Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skoðaðu ferðatilboðin okkar! www.nordur.is KOMDU NORÐUR um páskana og skemmtu þér! Útivist! Skíðaparadís! Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! A th yg li A ku re yr i jarðböðin við mývatn Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Ný lína í gjafavörum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni ERFÐAFJÁRSKATTUR er skattur þar sem verið er að greiða skatt af fjármunum, sem þegar er búið að greiða skatt af. Margar þjóðir, þ.m.t. Íslendingar, hafa hins vegar talið að erfðafé sé eðli- legur skattstofn, en af 30 aðildarríkjum OECD leggja Ástr- alía og Kanada ekki á erfðafjárskatt. Hafa þessar þjóðir litið á erfðafjárskattinn sem skatt sem kom til viðbótar tekjuskatti á yfirfærslu fjár milli kynslóða. Til að leiðrétta þessa ósanngjörnu skattheimtu lagði undirritaður fram, á síðasta þingi, ásamt nokkrum þingmönn- um Sjálfstæðisflokks- ins og einum þing- manni Framsóknarflokks- ins, frumvarp til laga um breytingu á lög- um um erfða- fjárskatt. Frum- varpið gekk út á það að lækka skattpró- sentuna niður í 5% óháð sifjatengslum. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Sjálfstæðisflokk- urinn tók síðan lækkun erfða- fjárskatts upp í stefnuskrá sína fyrir síðustu alþingiskosningar, einn flokka. Eftir myndun rík- isstjórnar Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks var lækkun erfða- fjárskatts sett inn í ríkis- stjórnarsáttmálann. Sú ákvörðun er komin til framkvæmda nú, með samþykkt nýrra laga um erfðafjárskatt, sem taka gildi 1. apríl nk. Hvernig voru fyrri lög? Erfðafjárskattinum var skipt í þrjú þrep eftir skyldleika arfþega og arfleiðanda. 1. Niðjar arfleiðanda, kjörbörn, stjúpbörn og fósturbörn greiddu 5% undir 830 þús. kr., sem hækkaði um 1% fyrir hverjar 830 þús. kr. umfram það, þar til 4,1 miljónar króna eignarmarki er náð. Af eignum umfram það greiddist 10% skattur. 2. Næsta erfð, t.d. foreldrar lát- inna, afar og ömmur, greiddi 15% skatt í fyrstu, sem hækk- aði svo um 2% fyrir hver 830 þús. kr. þar til 4,1 miljónar króna eignarmarki var náð, eft- ir það var skatturinn 25%. 3. Fjarskyldir ættingjar og óskyldir aðilar greiddu 30% skatt í fyrstu, sem hækkaði svo um 830 þús. kr. fyrir hver 3%, þar til 4,1 miljónar króna eign- armarki var náð, eftir það var skatt- urinn 45%. Það hefur alltaf sýnt sig að ósanngjörn skattheimta veldur undanskotum og sam- kvæmt fyrri lögum eru miklar líkur á að svo hafi verið. Þá voru einnig fyrir hendi undanþágur á greiðslu erfðafjárskatts fyrir kirkjur, líknar- og menningarstofnanir og opinbera aðila. Hvernig eru nýju lögin? Ný lög um erfða- fjárskatt eru afar ein- föld, sem betur fer. a) Eitt skattþrep fyrir alla, 5%. b) Engar undanþágur, sem gera fram- kvæmdina mun auðveldari. c) Makar eða aðilar í staðfestri sambúð greiða ekki erfða- fjárskatt. d) Markaðsvirði hlutabréfa í stað nafnverðs. Í eldri lögum var miðað við nafnverð, en það var gamalt ákvæði og sett í lögin þegar markaðsvirði var jafnt og nafnvirði, en í dag getur raunvirði verið margfalt