Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 41
Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 Ferming 2004 FERMINGARMYNDIR, uppstilltar á ljósmyndastofum eins og enn tíðkast, komu til sögunnar fyrir um 100 ár- um. „Þær verða þó ekki almennar fyrr en seinna,“ sagði Inga Lára Baldvinsdóttir starfsmaður Þjóðminjasafns sem rannsakað hefur íslenskar ljósmyndir og gefið út bók um þær rannsóknir. „Það er varla fyrr en eftir 1930 að slíkar ferming- armyndir verða almennar. Við eigum mynd af ferming- arbarnahópi með presti frá því líklega um 1870 en fólk- ið á myndinni er óþekkt. Elstu fermingarmyndir sem ég hef séð eru teknar hjá Ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar, konunglegs hirð- ljósmyndara. Það sést á klæðnaði fyrirsætanna á mynd- unum að þarna er um fermingarmyndir að ræða. Á þess- um gömlu fermingarmyndum er stúlkurnar í hvítum kjólum og stundum með hanska. Sálmabækurnar koma ekki inn í myndina fyrr en töluvert síðar. Piltarnir eru prúðbúnir á hefðbundinn máta og það gerir erfiðara að ákveða fyrir víst hvort um fermingarmynd er að ræða. Um 1930 taka flestar ljósmyndastofur ferming- armyndir og þá voru komnar margar ljósmyndastofur í Reykjavík og víða um land. Við eigum nokkuð skemmti- legar myndir af fermingarathöfn og fermingarveislu árið 1910. Það eru myndir sem áhugaljósmyndari sem hét Vigfús Sigurðsson tók austur á Valþjófsstað í Fljótsdal í fermingu Jóns Þórarinssonar, bróður Þórarins skóla- stjóra á Eiðum. Eftir 1950 eru teknar fermingarmyndir á stofu af nán- ast öllum fermingarbörnum landsins og hefur verið svo síðan. Eftir 1970 tóku sumir þá stefnu að taka ekki formlegar fermingarmyndir af börnum sínum heldur bara augnabliksmyndir heima. Saga fermingarmynda Ljósmynd/Vigfús Sigurðsson Fermingarveisla á Valþjófsstað 1910.Fermingarstúlka frá fyrstu tíð fermingarmyndanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.