Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 43 SEM lögfræðingur og löggiltur endurskoðandi tel ég mér skylt að upplýsa almenning um meinta ólög- mæta og blekkjandi starfshætti KB banka, áður Búnaðarbankans, sem ég hef kynnst. Forsvars- menn KB banka hafa ekki lagt fram glögg gögn um rekstur og stöðu Framsækna al- þjóðlega hlutabréfa- sjóðsins og Alþjóðlega hlutabréfasjóðins, stað- fest af íslenskum að- ilum, sem um sjóðina eiga að fjalla. Bankanum hefur verið treyst fyrir millj- arðaverðmætum til ávöxtunar í greindum sjóðum og allt frá árinu 1999 hafa þeir verið taldir sjóðir Bún- aðarbankans. Þeir eru nú taldir sjóðir KB banka, sjá auglýsingu KB banka í Morgunblaðinu 1. febrúar 2004, bls. 18 og 19. Áætla má að tap fjárfesta í sjóðunum nemi að minnsta kosti hundruðum milljóna króna. Hinar meintu blekkingar og lögbrot felast í því að ekki var annað kynnt á árinu 1999 og síðan, hvað varðar gögn afhent almenningi í afgreiðslu Bún- aðarbankans Verðbréfa, en að ofan greindir tveir fjárfestingarsjóðir væru sjóðir Búnaðarbankans, reknir á ábyrgð bankastjóra og bankastjórnar í samræmi við íslensk lög um við- skiptabanka, bókhald og endurskoðun sem að auki væru háðir eftirliti op- inberra aðila meðan Búnaðarbankinn var ríkisbanki. Eftir að Búnaðarbank- inn var gerður að hlutafélagi er talið að meginreglur um rekstur íslenskra hlutafélaga hafi átt við um reksturinn, auk þess sem sérstakir eftirlitsaðilar með rekstri af þessu tagi, nú Hluta- félagaskrá Ríkisskattstjóraembætt- isins, Samkeppnisstofnun, Fjármála- eftirlitið, Kauphöll Íslands og viðskiptaráðherra hafi haft sérstakar skyldur til að hafa á hendi eftirlit með greindri starfsemi. Tekið var fram að á upplýsingablöðum að „Sjóðsstýring“ væri í höndum Búnaðarbanka Íslands hf. en vörslu- og umsjónaraðili væri Cred- it Agricole Indosuez, Luxemburg. Sérstaklega var talið staðfesta að um íslenska sjóði væri að ræða þar sem öll gögn sem afhent voru vegna sjóðanna voru afhent af Búnaðarbanka Íslands og jafnan með merki hans eða KB banka en aldrei bárust þessi fimm síðustu ár nokkur gögn, vegna sjóð- anna, frá öðrum aðila, hvorki frá Credit Agricole Indosuez eða annarri fjármálastofnun. Með bréfi Kaupþings Búnaðar- banka, dags. 15. sept. 2003, undirrit- uðu af Þórði Örlygssyni, lögfræðingi, var staðfest skriflega að íslensku sjóð- irnir, það er Framsækni Alþjóðlegi hlutabréfasjóðurinn og Alþjóðlegi hlutabréfasjóðurinn, væru ekki taldir vera til sem íslenskir sjóðir. Talið er í bréfinu að Alþjóðasjóðir Bún- aðarbankans sé „regnhlífasjóður“ með nokkrar sjóðsdeildir, þar á meðal Alþjóða hlutabréfasjóðinn (e. Global Equity Fund of Funds), og Fram- sækna alþjóða hlutabréfasjóðinn , (e. Global Sector Fund of Funds). Sér- stök staðfest ársuppgjör fyrir þessa tvo sjóði hafa ekki fengist, en í endur- skoðunaráritunum Benjamin Lam, hjá Deloitte & Touche S. A., Luxem- burg, fyrir þessa og fleiri fjárfesting- arsjóði fyrir rekstrarárin sem enda 30. september 2000, 2001 og 2002 seg- ir auk annars á ensku í íslenskri þýð- ingu minni: „Í samræmi við útnefningu stjórnar Stjórnunarfélags BI fjárfestingasjóða höfum við endurskoðað ársuppgjör, sem saman stendur af sameiginlegu yfirliti um nettó eignir, sameiginlegu yfirliti um rekstur og breytingar á nettó eignum BI fjárfestingarsjóða og yfirliti um breytingar á nettó eignum hvers og eins af undirsjóðum BI fjár- festingarsjóða, fyrir rekstrarárið sem endar 30. september 2000.