Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 18

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ROLANDAS Paksas, forseti Lithá- ens, bað á fimmtudagskvöld þjóð sína um fyrirgefningu en gaf til kynna að hann hygðist ekki segja af sér, eftir að ákvörðun hans um að ráða vafasaman rússneskan kaup- sýslumann sem persónulegan ráð- gjafa sinn olli mikilli reiði og hneykslan í landinu. Fáeinar vikur eru í að ákæruferli til embættis- sviptingar forsetans ljúki, en það snýst um meint tengsl nokkurra ráðgjafa og aðstoðarmanna forset- ans við skipulagða glæpastarfsemi, en þar er í aðalhlutverki sami mað- ur og þetta nýjasta hneyksli snýst um. „Ég skil að mér urðu á mistök … Ég bið ykkur um fyrirgefningu og mannlegan skilning,“ sagði Paksas í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar dag- inn eftir að opinbert varð að hann hefði skipað Jurijus Borisovas (eins og hann heitir á litháísku, Júrí Bor- ísov upp á rússnesku) persónulegan almannatengslaráðgjafa sinn. Borisovas var helzti fjárhagsbak- hjarl Paksas í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í fyrra- vetur og er lykilmaður í spilling- arhneyksli sem hratt af stað rann- sókn sérskipaðrar nefndar þingsins á málinu og ákæru til embættis- sviptingar vegna embættisafglapa. Lét undan þrýstingi Sagði Paksas í ávarpi sínu í gær Borisovas hafa þrýst mjög á sig að skipa sig í ráðgjafastarfið, en skip- un hans var afturkölluð svo að segja strax og hún varð heyrinkunn. „Síðustu daga kom Borisovas mér í skilning um að gögn sem mér kæmu illa myndu verða notuð gegn mér, skipaði ég hann ekki ráð- gjafa,“ sagði Paksas. „Ég leitaði málamiðlunar milli þess að vera mannlegur og skyldna minna og þykir mér miður að það skyldi hafa valdið því að ég hikaði svona lengi [við að rjúfa tengslin við Borisovas]. Ég skil að mér urðu á mikil mistök; ég hafna tengslum við Jurijus Bor- isovas og ætla mér ekki að líða að ríkið, ég eða fjölskylda mín sé beitt þrýstingi.“ Borisovas er margnefndur í fyrstu skýrslu litháísku leyniþjón- ustunnar sem lögð var fyrir þingið um meint tengsl aðstoðarmanna Paksas við skipulagða glæpastarf- semi, en sú skýrsla, sem kom út seint í október sl., var upphafið að embættissviptingarferlinu gegn for- setanum sem nú er að komast á lokastig. Áformað er að atkvæða- greiðsla um embættissviptinguna fari fram í þinginu fljótlega eftir páska. Annars gerðist það í tengslum við þetta mál, að síðastliðinn mánudag skipaði dómstóll í Vilnius svo fyrir að taka skyldi til endurskoðunar fyrri úrskurð litháíska stjórnlaga- dómstólsins um að Borisovas skyldi rekinn úr landi, en í þeim úrskurði var ákvörðun Paksas forseta um að veita Borisovas litháískan ríkisborg- ararétt lýst stjórnarskrárbrot. Fáir eftir sem mæla Paksas bót Paksas gaf til kynna í ávarpinu að hann hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir allt. Vísaði hann til „allra þeirra verka sem ég er viss um að ég geti og verði að koma til leiðar“. „Ég bið ykkur af innsta hjarta um fyrirgefningu og mannlegan skilning. Ég læt örlög mín í hendur ykkar,“ sagði hann. Paksas hafði áður ítrekað vísað því algerlega á bug að hann hefði neitt óhreint mjöl í pokahorninu og neitað að taka af- sögn í mál, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir þar að lútandi frá stjórn- mála- og kirkjuleiðtogum, þar á meðal Algirdas Brazauskas for- sætisráðherra. Fréttirnar af nýj- ustu bommertunni kölluðu þegar í stað á nýjar kröfur um afsögn og ollu því að sumir dyggustu stuðn- ingsmanna hans hafa nú snúið við honum baki. Hneyksli í Litháen vegna umdeilds forsetaráðgjafa Paksas biður þjóð- ina fyrirgefningar Vilnius. AFP. AP Rolandas Paksas, t.v., hlýðir á Jurijus Borisovas (Júrí Borísov) á kosn- ingavöku 5. janúar 2003, er beðið var niðurstöðu forsetakosninganna. Vill ekki segja af sér en kann að verða sviptur embætti sínu RÆÐARAR frá Oxford og Cam- bridge-háskólunum í Bretlandi reyna með sér á ánni Thames á morgun og verður það í 150. skipti sem þessi þekkta róðrarkeppni fer fram. Það voru ræðararnir frá Ox- ford sem æfðu sig við Hammer- smith-brúna í gær, en þeir