Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 almenn handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, postu- lín, kl. 13 handavinna. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður og handavinna, kl. 13.30 boccia. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Aðstoð við böðun og glerskurður kl. 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, sönghópurinn kl. 13.30, dans kl. 15.15. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum, kl. 13–16 föndur og spil, kl. 12.30–15.30 tréskurður, kl. 13.30–14.30 les- klúbbur, kór eldri borg- ara, æfing kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Glerbræðsla kl. 9.45 tai chi kl. 12, málun og bútasaumur og snyrtinámskeið kl. 13, hljómsveit kl. 15 í Garðabergi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Opnað kl. 9, vídeókrók- urinn opinn, pútt kl. 10–11.30, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20, tangódans kl. 11, gler- skurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opnar, m.a. silkimálun. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 9 myndlistahópur, kl. 10 ganga, kl. 13 birds, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl.13.30–16 félagsvist. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun, föstudag, sundleikfimi Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 samverustund og leir. Vesturgata. Kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl.13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, perlusaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt og brids. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 opið hús, kaffiveitingar. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK spilað í Gullsmára 13. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Spilakvöld í Kiw- anishúsinu í kvöld kl. 20.30. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 skák. Kristniboðsfélag kvenna, Bæna- og vitn- isburðarstund kl. 17. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Árshátíðin verður í Húnabúð, laugard. 6. mars. Að- göngumiðasala í Húna- búð í dag, 4. mars, kl. 17–19, s. 553–1360. Ný dögun, opið hús í safnaðarheimili Há- teigskirkju í kvöld kl. 20–22. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Fundur í kvöld kl. 20. Í dag er fimmtudagur 4. mars, 64. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Allt sem Guð hefur skapað er gott, og engu ber frá sér að kasta, sé það þegið með þakkargjörð. (1. Tím. 4, 4.)     HJÁLMAR Árnason al-þingismaður segir fróðlegt að fylgjast með birtingarformi kjara- bráttunnar síðustu vikur og mánuði. „Svo virðist sem aðildarfélög ASÍ setjist að samningaborði af festu en jafnframt mikilli ábyrgð. Menn gera sér grein fyrir þeim meginmarkmiðum að bæta kjör umbjóðenda sinna til lengri tíma. Óraunhæfar kröfur kunna að færa launþeg- um háar tölur til skamms tíma en ef kröfur vaxa úr hófi leysist úr læðingi hin illræmda verðbólga sem étur á ótrúlega skömmum tíma allar kjarabætur. Fulltrúar ASÍ skilja þessar stað- reyndir og haga málum sínum í samræmi við það. Samningaviðræður virð- ast ganga vel og ber að virða hinna ábyrgu og málefnalegu nálgun full- trúa umræddra stéttar- félaga. Hins vegar finnst mér yfirbragð ýmissa annarra hópa vera með öðrum brag. Nefni ég einkum lækna.     