Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 10
HUGARAFL er hópur einstaklinga sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða, en eru í bata og vilja bæta geðheilbrigðisþjón- ustuna með áherslu á notendur hennar. Hugmyndir Hugarafls voru kynntar á ráð- stefnu félagsmálaráðuneytisins í gær en að þeim standa auk annarra Auður Axels- dóttir, iðjuþjálfi á Heilsugæslu Reykjavík- ur, og Elín Ebba Ásmundsdóttir, for- stöðuþjálfi geðsviðs LSH og lektor við Háskólann á Akureyri, sem jafnframt hefur rannsakað geðrækt geðsjúkra og áhrifa- valda að bata. Hugarafl hefur þróað viðskiptahugmynd um rekstur kaffihúss í miðborginni þar sem geðsjúkir sjá alfarið um reksturinn. Standa vonir til þess að hægt verði að hleypa rekstrinum af stokkunum á næstu miss- erum, eða um leið og peningar til reksturs- ins hafa safnast. Elín Ebba segir atvinnulífið að mörgu leyti ekki undir það búið að taka við geð- sjúkum í vinnu því þeir eigi erfitt með að laga sig að hefðbundnum vinnutíma frá morgni til kvölds. Hugmyndin sé að bjóða upp á „klikkað“ kaffi með „geðveikum“ kökum og uppákomur geðsjúkra verði reglulega á dagskrá. „Það er alltaf verið að vinna með ein- staklinginn og galla hans en það þarf líka að vinna með umhverfið og galla þess. Við ætlum að aðlaga umhverfið þannig að fólk geti notið sín, í mismikilli vinnu.“ Notandi spyr notanda Jón Ari Arason, meðlimur í Hugarafli, sem greindist með þunglyndi, kvíðaröskun og félagsfælni fyrir nokkrum árum hefur leiðbeint nemum í iðjuþjálfun og lækn- isfræði og miðlað af eigin reynslu af iðju- þjálfun. Hann segir mikilvægt að iðjuþjálf- un höfði til þeirra sem notfæra sér þjónustuna en það hafi því miður ekki allt- af verið raunin. „Iðjuþjálfun fyrir mér var fyrst um sinn að hekla eða prjóna eða eitt- hvað þaðan af verra. Síðan hitti ég iðju- þjálfa sem var með verkefni sem skiptu máli, reyndu á mann og voru öðruvísi. Með- al verkefna sem við tókum að okkur að dreifa auglýsingapósti.“ Hugarafl undirbýr nú að hleypa af stokk- unum notendagæðaeftirlitskerfi, Notandi spyr notanda, sem er að norskri fyrirmynd og er ætlað að kanna hvor þjónustan svari þörfum þeirra sem nýta sér hana. Meðlimir úr hópnum munu fara inn á tilteknar geð- deildir á nokkurra vikna fresti í tiltekinn tíma og spyrja spyrja notendur spurninga um þjónustuna sem síðan geta nýst stjórn- endum við að betrumbæta þjónustuna. Vilja reka „geðveikt“ kaffihús í miðborginni Morgunblaðið/Golli Elín Ebba Ásmundsdóttir fjallar um Hugarafl. FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐSTEFNAN var jafnframt lokahnykkurinn á Evrópuári fatl- aðra 2003 en í síðari hluta ráð- stefnunnar voru kynntar fyrir- myndir í þjónustu við fatlaða út frá nokkrum meginþemum. Stefán Baxter, framkvæmda- stjóri Hugsmiðjunnar, fjallaði um eplica vefumsjónarkefið sem fyr- irtækið hefur þróað og mætir kröf- um blindra og sjónskertra og ann- arra sem vegna fötlunar þurfa að styðjast við sértæk úrræði í net- vöfrum þegar skoðaðar eru heima- síður. Fyrirtækið hefur undanfarið ár unnið að uppsetningu á aðgengi- legum vefsvæðum fyrir fatlaða í um 40–50 fyrirtækjum og stofn- unum en þau eru nú alls yfir 100 fyrirtækin sem Hugsmiðjan hefur liðsinnt. Hugsmiðjan fékk styrk úr styrkjasjóði Evrópuársins til að rannsaka og þróa lausn svo að unnt yrði fyrir notendur að stjórna útliti vefsvæðis, s.s. bakgrunnslitum, letri, o.s.frv. á heimasíðum sem á annað borð styddu þá lausn. Still- ingarnar eru vistaðar í vafra við- komandi notanda sem sendir upp- lýsingar um aðgengisstillingar til annarra vefsvæða. Þróun lausnar er langt á veg komin og upplýsti Stefán að framundan væri að vinna að frekari útbreiðslu hennar og fá fyrirtæki og stofnanir í lið með sér. Dóra Pálsdóttir, kennari við Hringsjá, fjallað um fjarkennslu í tölvunotkun fyrir fatlaða. Haf- steinn Númason, nemandi við skól- ann, sagði námið hafa gagnast sér vel og sagði fjarnám mikilvægt fyr- ir þá sem ekki ættu heimangengt vegna fötlunar. Fjarkennsla fyrir fatlaða væri þannig án efa einn ódýrasti valkostur í menntun fatl- aðra þar sem einn kennari gæti hæglega sinnt tiltölulega mörgum nemendum. Úr sambýli í sérbýli Guðrún Edvardsdóttir, frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, fjallaði um könnun sem stofnunin lét gera um áhrif breytinga á starfsemi vistunarfyr- irkomulags hjá stofnuninni. Var markmiðið að skoða kosti og galla þess að mikið fatlað fólk byggi