Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 12
sama á auðvitað við þegar fólk leigir sali og
sér sjálft um veitingar og skipulagningu.
En eitt er víst að enginn verður óbarinn
biskup í þeim efnum og því veitir ekki af
góðum ráðum og uppskriftum, ekki síst
þegar fólk er að halda sína fyrstu stóru
veislu, sem fermingarveislur eru oft.
Sjálf segist Stefanía muna sáralítið eftir
sinni eigin fermingarverislu.
„Ég var fermd í Kirkjubæjarkirkju í Hró-
arstungu austur á Fljótsdalshéraði en þar
er ég fædd og uppalin,“ segir hún.
„Sjálfsagt hefur stór hluti dagsins farið í
ferðina til og frá kirkju á holóttum mold-
arvegum og eitthvað kaffi var síðan fyrir
nánustu fjölskyldu þegar heim var komið.
En ég man miklu meira eftir fermingu
bróður míns sem er þremur árum eldri en
ég. Þá var sameiginleg fermingarveisla
haldin á prestssetrinu á Kirkjubæ og öllum
kirkjugestum boðið í kaffi.“
Hinn glæsilegi Royal-bæklingur
„Fyrrnefnd veisla var sú stærsta og eft-
irminnilegasta sem ég hafði nokkru sinni
upplifað. Og undirbúningurinn hefur aldrei
úr minni mínu liðið. Það stóð svo mikið til á
heimilinu og hátíðarstemmning lá í loftinu.
Föðursystir mín sem þótti afar myndarleg í
öllum verkum kom í heimsókn til að hjálpa
til við baksturinn. Og þá hafði nýverið borist
inn á heimilið auglýsingabæklingur sem átti
að undirstrika ágæti Royal-lyftiduftsins og í
honum voru kökuuppskriftir. Ég held að
þetta hafi verið fyrsti uppskriftabækling-
urinn sem gefinn var út á Íslandi og dreift
var meðal almennings. Í bæklingnum var
uppskrift af tertu sem var í þremur lögum
og var eitt lagið bleikt, annað var gult og
það þriðja grænt. Það var matarlitur sem
sá um litrofið. Frænka mín bakaði nokkrar
svona kökur og sprautaði þær listilega með
Á ÞEIM mótum æsku- og fullorðinsára sem
tengist ímynd fermingarinnar í hugum fólks
er ekki ónýtt að gera sér grein fyrir þýðingu
matar fyrir heill og hamingju fólks. Stund-
um er jafnvel sagt að leiðin að hjarta
mannsins liggi í gegnum magann – en leið-
in að hjarta konunnar er þó víst fremur
stráð blómum og jafnvel demöntum, ef
marka má stöðugar ábendingar í þá átt í
kvikmyndum og öðrum fjölmiðlum.
Stefanía Valdís Stefánsdóttir aðjunkt við
heimilisfræðideild Kennaraháskóla Íslnds
tók að sér að stjórna aðgerðum þegar útbú-
in var „fermingarveislan góða“ eins og Stef-
anía orðaði það þegar veislan sem hér er
birt í uppskriftum og myndum var í und-
irbúningi.
Flestir landsmenn hafa setið ferming-
arveislur í heimahúsum og vita að það þarf
bæði útsjónarsemi og smekkvísi til þess
að útbúa og stjórna slíkum veislum. Það
Góða veislu gjöra skal
Morgunblaðið/Ásdís
„Fermingarveislan góða.“ Borðið er fagurlega skreytt með servíettum, kertum og hvítum blómum frá Blómagalleríi, Hagamel 67.
Stefanía Valdís Stefánsdóttir.
Það er list að halda góða
veislu en þá list má læra og
er Stefanía Stefánsdóttir
kjörinn lærimeistari í þeim
efnum. Hún hefur í fyrsta
lagi haldið fjölbreyttar veisl-
ur í heimahúsum en einnig
er hún „sprenglærður“
heimilisfræðikennari og
starfar sem aðjunkt við
Kennaraháskóla Íslands.