“ Sams kon- ar áritanir voru gefnar fyrir rekstr- arárin sem enduðu 30. september 2001 og 2002. ( Þessar endurskoð- unaráritanir voru afhentar af Kaup- þingi Búnaðarbanka í september 2003.) Meginatriði við þessa framkvæmd er að nokkrir BI fjárfestingarsjóðir Búnaðarbankans virðast hafa verið endurskoðaðir saman sem heild í Lux- emburg, en ekki hver sjóður fyrir sig hér á landi, þrátt fyrir mismunandi eigendur og væntanlega mismunandi rekstur. Annað meginatriði er að enginn af stjórn eða starfsmönnum Bún- aðarbankans, hafa staðfest ársreikn- ingana sem rétta og heldur ekki nokkrir aðrir, hvorki stjórnarmenn Stjórnunarfélags BI fjárfest- ingasjóða, eða Credit Agricole In- dosuez S.A, eða aðrir, þegar undan er skilinn E. Van De Kerkhove, sem undirritar með Benjamin Lam endur- skoðunaráritun Deloitte & Touche S. A. pr. 30. september 2000, en ekki fyr- ir seinni rekstrarárin. Þá liggja fyrir misvísandi yfirlýs- ingar í bréfum Kaupþings Bún- aðarbanka frá 15. og 19. september 2003, en bréfin eru bæði undirrituð af Þórði Örylgssyni, lögfræðingi. Í bréf- inu frá 15. september 2003 segir: „Í skeyti yðar dags. 11. september sl. virðist gæta þess misskilnings hjá yð- ur að Kaupþing Búnaðarbanki hafi eingöngu verið umboðsaðili fyrir Cail. Alþjóðasjóðir Búnaðarbankans er (sic.) í rekstri Kaupþings Bún- aðarbanka hf. og hefur sjóðurinn gert samning við Cail um vörslu og um- sýslu hans.“ Í bréfi Kaupþings Búnaðarbanka 19. september 2003 segir: „Í útboðslýsingu og stjórn- unarreglugerð Alþjóðasjóða Bún- aðarbankans kemur skýrt fram að sjóðurinn er skráður í Luxemburg samkvæmt II. hluta Luxemburg- arlaga, dags. 30. mars 1988, um verð- bréfasjóði, (undertakings for collect- ive investment), og er þar af leiðandi ekki verðbréfasjóður í skilningi laga nr. 10/1993 ( nú lög nr. 30/2003). Þá kemur fram í stjórnunarreglugerð og útboðslýsingu að að vörslu og umsjón- araðili sjóðsins er Credit Agricole In- dosuez Luxemburg og að erlendur löggiltur endurskoðandi hafi verið skipaður endurskoðandi sjóðsins.“ Almennum fjárfesti í Alþjóða hluta- bréfasjóðnum og Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum var ekkert kynnt um það að sjóðirnir væru reknir sam- kvæmt lögum og reglum í Luxem- burg, enda kom ekkert annað fram en að þeir væru hluti af rekstri Bún- aðarbankans. Væri farið í Verðbréf Búnaðarbankans var mögulegt að fá úr bókhaldi Búnaðarbankans yfirlit um færslur viðkomandi fjárfestis og stöðu sjóðsins með fárra mínutna fyr- irvara. Auk bankastjóra Kaupþings Bún- aðarbanka, nú KB banka, hafa erindi verið send út af málinu til stjórn- armanna KB banka, með bréfi dags. 25. 9. 2003, til varastjórnarmanna KB banka, með bréfi, dags. 27. október 2003, afrit send Hlutafélagaskrá Rík- isskattstjóra, Fjármálaeftirliti og við- skiptaráðherra. Þá var erindi, dags. 5. janúar 2004, sent viðskiptaráðherra, Fjármálaeftirliti, Samkeppnisstofnun og Hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra- embættisins. Árangur þessara og fleiri sendinga er sá að stjórn og vara- stjórn Kaupþings Búnaðarbanka, nú KB banka, hafa engu svarað. Hluta- félagaskráin hefur engu svarað, Sam- keppnisstofnun hefur staðfest mót- töku á erindinu og viðskiptaráðuneytið einnig og það hefur bætt við að Fjármálaeftirlitið muni taka málið til athugunar. Fjár- málaeftirlitið hefur svarað með bréfi og er meginniðurstaða þess eftirfar- andi: „Fjármálaeftirlitið vill þó taka fram að með hliðsjón af erindi yðar hyggst Fjármálaeftirlitið, í almennu eftirliti með Kaupþingi Bún- aðarbanka hf., afla upplýsinga um hvernig markaðssetningu, sölu og ráðgjöf erlendra sjóða um sameig- inlega fjárfestingu er og hefur verið háttað.“ Fjármálaeftirlitið hefur ekki sinnt óskum um staðfest endurrit af gögnum sem varða málið eða endurrit af stjórnarályktunum FME um það. Kauphöll Íslands var fyrst sent er- indi 3. 2. 2004 og kom staðfesting, dags. sama dag. Beiðni um staðfest- ingu á síðara erindi og upplýsingum um aðgerðir Kauphallarinnar hefur ekki verið sinnt. Meintir ólögmætir og blekkj- andi starfshættir KB banka Tómas Gunnarsson skrifar um starfshætti KB banka ’… enginn af stjórn eðastarfsmönnum Bún- aðarbankans, hafa stað- fest ársreikningana sem rétta og heldur ekki nokkrir aðrir …‘ Tómas Gunnarsson Höfundur er lögfræðingur og löggilt- ur endurskoðandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.