Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 45 Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 • www.fataleiga.is Ný sending af brúðarkjólum til leigu og sölu 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Árshátíðarkjólar Stærðir 36-46 Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala Óperustúdíó Austurlands flutti Brúðkaup Fígarós Í upprifjun á fyrri uppfærslum á Brúðkaupi Fígarós í blaðinu á þriðjudag láðist að geta þess að Óp- erustúdíó Austurlands flutti óperuna í fullri lengd sumarið 2001. Súsanna var sungin af Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur og Fígaró af Ólafi Kjartani Sig- urðarsyni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Aðeins einn framleiðandi Í grein í gær um nýja kvikmynd Ragnars Bragasonar, Love is in the air, voru framleiðendur sagðir tveir. Hið rétta er hins vegar að hann er aðeins einn, en það er Kristín Ólafs- dóttir hjá Klikk Production. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Listaverk Hrafnkels Vegna mistaka í vinnslu blaðsins var skorið neðan af mynd af lista- verki Hrafnkels Sigurðssonar í Les- bókinni sl. laugardag. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Sýningin er í Safni, Laugavegi 23, og stendur til 1. apríl. Opið miðviku- dag til föstudaga kl. 14–18, um helg- ar kl. 16–18. LEIÐRÉTT Árleg haustsýning Hundaræktar- félags Íslands verður haldin um helgina, 5., 6. og 7. mars, í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls verða sýnd- ir á fimmta hundrað hundar. Sýn- ingin hefst á morgun, föstudag, kl. 16.30 og verða sýndir hvolpar af mörgum tegundum fram eftir kvöldi. Dómarar verða að þessu sinni, Elke Peper frá Þýskalandi og Ove Germundsson frá Svíþjóð. Auk þess sem tveir íslenskir dóm- arar, Guðrún R. Guðjohnsen og Sigríður Pétursdóttir, dæma á sýningunni. Á laugardag og á sunnudag hefst sýningin kl. 9. Á laugardag verða vinnu- og veiðihundar sýndir auk íslenskra fjárhunda. Á sunnudag verða ýmsir smáhundar áberandi og jafnframt verða sýndir fugla- hundar auk smala- og fjárhunda. Um kl. 15.30 á sunnudag hefjast úrslit sýningar og verður þá m.a. valinn besti ræktunarhópur, besti öldungur auk þess sem besti hund- ur sýningar verður valinn. Á MORGUN 51 NEMANDI við Háskólann í Reykjavík fékk nýlega viðurkenn- ingarskjal fyrir framúrskarandi námsárangur á síðustu önn. Við- urkenningarskjölin voru afhent við hátíðlega athöfn í HR að við- stöddum rektor, deildarforsetum, kennurum, fulltrúum nemenda- félaga skólans og styrktaraðilum. Námsárangur þessara afburða nemenda skilar þeim inn á forseta- lista hinna þriggja deilda HR, laga- deildar, tölvunarfræðideildar og viðskiptadeildar. Nemendur á for- setalistum fá felld niður skólagjöld á viðkomandi önn. Á þessari önn eru níu nemendur lagadeildar á forsetalista, 24 nemendur í tölv- unarfræðideild og 18 nemendur í viðskiptadeild. Í tilefni athafnarinnar undirrit- uðu Þórður M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums Fjárfest- ingabanka, og Agnar Hansson, forseti viðskiptadeildar, þriggja ára samning um styrk Straums til deildarinnar vegna forsetalista- styrkjanna. Ljósmynd/Sigurður Jónsson Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums Fjárfestingabanka, afhendir nemendum í Háskólanum í Reykjavík viðurkenningarskjöl. Straumur styrkir afburðanemendur í HR NÝLEGA var haldið námskeiðið „Þjónusta við aldraða“ á vegum Fræðslunets Suðurlands fyrir ófag- lært starfsfólk Dvalar- og hjúkrun- arheimilisins Kumbaravogs. Þetta er annað árið sem þess konar námskeið er haldið fyrir starfsfólk Kumbara- vogs. Á námskeiðinu voru m.a. tekin fyrir