nafn- virði. e) Ekki er greiddur erfða- fjárskattur af fyrstu miljóninni. Líta má á þennan 5% erfða- fjárskatt sem umsýslugjald fyrir ríkissjóð vegna kostnaðar við skiptingu dánarbúa, en skiptin fara fram hjá sýslumannsemb- ættum. Tekjur ríkissjóðs af erfða- fjárskatti miðað við eldra fyr- irkomulag er um 800 miljónir króna á ári. Það er erfitt að meta hvort þessi upphæð muni lækka með til- komu nýrra laga en það eru gömul sannindi og ný, í skattamálum, bæði í nútíð og fortíð, að fólk sættir sig við að greiða sann- gjarna skatta, en kemur sér helst undan því ef skattheimtan er ósanngjörn. Stórlækkun erfðafjárskatts Gunnar I. Birgisson skrifar um erfðafjárskatt Gunnar I. Birgisson ’Líta má áþennan 5% erfðafjárskatt sem umsýslu- gjald fyrir rík- issjóð vegna kostnaðar við skiptingu dán- arbúa.‘ Höfundur er alþingismaður. PÉTUR Gunnarsson, rithöfundur, skrifaði grein í Morgunblaðið 19. mars sl. undir heitinu „Að láta gott af sér leiða?“, þar sem hann fjallar um grein mína „Að ganga með klofna umhverf- isvitund“ sem birtist í sama blaði 8. mars 2004. Grein Péturs er hófsöm og án stóryrða sem er honum til sóma. Hann er ekki ánægður með þá staðhæfingu í grein minni að öfga- fullur og einhliða mál- flutningur andstæð- inga virkjana og stóriðju hafi komið óorði á umhverfis- og náttúruvernd í huga margra. Pétur segir: „Íslendingar hafa sumsé loksins fengið hlutverk í sam- félagi þjóðanna: að fórna öræfunum til að bræða heiminum ál.“ Hér hefði hann getað bætt við „og Bras- ilíumenn að fórna náttúrulegu gróð- urlendi til að rækta heiminum kaffi, Sádí-Arabar, Alsírbúar og fleiri, að fórna ósnertum eyðimörkum til að færa heiminum olíu og gas, Rússar að fórna víðernum Síberíu til að færa sjálfum sér og Vestur-Evrópu olíu og gas, og, og, og“. Því að þetta hlutverk Íslendinga er ekkert einstakt heldur hluti af heimsmynstri: Verkaskipt- ingu þjóða á milli þar sem einstakar þjóðir vinna verk fyrir heiminn, eða hluta hans, sem þær hafa betri for- sendur en aðrir til að vinna og skiptast síðan á afurðum slíkrar vinnu við aðra, báðum eða öllum til hagsbóta því að með þessum hætti er hvert verk unnið þar sem hagkvæm- ast er að vinna það. Þetta er grund- völlur viðskiptabúskapar. Hann er andstæða sjálfsþurftar-búskapar þar sem hver er sjálfum sér nógur og við- skipti engin eða í algeru lágmarki. Sá búskapur færði þjóðum eymd og bág lífskjör. Við gætum ræktað okkar kaffi í gróðurhúsum. En það yrði dýrt kaffi. Forsjónin hefur fært hverjum Íslendingi hundrað sinnum meiri efnhagslega vatnsorku en hverjum jarðarbúa að meðaltali. Allir Ís- lendingar hafa rafmagn til almennra þarfa, gagnstætt mörgum vatnsorkuríkum þjóðum í þróun- arlöndum, þar sem aðeins lítill minnihluti fólks hefur rafmagn. Ís- land er strjálbýlt land, gagnstætt mörgum öðrum löndum sem auðug eru af vatnsorku. Í Kína þurfa 1,3 milljónir manna að flytja nauðugar frá heimkynnum sínum vegna Þriggja gljúfra virkjunarinnar. Eng- inn þarf að flytja nauðugur vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fáar þjóðir hafa því betri náttúrulegar forsendur til að framleiða