Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 27
SÝNING á úrvali blaðaljósmynda
ársins 2003 var opnuð á laugardag.
Sýning þessi er árlegur viðburður
sem/og val á bestu blaðaljósmynd-
um ársins sem tilkynnt
var á opnuninni.
Þriggja manna dóm-
nefnd frá Blaðaljós-
myndafélagi Íslands
hefur það vandasama
verkefni að velja sigur-
myndirnar í 8 flokkum
og svo eina mynd sem
þeir telja bera af öðr-
um. Úr nógu er að
velja því það má með
sanni segja að ljós-
myndir skipi æ veiga-
meiri sess í dagblöð-
um. Því til
staðfestingar er fróð-
legt að fletta eldri
blöðum. Eftir því sem
maður færist aftar í
tíma þá fækkar mynd-
unum. Í dag búum við
á tíma neyslu, hraða,
skyndibita og allt það.
Lesendur vilja fá frétt-
ir beint í æð með góðri mynd og
stuttum texta.
Ég á mínar uppáhalds lélegu ljós-
myndir sem birtast annað veifið í
blöðunum, jafnvel á forsíðum, en það
er þegar einhver hefur sloppið úr
lífshættu, slasað sig eða verið lam-
inn, stendur, situr eða liggur fót-
brotinn og bendir á gifsið, sárið, bit-
ið eða hvað það nú er sem hrjáir
fyrirsætuna. Í slíkum myndum, sem
eru furðu margar, er allt rými tekið
frá lesandanum og þótt viðfangsefn-
ið gefi ljósmyndaranum ekki mikið
svigrúm þá drepur hann myndina
með þessu móti. Góð blaðaljósmynd
hlýtur að þurfa að vera á einhvern
hátt opin þótt hún segi líka frétt,
vekja í manni tilfinningar sem hafa
með fréttina að gera án þess að loka
fyrir hinn túlkandi huga. Af mynd-
unum að dæma sem valdar voru á
sýninguna, af þeim 1.000 myndum
sem voru sendar inn, mundi ég ætla
að dómnefndin liti þannig á málin.
Mynd ársins, sem dæmi, segir frétt-
ina af því þegar Jón Ólafsson selur
fjölmiðlaveldi sitt. En hún sýnir líka
mynd af samfélagi okkar, hraðanum
eins og ég nefndi hér að ofanverðu,
þegar Jón er að stíga úr einkaþotu
sinni, labbar fáein skref yfir í bílinn
sem bíður hans og er að tala í GSM-
símann sinn á meðan. Á þessu
augnabliki var Pjetur Sigurðsson
réttur maður á réttum stað og
smellti af mynd.
Eins og venjan er í slíkum sam-
keppnum þá eru aldrei allir á eitt
sáttir við úrslitin og sjálf sýningin
fer að virka eilítið eins og fegurð-
arsamkeppni, þ.e. að maður skoðar
myndirnar, ber þær saman og sam-
þykkir valið eða telur aðrar myndir
eiga sigurinn skilið. Valið þykir mér
nokkuð sannfærandi í ár þótt ég
hefði kannski ekki valið eins sjálfur.
Úrvalið er það mikið að endanlegar
niðurstöður hafa örugglega kostað
heilmikil heilabrot og yfirlegu. Sýn-
inguna hafði ég svo ánægju af að
skoða. Myndirnar eru ólíkar, spanna
vítt svið og margar hverjar frábærar
skrásetningar á atburðum síðasta
árs.
Fréttamyndir síns tíma
Það hefur tíðkast hjá Gerðarsafni
samhliða þessum árlega viðburði að
gera einhverjum ljósmyndara sér-
stök skil á neðri hæðinni. Í fyrra var
það einn af frumkvöðlum í blaðaljós-
myndun á Íslandi, Ólafur K. Magn-
ússon, og nú er það Magnús Ólafsson
(1862–1937) sem varð fyrir valinu.
Myndirnar eru fengnar frá Ljós-
myndasafni Reykjavíkur en rétt 3
mánuðir eru síðan yfirlitssýningu á
myndum Magnúsar lauk þar. Þykir
mér heldur skammur tími hafa liðið
til að endursýna yfirlitssýninguna í
næsta bæjarfélagi. Það ætti samt
ekki að rýra gildi myndanna enda er
Magnús frumherji á sviði ljósmynd-
unar á Íslandi.
