Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 35 HUGI Hreiðarsson fer mikinn í grein sinni í Morgunblaðinu 27. febr- úar sl. um samkeppni á eldsneytismarkaði. Í sjálfu sér ætla ég ekki að gera það að venju minni að svara enda- lausum rangfærslum Huga en lengi skal manninn reyna. Olíufélagið rekur ábyrga verðstefnu á neytendamarkaði. Sú verðstefna stendur á tveimur fótum og er gegnsæ. Annars vegar er horft til þróunar á heimsmarkaði og verð- ið lækkað þegar verð á heimsmarkaði lækkar og öfugt. Hins vegar er horft til samkeppnisstöðu á markaði en Ol- íufélagið lofar að bjóða viðskipta- vinum sínum ætíð hagstætt verð á eldsneyti. Til þess að vera trú þeirri stefnu er vel fylgst með hegðan keppi- nautanna og verð aðlagað til að standa ávallt við gefin loforð. Oft gerast einstaklingar og fyr- irtæki sjálfhverf í samkeppninni og halda að keppinautarnir séu bara að hugsa um þeirra fyrirtæki. Án þess að vilja móðga Huga, þá horfum við hjá Essó ekki sérstaklega á verðlagningu hans fyrirtækis í verðákvörðunum okkar. Einkunnarorðin „Veldu ódýrt bensín“ eru ekki til höfuðs Huga. Þau eru hluti af markaðs- og auglýsingaherferð sem við hófum í febrúar 2003 – löngu áður en Hugi tók til við að selja bensín. Hugi fjallar í grein sinni töluvert um nýlega kæru sína til Samkeppn- isstofnunar og ætlar greinilega að reka þá kæru í fjölmiðlum. Ég legg til að við bíðum með umræðuna þar til Sam- keppnisstofnun hefur úr- skurðað í málinu. Það vill nefnilega svo til að sam- keppnislögin voru ekki sett til að Hugi fengi að spila einleik á markaðinum. Nei, öðru nær, nálgun Huga er mikil einföldun því samkeppnislögin eru fyrst og fremst hugsuð til að stuðla að samkeppni á markaði og samkeppni byggist jú á því að menn takist á! Annars er afar athyglisvert að sjá Huga tala um efnahagslegan styrk fyrirtækja. Þar ruglar hann reyndar saman Olíufélaginu og móðurfélagi þess, Keri. Fróðlegt þætti hins vegar mörgum að sjá efnahagslegan styrk Bandaríkjamannsins Brandon Rose og fjölskyldu hans sem er hinn raun- verulegi eigandi Atlantsolíu. Einu er ég þó sammála í grein Huga. Það er sú staðhæfing að valdið sé neytendanna. Því valdi vill Olíufé- lagið Esso sannarlega lúta. Við vitum að neytandinn vill þjónustu. Neyt- endur vita að þjónusta Olíufélagsins er ekkert skyndiupphlaup, það er allt- af hægt að treysta á að Esso eigi elds- neyti. Neytendur vita að Olíufélagið Esso rekur yfir 100 eldsneytisstöðvar um allt land sem landsbyggðarfólk getur treyst á allt árið og aðrir Íslend- ingar ganga að vísum í ferðum sínum víðs vegar um landið. Neytendur vita einnig að Olíufélagið Esso er ábyrgur þegn í samfélaginu og uppfyllir ítr- ustu kröfur í öryggis- og umhverf- ismálum. Eða eins og við hjá Esso segjum: „Þitt er valið.“ Látum neytendur velja! Hjörleifur Jakobsson svarar Huga Hreiðarssyni Hjörleifur Jakobsson ’Neytendur vita aðþjónusta Olíufélagsins er ekkert skyndiupp- hlaup…‘ Höfundur er forstjóri Olíufélagsins ehf. FASTEIGNASALAN GIMLI 4RA HERBERGJA NJÁLSGATA - ÚTSÝNI Nýtt á skrá rúmgóð og björt 102 fm íbúð á 4. hæð í stein- steyptu fjölb. Þrjú svefnherbergi og stór stofa sem nýtist einnig sem borðstofa. Glæsilegt útsýni af norðursvölum. Viðrunar- svalir í suður. Nýlegt járn á þaki. Hús byggt árið 1960. Verð 13,6 millj. Áhv. 4,0 millj. HOLTSGATA - JEPPASKÚR Erum með í sölu góða 4ra herbergja 95 fm íbúð. Íbúðin skiptist í fjögur herbergi, stofu með útg. á suðvestursvalir, eldhús með góðum borðkrók og uppgert baðherbergi með bað- kari, sér sturtuklefa og góðri innréttingu. Jeppabílskúr 40 fm og afar rúmgóður. Í skúrnum er rafmagn, kalt vatn og góð sal- ernisaðstaða. Áhv. 5,7 millj. Verð 15,5 millj. SÓLVALLAGATA Vorum að fá í einka- sölu einstaklega fallega 81 fm 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum á þessum frábæra stað. Íbúðin sem skiptist í tvö herbergi, ann- að með nýjum skápum, tvær stofur, eldhús með fallegri nýlegri innréttingu, gashellu- borði og veggofni. