Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 10
LJÓSATÍMAR í ljósabekkjum eru eitt af því
sem sumar ungar stúlkur og konur hafa
mikið sótt fyrir hátíðleg tækifæri, m.a. ferm-
ingar. En það eru ekki allir sáttir við þá út-
litsfegrun sem í hinum brúna lit er talin fólg-
in, einkum eru læknar áhyggjufullir vegna
heilsufarshættu sem slík ljós hafa í för með
sér og þykir brúni liturinn á stundum dýr-
keyptur.
Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalækn-
ir vitnar til ályktunar Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunarinnar í þessu sambandi.
„Sú stofnun hefur varað eindregið við
ljósabekkjanotkun,“ segir Bárður.
„Af því tilefni þykir ástæða til að vara for-
eldra og börn við þeirri hættu sem getur
hlotist af notkun ljósabekkja. Sú hætta
felst í aukinni tíðni húðkrabbameins. Það er
varað við því alls staðar í heiminum að sól-
argeislar og ljósabekkir séu miklu hættu-
legri en menn töldu áður, einkum hvað ungt
fólk varðar.
Algengi sortuæxla hefur þrefaldast hjá
konum á undanförum þremur árum árum og
nú er svo komið að sortuæxli er algengasta
krabbameinið meðal ungra kvenna.
Það eru einkum konur sem hafa sótt í
ljósabekki en hættan á húðkrabbameini er
auðvitað fyrir hendi líka hjá karlmönnum
sem sækja í sólböð og ljósabekki.
Hér hafa verið gerðar rannsóknir sem
sýna að Íslendingar eiga líklega heimsmet í
ljósabekkjanotkun og þar eru konur í mikl-
um meirihluta. Fyrir 25 árum var sjaldgæft
að ungar konur fengju sortuæxli en nú er
það algengt – við erum að sjá ungar konur
látast um þessum sjúkdómi.
Vitað er að það tekur nokkur ár frá því að
húðin verður fyrir skaða þar til meinið tekur
sig upp, þess vegna er ályktað að grunn-
urinn sé lagður snemma með ljósabekkja-
notkun, jafnvel á fermingaraldri.
Af þessum orsökum viljum við koma
þeim ábendingum til fermingarbarna og for-
eldra þeirra að notkun ljósabekkja getur
haft hættu í för með sér, hún getur orsakað
krabbamein innan fárra ára.“
Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalækn-
ir varar unglinga við notkun ljósabekkja.
Notkun ljósabekkja
skapar hættu
Kjóll og fagrar slæður
Morgunblaðið/Móa
Glæsilegur kjóll úr fínlegu efni sem mikið hefur verið keyptur sem fermingarkjóll, og
slæður í pastellitum sem hafðar eru yfir ermalausa fermingarkjóla. Fæst í Deben-
hams.