Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 51 GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Barnsley, biður stuðn- ingsmenn félagsins um þolinmæði og stuðning eftir enn einn ósigur liðsins. Barnsley beið lægri hlut fyrir Peterborough á heimavelli, 0:1, í ensku 2. deildinni í fyrra- kvöld. Það var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum og það hefur sigið niður í ellefta sæti deildar- innar eftir að hafa verið í hópi sex efstu í nær allan vetur. Hluti stuðningsmannanna sendi leikmönnum Barnsley tóninn í leiknum í fyrrakvöld og Guðjón var ekki sáttur við það. „Það hjálpar okkur engan veginn ef stuðningsmenn okkar veitast að leikmönnum vegna mistaka sem þeir gera. Leikmennirnir verða taugaóstyrkir og það sást vel hversu slæm áhrif þetta hafði á þá. Fylgismenn knattspyrnuliða eru oft ansi miskunnarlausir. Ef þeir vilja að liðið komist á sigurbraut verða þeir að fylkja sér á bakvið liðið því þegar harðnar á dalnum verða allir að standa saman. Stjórn deildakeppninnar stýrir því ennþá hvaða leikmenn við get- um fengið til félagsins – við stönd- um ekki jafnfætis öðrum liðum í deildinni að þessu leyti. Það tekur meira en nokkra mánuði að byggja upp knattspyrnulið,“ sagði Guðjón á vef Barnsley í gær, og vísaði þar til þess að Barnsley hefur verið í fjárhagslegri gjörgæslu frá síðasta sumri þegar engu munaði að félag- ið yrði gjaldþrota. Guðjón er óhress með stuðningsmenn Barnsley GERARD Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, brosti breitt í Sofíu í gær er lið hans vann Levski, 4:2, og saman- lagt 6:2, í UEFA-keppninni. „Ég er ánægður að Owen skyldi skora í leiknum en hann hefur átt á brattann að sækja að undanförnu. Hann var einbeittur og veit að hann getur náð að bæta markamet- ið í Evrópukeppninni. Owen vinnur vel fyrir liðið,“ sagði Houllier sem enn hefur ekki tapað á útivelli í UEFA- keppninni. Houllier brosti í Sofíu Houllier hefur legið undir mikilligagnrýni í vetur vegna slaks gengis liðsins, en það er nú í sjötta sæti ensku deildarinnar og það sætta stuðningsmenn liðsins sig ekki við. Steininn tók þó úr á dögunum þegar Liverpool tapaði fyrir Portsmouth í bikarkeppninni. Þá sáu einhverjir ástæðu til að krota niðrandi orð um stjórann á búningsaðstöðu liðsins á æfingasvæði þess við Melwood. Þar var skrifað: „Við vonum að þú deyir úr AIDS.“ Bréfið fékk Houllier hins vegar fyrir þennan leik, en því hefur verið haldið leyndu þar til í gær að ákveðið var að láta lögregluna rannsaka mál- ið. „Houllier fékk bréfið fyrir um þremur vikum og opnaði hann það sjálfur. Innihald þess er ekki fagurt og því ákváðum við að koma því til lögreglunnar til frekari rannsóknar. Við viljum ekki gera of mikið úr þessu, en það er ekki hægt að líta fram hjá svona hlutum,“ sagði Ian Cotton, fjölmiðlafulltrúi félagsins, í gær. Ekki hefur verið látið uppi hvað stóð nákvæmlega í bréfinu en sam- kvæmt sumum enskum fjölmiðlum í gær mun Houllier hafa verið bent á að hann ætti að hætta hjá Liverpool eða eiga von á einhverju slæmu ella. Bréfritari virðist einnig hafa her- bergjaskipan á heimili Houlliers á hreinu ásamt daglegum verkum knattspyrnustjórans. Houllier hefur reynt að víkja þessu öllu frá sér og sagði til dæmis að krotið á vegginn á æfingasvæðinu væri örugglega eftir einhverja fylli- byttu, en eftir leikinn við Levski Sofía í síðustu viku, sem Liverpool vann 2:0, viðurkenndi hann að síð- ustu vikur hefðu verið einhverjar þær erfiðustu sem hann hefði lifað. Reuters Steven Gerrard og Gerard Houllier fagna marki sem Gerrard skoraði í fyrri UEFA-leiknum gegn Levski Sofía á Anfield. Houllier fékk morðhótun ENSKA knattspyrnufélagið Liverpool skýrði frá því í gær að knattspyrnustjóri þess, hinn franski Gerard Houllier, hefði fengið morðhótun senda í bréfi fyrir nokkru og að búið væri að afhenda lögreglunni bréfið. Sigfús verður hvíldur LANDSLIÐSMAÐURINN Sigfús Sigurðsson fær að hvíla sig í næstu tveimur Magdeburg, gegn Eisenach 7. mars og Wilhelms- havener þremur dögum síðar, en meiðsli í kálfa og hné hafa plagað Sigfús frá því hann meiddist í Evrópuleik