ál langt umfram eigin þarfir og án gróðurhúsaáhrifa (því að sá hluti álsins sem notaður er í far- artæki sparar andrúmsloftinu meiri gróðurhúsalofttegundir en fylgja framleiðslu þess með vatnsorku við íslenskar aðstæður). Við skulum heldur ekki gleyma því að vatnsafls- virkjanir hafa neikvæð umhverfis- áhrif víðar en á Íslandi. Pétur segir ennfremur: „Nú lifum við Vesturlandabúar í samfélögum sem ganga fyrir glórulausari kapp- neyslu en áður hefur þekkst …“. Ég held að það sem hér er gagnrýnivert sé frekar neyslumynstrið en sjálft umfang neyslunnar. Hér á landi a.m.k., og ég held einnig víða ann- arsstaðar á Vesturlöndum, fer sam- an ofneysla á sumum sviðum og van- neysla á öðrum. Sum svið eru vanhaldin. Hér á landi heilbrigð- iskerfið, menntakerfið, velferð- arkerfið og margvísleg menningar- starfsemi. (Eru t.d. rithöfundar ofhaldnir á Íslandi?) Ég held að heildarneyslan á Íslandi sé frekar bjöguð en of mikil. Jafnvel of lítil. Og við skulum gá að því að umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkjunar eru ná- kvæmlega hin sömu hvort heldur við verjum ábatanum af henni í meira áfengi og kók, fleiri hamborgara og lúxusjeppa eða til að styrkja heil- brigðiskerfið eða bæta kjör öryrkja eða … eða. Pétur spyr hvort ég telji ekki að við eigum að varðveita það nátt- úruríki sem nú er sívaxandi eft- irspurn eftir í veröldinni. Því er til að svara ég tel ekki hættu á að við eða gestir okkar lendum í „fag- urfræðilegu náttúrusvelti“ þótt við nýtum orkulindir okkar. Ísland er strjálbýlt land með ærin tækifæri til gefandi útivistar þótt við gerum það. Ýmsir virkjunarandstæðingar hafa á undanförnum árum haft uppi fáránlega öfgafullan málflutning svo sem að hætta sé á að virkjað verði „… þangað til ekkert er eftir af landi sem flokka má sem ósnortin víðerni“. (í Mbl. 3. nóv. 1999); spurt hefur ver- ið hvort stóriðja sé okkur svo nauð- synleg „að við þurfum að eyðileggja það sem eftir er af öræfum landsins til að gera hana að veruleika“ (í Mbl. 28. okt. 1998); sagt hefur verið að „þessu landi má ekki breyta í eitt stórt uppistöðulón“ (viðtal við Dag- Tímann 11. jan. 1997) og fullyrt hefur verið að ýmsir séu svo grunn- hyggnir að þeir haldi „að þjóðin græði á að gera landið að einu alls- herjar vatna- og virkjunarsvæði þar sem síðustu uppúrstandandi hálend- is- og öræfaperlurnar verða þaktar rafmagnsflytjandi stauravíravirki [svo]“ (í Mbl. 12. nóv. 1996). Fleiri dæmi í þessum dúr má nefna. Ég hélt því fram í grein minni í Mbl. 8. mars sl. að ýkju- og öfgamálflutn- ingur af þessu tagi komi óorði á um- hverfis- og náttúruvernd. Ég stend við það. Í greinarlok lætur Pétur að því liggja að álbræðslan á Reyðarfirði muni „ganga fyrir innfluttu vinnuafli einnig – eða hvað?“ Hversvegna sú álbræðsla fremur en þær í Straums- vík og á Grundartanga sem báðar nota innlent vinnuafl? Út af grein Péturs Gunnarssonar Jakob Björnsson svarar Pétri Gunnarssyni ’Ýmsir virkjunarand-stæðingar hafa á und- anförnum árum haft uppi fáránlega öfga- fullan málflutning …‘ Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.