Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HEIÐAR Davíð Bragason og Magnús Lárus- son, kylfingar úr Kili í Mosfellsbæ, léku báðir á 78 höggum á meistaramóti áhugamanna á Spáni sem hófst í gær. Þeir félagar voru báð- ir 6 yfir pari vallar og á heimasíðu sinni segja þeir að líklega þurfi þeir að leika á pari eða betur til þess að komast í gegnum niður- skurðinn. Magnús fékk þrjá tvöfalda skolla (+2), þrjá skolla, þrjá fugla og níu pör. Heið- ar fékk þrefaldan skolla (+3) á einni braut- inni, 5 skolla, 2 fugla og 10 pör. Heiðar og Davíð segja að vindurinn sé í að- alhlutverki þegar líður á daginn á keppnis- vellinum en þeir eiga að fara út í síðari rás- hóp dagsins í dag. Sergio Garcia vann þetta mót árið 1998 líkt. Darren Clarke frá N-Ír- landi vann árið 1990 og Jose Maria Olazabal vann mótið tvívegis. Heiðar og Davíð byrjuðu illa á Spáni BJARKI Sigurðsson, handknattleiksmaðurinn örvhenti hjá Val, brotnaði á einum fingri vinstri handar á æfingu á dögunum og verður af þeim sökum frá keppni í þrjár til fjórar vikur, eftir því sem Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, reiknaði með þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gær. „Þetta hefur svo sann- arlega ekki verið veturinn hans Bjarka í handboltanum,“ sagði Óskar og benti á að fingurbrotið væri þriðju meiðslin sem Bjarki hefði orðið fyrir á einu ári. Í fyrravor sleit hann krossband í hné og fór af þeim sökum ekki að leika með Val af krafti fyrr en undir lok síðasta árs. Þá voru slegnar úr honum fjórar tennur í kapp- leik og síðan fingurbrotnar hann nú. Einnig sagði Óskar að Bjarki væri orðinn aumur í öllu hnénu vegna þess að hann hefði hlíft fætinum þar sem krossbandið slitnaði í fyrra. „Bjarki hefur svo sannarlega fengið að reyna sitt af hverju og óskandi er að þessu sé lokið hjá honum,“ sagði Óskar. Bjarki leikur því ekkert meira með Val í úrvalsdeildinni en ætti að verða orðinn klár í slaginn þegar að úrslitakeppninni kemur eftir rúman mánuð. „Við hinir verðum bara að þjappa okkur sam- an og tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni, það er svo sem ekk- ert gefið í því,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Óheppnin eltir Bjarka Sigurðsson HARALDUR Freyr Guðmundsson, varnarmaður í úrvalsdeildarliði Keflavíkur í knattspyrnu, hefur æft með rússneska liðinu Shinnik Yaro- slavl undanfarna daga. Umboðs- maður hafði samband við Arnór Guðjohnsen og fyrir hans atbeina hélt Haraldur til Hollands í fyrra- dag en Rússarnir hafa dvalið þar í æfingabúðum. Haraldur lék æfingaleik með Rússunum gegn belgíska liðinu Genk í fyrrakvöld og í gær átti hann fund með forráðamönnum liðsins. Shinnik varð í fimmta sæti á síðustu leiktíð en með liðinu leikur Hvít-Rússinn Sergei Shtanyuk sem var áður í herbúðum Stoke. „Þeir sögðust vera ánægðir með mig en vildu fá að skoða mig betur í Rússlandi. Ég veit ekki hvað ég geri en ég á eftir að ræða málin bet- ur við minn umboðsmann,“ sagði Haraldur við Morgunblaðið í gær. Boðið til æfinga hjá Waalwijk Rússarnir halda til síns heima í dag en Haraldur verður í Hollandi fram til sunnudags því forráða- menn hollenska 1. deildarliðsins Waalwijk, liðsins sem Jóhannes Karl Guðjónsson lék með, buðu Haraldi að æfa með liðinu til reynslu. Haraldur, sem