Svo ítarlega var fjallað um sýn-
ingu Magnúsar í ljósmyndasafninu
hér á síðum blaðsins síðustu vikuna í
nóvember að mér finnst ég ekki hafa
neinu við að bæta sem skilar mik-
ilvægi Magnúsar í ljósmyndun á Ís-
landi. Aftur á móti eru myndirnar
komnar í annað samhengi með
fjöldann allan af blaðaljósmyndum á
hæðinni fyrir ofan sig. Það má nefni-
lega líta á margar myndir Magnúsar
sem fréttamyndir síns tíma, skrá-
setningar á atburðum og jafnvel
skipa þær í flokka, s.s. í flokk íþrótta-
mynda, portrettmynda og daglegs
lífs, rétt eins og gert er á efri hæð-
inni. Mér finnst þó athygl-
isverðast að bera saman
tímabilin og sjá hve mikið
hefur breyst frá tíð Magn-
úsar. Borgin og fólkið eins
og það birtist fyrir tæpri
öld síðan. Einkaþotur og
GSM símar svo afar fjarri
Íslenskum lífsháttum.
Mynd sem minnisvarði
Í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur stendur yfir
sýning á verkum annars
frumkvöðuls í ljósmyndun
á Íslandi, en það er Leifur
Þorsteinsson sem er
brautryðjandi í auglýs-
inga- og iðnaðarljósmynd-
un hér á landi. Leifur fæst
þó ekki einungis við þess
háttar ljósmyndatökur
heldur hefur hann síðan
árið 1963 myndað mann-
lífs- og götumyndir í
Reykjavík. Er sýningin í ljósmynda-
safninu yfirlit á þessum myndum
Leifs og spannar um 30 ára tímabil,
frá 1963 til 1993. Hér er því tímabil
ekki eins fjarlægt nútímanum og við
sjáum í myndum Magnúsar, en engu
að síður áhugavert. Nokkuð er um
myndraðir eða ljósmynda ritgerðir
(photo essays) á sýningunni sem
greina frá einstökum atburðum, eins
og frá 50 mílna fundinum árið 1973
og frá Kvennadeginum árið 1975.
Húsamyndirnar eru líka sem mynd-
röð þótt hver mynd standi sjálfstæð.
Það má því rýna í býsna vel ígrund-
aða formfræði í stökum myndum og
líka taka inn myndröðina í heild
sinni. Þær lýsa ekki atburðum eða
augnabliki og sýna heldur ekki bara
hús. Þær birtast mér sem minnis-
varðar eða minnisvarði (monument)
um byggingarnar, þungar, tómar og
skarpar myndir.
Skrásetningar á atburðum
MYNDLIST
Gerðarsafn
LJÓSMYNDIR
BLAÐALJÓSMYNDIR ÁRSINS 2003
MAGNÚS ÓLAFSSON
Opið alla daga nema mánudaga frá 11–
17. Sýningu lýkur 21. mars.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
LJÓSMYNDIR
LEIFUR ÞORSTEINSSON
Opið virka daga frá 12–19 og um helgar
frá 13–17. Sýningu lýkur 9. maí.
Mynd ársins, Norðurljósin seld, eftir Pjetur Sigurðsson er tímanna tákn.
Jón B.K. Ransu
Ein af húsamyndum Leifs Þorsteinssonar í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur.
Þessi mynd Magnúsar Ólafsson-
ar hlýtur að vera í hópi bestu
íþróttamynda á öldinni sem leið.
Salurinn kl. 20 Inner Wheel
Reykjavík, Rótarýklúbbur Reykja-
vík Austurbær og Rótarýklúbbur
Reykjavíkur halda sameiginlega
fjáröflunartónleika. Klúbbarnir eru
tengdir innbyrðis og halda nú í
fyrsta sinn sameiginlega fund og
tónleika að fundi loknum. Jónas
Ingimundarson kynnir tónlistar-
efnið, sem fjallar um vorið, ástina
og tilveruna með aðstoð Gunnars
Guðbjörnssonar tenórs og Hjalta
Rögnvaldssonar leikara.
Styrktarverkefni Inner Wheel á
þessu ári er fjáröflun til styrktar
Alzheimersamtökunum.
Ásbyrgi í Miðfirði kl. 20.30 Söng-
kvartettinn Út í vorið heldur tón-
leika á vegum Tónlistarfélags
Vestur-Hún-
vetninga. Á efn-
isskránni má
finna vinsæl
kvartettlög fyrri
ára í útsetn-
ingum Carls Bil-
lich, Magnúsar
Ingimarssonar
o.fl., og svo nýrri
útsetningar fyrir
kvartettinn eftir
Bjarna Þór Jón-
atansson og Jóhann G. Jóhannsson.
