Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 45

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 45 um runn- . 20% ærri kröfur. ð að a læsir rði skól- ans: Nám með leik? Ódýrasta og hagkvæmasta að- ferðin til að „stytta“ framhaldsskólann er að gera það neðan frá. Viðmið eiga að vera þroski og hæfni ekki ártal Með því að ræða málið á þeim forsendum sem hér er lagt til snýst það ekki um árafjölda í skóla. Leik- skólinn hefur þróast hratt úr „dagvist“ í mennta- stofnun og á mikil sóknarfæri; grunnskólinn er í mikilli gerjun og margt af því besta sem þar gerist vísar veg fyrir framhaldsskólann. Hann situr eftir og virðist ekki taka mið af breyttum kennsluháttum neðri skólastiga og háskóla. Framhaldsskólaárin snú- ast eins og allir vita um svo miklu meira en um eig- inlegt nám sem ráðuneytið skilgreinir. Samfélagsvit- und, menningarlíf og félagsþroski verða að fá sitt rúm. Þessum þætti framhaldskólalífsins verður að veita athygli. Ég er því ekki einvörðungu að tala um að „hraða á færibandinu“ eða „stytta það“ til að skila fólki einu árinu fyrr út á vinnumarkaðinn, heldur meðal annars leggja til að aukin framleiðni og afköst í námi á öllum skólastigum geti nýst til að skapa svigrúm til að mennta fjölhæfa og vel þroskaða ein- staklinga. Útskrift miðist við þroska og hæfni en ekki árgang. Ekki bara spurning um skóla – heldur líf Í Danmörku búa menn sig nú undir að stór hluti vinnuafls helstu fyrirtækja þurfi að vera jafnvígur á enska og danska tungu. Hvernig ætlum við að mæta slíkum kröfum með 33% brottfall úr framhaldsskóla og 30–40% vinnuafls sem hefur grunnskólapróf eða minni menntun? Hin pólitíska forysta Reykjavík- urborgar hlýtur að horfa mjög gagnrýnin á frammi- stöðu framhaldsskólakerfisins. Hvernig samrýmist geta framhaldsskólanna því markmiði okkar að Reykjavík verði alþjóðleg heimsborg þar sem fram- sækin fyrirtæki sækjast eftir að starfa? Ætli borgin að bjóða upp á nútímalegt líf með öllum þeim tæki- færum og möguleikum sem krefjandi störf bjóða uppá verðum við einfaldlega að gera miklu meiri kröfur til skólakerfisins. Umræðan um „styttingu“ framhaldsskólans er því alltof þröng og tekur alls ekki á meginmálinu. mi – ekki ,,stytting“ tt era a inn s- ema ætti Höfundur er formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ásdís asta og hagkvæmasta aðferðin til að „stytta“ framhaldsskólann er að gera það neðan frá,“ segir greinarhöfundur. Í slenskt viðskiptalíf hefur gert strandhögg í Bretlandi, eins og glögglega kom fram á há- degisverðarfundi Bresk- íslenska verslunarráðsins í Lundúnum í síðustu viku. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra var heiðursgestur á fundinum og flutti erindi um viðskipti Bretlands og Ís- lands og fjölþætt samskipti þjóðanna, en á eftir fylgdu fróðlegar og skemmtilegar umræður breskra og erlendra kaupsýslumanna með ráð- herra og fylgdarliði hans úr utanrík- isráðuneytinu. Það var athyglisvert að heyra sjón- armið þeirra Breta sem virkastir eru í starfsemi verslunarráðsins. Þannig sagðist John Quitter, formaður ráðs- ins sem lengi hefur fylgst með þróun íslensks fjármálamarkaðar og ann- aðast á sínum tíma lánamál Citibank á Íslandi, hafa unnið nokkuð í því að sannfæra erlenda fjárfesta um að festa fé sitt í íslenskum fyrirtækjum. Sú vinna tæki tíma og krefðist þol- inmæði. Í nýlegum samskiptum sín- um við breska fjárfesta hefði hann verið búinn að yfirvinna allar hefð- bundnar hindranir, s.s. gjaldmiðil, smæð markaðar og að Ísland væri lítt þekkt í Bretlandi, einungis verðið hefði verið of hátt í augum hinna er- lendu fjárfesta. Þetta er athyglisvert sjónarmið og þess virði að gefa nánari gætur. Er verð hlutabréfa íslenskra fyrirtækja hærra en svo að þau standi undir því? Og hver er þá ástæðan? Getur verið að barátta um völd og áhrif í hér- lendum félögum, sem er hulin og