Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Pokaskyr enn framleitt | Hjá Mjólk- ursamlagi Ísfirðinga á Ísafirði er skyr enn framleitt upp á „gamla mátann“. Skyrið er sett í poka og látið drjúpa af því yfir nótt. Á vef Lands- sambands kúa- bænda kemur fram að þrátt fyrir mikla sókn ýmissa skyr- tegunda undan- farin ár, svo sem skyr.is og KEA- skyrs, hefur poka- skyrið átt sinn fasta sess hjá neyt- endum á Vestfjörðum, sem og í Borgarfirði. Vestfirska pokaskyrið fæst eingöngu á Ísa- fjarðarsvæðinu og í verslun KB í Borg- arnesi. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Byggingartími styttist | Mikil breyting hefur orðið á byggingartíma íbúða á und- anförnum árum. Á Akranesi eru flestar íbúðir eitt eða tvö ár í byggingu en áður var ekki óalgengt að byggingartíminn væri að meðaltali um tíu ár. Kemur þetta fram í samantekt Skúla Lýðssonar byggingarfulltrúa á vef Akra- neskaupstaðar. Hann bendir á að frágang- ur lóða hafi einnig breyst til batnaðar. Nú sé gengið frá lóðum um leið og hús eru tilbúin eða strax árið eftir. Mikil gróska hefur verið og er áfram í íbúðabyggingum á Akranesi. Á síðasta ári voru 112 íbúðir í byggingu en á árinu 2002 voru 105 íbúðir í byggingu. Alls voru teknar 55 íbúðir í notkun á árinu sem var þremur íbúðum fleira en á árinu 2002. Sláturbúðinni lokað | Vígin falla eitt af öðru. Nú hefur smásölu verið hætt á Kjöt- afurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Skagfirðingar hafa hingað til getað feng- ið keypt kjöt í svokallaðri sláturbúð í Kjöt- afurðastöðinni. Nú hefur sláturhúsið fengið viðurkenningu sem útflutningssláturhús og þarf að uppfylla strangar heilbrigðiskröfur, að því er fram kemur á vef Kaupfélags Skagfirðinga. Af þeim sökum hefur orðið að loka sláturbúðinni endanlega. „Þetta fyrirkomulag, að vera með smá- sölu á afurðastöðinni, tilheyrir auðvitað lið- inni tíð og með aukinni þjónustu í versl- unum er aðgengi neytenda að vörunum stórbætt frá því sem tíðkaðist fyrr,“ segir á vef KS. Vestmannaeyjabærhefur auglýst eftirumsóknum um bú- fjárhald í Eyjum, í sam- ræmi við reglugerð þar um, ásamt umsóknum um afnot af beitilandi. Á vef Vestmannaeyja- bæjar kemur fram að bú- fjárhald (alifugla, geita, hrossa, kanína, loðdýra, nautgripa, sauðfjár og svína) og lausaganga bú- fjár er óheimil á Heima- ey, nema með leyfi land- nytjanefndar. Þá ber þeim sem nytja úteyjar til beitar að hafa samráð við nefndina og búfjáreftir- litsmann um fjölda fjár og fyrirkomulag. Kynningarfundur um umsóknarferlið verður haldinn hinn 9. mars nk. á Café Kró, kl. 20.30. Búfjárhald Reykjanesbær | Sýningarsalur Listasafns Reykjanes- bæjar í Duushúsum var fullur af fólki á fyrstu hádegis- tónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar. Talið er að 130 manns hafi hlýtt á Davíð Ólafsson bassasöngvara við Íslensku óperuna syngja negrasálma í útsetningu Daní- els Bjarnasonar. Meðal undirleikara voru Grímur Helga- son klarinettuleikari og Gyða Valtýsdóttir sellóleikari. Ljósmynd/Dagný Tónleikar í hádeginu Vinur Óttars Ein-arssonar er sjó-maður, sem hringdi í hann nýkominn í land og sagðist hafa feng- ið sér einn bjór „svona upp á meltinguna“. Þá orti Óttar: Eftir velting, þurrk og þjór, þorsta, seltu og bruna, í sig