framleiðslu myndanna. Kvikmynda- geirinn situr uppi með mikið af þekk- ingu, hæfileikum, bjartsýni, búnaði og geysilegum vilja til verka – en fjár- hagur greinarinnar er í rúst. Það sem fyrst og fremst skortir er fé hjá þeim aðila sem er aðalmarkaðurinn fyrir verk okkar og það er einnig sá aðili sem best er til þess fallinn að fram- fylgja markmiðum um eflingu þjóð- menningar okkar. Nærtækast fyrir stjórnvöld er því að stórefla getu Sjónvarpsins til þess að kaupa og sýna íslenskar kvikmyndir af öllu tagi. Þetta er stór pöntun og enginn í sjónmáli sem vill afgreiða hana. Með- an svo er eiga ráðamenn að hætta að tala og skrifa um mikilvægi menning- ar og að þjóðin eigi að þekkja sinn arf og allt það. Þá er alveg nóg fyrir þá að fara í réttir einu sinni á ári, hlusta á söng karlanna í íslensku lopapeysunum (hvað er íslenskara en hífaðir söng- menn við réttarvegg?) Gott væri ef einhver væri nærstaddur með myndavél og hljóðnema. Það vantar menningarstefnu Hjálmtýr Heiðdal skrifar um kaup Sjónvarpsins á innlendu efni Hjálmtýr Heiðdal ’Þetta er stórpöntun og eng- inn í sjónmáli sem vill afgreiða hana.‘ Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com BJARNI Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins skrifar grein í laugardagsblað Morg- unblaðsins undir fyrirsögninni Byggjum á staðreyndum, þar sem hann gerir að umtals- efni það sem hann kallar meðferð mína á tölum í grein sem birtist á föstudag. Bjarni spilar hér enn þá plötu að sú tala sem ég nota í minni grein um inn- kaup Innlendrar dag- skrárdeildar Sjón- varpsins á efni keyptu af sjálfstæðum fram- leiðendum (58 millj- ónir í áætlun ársins 2003) sé röng og betra sé að „byggja á staðreyndum“. Mér er heldur illa við að sitja undir aðdróttunum um að vera að ljúga upp tölum enda vandséð í hvaða tilgangi ég ætti að gera slíkt. Þessi tala er ekki fundin upp af mér heldur fengin frá dagskrár- stjóra Innlendrar dagskrárdeildar og fjármálastjóra hans. Hún er með öðrum orðum rétt. Leikurinn sem Bjarni er hins vegar í er sá að við þessa tölu vill hann bæta 80 milljónum sem eru á liðnum Annað dagskrárefni í rekstri Sjónvarpsins. Þannig fær hann 140 milljónir. Gallinn við þessa röksemdafærslu fram- kvæmdastjórans er hins vegar sá að þessir peningar eru ekki sér- staklega ætlaðir til kaupa á efni af innlendum framleiðendum. Hluti þeirra mun notaður til að talsetja barnaefni og það sem eftir er skilst mér að sé notað „hér og þar“ eftir þörfum og sé varasjóður ef upp koma óvæntir hlutir sem ekki er gert ráð fyrir í áætlunum annarra deilda. Þannig færi megnið af þess- um peningum væntanlega til frétta- deildar ef upp kæmi Kötlugos. Sjóður fyrir „Annað dagskrárefni“ er sjálf- sagður í rekstri Sjón- varpsins, en það er frá- leitt að telja hann í heilu lagi til þess fjár sem Sjónvarpið ver til kaupa á efni frá sjálf- stæðum framleið- endum. Enda er ekkert af þessum peningum eyrnamerkt til þeirra nota. Við sem störfum ut- an Sjónvarpsins eigum eðli máls samkvæmt erfitt með að draga fram tölur um einstaka þætti í rekstrinum og liggjum vel við höggi þegar innanbúðarmenn saka okkur um að „byggja ekki á stað- reyndum“. Það er auðvitað öllum fyrir bestu að réttar tölur séu til umræðu. Þess vegna olli það mér vonbrigðum að framkvæmdastjóri Sjónvarpsins hunsaði í grein sinni beiðni mína um að sundurliða þær 140 milljónir sem hann segir að Sjónvarpið verji árlega til kaupa á efni frá sjálfstæðum framleið- endum. Til að við getum öll „byggt á staðreyndum“ í umræðum um Sjón- varpið langar mig til að biðja fram- kvæmdastjórann að birta tölur um innkaup Sjónvarpsins á efni frá sjálfstæðum framleiðendum und- anfarin fimm ár, annars vegar það sem keypt var af Innlendri dag- skrárdeild og hins vegar það sem keypt var af liðnum Annað dag- skrárefni. Sundurliðað eftir árum og þeim fimm flokkum sem slíkt efni er flokkað eftir: Heimild- armyndir, stuttmyndir, kvikmyndir, leikið sjónvarpsefni og sjónvarps- þættir. Staðreyndirnar á borðið Björn Brynjúlfur Björnsson svarar Bjarna Guðmundssyni Björn Brynjúlfur Björnsson ’Það er auðvitað öllumfyrir bestu að réttar tölur séu til umræðu.‘ Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna.  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.