Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 42

Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 42
ÞAÐ ER töluverð fjölbreytni í fjölskyldu Steinunnar Lilju Logadóttur sem nú fermist senn borgaralegri fermingu. Systir hennar Freyja, sem er 17 ára, fermdist til ásatrú- ar, og var eina barnið við þá athöfn, Helga, móðir Stein- unnar, fermdist alls ekki en faðir hennar fermdist til lút- erskrar trúar. Níu ára frænka hennar, Eva Lind Guðjónsdóttir, er einmitt nú að taka sín fyrstu skref í átt að fermingu til kaþólskrar trúar og Sólbjört, 10 ára systir Steinunnar, er að hennar sögn mikið að hugsa um hvern- ig hún eigi að hafa þetta þegar hún kemst á ferming- araldur. En hvers vegar skyldi Steinunn hafa ákveðið að ferm- ast borgaralegri fermingu? „Það á betur við mig en allt hitt sem ég átti kost á,“ segir Steinunn. „Ég hef farið níu sinnum í fermingarfræðslu í Kvenna- skólanum og lært þar mikið um samskipti, hvernig mað- ur á að haga sér þegar maður er að stíga sín fyrstu skref sem fullorðin manneskja, mér finnst ég vita miklu meira um mannlega hegðun nú þegar. Þetta minnir á lífsleikni- tíma í skólanum. Það kemur fólk og talar við okkur og fræðir okkur um hin ýmsu svið. Okkur hefur verið kynnt forvarnarstarf gegn vímuefnum, einnig hefur verið rætt um einelti, og síðast kom kona frá ÍTR og ræddi um þá ímynd sem okkur er gefin í fjölmiðlum, t.d. hvað varðar útlit og hvernig maður á að vera í vaxtarlagi og klæðnaði. Hún sagði okkur frá átröskun og ýmsu öðru sem er slæmt fordæmi, sýndi okkur myndir af módelum, popp- stjörnum og skipti okkur svo í kynjahópa og stelpurnar áttu að teikna hinn fullkomna karlmann en strákarnir hina fullkomnu konu. Ég teiknaði Óla prik og pílur sem ég skrifaði við hvernig eiginleika maðurinn á að hafa. Þetta er allt mjög frjálslegt og það er einmitt það sem mér finnst svo skemmtilegt við það. Sumir vilja ekki kalla þetta fermingu en samt er þetta eins konar ferming þótt við lærum ekki boðorð og sálma. Ég verð fermd borg- aralega í Háskólabíói þann 4. apríl nk. Ég hugsa að það verði veisla heima hjá mér á eftir. Fermist borgaralega Frænkurnar Steinunn Lilja Logadóttir og Eva Lind Guðjónsdóttir. Steinunn fermist borgaralegri fermingu en Eva Lind er kaþólsk og er um þessar mundir að undirbúa sína fyrstu altarisgöngu. Barna & fjölskyldumyndir. www.ljósmyndir.net Steinunn Lilja Logadóttir. LJÓSMYNDASTOFAN Barna- og fjölskyldu- ljósmyndir, Núpalind 1 í Kópavogi, hefur bryddað upp á þeirri nýjung að taka allar sínar myndir stafrænt og leyfa fólki að velja úr þeim jafn- óðum. „Við erum eina ljósmyndastofan á landinu sem getur sýnt myndirnar strax á risaskjá um leið og myndatakan fer fram og við gefum fólki kost á að velja sjálft myndirnar jafnóðum. Þannig geta viðskiptavinir okkar haft mikil áhrif á hvernig myndir eru teknar meðan sjálf myndatakan fer fram, það fylgist með í tölvu,“ segir Gunnar Leif- ur Jónasson hjá Barna- og fjölskylduljósmyndum. En skyldi tískan í fermingarmyndum hafa breyst mikið nú upp á síðkastið? „Já, nú er meiri áhersla lögð á taka fallegar og skemmtilegar myndir af krökkunum, eins og þau eru, en áður fyrr voru fermingarmyndir t.d. nær eingöngu kyrtilmyndir. Þetta er gjörbreytt. Slíkar „englamyndir“ eru á undanhaldi. Nú er hægt með þessari nýju tækni að taka mikið af myndum og af fjölbreyttu tagi og velja svo eftir á í tölvunni hverjar koma vel út og verða notaðar. Með þessari nýju tækni er hægt að laga ým- islegt í útliti fólks, taka af bauga undir augum, fjarlægja bólur og spangir á tönnum, hvítta tenn- ur og þannig mætti telja, allt eftir óskum fólks. En slík þjónusta kostar aukalega. Áður kom fólk t.d. til mín og pantaði ljós- myndapakka og fékk þá þær myndir sem ég valdi. Nú kemur fólk og fær mig til að taka myndir eftir sínu höfði og velur sjálft hverjar eru notaðar. Þannig er hægt að fá eina mynd, fjórar, tíu eða fimmtíu óháð hversu oft er smellt af. Við hvetjum fólk t.d. til að taka með sér ýms- an fatnað í myndatökuna og það sem tengist áhugamálum þess, til þess að auka fjölbreytn- ina. Einnig mega koma margir úr fjölskyldunni þótt um eina myndatöku sé að ræða.“ Er þetta dýr myndataka? „Nei, hún kostar ekki nema 5.000 krónur með einni stækkun og svo er hægt að velja eins margar myndir og fólk vill og borga í samræmi við það.“ Ný tækni í ljósmyndun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.