skellti einum bjór upp á meltinguna. Í Viðhorfi Þrastar Helga- sonar á þriðjudag var fjallað um dónalegan Dana, sem sagði Ísland of lítið til að geta af sér góð- ar bókmenntir. Þröstur rifjaði upp að Halldór Laxness hefði beðið landsmenn í lengstu lög að yrkja ekki eins og Skandinavar. Kantónan kveður: Skáldgáfuna viljum virkja frá vöggu alla leið til grafar; við megum bara ekki yrkja eins og þessir Skandinavar. Dónalegur Dani pebl@mbl.is Djúpivogur | Þessir ungu Djúpavogsbúar, Auður Gauta- dóttir og André Sandö, voru að renna sér á svelli í fjörunni að áliðnum góðviðrisdegi. Höfðu þau með sér góða vinkonu sína, tíkina Stjörnu, sem var orðin blaut og úfin eftir margar salí- bunur á glerhálum ísnum. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Svell í fjöruborðinu Leikir Selfoss | Ungir sjálfstæðismenn í Árnes- sýslu hafa sett upp bláa söfnunarbauka víða í Sveitarfélaginu Árborg og vilja með því leggja áherslu á að stýra þurfi sveit- arfélaginu út úr fjárhagsleg- um vandræð- um. Þeir benda á að 99,65% af tekjum sveit- arfélagsins Ár- borgar fari í rekstur og eft- ir standi að- eins 6,3 millj- ónir króna til að standa und- ir afborgunum lána og til framkvæmda. „Því er ljóst að allar þær framkvæmdir sem bærinn stendur fyrir eru nær ein- göngu fjármagnaðar með lánsfé. Ef fram heldur sem horfir má reikna með að skuldastaða sveitarfélagsins nemi tæpum 700 þúsund krónum á íbúa í lok kjör- tímabils 2006,“ segir í tilkynningu sem fylgir söfnunarbaukunum. Þeir benda á að þessi staða sveitarfé- lagsins hafi þau áhrif að minni líkur séu á að fasteignagjöld lækki sem og leikskjóla- gjöld, gatnagerðargjöld og skólavistar- gjöld. Söfnunar- baukar vegna fjárhagsvanda Árborgar Borgað í baukinn. ELLEFU sækja um stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar. Umsóknirnar voru kynnt- ar á fundi bæjarráðs í gærmorgun og er búist við að ákvörðun um ráðningu verði tekin á næsta fundi bæjarstjórnar. Í hópi umsækjenda eru nokkrir fyrrver- andi bæjar- og sveitarstjórar. Umsækj- endurnir eru Ásgerður Jóna Flosadóttir í Reykjavík, Björn Elíson á Hvammstanga, Gísli Karlsson í Reykjavík, Glúmur Bald- vinsson í Dubai, Guðmundur Rúnar Svav- arsson í Grímsnesi, Guðmundur Björnsson í Svíþjóð, Guðmundur Guðlaugsson á Siglufirði, Guðmundur Óskar Her- mannsson á Patreksfirði, Haraldur A. Haraldsson á Patreksfirði, Ragnar Jör- undarson í Hrísey og Steindór Sigurðsson í Reykjanesbæ. Nýr bæjarstjóri tekur við störfum af Brynjólfi Gíslasyni sem sagt hefur starfi sínu lausu. Ellefu sækja um stöðu bæjarstjóra ♦♦♦       Laugardalur | Bygging innisund- laugar í Laugardal gengur vel, en verkið er í heild sinni aðeins á eft- ir áætlun, að sögn Bjarnar Leifs- sonar framkvæmdastjóra. Nú er unnið að því að klára frá- gang hússins að utan og stefnt að því að byrja á frágangi lóðarinnar fljótlega. Fljótlega tekur laugin á sig frekari mynd þegar farið verð- ur að leggja flísar og snurfusa inni. Björn segir að stefnt sé á að opna innilaugina um miðjan nóv- ember. Björn segir almenning hafa tek- ið frábærlega í nýju aðstöðuna í Laugardal og segir fólk almennt mjög ánægt með uppbygginguna. Morgunblaðið/Jim Smart Frágangi utanhúss að ljúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.