M.a. verða fluttar nokkrar nýjar
útsetningar á lögum Jóns Múla
Árnasonar.
Söngkvartettinn Út í vorið var
stofnaður haustið 1992 af þeim Ás-
geiri Böðvarssyni, Einari Clausen,
Halldóri Torfasyni og Þorvaldi
Friðrikssyni. Snemma árs 1993
kom píanóleikarinn Bjarni Þór Jón-
atansson til liðs við kvartettinn.
Hann starfar sem píanókennari og
organisti í Reykjavík. Allir hafa
þeir verið félagar í Kór Langholts-
kirkju.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Jón Múli Árnason
OPNUÐ verður sýning í anddyri
Norræna hússins í dag kl. 17 á mynd-
skreytingum eftir norska listamann-
inn Knut H. Larsen. Myndirnar, sem
eru vatnslitamyndir, gerði hann við
söguna Rauði Ormur eftir Frans G.
Bengtsson. Þær lýsa frásögninni um
víkinginn Rauða Orm sem kom frá
Skáni í Svíþjóð og lenti í mörgum
ævintýrum eins og víkingi sæmir.
Í myndlist sinni hefur Knut H.
Larsen ekki einskorðað sig við eina
grein, heldur málað, gert grafíkverk
og myndskreytt bækur. Auk þess
hefur hann síðustu árin byrjað að
skera út í tré. Hann hefur nýlokið við
að gera tréhöggmyndir fyrir fæðing-
arbæ sinn, og eru þær byggðar á
goðsögnum og þjóðsögum.
Knut H. Larsen er fæddur 1942 í
Mosjøen í Norður-Noregi. Hann býr
nú í Svíþjóð og vinnur þar við mynd-
listarstörf.
Sýningin stendur til 18. apríl. Opið
virka daga kl. 8–17, um helgar kl. 12–
17.
Norskar
myndskreyt-
ingar í Nor-
ræna húsinu
ið hluti innsetninga og þá hefur
hann einnig sýnt teikningar og
málverk.
Í Safni verður opnuð sýning á
nýju verki eftir Finn Arnar,
„Cod“, á laugardag kl. 14. Að auki
hafa ný verk bæst við safneignina
eftir Andreas Serrano, Richard
Prince og Carsten Höller.
Safn er opið miðvikudaga til
föstudaga kl. 14–18, um helgar kl.
14–17. Leiðsögn alla laugardaga
kl. 14. Aðgangur er ókeypis.
RAGNAR Kjartansson myndlist-
armaður fremur gjörning sinn
„Guð minn góður!“ í glugga Safns,
Laugavegi 37 kl. 20 í kvöld. Við-
burðurinn stendur í klukkutíma.
Ragnar útskrifaðist frá mál-
unardeild LHÍ 2001 og síðan hefur
ferill hans einkennst af tilrauna-
mennsku. Hann hefur starfað sem
myndlistarmaður, tónlistarmaður
og hugmyndasmiður á auglýs-
ingastofu, svo fátt eitt sé nefnt.
Þar snýr Ragnar sér aftur að mál-
verkinu og sýnir stærðar málverk
sem reyndar verður „lifandi“, seg-
ir í kynningu.
Ragnar er meðlimur hljómsveit-
anna The Funerals og Trabant og
má líkja tónleikum þeirra við
myndlistargjörning. Hann hefur
unnið með það form ýmist einn
eða í samstarfi við fleiri, samanber
nýlegt samstarf hans með Gjörn-
ingaklúbbnum. Myndbandsverk
hans hafa ýmist staðið ein eða ver-
Gjörning-
urinn „Guð
minn góð-
ur!“ í Safni
Veggspjald eftir Ragnar Kjart-
ansson frá árinu 2003.
ÍSLENSKA óperan býður upp á
stefnumót við listamenn að lokinni
sýningu á Brúðkaupi Fígarós í kvöld.
Sýningin hefst kl. 20 og lýkur um kl.
23. Strax að lokinni sýningunni munu
óperulistamennirnir taka þátt í stuttu
spjalli við gesti. Söngvararnir Berg-
þór Pálsson og Sesselja Kristjáns-
dóttir sitja fyrir svörum, ásamt leik-
stjóranum, Ingólfi Níelsi Árnasyni,
og aðstoðarhljómsveitarstjóranum,
Kurt Kopecky, sem jafnframt er tón-
listarstjóri Íslensku óperunnar.
Söngvarar
sitja fyrir
svörum
♦♦♦