HeilbrigðisstofnunSuðurnesja hefur verið haldið í gíslingu lækna í nokkuð langa hríð. Skipulagðar að- gerðir valda því að treg- lega gengur að fá þang- að lækna þrátt fyrir metnaðarfull áform um uppbyggingu stofnunar- innar og þjónustu við íbúa Suðurnesja. Grunn- ur þessara aðgerða er launabarátta. Læknar vilja betri kjör en þeim eru boðin. Svo mikilvægt er starf þeirra hverju byggðarlagi að kröfum þeirra hefur verið mætt svo vel að Ríkisendur- skoðun sér ástæðu til að gera athugasemdir og spyrja hvort launaþróun lækna sé í einhverjum takti við aðra hópa. Við erum að tala um laun sem ná allt að 20 millj- ónum á ári,“ segir Hjálmar.     HONUM finnst aðlæknar sæki kjör sín af meiri hörku og minni ábyrgð. „Örugglega gegnir þar sínu hlutverki sú sérstaða (einokun) sem stéttin ræður yfir samhliða mikilli virðingu okkar og nauðsyn fyrir störfum þeirra. Hins vegar finnst mér aðferð- ir þeirra á stundum fremur ósæmilegar. Hér að framan hefur verið nefnd gíslataka þeirra á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Þá veit ég um fjölda fólks, sem leitað hefur til lækna, og feng- ið með læknishjálpinni ótæmandi skammt af sví- virðingum um svokallaða ráðamenn sem ekkert vilji gera fyrir sjúkling- ana. Ekki líkar mér held- ur þegar læknar og heil- brigðisstéttir boða fréttamenn á sinn fund, draga sjúklinga inn í við- tal eða a.m.k. á mynd um leið og þeir tala um fjár- vöntun (lesist lág laun) til stofnunar sinnar. Finnst mér þetta jaðra við misnotkun á sjúkling- um,“ segir Hjálmar. STAKSTEINAR Misnotkun á sjúklingum í kjarabaráttu Víkverji skrifar... Víkverji er afar feginn að hafa ekkilátið freistast til þess að setja neglda vetrarhjólbarða undir bílinn í vetur. Aldrei hefur hann samt verið eins nálægt því og þegar ófærðin um áramótin var sem mest. Víkverji setti vetrarbarðana ekki undir fyrr en ein- mitt þá og langaði mikið til að láta negla þá í leiðinni og hætta þessu spóli. Svo virtist sem mjög margir hefðu látið negla hjá sér fyrir vet- urinn ef marka mátti óformlega könnun Víkverja á vetrarbúnaði á bílum samborgara sinna. Hann hringdi líka í nokkur hjólbarðaverk- stæði og kannaði þetta enn frekar og þar fékkst aðdráttarafl naglanna enn frekar staðfest.Víkverji lét það samt ekki eftir sér að fá sér nagla fyrir 5– 6.000 krónur og vonaði þess í stað að það kæmi hláka, eins og raunin varð skömmu síðar. Fyrr en varði var all- ur snjór horfinn af götunum og Vík- verji ánægður með ákvörðun sína. Undanfarin ár hefur hann nefnilega ekki verið á negldum börðum enda lítil ástæða til á tiltölulega snjóléttum vetrum svo ekki sé minnst á salt- austur á götum borgarinnar. Víkverji bjó hins vegar úti á landi fyrir nokkr- um árum og þá voru allir barðar negldir og ekkert múður. En Vík- verji sér bara enga þörf fyrir að skrölta á nagladekkjum heilu vet- urna á auðum götum borgarinnar. En auðvitað hefði verið ágætt að vera betur búinn þessa ófærðardaga um áramótin. x x x Ný stétt manna hefur verið end-urvakin með nýrri vatnstísku hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þetta eru vatnsberar sem settu svip á Reykjavík fyrr á tíð. Víkverji hélt að með vatnsveitum hefðu vatnsber- arnir horfið af sjónarsviðinu enda engin þörf á að rogast með níðþung- ar vatnstunnur þegar fá má vatn úr krananum. En varla líður sá dagur að ekki sjái Víkverji sendibílstjóra flytja 5 til 6 vatnskúta inn í bygg- ingar á þartilgerðri kerru. Hver kút- ur hlýtur að rúma um 10 lítra og því er þetta engin smáræðis þyngd. Hugsið ykkur alla orkuna og tímann sem fer í að flytja allt þetta vatn um bæinn. Til hvers var þá eiginlega ver- ið að leiða vatn í hús? Einn af áhugaverðari flækings- fuglum sem komið hafa til landsins í hinum þrálátu sunnanáttum að und- anförnu er Leðurblökumaðurinn sem lenti í Skaftafelli um daginn. Þetta er svolítil sárabót fyrir brotthvarf storksins Styrmis sem hafði hér vetr- ardvöl og var tekinn í fóstur