Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 26
ÞAÐ á við um fermingarbörn eins
og aðra hópa. Við komum í öllum
stærðum og gerðum en það vill
vera svo að það sem er í boði fyrir
fermingarbörn í búðunum er oft-
ast í ákveðnum stærðum og úr-
valið því oft lítið fyrir stráka og
stelpur í yfirstærðum og mjög
litlum stærðum.
Sumir hafa því tekið á það ráð
að láta hanna og sauma á sig
fermingarföt en ein af þeim sem
hefur tekið að sér slík verkefni er
Alda Björg Guðjónsdóttir, fata-
hönnuður og stílisti.
„Það er góður valmöguleiki að láta sauma
á sig fermingarfötin og þá er hægt að koma
með myndir úr tímaritum eða ganga út frá
einhverju sem viðkomandi hefur litist vel á í
verslunum,“ segir Alda.
Það er afar mikilvægt að líða vel á ferming-
ardaginn og fatnaðurinn gegnir þar veiga-
miklu hlutverki. Það má segja að þarna sé
einstaklingurinn að velja sér í fyrsta skipti föt
til þess að koma fram í á opinberum vett-
vangi.
Áhrif frá sjötta áratugnum
Það sem einkennir straumana í ferming-
arfötum stúlkna í ár er nokkuð mikil litagleði,
pastellitir og þá einkum og sér í lagi bleikur,
sægrænn, gulur og ljósfjólublár, og svo er
hvítur alltaf klassískur og ef til vill meira svart
en áður að sögn Öldu.
„Áhrif níunda áratugarins eru á undanhaldi
og nú eru það áhrif frá þriðja og sjötta áratug
síðustu aldar sem eru áberandi. Gollur í
pastellitum og stutt pils við, gjarnan með
tjulli og mynstruð, eru vinsæl og má einnig
sjá örla fyrir áhrifum frá skólabúningum og
jafnvel tennisbúningum. Hnésíðir kjólar í
anda sjötta áratugarins og þá gjarnan í ýms-
um mynstrum koma sterkt inn og hæfa vel
fermingardeginum.“
Annars er fjölbreytnin mikil í verslunum í ár
og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi og greinilegt er að stelpur eru djarfari í
fatavali en áður, það er að segja þær eru
óhrædddari við að klæða sig óhefðbundið og
fylgja sínum eigin stíl. Það er oft pressa á
fermingarbörnin að þau séu svona og hinseg-
in en Alda telur að mikilvægt sé að að vera
sjálfum sér samkvæmur í fatavali sem stuðli
þá frekar að vellíðan á sjálfan fermingardag-
inn. Alda mælir með því að stelpur fari á milli
búða og púsli sjálfar saman í stað þess að
kaupa allt dressið á sama stað. Einnig er
það hagkvæmissjónarmið að velja flíkur sem
hægt sé að nota áfram í daglegu lífi en ekki
aðeins opinberan fermingarkjól sem hangir
svo bara inni í skáp engum til nytjar né gleði.
Toppurinn að vera í teinóttu
„Jakkaföt eru alltaf klassísk á strákana á
fermingardaginn. En í dag þurfa foreldrar svo
sannarlega ekki að þvinga þá til þess að
klæðast þeim því jakkaföt eru mjög í tísku
hjá strákum um þessar mundir og þeir sjá
þarna gott tækifæri til þess að eignast góð
föt sem hægt er að nota á árshátíðir seinna.
Teinótt jakkaföt eru mjög vinsæl í dag svo og
flauelsföt, brún, blá , grá og svört,“ segir
Alda og bendir á að ekki sé nauðsynlegt að
vera alltaf í skyrtu og með bindi við jakkafötin
þótt vissulega sé það glæsilegt, það er einn-
ig flott að vera í fallegum bolum undir jökk-
um. Varast ber að vera í mjög klunnalegum
skóm, fallegast er að vera í penum skóm við
jakkafötin.
Fermdist í skotapilsi
Elsti sonur Öldu, Ágúst Ari Þórisson,
fermdist í fyrra og valdi sér afar óvenjuleg
fermingarföt. Þegar Alda spurði Ágúst í hverju
hann vildi fermast svaraði hann hiklaust að
hann vildi fermast í skotapilsi en hann hafði
séð leikarann Samuel L. Jackson klæðast
einu slíku í kvikmyndinni 51st Street.
„Hann skar sig vissulega úr fjöldanum þar
sem skotasokkarnir komu undan ferming-
arkyrtlinum og það var mikið um þetta rætt í
skólanum en öllum fannst þetta flott og
spurðu Ágúst hvort hann væri Skoti. Ætli
hann gifti sig ekki í pilsinu næst, það var vel
við vöxt,“ segir Alda að lokum og hlær.
Tískan leikur mikið hlutverk í
undirbúningi fermingarfatn-
aðar. Móeiður Júníusdóttir
ræðir við Öldu Björgu Guð-
jónsdóttur, stílista og fata-
hönnuð, um fermingartísk-
una í ár, snið, liti og efni.
Enginn er eins
Morgunblaðið/Jim Smart
Alda Björg, fatahönnuður og stílisti, segir litagleði einkenna fermingartískuna 2004.
Gallerí Sautján.
Ágúst Ari
Þórisson
fermdist í
skotapilsi.
Gallerí Sautján.
Gallerí Sautján.
Retro.
Módel: Svandís, Orka, Aþena Ragna, Guðlaug, Aron Breki, Gunnar hjá Eskimo Models. Fermingarbörn í ár.