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með baðkari og góðri innrétt- ingu. Góð og falleg eign á frábærum stað. Áhv. 10,2 millj. Verð 15,6 millj. 3JA HERBERGJA FURUGRUND - LAUS FLJÓTLEGA Nýtt á skrá falleg og vel skipulögð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í nýviðgerðu og máluðu fjölb. Tvö svefnherbergi, Baðherbergi endurnýjað. Suðursvalir úr stofu. Parket á gólfum. Tengi fyrir þvottavél á baði. Verð 11,9 millj. Áhv. 5,8 millj. RAUÐARÁRSTÍGUR - 1. HÆÐ Vel skipulögð og björt 3ja herb. 63 fm íbúð með vestursvölum. Holið er rúmgott, tvö svefn- herbergi, annað með fataskáp. Rúmgóð stofa. Járn á þaki endurn. og gler. Verð 9,8 millj. Áhv. 5,0 millj. KLAPPARSTÍGUR - HÆÐ OG RIS Nýtt á skrá sérlega falleg og mikið endur- nýjuð 3ja herb. 78,8 fm íbúð á 3. hæð með austursvölum. Íbúðin er á tveimur hæðum. Risið er nýtt sem eitt stórt rými. Eldhús með nýlegri innréttingu, gaseldavél, borðkrókur. Baðherbergi með móasík flísum í hólf og gólf, sturtuklefi. Parket á öllu nema risi. Verð 12,9 millj. Áhv. 6,0 millj. SÓLVALLAGATA - LAUS FLJÓT- LEGA Sérlega falleg, björt og mikið endur- nýjuð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í þríbýli. Búið er að endurnýja t.a.m. skolplögn, rafmagn ídregið + rafmagnstafla, gler endurnýjað og parket á gólfum. rúmgott svefnherbergi með miklu skápaplássi. Samliggjandi stofur (aðra hægt að nýta sem svefnherb.) með rennihurð á milli, suðursvalir úr stofu. Verð 12,9 millj. Áhv. 5,8 millj. HRÍSATEIGUR - 3JA HERB. HÆÐ Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Góðar innr. og parket á gólfum. 2 svherb., gott eldhús og stofa. Nýl. endurnýjað eldhús, raflagnir, pípulagnir að hluta og þakjárn. Húsið er járnklætt timbur- hús og er í góðu standi. Eignin getur losnað fljótlega. Áhv. 6,1 millj. Verð 13,4 millj. KLEIFARSEL - GLÆSIEIGN Vorum að fá í sölu góða 3ja-4ra herbergja 86 fm íbúð. Íbúðin er öll hin vandaðasta, með tveimur svefnherbergjum, stofu, borðstofu og baðherbergi. Gólfefni er parket og dúkur á baðherbergi. Hús í góðu ásigkomulagi. Verð 11,9 millj. 2JA HERBERGJA ÞÓRSGATA - LAUS STRAX Sérlega sjarmerandi og björt 2ja herb. íbúð í risi í steinsteyptu þríbýli. stofa, borðstofu og svefnherbergi. Parket er á íbúðinni, nema á baði. Búið er að endurnýja rafmagnstöflu. Sameiginlegt þvottahús og geymsla. Í heild sérlega sjarmerandi risíbúð á einum eftir- sóttasta stað í Þingholtunum. Áhv. húsbr. 4,3 millj. Verð 8,9 millj. • Einbýli í vesturbæ Kópavogs. Verð allt að 28,0 millj. Uppl. gefur Grétar s. 696 1126. • Einbýlishús í Heiðargerði, ríflegur afhtími. Verð allt að 30 millj. Uppl. gefur Hákon s. 898 9396. • Raðhús í Fossvogi, ríflegur afhtími. Verð allt að 30 millj. Uppl. gefur Hákon s. 898 9396. • Sérhæð í vesturbæ Kópavogs. Uppl gefur Sveinn s. 695 9808. • Sérbýli/sérhæð í vesturbæ Reykjavíkur. Uppl. gefur Sveinn s. 695 9808. • 4ra til 5 herb. íbúð helst m/sérinngang í Grafarvogi. Uppl. gefur Sveinn s. 695 9808. • 3ja til 4ra herb. íbúð í Breiðholti eða Grafarvogi. Uppl. gefur Grétar s. 696 1126. • 2ja herb. íbúð miðsvæðis í Reykjavík, með sérgarði, ekki kjallara. Uppl. gefur Hákon s. 898 9396. ETIRTALDAR EIGNIR ÓSKAST FYRIR TRAUSTA KAUPENDUR GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali MEÐAL sérhverrar