Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 41
GUNNLAUGUR Sævar Gunn-
laugsson, formaður útvarpsráðs,
setur fram áhugaverðar tillögur um
breyttan rekstur Ríkisútvarpsins í
Viðskiptablaðinu 19. mars: „Ég tel
ríkið alltof umsvifamikið í þessu.
Það gæti dregið verulega úr þess-
um rekstri sínum. Það er hægt að
gera það með margvíslegum hætti.
Ríkið getur látið framleiða efni eða
stutt framleiðslu þess með fjár-
framlögum. Það þarf ekki endilega
að eiga tækin sem sent er út með
eða húsin þar sem efnið er búið til
í.“
Skoðum nánar þessi orð for-
mannsins. En fyrst er rétt að geta
þess að ef Ríkisútvarpið væri fyr-
irtæki í einkaeigu myndi gjaldþrot
augljóslega blasa við, því eigið fé
Ríkisútvarpsins er svo gott sem
uppurið. Allar rekstrartölur eru
neikvæðar eða gjörsamlega óvið-
unandi, enda hefur taprekstur ver-
ið viðvarandi um árabil. Ég veit
ekki betur en að enn sé málum
bjargað fyrir horn með hundruð
milljóna króna lausaskuldum við
Fjársýslu ríkisins. Ástæður þess-
arar þróunar eru margvíslegar, en
höfuðábyrgð bera auðvitað þeir
sem farið hafa með völd yfir Rík-
isútvarpinu.
Fremur auðvelt er að leysa lang-
varandi fjárhagsvanda Rík-
isútvarpsins, sem er fyrirtæki í
fullum rekstri í eigu þjóðarinnar.
Venjan er sú að kjölfestufjárfestar
– í þessu tilfelli þjóðin – leitist við
að halda fyrirtækjum sínum á lífi ef
svo má segja, svo framarlega að
þau þyki lífvænleg. Það er óumdeil-
anlegt að Ríkisútvarpið er líf-
vænlegt; það er vinsælasti fjölmið-
illinn, með afar dugmikið starfsfólk
– á fjórða hundrað manns – og
tekjurnar eru nokkuð fyrirsjáan-
legar. Öll rök hníga að því að gerð-
ar séu ráðstafanir til að efla rekst-
ur og fjárhag Ríkisútvarpsins.
Fjárhagurinn
Hér verður byggt á tölum úr árs-
reikningi 2002, en reikningur fyrir
2003 er ókominn. Ríkisútvarpið
skuldar bönkum um 693 milljónir
króna. Það skuldar ennfremur
2.608 milljónir vegna Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins. Samtals rúm-
ir 3,3 milljarðar króna, en auðvelt
er að greiða þessar skuldir upp.
Ríkisútvarpið á fasteign sem metin
er á tæpar 2.900 milljónir króna, og
dreifikerfi að andvirði 430 milljónir
króna; samtals rúmir 3,3 milljarðar
króna.
Það liggur því beint við að rík-
issjóður kaupi fasteign Rík-
isútvarpsins í Efstaleiti og einnig
dreifikerfið. Ríkisútvarpið getur þá
greitt upp helstu skuldir og rétt við
fjárhaginn til frambúðar. Greiðslur
vegna skulda yrðu úr sögunni, en
það eru á þriðja hundrað milljónir
króna á ári. Rekstrarhallinn hefur
á síðustu árum verið hátt í 300
milljónir króna á ári; hann myndi
hverfa.
Líkt og Gunnlaugur Sævar bend-
ir á er engin ástæða til að Rík-
isútvarpið sitji uppi með tæpa 3
milljarða króna bundna í stein-
steypu, því meginhlutverk þess er
að framleiða og senda út dagskrár-
efni í sjónvarpi og útvarpi. Eðlilegt
er að eigandinn, það er að segja
þjóðin í gegnum ríkissjóð, leysi
fasteignina til sín.
Samkvæmt lögum um Rík-
isútvarpið ber því að ná með út-
sendingum sínum til allra lands-
manna. Þetta gekk áfallalaust
áratugum saman, reyndar í sam-
vinnu við Landsímann sem hefur
annast rekstur dreifikerfisins að
stærstum hluta. En stafræna tækn-
in er að umbylta stöðunni. Formað-
ur útvarpsráðs vonar að Síminn
hafi forgöngu um að „byggja upp
net um landið þar sem áhugasamir
geti komið með efni sitt og keypt
aðgang“. En þetta gæti alveg eins
verið sérstakt fyrirtæki sem starf-
rækir allsherjar
dreifikerfi fyrir sjón-
varps- og útvarpsefni.
Þar mætti hafa opnar
og/eða lokaðar rásir
að vild, þar á meðal
rásir Ríkisútvarpsins.