Magdeburg gegn ung- verska liðinu Pick Szeged í síðasta mánuði. Að sögn Sigfúsar eru meiðslin þess háttar að rifa er í kálfavöðvanum og liðband í hnénu er skaddað en Sigfús lék nánast á öðrum fætinum í sigurleik Magdeburg gegn toppliði Flensborg í fyrrakvöld. „Alfreð ætlar að gefa mér frí fram að leiknum við Flensburg í Meistaradeildinni sem fram fer 13. mars og þennan tíma mun ég nota til að fara í meðferð hjá sjúkraþjálfara og byggja mig upp fyrir átökin sem fram undan eru. Það hefur verið mikið álag á okkur á undanförnum vikum ég hef fundið æ meira fyrir meiðslunum. Ég var mjög kvalinn eftir leikinn við Flensburg og ég þurfti að fá einar sjö sprautur í fótinn til að lina þjáningarnar. Ég hristi þetta alveg af mér og verð orðinn hress eftir viku til tíu daga,“ sagði Sigfús við Morgunblaðið í gær.  HALLDÓR Karlsson, leikmaður meistarflokks Njarðvíkur í Inter- sport-deildinni, var í gær dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ. Halldór fékk brottrekstrarvillu í leik Snæfells og UMFN hinn 26. febrúar sl. Halldór tekur bannið út í fyrsta leik Njarðvíkinga í úrslitakeppninni.  ÍVAR Ásgrímsson, landsliðþjálfari kvenna, hefur valið A-landsliðið sem mætir B-landsliðinu, styrktu fjórum bandarískum leikmönnum, á laugar- daginn. Ívar hefur einnig valið B-lið- ið. Leikurinn fer fram í Seljaskóla kl. 16.30. Nokkrir leikmenn Hauka og UMFG, sem eru að leika bikarúrslita- leik í unglingaflokki kvenna á laug- ardaginn, voru ekki valdir í liðin af þeim sökum. A-landsliðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Anna María Sveinsdóttir, Birna Val- garðsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Erla Reynisdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Svava Stefánsdóttir allar úr Keflavík. Hildur Sigurðar- dóttir (KR), Alda Leif Jónsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir, Signý Her- mannsdóttir, Svandís Sigurðardótt- ir allar úr ÍS og Sólveig H. Gunn- laugsdóttir UMFG.  B-landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Bryndís Guðmunds- dóttir, Marín R. Karlsdóttir, Rann- veig Randversdóttir allar úr Kefla- vík, Andrea Gaines, Auður R. Jónsdóttir, Ingibjörg Vilbergsdóttir allar úr Njarðvík, Kashe Tardy (Grindavík), Lilja Oddsdóttir, Katie Wolf báðar úr KR, Casie Lowman, Stella Rún Kristjánsdóttir báðar úr ÍS, Kristrún Sigurjónsdóttir úr ÍR. FÓLK ÚRVALSDEILDARLIÐ Grinda- víkur hefur sótt um leikheimild fyrir Bandaríkjamanninn Anthony Jones en hann er 1,93 metrar á hæð og leik- ur sem bakvörður. Jones er 27 ára gamall og hefur leikið undanfarin tvö ár í Svíþjóð, fyrst með M7 í Borås og í vetur lék Jones með Ockelbo í sænsku úrvalsdeildinni en var látinn fara frá félaginu 27. febrúar vegna agabrota. Á fréttavef sænsku úrvalsdeildar- innar, www.basketligan.se, er sagt frá því að forsvarsmenn Ockelbo hafi sagt upp samningnum við Jones þar sem hann var tekinn fyrir ölvunar- akstur öðru sinni á ellefu mánaða tímabili. Jones virðist hafa staðið sig vel sem leikmaður því í 54 leikjum skor- aði hann að meðaltali 23 stig, tók 6,4 fráköst í leik og gaf 5,2 stoðsending- ar. Í fréttum sænskra dagblaða má sjá að Jones hefur látið mikið að sér kveða í vetur með Ockelbo, er hann talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar og margir telja að hann hafi verið besti varnarmaðurinn í úr- valsdeildinni. Eru enn undir launaþakinu Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa Grindvíkingarnir Páll Axel Vilbergsson og Guðmundur Bragason sagt upp launasamningum sínum við Grindvíkinga til þess að gera liðinu kleift að fá liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina um miðjan mars- mánuð, án þess að rjúfa launaþakið sem komið var á sl. sumar. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur einnig sagt upp launasamningi sínum við félagið en hann er meiddur og verður lík- lega ekki meira með liðinu á leiktíð- inni. Í herbúðum Grindavíkur eru fyrir tveir Bandaríkjamenn, Darrell Lewis sem lék með liðinu í fyrra og Jackie Rogers. „Stjarna“ frá Svíþjóð til UMFG?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.