Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 23 Þorlákshöfn | Tilboð voru opnuð í fyrsta áfanga viðbyggingar Grunn- skólans í Þorlákshöfn og var lægsta tilboðið frá Trésmíðum Sæmundar ehf. Alls bárust sjö tilboð í verkið sem er uppsteypa á 14 kennslustof- um á tveim hæðum og full rágengið að utan, endanlegur frágangur á sjö stofum á neðri hæð. Kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á 149.599.123 krónur en tilboð Trésmíða Sæmundar ehf. var 125.934.005 krónur eða um 84% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboðið kom frá Byggó hf., rúmar 130 milljónir, þar næst komu Keflavíkurverktakar með rúmlega 136 milljónir. Vél- smiðja Suðurlands bauð liðlega 145 milljónir, Pálmatré ehf. rúmlega 148 milljónir, Byggingarfélagið Drífandi rúmar 153 milljónir og Dynkur ehf. rúmar 154 milljónir. Áætlun gerir ráð fyrir að verkinu verði lokið á þessu ári og hægt verði að taka neðri hluta byggingarinnar, sjö stofur, í notkun um áramótin. Tilboð í viðbygg- ingu skólans Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Frá opnun tilboða í 1. áfanga við- byggingar Grunnskólans í Þorláks- höfn. Alls bárust sjö tilboð. Stykkishólmur | St. Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur borist vegleg gjöf. Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hálsi á Skógarströnd færði stjórnendum sjúkrahússins gjafabréf til minningar um systur sína Guðfinnu Sigurð- ardóttur. Í gjafabréfi hennar kemur fram að hún gefur Olymp- us-magaspeglunartæki, Gymna-Uniphy Bobath- meðferðarbekk, Follo Corpus M-meðferðarbekk og Schupps McChair-nuddstól. Kaupverð þessara tækja er samtals 3,7 milljónir króna. Guðfinna var fædd árið 1912 og bjó allan sinn starfs- feril á Hálsi á Skógarströnd. Guðfinna lést á síðasta ári. Róbert Jörgensen, framkvæmdastjóri St. Franciskus- spítala, þakkaði Sigurbjörgu gjöfina og þann hlýhug sem henni fylgdi. Það kom fram hjá honum að þetta væri ekki fyrsta gjöfin til spítalans frá þeim Hálssystrum. Nýju tækin koma að góðum notum og taka við af öðr- um sem komin eru vel til ára sinna. Tækin munu auka möguleika spítalans til að þjóna þeim sem til spítalans þurfa að leita. Við spítalann eru starfræktar bakdeild og endurhæf- ingardeildir. Mikil aðsókn er að bakdeild spítalans. Öll aðstaða er fullnýtt og nú eru um 80 sjúklingar á biðlista. Yfirmaður þeirrar deildar er Jósef Blöndal læknir. Sama má segja um endurhæfingardeildina, þar starfa fimm sjúkraþjálfarar og þar er Lucia de Korte deildarstjóri. Deildirnar hafa styrkt rekstur sjúkrahússins og því er vel tekið á móti gjöf sem nýtist starfseminni. Veglegar gjafir berast til spítalans í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Sigurbjörg Sigurðardóttir afhendir Jósef Blöndal yfirlækni gjafabréfið. Með á myndinni eru Róbert Jörgensen framkvæmdarstjóri, Sigurlín Gunn- arsdóttir, Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri, Brynja Reynis- dóttir húkrunarforstjóri og systir Antonia Hofbauer príorina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.