er 23 ára, hefur verið fastamaður í liði Keflvíkinga, og á að baki átta leiki með U-21 árs landsliðinu. Rússar skoða Harald Eyjakonur náðu með sigrinumfimm stiga forskoti á Hauka og Val og eiga að auki þrjá leiki svo ansi mikið þarf að ganga á ef deildarmeistaratit- ilinn á að ganga leik- mönnum ÍBV úr greipum. Eins og úr- slitin gefa til kynna var fátt um farnir á Ásvöllum í gær. Sóknarleikurinn var í hávegum hafður, hraðinn mikill og engu líkara en maður væri að fylgjast með borðtennisleik. ÍBV hafði undirtökin allan tímann og þó svo að Haukarnir hafi af og til náð að narta í hæla Eyjakvenna og minnkað muninn niður í eitt mark þá hafði maður alltaf á tilfinningunni að sig- urinn myndi falla ÍBV í skaut. Meist- ararnir bættu einfaldlega í þegar Haukar komust nærri og undir lokin var aðeins spurning hvort ÍBV næði að rjúfa 40 marka muninn. „Við erum orðin vön að skora 34–35 mörk í leik og það er markaskor sem við viljum hafa. Ég var óánægður með varnarleikinn að vanda og hann þurfum við að bæta. Það var svolítið erfitt að koma stemningu í liðið svona stuttu eftir bikarleikinn og leikurinn bar þess merki að stutt var liðið frá því að liðin áttust við í Höllinni í allt annarri umgjörð en hérna,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. Ramune Pekarskyte var eins og oftast áður yfirburðamaður í liði Hauka. Litháíska stórskyttan skoraði 17 mörk úr 23 skotum og var allt í öllu. Erna Þráinsdóttir átti góðan leik í horninu en það munaði talsverðu fyrir Hauka að fyrirliðinn Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem átti stórleik í bikarúrslitaleiknum, náði sér ekki á strik. Anna Yakova var fremst á meðal jafningja í öflugri liðsheild ÍBV. Sylvia Strass og Birgit Engl áttu fín- an leik en Alla Gorkorian virkaði hálflúin og varla búin að ná sér eftir bikarslaginn. Morgunblaðið/Þorkell Anna Yakova skoraði 10 mörk fyrir ÍBV í gærkvöld. Markaflóð á Ásvöllum ÍSLANDS- og bikarmeistarar ÍBV eiga deildarmeistaratitilinn næsta vísan eftir sigur á Haukum í æðisgengnum markaleik á Ásvöllum í gær. Í 73 marka leik fagnaði ÍBV sigri, 39:34, og lék því nánast sama leikinn og í Laugardalshöllinni um síðustu helgi en þar lagði ÍBV Hauka, 35:32, í úrslitaleik bikarkeppninnar. Guðmundur Hilmarsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Grindavík: UMFG - Breiðablik............19.15 Ásvellir: Haukar - Keflavík ..................19.15 Ísafjörður: KFÍ - Snæfell .....................19.15 DHL-höllin: KR - ÍR.............................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll - UMFN .....19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. - Hamar................19.15 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla Efri deild, A-riðill: Reykjaneshöllin: Haukar - Njarðvík...18.15 Reykjavíkurmót Neðri deild kvenna: Egilshöll: Þróttur R. - Fylkir ....................19 Egilshöll: HK/Víkingur - Fjölnir ..............21 Í KVÖLD  RÓBERT Gunnarsson átti stjörnu- leik með Århus GF sem sigraði Ringsted á útivelli, 34:27, í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gær. Róbert skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Þorvarður Tjörvi Ólafsson skoraði 2 mörk.