kynslóðar nemenda í grunnskólum landsins er hópur sem á erfitt upp- dráttar í bóklegu námi. Þessir nemendur verða oft utangátta, eru sett- ir í sérkennslu og jafn- vel lagðir í einelti. Flestir hafa þá reynslu að hafa verið í bekk, þar sem minnst tveir nemendur voru í þess- ari aðstöðu. Eftir því sem á líður skaðast sjálfsmynd þessara barna, vegna síend- urtekinnar niðurlæg- ingar. Að auki missa þau virðingu fyrir sjálfum sér og trú á getu sína og hæfni. Menntakerfi okkar býður ekki upp á mikið fyrir þessa einstaklinga. Svig- rúm fyrir fjölbreytni er lítið og alltaf er lögð mest áhersla á stærðfræði, ís- lensku og aðrar bóklegar greinar. Samræmdu prófin bæta svo gráu ofan á svart. Próf þessi gera lítið annað en að mismuna nemendum eftir getu í bóknámi, flokka þá og dæma. Þegar komið er í gagnfræðiskóla eru sumir búnir að fá sig fullsadda og staðráðnir í að hætta í skóla. Síðast- liðin ár hefur brottfall í 10. bekk og á fyrsta ári framhaldsskólanna stór- aukist og er það mjög slæm þróun. Allmargir nemendur sem hverfa frá námi hafa gjarnan staðið sig vel í verklegum grein- um. Það er þó ekki lagt til grundvallar við inn- tökuskilyrði framhalds- skólanna. Mikilvægt er að koma á breytingum varðandi þennan þátt, þ.e. fjölbreyttari viðmið við inntöku- skilyrði framhaldsskóla í bók- og verknámi. Slíkt væri til mikilla hags- bóta, ekki einungis fyrir tiltekna nem- endur, heldur skólakerfið og þjóðfé- lagið í heild. Gott þjóðfélag byggist m.a. á góðri dreifingu á vinnumark- aðnum. Ef fólk kemur úr mennta- kerfinu út á vinnumarkaðinn með ör- yggi, góða sjálfsmynd og stolt yfir menntun sinni og gjörðum næst miklu meiri árangur á öllum sviðum, þ.e.a.s. meiri afköst, vinnugleði og vel- ferð. Skólakerfið er of staðlað. Það er ekki lagað að einstaklingnum. Þessu er einnig nauðsynlegt að breyta. Mögulegt er að auka valfrelsi nem- enda mun fyrr, því þegar nemendur eru ungir er hægt að sjá tiltölulega fljótt hverjar eru sterkustu hliðar þeirra. Sem dæmi má nefna að Þjóð- verjar kynna mismunandi leiðir til náms mjög snemma fyrir nemendum. Danir eru mjög framarlega í skipulagi á iðnmenntun, þannig að sá sem nær ekki ákveðnum bóklegum greinum í efri bekkjum grunnskóla færist í millibekk þar sem lögð er áhersla á atvinnutengt nám. Iðnnám þyrfti að vera kynnt mun fyrr í grunnskólum landsins. Það þyrfti að vera þrepatengt rétt- indanám, t.d. þannig að eftir eins árs nám fengi maður réttindi til að vinna einhvers konar þjónustustörf eða sem aðstoðarmaður í iðngreininni. Þannig er því farið í Danmörku. Á Íslandi er sveinspróf í greininni hins vegar for- senda starfsréttinda. Einnig er mik- ilvægt að atvinnulífið sé tilbúið að greiða götur nemenda. Á sama hátt væri hægt að atvinnu- tengja bóknám í menntaskóla. Segj- um sem svo að nemandi hyggist stefna á jarðfræði í framtíðinni. Hvers vegna ekki að leyfa honum að vinna í því umhverfi í vikutíma eða svo? Réttast væri að hafa starfskynn- ingar bæði í bóklegum og verklegum fögum, t.d. á fyrsta og þriðja ári fram- haldsskóla. Með þeim myndast hvati til þess að stunda nám í tiltekinni grein. Fordómar gagnvart verklegu námi eru miklir á Íslandi. En í verklegum greinum þarf mikið hugvit og ábyrgð, afrakstur þarf að vera sýnilegur og háður gæðum og gagnrýni. Iðn- aðarmaðurinn stendur og fellur með sínu hug- og handverki. Hann er fulltrúi iðngreinarinnar í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Ekki hefur mikið borið á hver stað- an er í menntunarmálum iðnnema. Ef eitthvað er hefur orðið fækkun í greinunum, nemendur sækja minna og minna í þær. Ástæðan er kannski sú að menntakerfið og