jafnvel illskiljanleg útlendingum, hafi of mikil áhrif á verðmyndum hluta- bréfa hér á landi? Hvalveiðarnar erfiðar Meðal þess sem kom fram í máli fundarmanna, var nokkur óánægja með takmarkanir á fjárfesting- armöguleikum erlendra aðila í ís- lenskum sjávarútvegi. Töldu þeir þær draga mjög úr áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfum. Þá var augsýnilegt, að fundarmenn töldu vísindahvalveiðar Íslendinga skaða orðspor landsins í Bretlandi. Límt væri yfir veggauglýsingar Flugleiða á neðanjarðarlest- arstöðvum sem tengdust Íslandi og fleira í þeim dúr. Utanríkisráðherra ítrekaði að það væri stefna rík- isstjórnarinnar að nýta nátt- úruauðlindir hafsins með sjálfbærum hætti. Ekki megi raska jafnvægi náttúrunnar með því að veiða sumar tegundir en aðrar ekki. Eins snúist málið um sjálfsákvörðunarrétt Ís- lendinga til skynsamlegrar nýtingar eigin auðlinda. Voru fundarmenn sammála rík- isstjórninni um að rökin lægju „okk- ar“ megin en málið snerist hins vegar ekki um rök að þeirra mati. Áróð- ursstríðið væri löngu tapað og gæti í raun ekki unnist. Stjórnvöld þyrftu að gera sér grein fyrir raunveruleik- anum og blákalt hagsmunamat þyrfti að fara fram. Hvalveiðar gætu orðið íslenskum útrásarfyrirtækjum fjötur um fót og spurt var hvort þær væru þess virði fyrir þjóðarbúið. Hér er auðvitað stórt spurt og ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta til allra þátta þessa flókna og viðkvæma máls við framtíðarstefnumótun þess, ekki aðeins þeirra þátta sem snúa að sjáv- arútvegi. Evrópumálin Skýrt kom fram á fundinum, að Evrópumálin brenna á aðilum við- skiptalífsins hvort sem þeir eru á Ís- landi eða í Lundúnum. Sérstaklega voru fundarmenn áhugasamir um evruna og stöðu íslensku krónunnar. Halldór Ásgrímsson sagði það ekki á stefnu núverandi ríkisstjórnar að sækja um aðild að ESB. Sú staða myndi í engu breytast enda þótt hann settist í stól forsætisráðherra, enda yrði sama ríkisstjórn við völd áfram. Hann sagði hins vegar nauðsynlegt að hafa þessi mál til sífelldrar skoðunar. Ljóst væri að EES-samningurinn myndi ekki verða rekinn með sama hætti og nú tíðkast, gengju Norðmenn í ESB. Það myndi kalla á endur- skoðun á afstöðu stjórn- valda til málsins, þannig að ekkert væri hægt að úti- loka í framtíðinni. Eins og staðan væri í dag væri hins vegar ekkert sem benti til þess að Ísland væri á leið í ESB. Kraftaverkamenn í Bakkavör Að loknum fundinum með Bresk- íslenska verslunarráðinu gafst tæki- færi til þess að kynna sér útrás ís- lenskra fyrirtækja með skoðunarferð í verksmiðjur „Katsouris Fresh Food Ltd“ í London sem er í eigu Bakka- varar. Hefur vöxtur fyrirtækisins á síðustu árum verið lyginni líkastur. Sé litið til fyrirtækisins nú er lítið sem minnir á það fyrirtæki sem þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu ásamt föður sínum fyrir tæpum tuttugu árum, annað en þeir bræður sem enn eru við stýrið – upp- fullir af spennandi hugmyndum og nauðsynlegri orku til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Bakkavör framleiðir undir ýmsum vörumerkjum tilbúnar máltíðir sem seldar eru í matvörubúðum úti um allt Bretland. Framleitt er í fjórum verksmiðjum, þremur í Lundúnum og einni í Birmingham og eru starfs- menn um 2.500. Til samanburðar má geta þess að þeir voru 300 árið 2000 og undir 100 árið 1998. Velta fyrirtækisins jókst um 20% árið 2003 og áætlanir gera ráð fyrir að veltan aukist um 20–30% næstu árin. Ekki verður um villst að þeir „Bakkabræður“, eins og þeir kalla sig stundum sjálfir, hafa byggt fyrirtæki sitt upp af miklum skörungsskap. Skýr stefna, sterk sýn og trú á fram- tíðarmöguleika einkenna þessa kraft- miklu frumkvöðla. Kæmi mér ekki á óvart að fyrirtækið verði orðið eitt að þeim stærstu í Evrópu í mat- vælaframleiðslunni innan nokkurra ára miðað við þá framtíðarsýn og stefnu sem þeir kynntu okkur