í íbúð með sólarhringsþjónustu í stað sambýlis. Hefur svæðisskrif- stofan gengið frá sölu á sambýli í Bræðratungu í umsjá stofnunar- innar og ráðgerir að byggja íbúðir fyrir fatlaða þess í stað. Guðrún sagði að ný búsetuúrræði gæfu fólki kost á að búa í samfélagi við ófatlaða og með því hefði dregið úr aðgreiningu. Þrjár konur á Ísafirði byggju í eigin íbúð í fjölbýli með sólarhringsþjónustu og þær hefðu meiri stjórn á eigin lífi en áður og hefðu ákvörðunarrétt um daglegar venjur í leik og starfi. Þá upplifðu starfsmenn aukna starfsánægju af því að sjá sýnilegan árangur af eig- in starfi, þjónustan væri persónu- legri og íbúar sem byggju í eigin íbúðum sýndu meiri frumkvæði og væru virkari þátttakendur á heim- ili og í samfélaginu. Þá hefðu breytingarnar orðið til þess að að létta á áhyggjum for- eldra um það hvað verður um börn þeirra þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Sagði Guðrún að kostnaður við að færa búsetuformið hefði aukist nokkuð fyrstu tvö árin en væri nú nánast sá sami og á sambýli. Miðað við ársreikning árið 2002 hefði kostnaður vegna einstaklings verið rúmar 4.900.000 á sambýli en rétt rúmar 5 milljónir í íbúð. Þriðjungur hefur alltaf samband við notendur Björk Pálsdóttir, forstöðumaður Hjálpartækjamiðstöðvar hjá Tryggingastofnun ríkisins, fjallaði um aðkomu fatlaðra að þróun hjálpartækja og vísaði í því sam- bandi í könnun sem gerð var á veg- um allra hjálpartækjastofnana á Norðurlöndunum. Sendir voru út spurningalistar til 226 framleið- enda hjálpartækja en af 94 sem svöruðu sögðust 36,6% alltaf hafa samráð við notendur í tengslum við þróun nýrrar vöru, 55,3% kváðust stundum hafa notendur með í ráð- um en 7,4% hafa aldrei samstarf við þá. Átta fyrirtæki sem sögðust vera í reglulegu samstarfi voru sérstak- lega valin úr en af þeim voru þrjú íslensk. Framleiðendur sögðust í könn- uninni leggja aðaláherslu á góða markaðsgreiningu, virka þátttöku notenda í þróunarferlinu og ráðgjöf sérfræðinga. Athygli vekur hins vegar hversu litla áherslu framleið- endur leggja á hönnun og notendur kvarta gjarnan undan að hjálpar- tæki séu klossuð. Framleiðendur kvörtuðu hins vegar undan því að oft reyndist erfitt að skilgreina þarfir og kröfur notenda og komast í samband við viðeigandi notendur sem væru stór og ólíkur hópur. Björk sagði aðspurð um kostn- aðarhlutdeild sjúklinga í hjálpar- tækjum að hún hefði aukist á síð- ustu árum einkum í minni tækjum þar sem hún væri á bilinu 10–50% en TR greiddi jafnan meira af dýr- ari tækjum. Björk sagði að dæmin sýndu að fleira fólk gæti búið sjálf- stætt í dag en fyrir 5–10 árum þar sem tækninni hefði fleygt mjög fram. Tæki eins og öndunarvélar í heimahúsum og búnaður til að auð- velda fólki að nærast í heimahúsum kæmi þar við sögu. Einnig hefði gervilimasmíði, spelkusmíði, gönguhjálpartæki og rafknúnir hjólastólar tekið miklum framför- um. Verkefni úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra kynnt á ráðstefnu um málefni fatlaðra Netvafrar, sérbýli og hjálpartæki Morgunblaðið/Golli Ráðstefnan á Nordica hótelinu var lokahnykkurinn á Evrópuári fatlaðra árið 2003. FJÖLMÖRG verkefni sem hlutu styrk úr styrkja- sjóði Evrópuárs fatlaðra voru kynnt á Nordica hót- eli í gær á ráðstefnu um málefni fatlaðra sem fé- lagsmálaráðuneytið efndi til og kenndi þar ýmissa grasa. Kristján Geir Pétursson hlýddi á erindin. kristjan@mbl.is Öryrkjabandalagið hvatti fólk til að sitja ekki ráðstefnuna ÖRYRKJABANDALAG Íslands (ÖBÍ) hvatti alla þá sem fengu boð um að sitja ráðstefnu félagsmálaráðuneytisins til þess að sýna mannrétt- indabaráttu fatlaðra þá virðingu að ganga heldur til daglegra starfa sinna. Í tilkynningu ÖBÍ segir að samþykkt hafi verið einróma í aðalstjórn að halda ekki áfram samstarfi við stjórnvöld um Evrópuár fatlaðra vegna ákvörðunar þeirra að standa ekki að fullu við það samkomulag sem gert var í aðdraganda kosninganna síðastliðið vor; þrátt fyrir þetta myndi bandalagið eftir sem áður halda áfram fullu samstarfi um öll mikilsverð mál en með því skilyrði einu að stjórnvöld reyndu ekki að færa sér í nyt nafn Evrópuárs fatlaðara. „Í stað þess að virða þennan sáttavilja og efna sameiginlega til áð- urnefndrar ráðstefnu hafa stjórnvöld kosið að hunsa heildarsamtök fatlaðra og efna einhliða til hátíðlegrar dagskrár undir merkjum Evr- ópuárs fatlaðra,“ segir í tilkynningu ÖBÍ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.