Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 25 Breskar fantasíur er yfirskrift tónleika sem verða haldnir í Glerárkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 28. mars, kl. 20.30. Þar flytja þeir Sverrir Guðjónsson kontratenór, Sigurður Halldórsson selló- leikari og Daníel Þorsteinsson píanóleik- ari tónlist eftir Benjamin Britten, Francis Routh og James MacMillan. Sigurður og Daníel flytja sónötu fyrir selló og píanó eftir Benjamin Britten sem samin var árið 1960. Aðra sónötu flytja þeir Sigurður og Daníel fyrir selló og píanó en hún er verk Skotans James MacMillan skrifuð árið 1999 fyrir enska sellistann Raphael Wall- fisch. Lögin sem Sverrir Guðjónsson syng- ur, ásamt Daníel, eru Þrír Shakespeare- söngvar eftir Francis Routh. Hann á lang- an feril að baki sem tónskáld og tónvísindamaður. Þegar leiðir þeirra Sverris Guðjónssonar lágu saman á tón- listarhátíð í London bauðst Francis til þess að semja verk fyrir rödd Sverris og bað um tillögur um texta. Niðurstaðan voru þrír Shakespeare-söngvar fyrir kontra- tenór og píanó, sem voru síðan frumfluttir á tónleikum í Íslensku óperunni árið 1993.    Breskar fantasíur FSA sýknað | Fjórðungsjúkrahúsið á Ak- ureyri hefur verið sýknað af kröfu konu sem krafðist tæplega 1,7 milljóna króna í bætur en deilt var um í málinu hvort augnskaða, er hún varð fyrir, mætti rekja til mistaka starfsfólks sjúkrahússins. Konan fékk tappa í slagæð til nethimnu hægra auga. Að virtum framburði til- greindra lækna komst Héraðsdómur Norð- urlands eystra að þeirri niðurstöðu að nán- ast virtist útilokað að augnlæknir hefði getað komið í veg fyrir tjón konunnar þótt hann hefði verið kvaddur til. Þótti réttinum mögulegt orsakasamhengi því ekki nægj- anlega sannað og því bæri að sýkna sjúkra- húsið. Konan fékk gjafsókn í málinu og því greiðist kostnaður hennar af málinu úr rík- issjóði, þ.m.t. 300.000 króna málflutnings- laun skipaðs verjanda hennar. ORKULINDIR á Norðaustur- landi eru verulegar, en þær eru dreifðar, ekki fullrannsakaðar og dýrar í vinnslu og því óhagkvæmar stakar, þær henta fyrst og fremst litlum stórkaupendum. Samvinna um nýtingu þeirra er æskileg, það eykur hagkvæmni hvað fjármögn- un varðar, byggingu og rekstur t.d. álvers og einfaldar alla samn- ingagerð. Þetta kom fram í máli Bjarna Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra orkusviðs Lands- virkjunar, á fyrsta ársfundi Ís- lenskra orkurannsókna sem haldinn var á Akureyri í gær. Áhersla var lögð á orkurannsóknir á Norðausturlandi á þessum fyrsta ársfundi Ísor sem og var greint frá rannsóknarverkefnum sem í gangi eru um þessar mundir. Landsvirkjun sótti í lok vikunn- ar um formlegt rannsóknaleyfi á Hrafnabjörgum, rétt sunnan við Mýri í Bárðardal, og einkaleyfi til rannsókna þar í 7 ár sem og einnig forgang til nýtingar á þeirri orku sem þar kann að vera. Greindi Bjarni frá þessu á ársfundinum. Auk Hrafnabjarga nefndi Bjarni að ónýttar orkulindir væru í Kröflu, Bjarnarflagi, Gjástykki og á Þeistareykjum. Hann nefndi að dýrt væri að byggja upp flutnings- kerfi fyrir orkuna á Norðurlandi og það gæti tekið langan tíma. Svipaður kostnaður er þó við flutn- ing orku til hugsanlegs álvers á 52% heildarorkunotkunar þjóðar- innar væru jarðvarmaorka, lang- hæsta hlutfall í heimi. Á þeim vett- vangi hefði verið unnið þrekvirki, svo eftir væri tekið í útlöndum. Sagði ráðherra engan vafa á því að hin mikla jarðhitaþekking og reynsla Íslendinga gæti nýst mörgum þjóðum sem nú væru að feta sig áfram í notkun þessarar auðlindar, m.a. löndin í Austur- Evrópu. Þetta sagði Valgerður geta orðið heilladrýgstu þróunar- aðstoð sem Íslendingar gætu veitt. yrði, þá í ljósi sögunnar og eins mætti gera ráð fyrir tímafrekum undirbúningi. Heilladrýgsta þróunaraðstoðin Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra ávarpaði fundinn og kom m.a. fram í máli hennar að stofnunin, sem væri rétt ársgömul en byggði á gömlum grunni, stæði framarlega hvað varðar sérhæfðar jarðhitarannsóknir og væri í far- arbroddi á alþjóðavettvangi. Um Dysnesi í Eyjafirði eða við Húsa- vík að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var fyrir MIL, Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Þar kemur einnig fram að lítil álver á þessum slóðum falli vel að þeim virkjunar- möguleikum sem fyrir hendi eru norðanlands, en ólíklegt sé að fjár- festar séu tilbúnir í slíkt verkefni nema fyrir hendi verði möguleiki á stækkun. Einnig kom fram í máli Bjarna að umhverfismál gætu orð- ið vandasöm ef af slíkri byggingu Verulegar orkulindir á Norðausturlandi en ekki fullrannsakaðar Óhagkvæmar stakar og samvinna því æskileg Morgunblaðið/Kristján Húsfyllir á ársfundi: Konur létu sig ekki vanta á ársfund Íslenskra orkurannsókna en voru þó í minnihluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.