samskipti á vinnustað, kynlíf aldraðra, tilgangur starfsins, sótt- varnir á öldrunarstofnunum, húð- sjúkdómar aldraðra og líknarþjón- usta. Tilgangur námskeiðsins var að auka faglega starfshæfni starfs- manna, segir í fréttatilkynningu. Þjónusta við aldraða MEÐ hliðsjón af markmiðum og vaxandi þörf hefur með samkomu- lagi milli Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Geðhjálpar verið kom- ið á félagslegri ráðgjöf í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7. Félagsráð- gjafar veita stuðning og upplýsingar um réttindamál þeirra er til félags- ins leita, svo sem um heilsugæslu, Tryggingastofnun ríkisins auk þjón- ustu Félagsþjónustunnar. Þá er einnig um að ræða beina tengingu við Félagsþjónustuna í Reykjavík fyrir þá einstaklinga sem þess óska. Í samvinnu við starfsfólk Geðhjálpar, þ.m.t. sálfræðing félags- ins, er reglubundið samráð og fram- gangur um þau mál sem upp koma við Félagsþjónustuna í Reykjavík. Nánari upplýsingar og tímapant- anir hjá félagsráðgjafa og sálfræð- ingi eru veittar alla virka daga á skrifstofu Geðhjálpar á Túngötu 7, Reykjavík í síma 570–1700 og eða í gegnum netfang félagsins: gedhjalp- @gedhjalp.is Félagsráðgjöf hjá Geðhjálp JAPANSKA ríkisstjórnin ætlar að veita íslenskum háskólanemum styrki til náms í japönsku og jap- anskri menningu við háskóla í Jap- an. Hver styrkur heldur gildi sínu í allt að eitt ár frá október 2004. MEXT-ráðuneyti (mennta-, menn- ingar-, íþrótta-, vísinda- og tækni-) japanska ríkisins mun sjá styrkþeg- um fyrir flugferð báðar leiðir og skólagjöldum, ásamt mánaðarlegum vasapeningum sem nema 135.000 jenum (u.þ.b. 86.400 ISK). Þessi styrkur verður veittur hverjum þeim sem fædd(ur) er á milli 2. apríl 1974 og 1. apríl 1986 og er skráður í nám í annaðhvort jap- önsku eða japanskri menningu. Styrkþegi má ekki hafa lokið námi og gert er ráð fyrir að hann haldi áfram námi á Íslandi að Japansdvöl lokinni. Styrkurinn verður veittur aðila með góða japönskukunnáttu sem getur sýnt fram á góðan námsár- angur. Forval á styrkþegum fer fram í sendiráði Japans á Íslandi í samráði við menntamálaráðuneytið á Íslandi. Umsóknareyðublöð má nálgast í sendiráði Japans á Íslandi. Um- sóknum þarf að skila fyrir 29. mars nk. Eftir forval verða valdir um- sækjendur boðaðir í viðtal í sendi- ráði Japans á Íslandi í byrjun apríl nk. Nánari upplýsingar má fá hjá sendiráði Japans á Íslandi. Styrkir til framhalds- náms í Japan KAREN Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve höfnuðu í 14. sæti í heimsmeistarakeppni atvinnumanna í standard-dönsum sem fram fór í Tókýó í Japan sunnudaginn 29. febr- úar sl. Einungis tvö stig vantaði upp á til að þau kæmust í undanúrslit. Karen og Adam, sem eru núver- andi heimsmeistarar atvinnumanna í 10 dönsum, hafa sérhæft sig í báð- um greinum, þ.e, standard og latin, því má segja að árangur þeirra sé góður en þau færðu sig upp um fjög- ur sæti frá því í fyrra, segir í tilkynn- ingu. Alls tóku 42 bestu standard- danspör heims, þátt í keppninni. Nær öll pörin sem kepptu, æfa ein- göngu aðra greinina fyrir utan Kar- en og Adam. Titillinn hafnaði hjá breska par- inu Christopher Hawkins og Hazel Newburry sem hafa verið handhafar þessa titils mörg undanfarin ár. Um fjögur þúsund áhorfendur fylltu sal- inn þar sem keppnin var haldin. Þá hefur þeim Karen og Adam, hlotnast sú viðurkenning, að vera boðið annað árið í röð, að taka þátt í stórri danssýningu í Japan, sem haldin er ár hvert til heiðurs Misaka prinsi. Sýningin fram fer um miðjan mars í Tókýó. Karen og Adam í 14. sæti á HM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.