Reksturinn
Fjárhagsvandi Rík-
isútvarpsins er að
stórum hluta arfur
langtíma óstjórnar.
Ástandið versnaði
bara við það að öllum
valdataumum var safnað saman á
eina hönd, það er að segja mennta-
málaráðherra. Hann
skipar útvarpsstjóra
og ræður alla fram-
kvæmdastjórn Rík-
isútvarpsins og flokks-
systkini hans mynda
meirihluta útvarpsráðs
og hann skipar for-
mann ráðsins, og ráð-
herrann ákveður
tekjuþróun fyrirtæk-
isins. Eigið fé Rík-
isútvarpsins er því
sem næst uppurið og
er ástæðan mikið og
vaxandi rekstrartap árum saman.
Núgildandi stjórnkerfi ber auðvitað
fulla ábyrgð á ástandinu og árang-
urinn dæmir það fyrirkomulag ein-
faldlega úr leik.
Lausnin felst í því að reka Rík-
isútvarpið eins og hvert annað fyr-
irtæki. Yfirstjórn þess á að gæta
hagsmuna allra eigenda, en ekki
bara meirihlutans; hún þarf að vera
sjálfstæð og gagnrýnin á frammi-
stöðu stjórnenda. Stjórnin öðlast
sjálfstæði með því að Alþingi kjósi í
hana fólk sem hefur kunnáttu til að
bera, bæði hvað varðar rekstur
ljósvakamiðla og fjármálastjórn
fyrirtækja. Ennfremur er afar
brýnt að tryggja að aukinn meiri-
hluta (yfir 67% atkvæða) þurfi til
ákvarðana yfirstjórnar, því ef
meirihluti yfirstjórnar takmarkast
við fulltrúa ríkisstjórnarmeirihluta
hverju sinni, verður engin breyting
frá því sem nú er.
Ný yfirstjórn Ríkisútvarpsins
verður því aðeins gagnrýnin og
sjálfstæð að hún ráði útvarpsstjóra
og feli honum umboð sitt. Stjórnin
myndi marka höfuðlínur í rekstri,
setja árangursmælikvarða og fela
útvarpsstjóra að framkvæma hlut-
ina. Þannig standa málin ekki núna
hjá Ríkisútvarpinu og því þarf að
breyta.
Nýjar tillögur til lausnar
Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar
um rekstrarvanda Rík-
isútvarpsins
’Lausnin felst í því aðreka Ríkisútvarpið eins
og hvert annað fyr-
irtæki.‘
Jón Ásgeir Sigurðsson
Höfundur er útvarpsmaður
og rekstrarfræðingur MBA.
Sæluhelgar í
sígildum borgum
Kaupmannahöfn
Verð frá 29.950 kr.* á mann
í tvíbýli á Dgi-byen í 2 nætur.
24. - 26. apr og 15. - 17. okt.
Helsinki
Verð frá 39.910 kr.* á mann
í tvíbýli á Sokos Hotel Vaakuna í 3 nætur.
23. - 26. júlí
Glasgow
Verð frá 29.960 kr.* á mann
í tvíbýli á Premier Lodge í 2 nætur.
14. - 16. maí, 20 - 22. ágúst . og 8. - 10. okt.
London
Verð frá 29.900 kr.* á mann
í tvíbýli á Henry VIII í 2 nætur.
16. - 18. júlí og 27. - 29. ágúst.
Amsterdam
Verð frá 44.940 kr.* á mann
í tvíbýli á Avenue Hotel í 3 nætur.
15. - 18. apr., 2. - 5. sept og 7. - 10. okt.
París
Verð frá 44.930 kr.* á mann
í tvíbýli á Hotel du bois í 3 nætur.
14. - 17. maí, 3. - 6. sept., 8. - 11. okt.
Laufey Helgadóttir fararstjóri b‡›ur upp á sko›unarfer›ir
um París í vor og haust.
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
5000 ferðapunktar
gilda sem greiðsla upp í pakkaferð.
Handhöfum Vildarkorts VISA og
Icelandair býðst nú að nota 5000
ferðapunkta, sem eru jafnvirði 5.000 kr.,
sem greiðslu upp í pakkaferð, ef bókað
er fyrir 1. apríl.
Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair
í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-18, laugard. kl. 9-17
og á sunnudögum kl. 10-16).
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
23
80
7
0
3/
20
04
Njóttu hins besta sem býðst í evrópskum stórborgum,
lífsgleði, menningar, mannlegrar hlýju og freistandi
lystisemda. Við bjóðum helgarferðir á vit ævintýra, flug
og gistingu, á frábæru verði.
* Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og fljónustugjöld.