meðan á heimsókninni stóð. Þá er einnig gaman að geta þess að fyrirtækið hef- ur fangað hug erlendra fjárfesta og er um 20% hlutafjár í höndum er- lendra aðila, enda þótt það sé ein- ungis skráð á íslenskum hlutabréfa- markaði. Útrás íslenskra fyrirtækja er einn skýrasti vaxtarbroddur íslensks at- vinnulífs og forsenda þess að íslenskt atvinnulíf standi sig í alþjóðri sam- keppni. Möguleikar á heimamarkaði eru takmarkaðir, en með alþjóðavæð- ingunni hafa skapast ótal tækifæri til framþróunar sem geta – ef vel er á málum haldið – tryggt íslenskri þjóð betri lífskjör og okkar sess til fram- tíðar meðal auðugustu þjóða heims. Strandhögg nútímavíkinga í Bretlandi ’ Er verð hlutabréfa ís-lenskra fyrirtækja hærra en svo að þau standi undir því? Og hver er þá ástæðan? Get- ur verið að barátta um völd og áhrif í hérlendum félögum, sem er hulin og jafnvel ill- skiljanleg útlendingum, hafi of mikil áhrif á verðmyndum hlutabréfa hér á landi? ‘ Eftir Björn Inga Hrafnsson Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. og slu, fyrir a- ki síð- r hafa fitt er og ðkom- Þetta élt ndan hluta nd- og jón- leysa u andi má r í r- r að g- ki vort u- verkastarfsemi eða smygli á eiturlyfjum, vopnum og jafnvel fólki. Enginn vill skerast í leikinn en að lokum eigum við einskis annars úrkosti. Við getum lært margt af fyrri tilraunum okkar til íhlutunar. Fyrsti lærdómurinn er að ekkert ríki og engin samtök geta gert þetta upp á eigin spýtur. Við hjá Sameinuðu þjóðunum þurfum að eiga náið sam- starf við félaga okkar í Sambandi Karíbahafsríkja (CARICOM) og Samtökum Ameríkuríkja, beita okkur fyrir sameiginlegri stefnu. Þessi samtök hafa gegnt forystuhlutverki í friðarumleitunum á Haítí. Þau þurfa að láta þar að sér kveða áfram, löngu eftir að bláu hjálmarnir fara þaðan. Það má ekki gerast aftur að Haítí króist inni í eigin heims- hluta. Annar lærdómurinn snýst um mikilvægi þess að taka á áhrifaríkan hátt, og tímanlega, á hugs- anlegum friðarspillum. Reynslan í öðrum ríkjum, sem reyna að sigrast á glundroða og átökum, hefur kennt okkur að ekki er hægt að koma í veg fyrir að fjölmennir hópar vopnaðra einstaklinga verði til vandræða nema með því að veita þeim raunveruleg tækifæri og atvinnu, ekki er nóg að afvopna þá. Án efnahagsuppgangs er hætt við að vopnaðir hópar myndist aftur og vítahringur fátæktar, ofbeldis og óstöðugleika hefjist á ný. Mikilvægasti lærdóm- urinn er þó fólginn í því að við megum ekki hætta aðstoðinni við Haítí of fljótt. Landið mun þarfnast liðveislu okkar í langan tíma. Ófremdarástandið nú er afleiðing ábyrgðarlausrar hegðunar stjórnmála- manna Haítís ekki síður en vanrækslu alþjóða- samfélagsins eða misbresta á fyrri íhlutunum þess. Þetta þýðir að til að ná raunverulegum árangri þarf að auðvelda nýjum og ábyrgari pólitískum hópum að koma fram. Þetta er ekki hægt að gera í flýti. Við þurfum að gefa okkur langan tíma – tíu ár eða meira – til að aðstoða við að byggja upp lögreglu og dómskerfi, sem og félagslega grunnþjónustu, til að mynda heilsugæslu og skóla. Það gerist of oft að athygli okkar beinist ekki að slíkum vandamálum nema þegar ástandið er verst – þegar sjónvarpsmyndirnar eru of átakanlegar, ofbeldið of skelfilegt og þjáningar milljóna manna óbærilegar. Í landi eins og Haítí er langvarandi að- stoð, bæði ríkisstjórna og samtaka, það eina sem dugir til að hægt sé að byggja upp þær stofnanir sem gera lýðræðinu kleift að festa rætur. Mikið er í veði – fyrst og fremst fyrir Haítíbúa, en einnig fyrir okkur. Til að ljúka verkinu að þessu sinni þurfum við að fara öðruvísi að. Umfram allt þarf að halda athygli þjóða heims og tryggja lið- veislu þeirra til langs tíma. erðum við að ljúka verkinu ’ Umfram allt þarf að halda athygli þjóða heims og tryggja liðveislu þeirra til langs tíma. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.