eru taldir heldur sigurstranglegri þótt sigur þeirra í fyrra hafi verið sá naumasti í sögu keppninnar. Að- eins munaði 30 sentímetrum. Alls er keppnin 6,8 km, og er það Cambridge sem á tímametið, en ræðarar skólans fóru þetta á 16 mínútum og 19 sekúndum í keppninni 1998. Cambridge hefur unnið keppnina 77 sinnum, Oxford 71 sinni og einu sinni urðu liðin hnífjöfn. Keppnin fór fyrst fram 1829, en var felld niður á stríðs- árunum. Reuters 150. kappróðurinn PALESTÍNSKA heimastjórnin lét í gær í ljósi áhyggjur af því, að Banda- ríkjamenn hefðu „hvatt“ Ísraela til frekari drápa með því að beita neit- unarvaldi til að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um að fordæma dráp Ísraela á Ahmed Yassin, stofn- anda og andlegum leiðtoga Hamas- samtakanna, sl. mánudag. „Við óttumst mjög, að Ísraelar muni túlka neitun Bandaríkjamanna sem hvatningu til að halda áfram of- beldisaðgerðum, árásum og morð- um,“ sagði Saeb Erekat, samninga- málaráðherra Palestínumanna, við AFP. Bandarískir stjórnarerindrekar færðu þau rök fyrir beitingu neitun- arvaldsins á fimmtudaginn, að í drögunum að ályktuninni væri hvergi minnst einu orði á þau hryðjuverk sem Hamas-samtökin hafi unnið undanfarin þrjú og hálft ár. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, John Negro- ponte, sagði að bandarísk stjórnvöld væru ósátt við að Ísraelar hefðu drepið Yassin, en orðalag ályktunar- innar hafi verið „einhliða“, og hætta hefði verið á að það myndi torvelda friðarumleitanir. 11 af 15 ríkjum studdu tillöguna um fordæmingu Rússar, sem greiddu atkvæði með samþykkt ályktunarinnar, sögðu í gær, að það væri miður að Banda- ríkjamenn hefðu stöðvað ályktunina með neitunarvaldi. Júrí Fedotov, að- stoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði að ályktunin hefði verið mik- ilvæg fordæming á hvers konar hryðjuverkum gegn óbreyttum borgurum. Rússneska þingið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis, að morðið á Yassin myndi „óhjá- kvæmilega leiða til frekari blóðsút- hellinga“ fyrir botni Miðjarðarhafs. Ellefu ríki í öryggisráðinu, Kína, Rússland, Frakkland, Filippseyjar, Angóla, Chile, Pakistan, Spánn, Als- ír, Benín og Brasilía, greiddu at- kvæði með ályktuninni. Bretar, Þjóðverjar og Rúmenar sátu hjá. Einungis Bandaríkjamenn greiddu atkvæði á móti. Bandaríkin beittu neitunarvaldi Ramallah, Moskvu, Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. Stjórn Bush gagnrýnd fyrir að samþykkja ekki í öryggisráðinu fordæmingu á drápinu á Ahmed Yassin DEMÓKRATAR í Bandaríkjunum sökuðu í gær George W. Bush Bandaríkjaforseta um að hafa á óviðeigandi hátt hent gaman að leitinni að gereyðingarvopnum í Írak. Bush var á miðvikudag viðstadd- ur kvöldverð bandarískra sjón- varpsfréttamanna en hefð er fyrir því að sitjandi forseti sæki árlega þennan viðburð og segi þar nokkra brandara. Að þessu sinni sýndi Bush ljósmyndir sem teknar voru af honum í Hvíta húsinu en m.a. sést forsetinn þar skima undir hús- gögn á forsetaskrifstofunni. „Þessi gereyðingarvopn hljóta að vera einhvers staðar … neibb, engin vopn hér … kannski hérna undir?“ sagði Bush síðan í gamansömum tóni. Flestir viðstaddra eru sagðir hafa hlegið að gamansemi forset- ans en aðrir töldu hana óviðeig- andi. „Þetta er alvarlegt mál,“ sagði Terry McAuliffe, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, í gær. „Það hafa hundruð banda- rískra hermanna fallið í Írak. Við eigum ekki að vera að hlæja að því að ekki hefur tekist að finna ger- eyðingarvopn þar,“ sagði hann. Sem kunnugt er réttlætti Bush Bandaríkjaforseti innrás í Írak m.a. með því að fullyrða að Sadd- am Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, réði yfir gereyðingarvopn- um. Talsmenn Hvíta hússins segja að ekki eigi að taka grín forsetans of alvarlega, hefð sé fyrir því að menn tali á léttum nótum um al- varleg málefni á þessari sam- kundu. „Það er hefð fyrir því í svona kvöldverðarboðum að forset- inn geri grín að sjálfum sér,“ sagði Claire Buchan, talsmaður forset- ans. Gamanmál Bush sögð óviðeigandi Washington. AP. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.