af starfs- fólki Húsdýragarðsins. Kannski að Batman verði settur í Húsdýragarð- inn innan tíðar? Það væri ekki ónýtt að geta farið að skoða hann á sunnu- dögum. Nei, kannski sér maður bara myndina þegar hún kemur. Morgunblaðið/Sverrir Hvort er betra að setja nagladekk undir bílinn eða bíða eftir hlákunni? Loksins „eðlilegt“ verð VIÐ finnum okkur knúin til að stinga niður penna þeg- ar veitingahús ríður á vaðið og setur eðlilegt verð, sem við leyfum okkur að kalla svo, á bjór úr krana. Það var svo sannarlega tími til kominn. Veitingahús það sem um ræðir er TGI Friday’s í Smáralindinni. Það hefur tíðkast víðast hvar á veit- ingahúsum að rukka fyrir hálfan lítra kranabjórs eitt- hvað um og yfir 600 krón- urnar. Á Friday’s hefur blaðinu verið snúið við og er nú verð á slíkum bjór orðið 350 krónur. Nei, þetta er ekki prentvilla! Nýlegur framkvæmdastjóri staðar- ins, Ævar Olsen, hefur tek- ið veitingastaðinn í gegn að öðru leyti og gert gagnger- ar breytingar á matseðli, þjónustu og viðmóti, allt til hins betra. Við höfum lengi vanið komur okkar á Fri- day’s og tókum eftir þess- um góðu breytingum í des- ember síðastliðnum með þjónustuna og svo nýlega með þennan glæsilega mat- seðil og áður óþekkt bjór- verð. Sama gildir einnig um vín hússins; glas af hvítu eða rauðu er á 450 krónur en flaskan á 1.800 krónur. Þetta finnst okkur að önnur veitingahús ættu að taka sér til fyrirmyndar. Þorsteinn og Sesselja. Heimahjúkrunarmálið ÉG vil lýsa yfir ánægju minni með það að Alhjúkr- un og sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar skyldu ekki ganga í störf þeirra hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sem sagt var upp samningi við. Finnst þetta ganga inn á siðaregl- ur hjúkrunarkvenna. Eins finnst mér Þórunn Ólafs- dóttir, hjúkrunarforstjóri heimahjúkrunar, ekki standa sig sem skyldi í þessu máli. Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við þær sem sagt var upp. Ingibjörg Stefánsdóttir. Bestu þakkir BESTU þakkir til Bern- höftsbakarís fyrir að senda afmæliskringlu til dóttur okkar 28. janúar sl. á sól- ardegi Siglfirðinga. Frá- bær þjónusta. Takk fyrir. Gréta í Njarðvík. Tapað/fundið Svart veski týndist SVART veski glataðist að- faranótt sunnudagsins 28. febrúar í miðbænum ná- lægt skemmtistaðunum Nelly’s. Ýmsir munir voru í því og meðal annars gsm- síminn minn sem er sárt saknað. Finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 553 1553. Lára. Lyklar týndust LYKLAR týndust nálægt Nóatúni 18 þriðjudaginn 25. febrúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 893 3036. Fundarlaun. Dýrahald Dinda er týnd DINDA er grábröndótt læða, ómerkt og smávaxin. Hún týndist í Hólahverfi aðfaranótt 29. febrúar. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlega hafi sam- band í síma 861 4595 eða 861 0366. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 kotið, 8 hundur, 9 blóð- sugan, 10 fúadý, 11 hálf- bráðinn snjór, 13 virðir, 15 bola, 18 hella, 21 spil, 22 hörkufrosti, 23 fim, 24 glímutök. LÓÐRÉTT 2 margtyggja, 3 skil eftir, 4 líkamshlutann, 5 sak- aruppgjöf, 6 saklaus, 7 röskur, 12 smávegis ýtni, 14 grænmeti, 15 pésa, 16 furða sig á, 17 verk, 18 til sölu, 19 rík, 20 skynfæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gúlpa, 4 happs, 7 mæðan, 8 refil, 9 inn, 11 róar, 13 smár, 14 ástin, 15 koss, 17 æfar, 20 haf, 22 aumar, 23 urðin, 24 tjara, 25 dorma. Lóðrétt: 1 gumar, 2 lóðsa, 3 asni, 4 horn, 5 páfum, 6 sæl- ar, 10 nötra, 12 rás, 13 snæ, 15 kjaft, 16 semja, 18 fóður, 19 ranga, 20 hráa, 21 fund. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.