Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 19
Einfaldur rækjuréttur 1 kg rækjur 1–2 heildósir blandaðir ávextir (t.d. Del Monde) 2 dósir sýrður rjómi (10%) 2 tsk. sykur 2 tsk. provencale krydd (Knorr) 1. Þíðið rækjurnar, látið vökvann renna vel af ávöxtunum og bland- ið þessu saman. 2. Leggið salatblöð í grunna, glæra skál og setjið rækjublönduna of- an á. 3. Hrærið sýrða rjómanum, sykr- inum og provencale kryddinu saman og berið fram með rétt- inum. Þessi réttur er bæði góður og fal- legur á borði. Þarf að útbúa sam- dægurs. Verð u.þ.b. 2000 kr. Kaldur kjúklingur á grænmetisbeði 7 kjúklingar grillaðir 1 poki veislusalat 1 höfuð jöklasalat (iceberg) rifið niður 4 paprikur rauðar og gular 250 g sveppir skornir í sneiðar 1–2 öskjur furuhnetur ristaðar 1. Hreinsið kjúklingana af beinum og skerið í litla bita. 2. Rifið veislusalatið smærra ef þarf. 3. Rifið jöklasalatið niður. 4. Ristið hneturnar á þurri pönnu við góðan hita. 5. Skerið paprikurnar í litla ferninga. 6. Skerið fersku sveppina í sneiðar að morgni veisludags. Blandið saman veislusalati, jöklasalati, paprikum og sveppunum. Komið fyrir á sléttu fati eða stórum diski. Kjúklingabit- arnir settir ofan á og ristuðum hnetunum stráð yfir. Sinnepssósa: 1½ dós (300 g) sýrður rjómi ½ dós (125 g) léttmajones franskt sætt sinnep Sýrður rjómi og majones hrært saman og smakkað til með frönsku sinnepi. Sósan ásamt heimabökuðu brauði borin fram með réttinum. Daginn fyrir veisluna er hægt að kaupa grillaða kjúklinga, kæla þá og skera í litla bita. Þeir kosta um það bil 700 kr. hver. Á þetta fermingarborð ætti 1/2 uppskrift að nægja. Þessi uppskrift er ætluð fyrir tuttugu manns sem aðalréttur. Pottþéttur pottréttur 2,5 kg beinlaust svínakjöt eða lambakjöt í bitum 4 tsk. karrí 3 laukar saxaðir 500 g sveppir, skornir í sneiðar matarolía til steikingar 2 krukkur Sweet Relish 2 krukkur Mango Chutney 4 stórir súputeningar 2½ dl vatn heildós ananas, í bitum 2 rauðar paprikur, skornar í bita 1. Hitið olíu og brúnið kjötið, kryddið með karrí og setjið í pott. 2. Brúnið laukinn og sveppi og setjið út í pottinn. 3. Bætið Sweet Relish og Mango Chutney út í ásamt súputeningum og vatninu. Lát- ið sjóða við vægan hita í 45 mínútur. Hrærið í af og til. 4. Bætið ananas og paprikubitum út í áður en rétturinn er hitaður upp. Passið að láta suðuna koma upp á réttinum áður en hann fer á borðið. Ef notað er svínakjöt er kostnaður um það bil 4.200 kr. En með lambakjöti er kostnaðurinn u.þ.b. 6.700. Hrísgrjón: 15 dl (u.þ.b. 1½ kg) hrísgrjón soðin í 3 lítrum af vatni. 1. Þrýstið hrísgrjónunum ofan í kringlótt kökuform með gati í miðjunni sem bleytt hefur verið með köldu vatni. 2. Hvolfið síðan á disk. Ef diskurinn er lít- illega bleyttur er auðvelt að laga hringinn til á honum. 3. Skreytið með hálfum ananassneiðum og rauðum kokkteilberjum með stilk, utan með hringnum á fatinu. Það er fallegra að nota Basmati villihrís- grjónablöndu en venjuleg hvít hrísgrjón. 500 g kosta 400 kr. en hvít grjón 200 kr. Kartöflur í eldföstu móti 3 kg kartöflur 5 laukar 2 tsk. salt (má sleppa) 2 fernur matreiðslurjómi 500 g rifinn ostur 1. Afhýðið laukinn og skerið í þunnar sneið- ar. 2. Flysjið hráar kartöflur og skerið í þunnar sneiðar. 3. Leggið kartöflur og lauk til skiptis í smurð eldföst mót þannig að kartöflur séu neðst og efst. 4. Hellið rjómanum yfir og bakið við 200° C neðarlega í ofni í 45–50 mínútur. 5. Stráið rifna ostinum yfir og bakið með síðustu 10 mínúturnar. Laukinn má brytja daginn áður og geyma í gleríláti til næsta dags. Kartöflurnar má einnig flysja og geyma heilar í fersku vatni í lokuðu íláti. Hagstæðast er að velja kartöflur í lausu og kaupa stóran ostbita. Samanlagður kostnaður er 1.300 kr. Þetta kartöflufat er gott að bera fram með kaldri skinku. Fyrir fermingarnar verður til bæði eðal- skinka og raftaskinka í Nóatúni í Austurveri á tilboðsverði. Gott væri að kaupa báðar tegundirnar, sneiða þær þunnt, raða á fat með heilum aspas og litlum gulrótum. Áætl- ið 100 g á manninn þ.e. 2 kg fyrir þetta boð eins og það er uppsett. Morgunblaðið/Þorkell Ostabakki úr handblásnu gleri úr Tékkkristal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.