atvinnulífið geta ekki komið sér saman um hvert stefna eigi, eða hafa lítinn skiling hvort á öðru. Það er eitthvað að landi þar sem iðnmenntun er á niðurleið. Við töpum gífurlegri þekkingu, sem er und- irstaða þess að við getum byggt þjóð- félag. Þar má nefna allt sem snýr að byggingariðnaði og matvælaiðnaði, þ.e.a.s. að grunnþörfum manneskj- unnar. Í starfsgreinaráðum iðngreinanna sitja aðilar úr atvinnulífinu, auk eins fulltrúa úr menntamálaráðuneytinu. Atvinnulífið krafðist þess að hafa meiri áhrif á uppbyggingu menntunar í iðngreinunum. Þess vegna voru starfsgreinaráðin stofnuð. Hvers vegna er árangurinn ekki meiri? Eitt stærsta og brýnasta verkefni mennta- málaráðuneytisins og atvinnulífsins er að takast á við þessi vandamál. Eflum og virðum verknám Emil Hjörvar Petersen skrifar um menntamál Emil Hjörvar Petersen ’Það er eitthvað aðlandi þar sem iðnmennt- un er á niðurleið.‘ Höfundur er háskólanemi og í stjórn UVG. ÞANN 11. febrúar síðastliðinn birt- ist grein eftir mig í Morgunblaðinu, undir nafninu „HVAÐ GET ÉG GERT?“ Þar fór ég svona lauslega yfir það hvað maður sjálfur getur gert. Þarna var ég að beina orðum mínum að þeim fjölmörgu sjúklingum sem eru í sömu stöðu í dag og ég var fyrir 15 árum og vona ég svo sannarlega að fólk geti nýtt sér sögu mína til að gera eitthvað í sínum málum. Með þessari grein minni vil ég beina orðum mínum til þeirra sem koma að málefnum geð- sjúkra og/eða heilbrigðiskerfinu með einum eða öðrum hætti, en þetta eru jú starfsmenn í öllum stéttum heil- brigðiskerfisins, ráðamenn þjóð- arinnar, alþingismenn, aðstandendur og allir sem einhvern þekkja sem á við sjúkdóm að stríða, hvort sem það er á líkama eða sál. Jú, þið getið komið að þessu verk- efni með okkur og verið þátttakendur í því að koma á fót öflugri þjónustu- miðstöð utan stofnunar sem við höf- um kosið að kalla Hlutverkasetur. Þar munu allir sem á einhvern hátt hafa ekki fengið tæki- færi til að sýna getu sína, t.d. á alm. vinnu- markaði, geta fundið sér hlutverk. Þarna verður unnið á jafn- ingjagrundvelli, þ.e.a.s. sérmenntað fagfólk mun vinna með þeim sjúklingum (notendum) heilbrigðiskerfisins sem vilja leggja sitt af mörk- um svo að þeir sem þurfa að ganga í gegn- um það að verða fatlaðir eða verða fyrir ein- hverri röskun, geti tekist á við það af heilum hug og að þeir sjái að það er til fólk sem hefur vilja til að hjálpa öðr- um af heilum hug. Svona þjónusta er nauðsynleg stórum hópi fólks, þ.e. geðfötluðum, líkamlega fötluðum og atvinnulaus- um. Geðveiki er ekki glæpur. Geð- sjúkdómur er ekki dauðadómur. Sjúkdómar eru yfirstíganlegir. Sjúk- dómar eru ekki verkefni sem á að læsa ofan í skúffu. Sjúklingar eru mannverur eins og þú, við eigum sama rétt og þú, við erum hvorki betri né verri. Við höfum öll eitthvað fram að færa. Hvað hefur þú fram að færa? Leggðu þitt af mörkum og komdu á kynningarfund á verkefnum Hug- arafls sem haldinn verður á veit- ingastaðnum Kaffi Reykjavík laug- ardaginn 6. mars frá kl. 13–16. Að lokum vil ég biðja ykkur um að senda okkur svar á netfangið hugar- afl@hugarafl.is og munu nöfn þátt- takenda verða birt inni á heimsíðu Hugarafls, hugarafl.is. Vinsamlegast takið það fram ef þið óskið eftir nafnleynd (af einhverjum ástæðum). Hvað getur þú gert? Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar um félagasamtökin Hugarafl ’Sjúkdómar eru ekkiverkefni sem á að læsa ofan í skúffu.‘ Bergþór G. Böðvarsson Höfundur greindist með geð- hvarfasýki fyrir 15 árum, fyrir einu ári byrjaði hann að vinna í 50% starfi hjá Múlalundi, vinnustofu SÍBS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.