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði 4 mörk fyrir Essen þegar liðið lagði meistara Lemgo, 29:24, í þýsku Bundesligunni í handknattleik í gær. Rússneski landsliðsmaðurinn Dmitri Torgavanov skoraði 7 mörk fyrir Essen og Oleg Veleky 6. Í liði Lemgo var Daniel Stephan með 7 mörk og Marc Baumgartner 6.  EINAR Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Wallau Massenheim í sigri liðsins á Nordhorn, 36:31.  HAFÞÓR Einarsson, markvörður bikarmeistara KA í handknattleik, varð fyrir því óláni að brjóta bein í framhandlegg á æfingu í fyrrakvöld og er reiknað með að hann verði frá í allt að mánuð. Hafþór átti stórleik á milli stanganna í bikarúrslitaleiknum gegn Fram um síðustu helgi þar sem hann varði vel á þriðja tug skota.  NORÐMAÐURINN Erik Mykland mun ekki leika fleiri leiki með danska liðinu FC København vegna meiðsla og allt útlit er fyrir að hann hafi leikið sinn síðasta leik með danska liðinu þar sem samningur hans við félagið rennur út í sumar.  NORSKA liðið Rosenborg er úr leik í UEFA-keppninni í knattspyrnu þrátt fyrir 2:1-sigur gegn Benfica frá Portúgal í síðari leik liðanna. Benfica vann fyrri leikinn 1:0 og komst áfram á marki skoruðu á útivelli. Miguel Nuno Gomes kom mikið við sögu í leiknum; hann skoraði markið sem skipti sköpum en var vísað af leikvelli í lok fyrri hálfleiks. Norðmennirnir sóttu án afláts í leiknum en náðu ekki að bæta við marki.  ÞAÐ heyrðist vel í 3.000 stuðnings- mönnum Vålerenga er norska liðið sótti Newcastle heim á St. James Park. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 1:1, í Ósló og um tíma í gær var staðan 1:1 og útlitið bjart.  ALAN Shearer þakkaði fyrir veruna á varamannabekknum í fyrri leiknum með því að skora á 19. mín- útu, Erik Hagen jafnaði á 25. mínútu en varamaðurinn Shola Ameobi skor- aði tvívegis í síðari hálfleik. Lokatölur 3:1.  HELGI Bragason körfuknattleiks- dómari hefur ákveðið að hætta störf- um sem alþjóðlegur dómari á vegum FIBA og mun ekki sækja námskeið á Kanaríeyjum í sumar til að viðhalda réttindum sínum. Helgi tók prófið sem FIBA-dómari í Osló árið 1992 og hefur því starfað sem slíkur í 12 ár. Á ferli sínum hefur hann dæmt marga leiki í Evrópu, bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Frá þessu er greint á á vefsíðunni www.kki.is. FÓLK HANDKNATTLEIKUR Haukar – ÍBV 34:39 Ásvellir, Hafnarfirði, 1. deild kvenna, RE/ MAX-deildin, miðvikudaginn 3. mars 2004. Gangur leiksins: 0:2, 2:3, 2:5, 6:6, 9:8, 12:13, 14:18, 16:20, 18:22, 22:23, 24:29, 28:31, 30:35, 34:39. Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 17/5, Erna Þráinsdóttir 5, Ragnhildur Guð- mundsdóttir 3, Sandra Anulyte 3, Anna G. Halldórsdóttir 2, Martha Hermannsdóttir 1, Erna Halldórsdóttir 1, Petra Baumruk 1, Inga Karlsdóttir 1. Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 12/1 (þar af 3 til mótherja), Berglind Hafliðadóttir 3 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Birgit Engl 7, Sylvia Strass 6/2, Alla Gorkorian 5, Guð- björg Guðmannsdóttir 4, Anja Nilsen 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Nína K. Björnsdóttir 1, Edda Eggertsdóttir 1. Varin skot: Júlia Ganhimorova 17/1 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur (Anna Yakova fékk rautt spjald vegna þriggja brottvísana þeg- ar 6 mín. voru eftir). Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Páls- son, nokkuð mistækir. Áhorfendur: Um 150. Staðan: ÍBV 16 15 0 1 500:392 30 Valur 19 12 1 6 451:403 25 Haukar 19 12 1 6 523:498 25 Stjarnan 19 12 0 7 450:420 24 FH 17 9 0 8 440:412 18 Víkingur 19 8 1 10 441:446 17 Grótta/KR 19 6 3 10 449:474 15 KA/Þór 18 4 1 13 438:510 9 Fram 18 0 1 17 363:500 1 1. deild karla Víkingur – Selfoss ................................33:30 Mörk Víkings: Þröstur Helgason 8, Bjarki Sigurðsson 7, Tomas Kovulivic 5, Davíð Ólafsson 5, Ásbjörn Stefánsson 3, Benedikt Jónsson 3, Björn Guðmundsson 2. Mörk Selfoss: Haraldur Þorvarðarson 13, Ívar Grétarsson 4, Ramunas Mikalonis 4, Hjörtur Leví Pétursson 3, Hörður Bjarn- arson 2, Ramunas Kalendauskas 2, Erling- ur Klemensson 1, Karl Brynjar Larssen 1. ÍBV – FH................................................33:29 Mörk ÍBV: Robert Bognar 8, Josef Böse 8, Sigurður Bragason 5, Sigurður Stefánsson 4, Erlingur Richardson 3, Zoltán Belányi 2, Guðfinnur Kristmannsson 2, Michael Lau- ritzen 1. Mörk FH: Brynjar Geirsson 8, Logi Geirs- son 7, Guðmundur Pedersen 5, Valgarð Thoroddsen 3, Magnús Sigurðsson 3, Svav- ar Vignisson 2, Hjörtur Hinriksson 1. Staðan: ÍBV 5 4 1 0 167:127 9 Selfoss 6 4 0 2 188:177 8 Víkingur 5 3 1 1 153:127 7 FH 5 3 0 2 154:143 6 Þór 5 2 0 3 134:170 4 Afturelding 5 1 0 4 123:139 2 Breiðablik 5 0 0 5 137:173 0 Þýskaland Wallau-Massenheim – Nordhorn ....... 36:31 Essen – Lemgo ..................................... 29:24 Eisenach – Stralsunder ....................... 25:24 Staða efstu liða: Flensburg 23 18 2 3 739:603 38 Magdeburg 22 18 1 3 682:579 37 Lemgo 23 17 2 4 754:641 36 Kiel 22 16 2 4 696:586 34 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna Njarðvík – KR.......................................73:81 Stig Njarðvíkur: Andrea Gaines 27, Auður Jónsdóttir 13, Sæunn Sæmundsdóttir 12, Dianna Jónsdóttir 10, Sigurlaug Guð- mundsdóttir 4, Guðrún Karlsdóttir 5, Eva Stefánsdóttir 2. Stig KR: Katie Wolve 27, Hildur Sigurð- ardóttir 15, Guðrún Sigurðardóttir 13, Halla Jóhannesdóttir 12, Tinna Sigmunds- dóttir 7, Sigrún Skarphéðinsdóttir 5, Hólm- fríður Sigurðardóttir 2. Staðan: Keflavík 19 16 3 1547:1168 32 ÍS 19 12 7 1258:1119 24 KR 19 11 8 1281:1222 22 Grindavík 19 9 10 1245:1211 18 Njarðvík 19 7 12 1141:1320 14 ÍR 19 2 17 1042:1474 4 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Miami – Toronto ................................... 86:89 Atlanta – LA Lakers ............................ 94:93 Dallas – Seattle................................... 107:96 Denver – New Jersey........................... 91:95 Sacramento – LA Clippers .............. 113:106 Golden State – Indiana ........................ 88:96 KNATTSPYRNA Norðurlandsmótið Powerade-mótið, Boganum, Akureyri: Leiftur/Dalvík – KA.................................1:3 Jóhann Traustason – Hreinn Hringsson, Bjarni Pálmason, Jóhann Helgason. Staðan: KA 7 6 1 0 27:5 19 Völsungur 6 3 2 1 24:9 11 Þór 7 3 2 2 24:14 11 Tindastóll 7 3 2 2 12:18 11 Leiftur/Dalvík 6 2 2 2 16:12 8 KS 6 2 0 4 7:13 6 Höttur 7 1 1 5 7:31 4 Hvöt 6 0 2 4 6:20 2 England Úrvalsdeild: Birmingham – Middlesbrough ...............3:1 Martin Taylor 23., Robbie Savage 57., Mikael Forssell 79. – Szilard Nemeth 75. – 29.369. Staðan: Arsenal 27 