Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var bjart yfir þessum bygg- ingarstarfsmönnum í gær þar sem þeir unnu við að koma upp nýju lagerhúsi við Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum. Einkum var það hann Hjalli Boggu sem vakti athygli vegfar- enda fyrir mjög svo léttan og sumarlegan klæðnað sem helst á við á heitum sumardögum. Hann manar vorið fram úr vetrinum og lætur ekki á sig fá þótt páskahret ku yfirvofandi samkvæmt veð- urspá þótt eflaust megi búast við að vorið sé ekki mjög langt und- an. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Með vor í hjarta í bygging- arvinnu Egilsstöðum. Morgunblaðið AÐ mati utanríkisráðuneytisins má gera ráð fyrir mikilli fjölgun kín- verskra ferðamanna til Íslands á næstu árum. Unnið er að gerð formlegs ferðamálasamstarfs við Kína sem á að leiða til þess að Kín- verjar geta farið í hópferðir til ann- arra landa sem venjulegir ferða- menn en eftirlit með endurkomu þeirra er hert og er á ábyrgð kín- verskra ferðaskrifstofa. 100 milljónir til annarra landa eftir nokkur ár Eiður Guðnason, sendiherra Ís- lands í Peking, segir í Stiklum, vef- riti viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, að ekki leiki minnsti vafi á því að kínverskum ferða- mönnum muni fjölga mjög á næstu árum. „Þetta nýja fyrirkomulag mun greiða fyrir auknum ferðamanna- straumi. Það hafa held ég öll Evr- ópulönd lent í því að fólk sem til þeirra hafa komið frá Kína hefur ekki snúið til baka. Með nýja fyrirkomulaginu á að vera tryggt að til þess komi ekki,“ segir Eiður. Með batnandi efnahag og ört vax- andi millistétt verður vaxandi fjöldi Kínverja á faraldsfæti. Árið 2002 ferðuðust tæplega 16 milljónir Kínverja til útlanda. Eftir hálfan annan áratug er því spáð að hundrað milljón Kínverjar muni ár- lega leggja leið sína til annarra landa. Búist við fleiri kín- verskum ferða- mönnum STEFNT er að því að búið verði að leggja hita- veitu í alla bústaði BSRB í Munaðarnesi snemma í sumar, og geta þá sumarhúsagestir notið lífsins í heitum pottum eins og vinsælt er í sumarhúsum. Samkvæmt útboði á að hleypa heitu vatni á 2. maí og hefja úthlutun frá 11. júní. Kristján Tryggvason, staðarhaldari í Munað- arnesi, segir það muna miklu að fá hitaveitu, ekki síst fyrir þá sem nýta sér bústaðina að vetr- arlagi. „Þetta er alveg meiriháttar, húsin verða miklu jafnheitari og notalegra að koma inn í þau. Svo er það þetta íslenska heitupottaæði, mönn- um finnst ekki vera almennilegt vetrarorlofshús nema það sé heitur pottur. Það má eiginlega segja að pottaleysið hafi háð þessu svæði að ein- hverju leyti. Fólk spurði fyrst um pott og síðan um bústaðina.“ Orkuveita Reykjavíkur boraði heitavatnshol- una síðasta vetur í samvinnu við BSRB, og segir Kristján að svo virðist sem nægilegt heitt vatn sé á svæðinu fyrir helmingi fleiri bústaði en eru þar á vegum BSRB, en samtals eiga samtökin 86 bú- staði í Munaðarnesi auk nokkurra bygginga þeim tengdar. Þess vegna sé verið að vinna í samn- ingum við þá einkaaðila sem eiga bústaði í ná- grenninu og þeim boðið að fá hitaveitu í sín hús. Framkvæmdirnar eru í raun að koma þessu sumarhúsahverfi inn í nútímann, að mati Krist- jáns. „Þetta er auðvitað 33 til 34 ára gamalt hverfi og þótti nú flott á sínum tíma. En svo hafði þetta dregist aftur úr við það að hafa ekki þessa möguleika sem hitaveitan býður upp á.