Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 22
RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 • www.myndlist.is Fossil, Diesel, Armani, DKNY og Storm úr, flottar fermingargjafir! GUNNHILDUR, Hugi og Þorvarður eru nem- endur í 8. bekk Kársnesskóla og fara þrjár mismunandi leiðir á fermingarárinu. Fyrst verður fyrir svörum Gunnhildur Æv- arsdóttir, sem kveðst ekki ætla að ferm- ast. „Ég er alin upp við guðstrú, en er bú- in að missa hana. Ástæðuna veit ég ekki. Ég byrjaði að efast mikið síðastliðið sum- ar. Auk þess trúi ég ekki á ferminguna sem slíka og hef aldrei séð tilganginn með henni, svo ég hefði hvort eð er ekki fermst,“ segir hún. Þess í stað ætlar hún til Bretlands, til London og Jersey nánar tiltekið, í menn- ingarferð. Í ferðinni verða auk Gunnhildar, foreldrar hennar og systur og kærasti næstelstu systur hennar. „Ég mátti ráða hvert við færum. Í Lond- on er mikið af söfnum og ég ætla að reyna að komast á British Museum og Mu- seum of Natural History. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Fornegyptum og valdi að fara til London þegar ég sá safnaþátt um British Museum í sjónvarpinu,“ segir hún. Spurð um hugðarefni sín kveðst hún hafa áhuga á dulspeki, göldrum og spá- dómum. „Og öllu sem tengist Netinu, forn- leifum og þess háttar.“ Engin veisluhöld eru á döfinni á næst- unni, segir Gunnhildur að síðustu. „Ég hélt upp á 14 ára afmælið mitt 2. mars síðast- liðinn, það var það eina sem ég gerði fyrir fjölskylduna.“ Kjúklingasalat og Kanarí Þorvarður Örn Einarsson hyggst fermast í Kópavogskirkju hinn 28. mars næstkom- andi. Að athöfninni lokinni verður fjölskyld- unni boðið upp á veitingar, meðal annars kalt borð, og kveðst Þorvarður hafa valið sérstaklega kjúklingasalat, sem móðir hans býr til og honum þykir gott. Um páskana fer fjölskyldan síðan til útlanda, það er til Tenerife á Kanaríeyjum. „Ég fer með foreldrum mínum, bróður og systur, og síðan kemur frænka mín og foreldrar hennar,“ segir hann. Hvað fermingarfötin varðar, var ekki bú- ið að kaupa þau, þegar viðtalið fór fram, en Þorvarður kvaðst ætla að spá í það innan tíðar. Einnig sagðist hann hlakka nokkuð til athafnarinnar. „Já, svona frek- ar, aðallega til veislunnar á eftir og svona.“ Hvað gjafirnar varðar, sagðist hann ekki hafa pantað neitt sérstakt. „Nei, eiginlega ekki, bara pening eða eitthvað.“ Aðspurður segir Þorvarður sjónvarps- tæki og græjur algengar óskir meðal ferm- ingarbarna. Ekki kveðst hann hafa þurft að velta því mikið fyrir sér, hvort hann ætti að fermast eða ekki. „Nei, ég var búinn að ákveða að ég ætlaði að fermast í kirkju. Mér finnst það réttast. Flestallir sem ég veit um ætla að fermast í kirkju,“ segir hann loks. Ekki jafnstór skuldbinding Hugi Leifsson hefur hug á borgaralegri fermingu og fer athöfnin fram í Há- skólabíói hinn 4. apríl. „Mér fannst það bara eitthvað einfaldara og leist betur á þetta. Maður þarf ekki að mæta í fullt af messum og læra helling af bænum. Þetta er ekki jafnstór skuldbinding.“ Síðar um daginn verður veisla. „Senni- lega bara hérna heima,“ segir hann um staðsetninguna. „Svona kaffidæmi. Kökur og svoleiðis,“ bætir hann við. Kaffiveisluna valdi hann sjálfur og þá sérstaklega döðlutertu með banönum, rjóma og súkkulaði. „Svo held ég ekkert meira upp á þetta,“ segir hann líka. Hvað fötin varðar, kvað Hugi hugsanlegt að búið væri að kaupa þau. „Þá eru þau sennilega bara inni í skáp.“ Gjöfum hafði hann hins vegar velt fyrir sér og þá rafmagnsgítar, magnara og myndbandsupptökuvél. Heldurðu að þú fáir þetta? „Sennilega rafmagnsgítarinn og magn- arann en ég er nú ekki viss með mynd- bandsupptökuvélina.“ |hke@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Gunnhildur Ævarsdóttir, Hugi Leifsson og Þorvarður Örn Einarsson eru á fermingaraldri og nemendur í 8. bekk Kársnesskóla. Menningarferð, kirkjuferming og borgaraleg athöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.