20 7 0 53:18 67 Chelsea 27 18 4 5 48:21 58 Man. Utd 27 18 4 5 51:25 58 Newcastle 27 10 12 5 38:28 42 Charlton 27 11 7 9 38:34 40 Liverpool 26 10 9 7 38:29 39 Birmingham 26 10 9 7 28:29 39 Aston Villa 27 10 7 10 32:32 37 Fulham 27 10 6 11 39:38 36 Tottenham 26 10 4 12 39:42 34 Bolton 26 8 10 8 32:40 34 Southampton 27 8 9 10 27:27 33 Middlesbro 26 8 7 11 28:34 31 Everton 27 7 8 12 33:39 29 Blackburn 27 7 7 13 39:44 28 Man. City 27 6 9 12 36:39 27 Portsmouth 26 6 6 14 29:40 24 Wolves 27 5 9 13 24:52 24 Leicester 27 4 11 12 37:51 23 Leeds 27 5 7 15 26:53 22 1. deild: Derby – Crewe ..........................................0:0 Walsall – Sunderland................................1:3 Staðan: Staða efstu liða: Norwich 34 18 11 5 50:27 65 WBA 34 17 10 7 46:30 61 Wigan 34 15 13 6 46:32 58 Sheff. Utd 34 16 7 11 50:41 55 2. deild: Swindon – Tranmere ................................2:0 UEFA-bikarinn 32 liða úrslit, síðari leikir: Genclerbirligi – Parma............................3:0 Filip Daems (vítasp.) 36., Matteo Ferrari (sjálfsm.) 81., Ali Tandogan 90. – 20.000.  Genclerbirligi áfram, 4:0 samanlagt. Dnipro – Marseille....................................0:0 – 40.000.  Marseille áfram, 1:0 samanlagt. Roma – Gaziantepspor.............................2:0 Feirera Emerson 22., Antonio Cassano 42. –13.500.  Roma áfram, 2:1 samanlagt. Debrecen – Club Brugge.........................0:0 –7.000.  Brugge áfram, 1:0, samanlagt. Teplice – Celtic .........................................1:0 Jiri Masek 35. – 10.000.  Celtic áfram, 3:1, samanlagt. Bordeaux – Groclin Grodzisk .................4:1 Marc Planus 41., Marouane Chamakh 42., Ivica Krizanac (sjálfsm.) 64., Albert Riera (vítasp.) 74. – Tomasz Wieszczycki 90. – 9.197.  Bordeux áfram, 5:1, samanlagt. Besiktas – Valencia ..................................0:2 Miguel Angulo 12., Juan Sanchez 56  Valencia áfram, 2:5 samanlagt. Levski Sofia – Liverpool..........................2:4 Georgi Ivanov 27., Sasha Simonovic 40. – Steven Gerrard 7., Michael Owen 11., Diet- mar Hamann 44., Sami Hyypia 67.  Liverpool áfram, 6:2 samanlagt. Panathinaikos – Auxerre ........................0:1 Bonaventure Kalou 71. – 24.000.  Auxerre áfram, 1:0 samanlagt. PSV Eindhoven – Perugia ......................3:1 Kevin Hofland 22., Mateja Kezman 44., 48. – Jose Marcello Ze Maria 88. –31.500.  PSV áfram, 3:1 samanlagt. Inter Mílanó – Sochaux............................0:0 – 10.000.  Inter áfram, 2:2 samanlagt. Newcastle – Vålerenga............................3:1 Alan Shearer 19., Shola Ameobi 47., 89. – Eirik Hagen – 38.531.  Newcastle áfram, 4:2 samanlagt. Rosenborg – Benfica................................2:1 Örjan Berg 8., Azar Karadas 16. – Miguel Nuno Gomes 21. – 18.200.  Benfica áfram, 2:2 samanlagt. Mallorca – Spartak Moskva ....................0:1 Alexander Samedov 43. – 5.000.  Mallorca áfram, 3:1 samanlagt. Barcelona – Bröndby ...............................2:1 Sanz Luis Garcia 31., Philip Cocu 42. – Per Nielsen 86. – 45.000.  Barcelona áfram, 3:1 samanlagt. Villarreal – Galatasaray..........................3:0 Sonny Anderson 48., Garcia Roger 52., Ju- an Riquelme 90. – 11.000.  Villareal áfram, 5:2 samanlagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.