“ Það er mikið verk að leggja hitaveitu í þessi 90 hús sem eru á svæðinu, og talsvert rask sem verður vegna framkvæmdanna, enda þarf að grafa heim að hverju einasta húsi bæði heita- vatnslögn og drenlagnir. Kristján segir að viðbúið sé að það taki lungann úr næsta sumri að ganga alveg frá svæðinu eftir framkvæmdirnar, tyrfa yfir þar sem hefur verið raskað o.fl. Hann segir að fólk þurfi hugsanlega að sýna þolin- mæði vegna framkvæmdanna í sumar, en segir fólk eflaust tilbúið að fyrirgefa ýmislegt vegna þessara þörfu framkvæmda. Ásóknin eykst þegar birtir Það færist sífellt í vöxt að fólk leigi bústaðina í Munaðarnesi yfir vetrartímann, en samtals koma þangað um 12.000 gestir á hverju ári. „Þetta tók nú sérstakan kipp eftir að Hvalfjarð- argöngin voru opnuð, þá finnst mönnum þetta orðið svo lítið mál að koma hingað uppeftir. Fólk veigrar sér ekki eins við að fara,“ segir Kristján. Hann segir erfitt að geta sér til um hversu margir komi að meðaltali í viku hverri yfir vetr- artímann, haldnar séu ráðstefnur og annað sem geri talningu erfiðari. Þó segir hann að það þyki gott ef verið er í 30–40 húsum um helgi yfir vetr- artímann. „Ásóknin í bústaði byrjar um leið og fer að birta, svona upp úr miðjum febrúar. Svo er þetta vinsælt alveg fram í maí, en þá dettur botninn úr vegna prófa í skólum, útskriftum og því öllu. Svo er gott alveg fram í október og nóvember. Mér sýnist þetta vera þannig að þetta sé vinsælt á vorin því þá er birtan komin, en vinsælt á haust- in því þá er komin einhver rómantík út af myrkrinu,“ segir Kristján. Kristján hefur búið í Munaðarnesi allan árs- ins hring ásamt konu sinni, Unni Ágústsóttur, í samtals tæp níu ár. Hann er staðarhaldari, en hún rekur mötuneyti og annað fyrir starfsfólk, auk þess að vera aðstoðarstaðarhaldari. Hann segir það í raun mjög notalegt að vera í Mun- aðarnesi yfir háveturinn þegar enginn er í hús- unum. „Það er tilbreyting í því. En það þýðir ekkert fyrir fólk að vera hérna sem getur ekki verið í myrkri, maður er bara eins og bóndi sem verður að geta farið út í fjárhús. Ég held að okk- ur líði báðum ákaflega vel hérna.“ Unnið í því að leggja hitaveitu í öll sumarhús BSRB í Munaðarnesi eftir góðan árangur af borunum Ekki lengur al- mennileg orlofs- hús án heitra potta Morgunblaðið/Rax Kristján Tryggvason og Unnur Ágústsdóttir ásamt þriðja fasta starfsmanninum í Mun- aðarnesi, og þeim vinsælasta meðal barnanna sem skjóta óhikað á hann föstum skotum. Sigurður Rúnar Sigurðsson sauð einbeittur saman hitaveiturör sem liggja frá stæði hitaveitu- tanks að sumarhúsabyggðinni, en samtals verður lögð hitaveita í 90 bústaði og byggingar. NEMENDUR í skyldunámi hér á landi voru 44.809 haustið 2003 og hafa ekki áður verið fleiri nem- endur í skyldunámi á Íslandi, skv. Hagtíðindum 2004, sem Hagstofa Íslands gefur út. Hlutfallsleg fjölgun nemenda frá fyrra ári var mest á Austur- landi, eða 2%. Í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur fjölgaði nemendum um 1,7% og um 1,3% á Suður- landi. Á öðrum landssvæðum fækkaði nemendum og var hlut- fallsleg fækkun mest á Norður- landi vestra, eða 2,7%. Að mati menntamálaráðuneyt- isins má gera ráð fyrir að nem- endum á grunnskólastigi hér á landi fari fækkandi næstu árin vegna fámennari yngri aldurs- hópa, að því er fram kemur í um- fjöllun í nýútkomnu vefriti ráðu- neytisins. Nemendum á hvern kennara hefur fækkað síðustu ár og voru 11 nemendur á hvern kennara í fullu starfi haustið 2003. Áætlaður meðalfjöldi nemenda í bekkjardeild var á sama tíma 17,8 nemendur. 1.340 nemendur með annað móðurmál en íslensku Nemendum með annað móður- mál en íslensku hefur fjölgað ár frá ári og voru þeir alls 1.340 eða 3% grunnskólanemenda. Flestir nemendanna hafa pólsku að móðurmáli, eða 191. Næstflestir hafa ensku að móð- urmáli, 157 talsins. Filippseysk mál eru töluð af 129 nemendum og 108 nemendur tala serbókróat- ísku. Ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi í grunnskólunum á Íslandi Nemendum fjölg- aði hlutfallslega mest á Austurlandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.